Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978.
11
AÐALSTEINN     1
INGÓLFSSON
tf   Myndlist
vel saman og fágun og léttleiki eru
aðalsmerki myndanna.
Stórstjörnum
plantað
Á stöku stað virðist Sigurþór í
sömu slóðum og Magnús Kjartansson,
en skýringin gæti verið áhugi beggja á
klippimyndum bandarikjamannsins
Robert Motherwell.
í stærri verkum sínum, máluðum
og ýmislega blönduðum, finnst mér
Sigurþór hins vegar vera á villigötum
og eru aftur á ferðinni þeir
„komplexar" sem ég gat um hér á
undan. Sigurþór hefur nefnilega gengið
í smiðju hjá bandariskum stór-
stjörnum á myndlistarsviðinu og
fengið ýmislegt að láni hjá þeim. En
þar sem uppgötvanir þeirra grund-
vallast á persónulegri afstöðu, lífs-
skoðun eða hugarfari, þá er erfitt að
planta þeim annars staðar án stórra
breytinga og þaðan af síður er hægt að
blanda þeim saman hráum, nema þá
að ætlunin sé að skopast að þeim. Þess
vegna verður það ansi hlálegt að sjá
hina þekktu „dýnamísku" litferninga
Hans Hofmanns á bakgrunni sem
Jasper Johns hefur ástundað, því
hugsun þessara tveggja listamanna er
gjörólík.
ísókn
Einnig dettur allur botn úr
tölustöfum Johns eins og Sigurþór
beitir þeim, sýnilega án skilnings á hlut-
verki þeirra. Kannski hefur lista-
maðurinn eitthvað lært á þessu en
hvað okkur áhorfendurna snertir þá
eiga lærifeðurnir meira í myndunum
en Sigurþór og þvi heföi hann e.tv. átt
að salta þær. Vaxkrítarmyndir hans
og klippimyndirnar einar og sér hefðu
hins vegar myndað nokkuð sterka
heild. En Sigurþór Jakobsson er í sókn
— það er enginn vafi á þvi.
Um þessar mundir sýnir Ágúst
Petersen listmálari verk sín að Kjar-
valsstöðum. Þar sem ég er höfundur
að formála í sýningarskrá hans og að-
stoðaði listamanninn í myndavali, er
mér rnálið of skylt til þess að ég geti
með góðri samvisku skrifað umsögn
um sýninguna. En á henni eru tvær af
þremur portrettmyndum af mér og
langar mér að segja frá því hvernig
þær urðu til. Það er óhætt að segja að
Ágúst hafi nokkra sérstöðu meðal
þeirra málara sem fást við andlits-
myndir hér um slóðir fyrir það að
hann veigrar sér ekki við að afbaka og
breyta ásjónum fyrirsátanna i þágu
forms, lita og myndheildar og auk þess
er að finna i andlitsmyndum hans
græskulausa kímni. íslendingar vilja
hafa sin andlit heilleg, virðuleg og
þekkjanleg og líta hornauga og dæma
léttvæga listamenn sem ekki fara eftir
þeim reglum í gerð andlitsmynda.
Útlit og kækir
Þannig fara forstjórar ekki á fund
Ágústs og biðja um portrett fyrir sex-
tugsafmælið. Ágúst velur sér sín andlit
sjálfur. Það er erfitt fyrir hann að út-
skýra hvað það er sem ræður valinu.
Trúlega liggja þar margar ástæður að
baki. Stundum vírðist hann leggja
megináherslu á form og litarhaft and-
list og leggur mikla vinnu i að finna
þessum eiginleikum myndrænt jafn-
vægi á striga sínum. En i flestum til-
fellum virðist Ágúst laðast að ein-
hverju sem nefna mætti „karakter" i
andliti sem er liklegast sambland af út-
liti og svipbrigðum — kækjum
kannski — sem svo gefa hugmynd um
innri mann. Ég veit satt að segja ekki
hvers vegna mín ásjóna varð fyrir val-
inu. Nokkrum mánuðum fyrir sýn-
ingu sína hóf Ágúst að koma á fund
minn, til að ræða um allt fyrirkomu-
lag sýningarinnar. En þegar rætt hafði
verið um öll fofmsatriði, hélt hann
áfram að koma í heimsókn og þá varð
AGUST OG   ,
ANDUTIN ÞRJU
ég var við grandskoðun hans á útliti
mínu. Hún var ekki áberandi í fyrstu
— Ágúst hvessti á mig augun á sinn
sérstæða hátt og rýndi í augu mér.
Nákvæm skoðun
Næst skoðaði hann litarhaft mitt,
ræddi um það hve frísklegur ég væri
og spurði mig hvern ég teldi háralit
minn vera. Fór mig þá að gruna að
Ágúst væri að vinna frumrannsóknir
fyrir portrettmynd af mér og fannst
það talsverður heiður. Svo kom Ágúst
oft og var þá tiðrætt um það hvaða
litir færu mér best í klæðum — „blátt,
djúúúpblátt" sagði hann, dró seiminn
og reri fram í gráðið. Ég tók einnig
hann hringdi í mig og spuröi mig hvort
ég vildi ekki „gera sér þann heiður" að
koma og sjá „dálitið" á vinnustofu
sinni. Fannst mér líklegt að þar ætti
Ágúst við portrettmyndina en ef ein-
skærri stríðni spurði ég hvað hann
ætlaði að sýna mér. Vildi hann ekki
láta það uppi en iðaði auðheyranlega í
skinninu. Er ég kom í heimsókn var
þar ekki eina mynd að finna, heldur
þrjár mjög ólikar.
Óljóst riss
Ágúst stillti þeim upp og bað um
álit mitt og naut þess greinilega að sjá
viöbrögð mín. Meðan ég skoðaði
myndirnar, fór hann hringferðir í
kringum mig eins og köttur i kringum
heitan graut og púaði pípustert. Sagði
ég honum sem var að ég væri harla
ánægður með útkomuna. Ein myndin
er hrein andlitsmynd falleg i litum og
hefur Ágúst þar lagt allt kapp í það að
ná andlitslaginu og litarhafti. önnur á
að sýna mig sem „listgagnrýnanda".
Þar er ég grimmilegur á svipinn og
nokkuð austrænn í útliti og við gulan
bakgrunn ber málverk. Þriðja myndin
virðist i fyrstu vera formynd, óljóst
riss á grábláum grunni, en þegar nánar
er rýnt koma andlitsdrættir i ljós eins
og út úr myrkri. Ég veit ekki hve stór-
an sess þessar myndir skipa í portrett-
myndagerð Ágústs, en hvað mig
snertir eru þær ávöxtur einkar
ánægjulegrar reynslu.
eftir því, að það setti hann út af laginu
einn daginn er ég hitti hann, klæddur i
rautt. Þá hafa myndirnar líkast til
verið komnar áleiðis og nýr litur sett
strik i reikninginn. Svo kom að því að
Kjallarinn
Hrafn Sæmunasson
Ófaglærðir verkamenn þurfa að
vinna óheyrilega aukavinnu til þess að
fullnægja brýnustu frumþörfum
sínum. Undanfarna áratugi hefur
verkalýðshreyfingin háð einhliða
krónutölupólitík fyrir þessa meðlimi
sína. Þær fáu raunhæfu og varanlegu
kjarabætur sem þetta fólk hefur fengið
i gegnum samninga hafa verið tættar í
sundur. Hér er fyrst og fremst átt við
atvinnuleysistryggingarnar og þó sér-
staklega lífeyrissjóðina.
Lífeyrissjóðir eru eins og nafnið
bendir til hugsaðir til þess aö launþeg-
ar geti haft viðurværi á ævikvöldi
sínu. Þetta hlutverk hefur verið af-
vegaleitt og sjóðirnir hafa verið
notaðir til þess að borga steinsteypu
fyrir yngri meðlimi verkalýðshreyfing-
arinnar en stór hluti þeirra hefur
gegnum árin runnið til
verðbolgubraskara vegna negatífra
vaxta bankakerfisins sem verkalýðs-
hreyfingin hefur látið plata sig til að
berjast fyrir. Þær litlu lífeyrisgreiðslur
sem  aldraðir  meðlimir  verkalýðs-
hreyfingarinnar fá, hefjast ekki fyrr
en þrem árum eftir að venjulegum
starfsaldri lýkur. Það að reka fólk af
vinnumarkaði 67 ára er siðlaust og
það er eitt af því sem verkalýðs-
hreyfingin hefur ekki látið sig miklu
varða eða sýnt hörku til að koma í veg
fyrir.
Það' unga fólk sem fengið hefur
peninga lífeyrissjóðanna til að koma
sér upp þaki er þó ekki of vel statt. í
dag er það að verða fræðilega útilokað
að ungt verkafólk geti fengið að búa í
húsunum.
Fyrirkomulag íbúðabygginga á
tslandi ér nú orðið einstætt i allri
Vestur-Evrópu. Ef það á að takast að
ungt verkafólk geti fengið húsnæði til
að búa i þá verður það að ganga í
gegnum linnulausan þrældóm árum
saman og endalausa niðurlægingu i
viðskiptum sínum við bankavaldið.
Verkalýðshreyfmgin telur ekki að
það sé hlutverk hennar að beita
politísku valdi sínu til þess að bygging
íbúðarhúsnæðis komist i svipað horf
og er til að mynda á Norður-
löndunum. Um þetta atriði þýðir ekki
að deila. Staðreyndirnar tala og þær
þekkja allir sem við þessi mál þurfa að
glima.
Þetta er annað atriðið sem ekki
virðist koma verkalýðshreyfingunni
við.
Og hvað er svo framundan fyrir
allar þær þúsundir alþýðuungmenna
sem nú eru að fara út i lífið. Hvað á
þetta fólk að gera? Hvaða vinnustaðir
taka við þvi? Hvað á það að læra?
Skólakerfi landsins er líklega sá
hlutur sem aldrei hefur komið á dag-
skrá i neinni stofnun verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þó eru fræðslumál
undirstaðan fyrirþvi að ungt verkafólk
sem ekkert hefur á bak við sig annað
en eigin verðleika geti fengið starf eða
notið lífsfyllingar í framtíðinni. Skóla-
kerfi okkar er slitið úr tengslum við
þjóðfélagið. Þetta er ríkisleyndarmál
sem verkalýðshreyfingin hefur engan
áhuga á aö upplýsa.
Það er alveg augljóst að á næstu
árum koma þúsundir ungmenna út i
atvinnuleysi. Atvinnulífið í núverandi
mynd hefur enga möguleika á að taka
við þessu fólki. Þetta er ein ægilegasta
staðreynd sem brennur á launafólki á
næstu árum. Verkalýðshreyfingin
hefur ekki minnsta áhuga á þessu.
Þetta er ekki inni í hennar krónutölu-
ramma. Krónutalan á launaseðlunum
blífur þóengin atvinna sé í boði.
Hér verður ekki í bili eytt meira
rúmi til að rekja þessi mál. Það hefur
verið gert í mórgum kjöllurum áður og
það væri hægt að þræða aftur flest
svið þjóðlifsins og komast að sömu
niðurstöðu.
Verkalýðshreyfingin er ein-
angrað vald sem býr yfir pólitískum
möguleikum sem gætu breytt
þjóðfélaginu á fáum árum í byggingar-
hæfan vettvang fyrir launafólk. En
verkalýðshreyfingin eða forusta
hennar hefur bara enga yfirsýn. Þessi
veikleiki virðist enn einu sinni vera að
koma í Ijós við þær sérstæðu aðstæður
sem nú eru í stjómmálum.
Enn einu sinni hefur verkalýðs-
hreyfingunni verið lagt upp í
hendurnar baráttutæki sem hún getur
notað. Þetta baráttutæki er núverandi
ríkisstjórn landsins.
Þessa ríkisstjórn kaus verka-
lýðurinn í kosningunum í sumar. Eftir
kosningarnar þegar allt stóð þversum
i burðarliðnum þá bretti verka-
lýðshreyfingin upp ermarnar og tókst
að snúa kálfinum viö þannig, aö
fæðinguna bar nokkurn veginn rétt
að.
Nú er hins vegar ýmislegt sem
bendir til þess að verkalýðshreyfingin
ætli að láta yið þetta sitja. Allt virðist
vera að komast í sama gamla
krónutölufarið. Allir eru farnir að
skjálfa. Ráðherrarnir eru byrjaðir að
skjálfa. Forusta Verkamannasam-
bandsins er byrjuð að skjálfa.
Þrýstihópar þjóðfélagsins eru farnir að
skjálfa. Vísitalan sem er samnefnari
fyrir krónutölupolitik verðbólguþjóð-
félagsins er farin að skjálfa. Prinsippið
er það eina sem ekki skelfur þessa dag-
ana. Það haggast aldrei.
Vísitalan er það próf sem verkalýðs-
hreyfingin verður nú að glíma við.
Það er ýmislegt sem bendir til þess að
hún falli á þessu prófi. Vísitalan er
nefnilega valið milli áframhaldandi
krónutölupólitíkur og heilbrigðrar
skynsemi.
Ef verkalýðshreyfingin hefði nú
pólitískt hugrekki til að/ skera
vísitöluna úr verðbólgulikamanum þá
eru margar matarholur til að vega þar
upp á móti. Til þess aö opna þessar
holur þarf hins vegar pólitískt hug-
rekki. Og möguleikarnir eru margir.
í síðustu vinstri stjórn var haldin
veisla í lokin. Þá voru matvæli lækkuð
verulega. Þetta er nánast eina aðgerð
þeirrar rikisstjórnar sem allir
fullorðnir íslendingar muna eftir. Þá
daga var gott að lifa í landinu.
Núverandi vinstri rikisstjórn
byrjaði feril sinn á þvi sama og sú
síðasta endaði sinh á. Enn ganga
menn glaðir til veislunnar.
En eru ekki fleiri möguleikar á
þessu sviði? Er ekki víöar hægt að
bítta á visitölu og verðbolgu og
krónutöluhækkun? Margir telja það
auðvelt. Til þess að slíkt geti gerst þarf
að koma til frumkvæði verkalýðs-
hreyfingarinnar. Til þess þarf verka-
lýðshreyfingin að vera reiðubúin til að
taka nokkra áhættu og ganga i bardag-
annaffullrieinurð.
Ef verkalýðshreyfingin vill ganga
fram fyrir skjöldu og setja úrslita-
skilyrði um það að öll viðskipti við út-
lönd verði miskunnarlaust tekin niður
í kjölinn og innflutningsverslunin verði
tekin úr höndum braskaranna mundi
vöruverð strax lækka mjög mikið.
Verkalýðshreyfingin á að setja þetta
aðskilyrði i visitöluslagnum.
Annað gæti verkalýðshreyfingin gert
sem liklega yrði ennþá áhrifaríkara.
Hún gætisamið við rikisvaldið um að
undir hennar stjórn yrði settur upp
risamarkaður sem byggður yrði á allt
öðrum grunni en núverandi markaðir.
Þetta risafyrirtæki ætti að versla með
aðrar vörur og í miklu stærri einingum
en núverandi markaðir gera. í
tengslum við þetta fyrirtæki ætti að
skapa nýjar neysluvenjur og versla
einnig við lönd utan okkar
hefðbundnu viðskiptalanda. Innflutt
matvæli og ýmsar iðnðarvörur gætu í
mörgum tilvikum lækkað um helming
við þessa breyttu verslunarhætti.
Forsenda alls þessa er þó sú að
verkalýðshreyfingin sé tilbúin til að
bítta á slíkum verslunarháttum og
vísitöluskrúfunni og einnig og ekki
síður verði hún reiðubúin að taka upp
baráttu á opinberum vettvangi við
braskarana og auglýsingabáknið og
fyrir nýjum og heilbrigðum
neysluvenjum og leggja ótrauð út i
glímuna við tískujöfrana og gervi-
þarfaiðnaðinn sem tröllríður
alþýðuheiminum í dag.
Þetta og ótalmargt fleira gæti.
verkalýðshreyfingin gert við nú núver-
andi aðstæður ef hún skildi sinn
vitjunartíma og losaði sig við þá
pólitísku minnimáttarkennd sem
þjakar hana núna.
Forsenda allra þessara möguleika
sem fyrir hendi eru verður þó sú að
hreinsað verði til i neðanjarðarhag-
kerfinu. Að sömu lög séu yfir skatt-
svikara og búðarþjófa. Að heiðarleiki
og sparnaður verði ekki . lengur
refsivert athæfi og jafnvægi geti
skapast i fjármálæum einstaklinga til
að mynda með staðgreiðslu skatta nú-
þegar og allir verði jafnir fyrir
lögunum.
- Mörg þessara atriða snúa beint að
stjórnvöldum og ríkisstjórnin á sjálf að
taka sínar ákvarðanir en ekki láta
stjórna sér utan úr bæ.
11 rafn Sæmundsson,
prentari.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24