Dagblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 1
frjálst,
aháð
dagblað
4. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 — 242. TBL,
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11. - AÐALSÍMl 27022.
Beta á að borga skatta
sína, segja
Bretar
— Sjábls.6-7,
erlendar fréttir
Heyforði vetrarins var i hættu. En siökkviliðið frá Neskaupstað kom að góðu gagni á dögunum, þegar það mætti með
froðuefni sitt og slökkti i hinum erfiða eldi á stuttri stundu. Ungur bóndi i Norðfirði fékk þannig bjargað heyjum sinum,
en venjulega eyðileggst hey gjörsamlega þegar svo illa viil til að eldur kviknar i þvi. Myndin er frá björgunarstarfinu.
DB-mynd Skúli Hjaltason
„Grafíkmyndir
Dalis eru
eftirprentanir”
— segir Ríkharður Valt ingojer Jóhannsson graf íklista-
maður í grein í DB í dag um Dali-sýninguna
á Kjarvalsstöðum — Sjá bls. 10-11
„Ekki trúi ég þvi að þeir, sem
standa fyrir þessari sýningu gefivilj-
andi rangar upplýsingar, miklu frekar
að þekkingu þeirra á grafik og gobelin-
vefnaði sé ábótavant,” segir i niðurlagi
greinar, sem Ríkharður Valtingojer
Jóhannsson, grafiklistarmaður, skrifar
í DB í dag um sýningu á verkum
Salvadors Dalis á Kjarvalsstöðum.
1 greininni heldur Rikharður þvi
fram — og nefnir fjölda dæma máli
sínu til stuðnings — að fæstar mynda
Dalis á sýningunni séu raunverulegar
grafikmyndir, heldur eftirprentanir.
Hann segir að fáir þekktir listamenn
hafi lært eða unnið í grafik, sem sé
seinleg vinna og upplag mjög takmark-
að. „Nútima prent- og ljósmynda-
tækni hefur leyst þetta vandamál,”
sagði Rikharður Valtingojer í grein
sinni. „Nú er hægt að taka listaverk,
t.d. teikningu, vatnslitamynd eða mál-
verk, ljósmynda það og litgreina og
prenta á einn eða annan hátt. Lista-
maðurinn kemur oftast ekki nálægt
því að gera prentmót sjálfur, sem er al-
gjört skilyrði þess, að um orginal
grafik sé að ræða.”
Ríkharður segir ennfremur, að jafn-
vel áritun listamannsins á myndir af
þessu tagi sé ekki trygging fyrir því að
listamaðurinn hafi séð sína eigin
„grafikmynd”, því „oft á tíðum áritar
hann einfaldlega auðan pappir, sem
síðan fer í prentsmiðju.” Hann segir að
í sýningarskrá sé aðferðum við gerð
myndanna lýst á ónákvæman og bein-
línis villandi hátt. Um tiltekið verk,
Gobelinteppi ofið í París 1931 eftir
fyrirmynd og undir stjórn Dalis, eins
og segir í sýningarskrá, segir Ríkharð-
ur að sé gróf blekking, því myndin sé
prentuð, en ekki ofin.
Grein sína nefnir Ríkharöur
„Dauða hænan, sem verpir gulleggj-
um.”
Konráð Axelsson i Myndkynningu,
sem gengst fyrir sýningunni á Kjar-
valsstöðum, vildi i morgun ekkert láta
hafa eftir sér um efni greinar Rjk-
harðs. - ÓV
Ekki er fært nema vel stigvéluðum mönnum um Miðnesheiðina neðan við Rock-
wille stöðina, enda fiæðir þar skolpið og annar óþverri eftir grassverðinum.
DB-mynd H.V.
Herinn veitir skolpi
í átt til Sandgerðis
— Óttast um vatnsmengun til viðbótar
núverandi yf irborðsmengun
ásténisvæði — Sjábls.24
ísland
með einn
vinning
gegn
Filipps-
eyjum
— ein skák íbiö
— Sjá íþróttir
Albert vill rannsókn á SÍS:
OKKAR HLUTDEILD ER 0F
LÍTIL Á FLESTUM SVIÐUM
—segir Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS
Síðustu orð
flugstjóra
hrapandi
þotu
— Sjábls.6-7,
erlendarfréttir
Markáloka-
sekúndunni
færði HKsigur
— Sjá íþróttir í opnu
„Mér finnst það afar athyglisvert
framtak hjá Albert Guðmundssyni
alþingismanni að vilja stuðla að þvi,
að Alþingi lslendinga komist að raun
um, að markaðshlutdeild Sambandsins
og samvinnuhreyfingarinnar í saman-
burði við aðila innan Verzlunarráðs
Íslands og Vinnuveitendasambands-
ins, sé allt of litil í fiestum greinum
verzlunar og viðskipta,” sagði
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambands íslenzkra samvinnufélaga, í
viðtali við DB i morgun, er hann var
spurður álits á þingsályktunartillögu
Alberts Guðmundssonar, sem fram
kom á Alþingi í gær.
„Það þarf víst ekki að efa, að
alþingismanninum gangi gott eitt til,
enda maðurinn lærður í Samvinnu-
skólanum hjá Jónasi Jónssyni frá
Hriflu, þeim mikla samvinnu-
hugsjónamanni,” sagði Erlendur.
í greinargerð með tillögu Alberts,
sem nánari grein er gerð fyrir á öðrum
stað I blaðinu, má meðal annars lesa:
„Rannsóknarnefndin skal hafa rétt til
að krefjast skýrslugerða og vitnis-
burða, bæði munnlega og bréflega, hjá
ihlutaðeigandi aðilum og öðrum fyrir-
tækjum, embættismönnum og
einstaklingum.
Nefndinni skal veitt fjármagn til
þess að tryggja sér sérfræðilega
aðstoð.”