Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						10

BIAÐIB

DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2.SEPTEMBER 1978

staháddagblad

Útnefanfii: Daubiaðiðlif.

Framkvinmdastjóri: Sveinn R. EyjóH»»on. Rltstjóri: Jöna* Kri»ljáii»»on.

Fréttaitjori: Jon Birgir Péturuon. Rrtstjómorfu«trúi: Haukur Hekjaeon.  Skrif.to'u.tjöri riutjómur

Jóhannes ReykdaL iþróttir: Halfur Sknonarson. ABstoe rfréttu.tjóran Atfi Stalnarsson og Ómar

Valdimarsson. Handrit: Asgrfmur Palsson.

'BÍaoamann: Anna Bjamason, Asauir Tömasson, Bragi Skjurðsson, Dora Stefansdóttir, Gissur Sfguros-

son, Guomundur Magnússon, Hullur Halsson, Hokji Pétursson, Jðnas HaraUsson, Ólafur Qeirsson,

Ólafur Jónsson, Ragnar Lar., Ragnhaiour Kristjansdóttir. Hönnun: Guojon H. Palsson.

Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ami PaH Johannsson, Bjamieifur Bjamleifsson, Hörður Vlhjaimsson',-

Ragnar Th. Skjurðsson, Svakin Þormóðsson.

Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjafdkeri: Þráínn Þorleifsson. Sóiustjóri: Ingvar Svakisson. Dreifing-

arstjóri: MAr E.M. Hafkfarsson.

Rftstjðm Sioumúla 12. Afgrafðsla, áskriftadeifd, auglyslngar og skrif stofu r Þ verhofti 11.

Aðalsimi blaðsins er 27022(10 tinur). Askrift 2000 kr. a manuði innanlands. i lausasötu 100 kr. ekitakið.

Setning og umbrot Dagblaðið hf. SUSumúla 12. Mynda- og pfötugerð: Hilmir hf. Sfðumúla 12. Prentun:

Arvakur hf. Skeffunni 10.

Víðishús úti um allt

Víðishússkumbaldinn, serri nýi

menntamálaráðherrann tekur í arf eftir

fyrirrennara sinn, er táknrænn fyrir við-

skilnað gömlu stjórnarinnar. Slíkir kumb-

aldar eru úti um allt.

Hraði verðbólgunnar er 45—50 af

hundraði á ársgrundvelli. Ríkisfjármálin hafa einkennzt

af sífellum hallabúskap og skuldasöfnun við Seðlabank-

ann. Nú stefnir í aukinn halla á viðskiptum okkar við út-

lönd.

Upprennandi kynslóð hefur verið gerður sligandi

baggi með skuldasöfnun erlendis.

Ofveiði þorsksins hefur verið látin líðast. aðgerðir

stjórnvalda hafa mestmegnis verið kák. Þörf er á veru-

legri minnkun veiða, þótt það kostaði fórnir víða um

land.

Hvarvetna sjást merki um vitlausa fjárfestingu. Þar er

ekki aðeins um að ræða Víðishús og Borgarfjarðarbrú,

heldur spýtingu fjármagns í ríkum mæli til greina, sem

gefa lítið sem ekkert í arði. Megingreinar landbúnaðarins

strita við offramleiðslu, styrkirnir hafa aukið hana og þar

með aukið vandann og skert lífskjör þjóðarinnar.

Offjárfesting í fiskiskipaflota er hrikalegt dæmi um

vitlausa fjárfestingu. Þorskafla hefur verið dreift milli

landshluta á skipulagslausan hátt með styrkjum til of

mikilla kaupa á skuttogurum. Af þessu leiðir minni arð-

semi fyr, r þjóðarheildina. Eins og um landbúnaðinn

hefði því l'é betur verið varið til iðngreina, sem gefa meiri

arðsemi og mundu því bæta lífskjör þjóðarinnar.

í stað eflingar lífvænglegra iðngreina hefur fé verið

varið til ýmiss konar "þörungavinnslna". Ekki verður

aftur snúið með Kröfluvirkjun, þótt vafasöm sé. Menn

efast um hagkvæmni fjárfestingarinnar í járnblendiverk-

smiðjunni.

Almennum iðnaði hefur verið haldið niðri með mis-

munun á ýmsum sviðum. Iðnþróunaráætlunum hefur

jafnóðum verið fleygt.

Af þessum sökum óttast margir, sem þekkja til mála,

að lífskjaraskerðing blasi við.

Sökin er ekki einungis þeirrar ríkisstjórnar, sem fór frá

í gær. Allir stjórnmálaflokkar bera mikla ábyrgð á,

hvernig komið er.

Foringjar þeirra hafa látið hagsmunahópa í landbún-

aði, sjávarútvegi og verzlun stýra höndum sínum. Þeir

hafa ekki haft bein í nefi til að beina þróun atvinnulífsins

á farsælli brautir. Stjórnmálamenn hafa verið leikbrúður

þrýstihópa.

Gamla stjórnin tók við slæmu búi úr höndum fyrri

ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. En hún ber ábyrgð á

framhaldi á stefnu þeirrar stjórnar. Hún hefur ekkert

gert til að hverfa frá óheillabrautinni. Fjögur ár hafa

farið til einskis, og tíminn rennur frá okkur.

Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra segir ,nú, að

„nýir vendir sópi bezt". Fáir munu þó ætla, að stjórn

Ólafs sópi miklu. Eins og mál standa í dag, er líklegast,

að nýja stjórnin haldi áfram að úthluta dúsum til þrýsti-

hópanna af ótta við atkvæðatap að öðrum kosti. Menn

óttast, að nýja stjórnin taki bara við „víðishúsunum" frá

hinni gömlu og kaupi fleiri slík.

Enn einu sinnu nýtur Edward

Kennedy öldungadeildarþingmaður

geysilegs fylgis sem liklegur forseta-

frambjóðandi við næstu forsetakosn-

ingar í Bandaríkjunum árið 1980. Nýj-

ar skoðanakannanir sýna að Kennedy

er sterkari frambjóðandi Demókrata-

flokksins en Carter Bandarikjaforseti.

Stjórnmálamenn í ýmsum ríkjum

Bandaríkjanna óska frekar eftir því að

Kennedy komi til þeirra og veiti þeim

stuðning en Carter. Og Kennedy

virðist fús að veita þennan stuðning.

Einn verkalýðsleiðtogi lét hafa það

eftir sér að áður fyrr hefði það verið

góður stökkpallur að bjóða Kennedy

fyrst og síðan sjálfum forsetanum. Nú

höfum viðekkert viðCarteraðgera.

Þessar staðreyndir eru umhugs-

unarefni um ástand bandarískra

stjómmála í dag. Hérer ekki eingöngu

um að ræða vandræði ríkjandi forseta

Fjölmiðlar fylgjast mikið með Kennedyfjölskyldunni og fjölskyldumyndir eru

vinsælar i blóoum.

gegn rótgróinni glansmynd. Það er

eitthvað bogið við hina stöðugu kröfu

um Kennedy í forsetastól og lítið

virðist vinna á Kennedy vinsældun-

Naf nið Kennedy

Enginn efi er á því að Edward

Kennedy er nú fær og áhrifamikill öld-

ungadeildarþingmaður. En það eru

aðrir færir öldungadeildarþingmenn

sem gætu gjarnan hugsað sér að verða

forsetar Bandaríkjanna. Hin raun-

verulega ástæða þess að Kennedy er

talinn líklegur frambjóðandi til for-

setaembættisins, og svo hefur raunar

verið undanfarinn áratug, er einfald-

lega sú að hann ber ættarnafnið Kenn-

edy. Hann varð öldungadeildarþing-

maður vegna þess að nafnið var

Kennedy. Teddy Kennedy er liður í

amerískri goðsögn, hvort sem honum

líkar það vel eða illa. Og það er þessi

goðsögn sem almenningur vísar til

þegar hann óskar eftir öðrum Kenn-

edy sem forseta Bandarikjanna.

Kennedy goðsögnin er raunveruleg

goðsögn að því leyti að svo virðist sem

töfrar fylgi nafninu. Völd eru stöðugt

tengd þessu nafni í hugum fólks. Og

fjölmiðlar fylgjast stöðugt með

Kennedyunum. Og þetta á ekki ein-

göngu við um Edward Kennedy.

hinn siðasta af hinum frægu Kenn-

edybræðrum. Fjölmiðlar eru farnir að

gefa næstu Kennedykynslóð mjög

aukna athygli, sérstaklega sonum

Roberts Kennedys.

Það er ekki eingöngu það að

Kennedyamir séu uppáhöld fjölmiðla

og tengdir dramatískum og sorglegum

atburðum. Þegar Bandaríkjamenn

hafa leitað til slikra glansmynda áður

sem forsetaframbjóðenda, þá hafa þeir

einstaklingar alltaf verið þekktir vegna

annarra starfa utan stjórnmála. Her-

foringjar, sem gengið hefur vel á víg-

velli, eru góð dæmi um slíkt. Nefna

má bæði Grant og Eisenhower og

margir Bandaríkjamenn hefðu vafa-

laust kosið Mac Arthur fyrir nokkrum

árum ef til þess hefði komið.

Þá má einnig nefna marga sem hafa

staðið utan við málamiðlanir og

hrossakaup stjómmálanna og notið

Nú má glöggt greina

hverjir ráða

þessu landi

mmmmmmmmmml

>}

:S*"

Þegar Lúðvík Jósepsson lauk máli

sínu við fréttamenn útvarpsins 23.

þ.m. máiti glöggt sjá hvað á spítunni

hékk, fáni hins vestræna velfarnaðar.

fylling vonarinnar að deyja fyrir

frelsið. Maður á kannski aldrei að

verða hissa á þessum tímum begar

mannlegir verðleikar eru slegnir niður

af tuskudúkkum stórvelda. Margir

hafa staðið á öndinni af undrun yfir

þvi að Lúðvíki varð ágengt við stjórn-

armyndun þá sem honum var falin.

Hinir voru búnir að gleypa sinar fyrri

firrur án þess að fá andköf. Kannski er

slíkt auðvelt fyrir menn sem aldrei

virðast um tugi ára hafa haft aðra

skoðun en þá sem fengin var að láni.

Allt virðist hafa strandað á því að

Kjallarinn

Halldór Pjetursson

Lúðvík hafði forystu og hafði komið

meiru fram en flestir gerðu ráð fyrir.

Hér á íslandi greindist jafnaðar-

stefnan i tvær fylkingar, krata og

komma. Um annað var ekki að gera.

Síðan urðu vatnaskil þar sem kommar

hættu sambandi við Rússa. Þá var

stófnaður Sósialistaflokkur og síðan

Alþýðubandalag. Þessir siðari flokkar

hafa algjörlega unnið i þágu alþýðunn-

arog íslenzkra hagsmuna.

Þegar fjárskil voru gerð milli flokk-

anna tókst Stefáni Jó. að draga allar

eignir verkalýðsfélagsms yfir í krata-

dilkinn, hinir stóðu uppi slyppir og

snauðir. Þessar eignir voru Iðnó,

Alþýðuhúsið og Alþlýðubrauðgerðin.

Eignir þessar ásamt erlendu betlifé

hafa síðan verið notaðar til að halda

verkalýðshreyfingunni í skefjum

vægast orðað.

Eins og ég gat um hafa sósíalistar

unnið á alíslenzkum grundvelli og

eflzt mikið á eins og flokkurinn sýnir.

Nú verður manni á að spyrja hvort

það sé glæpur að skipta um skoðun á

ýmsu. Á Lúðvik Jósepsson að dæmast

eftir öðrum lagabókstaf en landar

hans? Eru ekki sumir hinir gömlu

islenzku nasistar í lykilstöðum hér á

landi og ekki að fundið, enda ekkert

við því að segja ef alvara fylgir skoð-

anaskiptum. Halldór Laxness var af

íhaldinu talinn þjóðhættulegur en

vegna fákunnáttu í manndrápum hélt

hann lifi og þegar aðrar þjóðir settu

hann á fyrsta bekk rann allur ofsi af

ihaldinu sem fór að hæla honum.

Aftur á móti ráku kratar hann úr

,..„ ^mM		^wj	

	r^tf^	^~.	M

Lúðvik Jóseps	0^/		

	son, — hvers á liaim að		

gjalda?			

ræðustól. Ég sá eitt sinn í sjónvarpi að			

ritstjóri Morgunblaðsins sat við kné			

Halldórs og horfði á  hann  í sælli			

leiöslu likt og frelsaður maður.			

Ég held að borgaraflokkarnir ættu			'

að safna saman gömlum nasistum og			

öðrum  sjókindum  og  hefja  þá  til			

stjómar i þjóðfélaginu. Kannski fengi			

3á Lúðvík uppreisn í leiðinni, likt og			

Búkharin.			

Halldór Pétursson			

r	thöfundur	A	

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24