Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978. Þannig er nýjasta uppstillingin á Cirkusi. Nýjasti liðsmaðurinn, Davíð Karlsson, er fyrir miðju, bak við trommusettið. DB-mynd Ari. Enn tekur Cirkus stakkaskiptum Enn einu sinni hefur hljómsveitin Cirkus tekið breytingum. Linda Gísladóttir söngkona er hætt og sömuleiðis trommuleikarinn, Ing- ólfur Sigurðsson. Enginn kemur til með að leysa Lindu af en Davíð Karlsson — gamall Cirkusmaður — er setztur við trommusettið. „Við höfum ákveðið að leita ekki að söngkonu í staðinn fyrir Lindu og vera sex í hljómsveitinni eftirleiðis,” sagði Sævar Sverrisson söngvari og helzti talsmaður Cirkuss, er hann ræddi við DB um síðustu manna- breytingarnar í hljómsveitinni. Hann kvað Ingólf hafa sagt upp með mánaðar fyrirvara og vera nú kominn í sólina á Kanaríeyjum með konu og börnum. „Linda vildi fá frí frá störfum til að bregða sér til Bandaríkjanna. Við vorum ekki tilbúnir að veita henni það með stuttum fyrirvara. Eftir nokkrar umræður fram og aftur varð niðurstaðan sú að Linda hætti,” sagði Sævar. Cirkus hefur nú um nokkurt skeið verið húshljómsveit í veitingahúsinu Klúbbnum. Að sögn Sævars og Arnar Hjálmarssonar gítarleikara kunna Cirkusmenn mjög vel við sig þar. Með þvi að vinna á sama stað eru þeir lausir við þeytinginn fram og aftur um landið og alla þá leit eftir húsnæði fyrir dansleiki sem hljómsveitir „í harkinu” verða að búa við. „Við ætlum að vinna áfram í Klúbbnum í vetur, en jafnframt að leita fyrir okkur um að leika á skóla- böllum,” sagði Sævar Sverrisson. Undirboð „Við eigum við vissa örðugleika að etja á skólamarkaðnum,” greip örn Hjálmarsson fram í. „Ein af þessum fáu hljómsveitum, sem keppa um þann markað undirbýður hinar í gríð og erg. Ég nefni engin nöfn, en þeir taka sneiðina til sin sem eiga. Við þurfum að taka þrjú hundruð þúsund krónur fyrir hvern dansleik núna og ein hljómsveit fer allt upp í 350 þúsund fyrir kvöldið. Síðan telur þriðja hljómsveitin sig geta leikið á þessum böllum fyrir tvö hundruð þúsund. Samkvæmt okkar vitneskju á ekki að vera hægt fyrir sex manna hljómsveit að leika fyrir svo lága upphæð.” Örn nefndi það dæmi máli sínu til stuðnings að ósköp venjulegur gítar- magnari kostaði nú út úr búð 414 þúsund krónur. Fyrir fáum vikum kostaði sami hlutur 280 þúsund. Verðlag hefur allt breytzt til sam- ræmis við þetta á öðrum hljóðfær- um. Til að mynda munu ný trommu- sett nú almennt kosta yfir milljón krónur. Útgerð einnar hljómsveitar er greinilega ekki neinna smáaura virði og hefur sjálfsagt aldrei verið. - ÁT Undirboð erkomið fram á skóladansleikjamarkaðinum Anton Kroyer framkvæmdastjóri Hljómbæjar viö nýja Gemeni hljóðfærió. DB-mynd An. HUÓMBÆR EYKUR ÚRVAUB Ernú jöfnum höndum umboösverzlun oginnflytjandi Hljóðfæraverzlanirnar keppast nú við að kynna hvað þær hafa á boðstólum þessa dagana. Ein þeirra, Hljómbær, boðaði blaðamenn nýlega á sinn fund í tilefni af því að til stendur að flytja inn nýjar gerðir af hljómborðum frá ensku fyrirtæki, sem nefnist Antone. Sýnishorn af einni gerðinni, Gemini, er komið til landsins og er til sýnis í verzluninni á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. „Gemini er minnsta gerðin af þremur, sem við hyggjumst flytja inn frá Antone fyrirtækinu í framtíðinni,” sagði Anton Kroyer framkvæmdastjóri Hljómbæjar er hann kynnti gripinn. „Þetta er í fyrsta lagi orgel, en er jafnframt með innbyggðum skemmtara fyrir þá sem styttra eru komnir á tónlistar- brautinni. í hljóðfærunum frá Antone eru nýjar gerðir af intergraterásum, sem gera það að verkum að tækið spilar sjálft án þess að ýtt sé á hljómborðin. Siðan er hægt að stilla það spil eftir öllum kúnstarinnar reglum.” Gemini tækið kostar um þessar mundir um níu hundruð þúsund krónur. Áður en langt um líður koma tvær gerðir til viðbótar til landsins. Þær nefnast Aquarius og Zodiac. Það síðarnefnda er meðal annars með innbyggðu heimilis- píanói. Hljómbær hefur nú verið starf- ræktur á fjórða ár. Fyrst i stað var fyrirtækið eingöngu umboðsverzlun, en er nú jöfnum höndum innflutn- ingsfyrirtæki. Meðal vörumerkja, sem eru á boðstólum eru Guild og Hondo gitarar, Rickenbacker bassa- gítarar og nokkrar gerðir af mögnur- um, svo sem Randall, Phoenix og Main. Anton Kroyer sagði að nú legði fyrirtækið allt kapp á að selja hljóð- færin frá Antone. Fyrir nokkru kom maður sérstaklega að utan til að kynna hljóðfærin og sýndi hann kúnstir Gemini orgelsins í húsa- kynnum Hljómbæjar. NÝÞOKKABÓTAR- PLATA L VINNSLU Lárus Grímsson genginn í flokkinn Upptökur á nýrri breiðskífu með hljómsveitinni Þokkabót eru komnar vel á veg. Nýja platan, sem mun nefnast 1 veruleik, er sú fjórða, sem Þokkabót sendir frá sér. Sú síðasta, Fráfærur, kom út árið 1976. Halldór Gunnarsson semur alla texta fi nýju Þokkabótarplötunni utan einn. Hann hefur fi undanförn- um firum getió sér gott oró sem miðvikudagspopphornsstjóri ríkis- útvarpsins. DB-mynd Björgvin. Aðeins tveir upprunalegir Þokkapiltar eru nú eftir í hópnum. Þeir eru Ingólfur Steinsson og Halldór Gunnarsson. Til liðs við þá er nú genginn Lárus Grímsson, bezt þekktur fyrir starf sitt í hljóm- sveitinni Eik. Tveir menn til við- bótar hafa komið við sögu á nýju plötunni, þeir Haraldur Þorsteins- son bassaleikari Brimklóar og Ás- geir Óskarsson Þursaflokkstromm- ari. Áformað er að á plötunni verði fimmtán lög. Þau eru öll samin af Halldóri og Ingólfi. Halldór á einn- ig heiðurinn af öllum textum plöt- unnar utan eins, sem er eftir nafna hans Laxness. Sá er tekinn úr Atómstöðinni. Það er hljómplötudeild Fálkans sem gefur plötuna i veruleik út. Að sögn Bjöms Valdimarssonar út- gáfustjóra fyrirtækisins er áætlað að platan komi á markað í nóvem- ber. Upphaflega voru áhöld um, hvort reyna ætti aö koma plötunni út fyrir jól, en Björn kvaðst bjart- sýnn á að það tækist. Þokkabót mun koma fram I dagsljósið eftir langt hlé og skemmta almenningi um það leyti sem nýja platan kemur út. Björn Valdimarsson sagði að talsvert verk yrði að fella prógrömm Þokkabótar og Þursaflokksins saman, en Ásgeir Óskarsson mun sjá um trommuslátt i báðum flokk- unum. -ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.