Dagblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. Iþróttir — náði jafntef li í 6. umf erð bikarsins í Southampton f gær Leiltmenn Lundúnalirtsins kunna, Arsenal, böfðu heppnína með sér i leiknum i Southampton í 6. umferð bikarkeppninnar I gær. Tókst að ná jafn- tefli á The Dell, 1—1, þó svo Dýrlingar Southampt- ons hefðu umtalsverða yfirburði I leiknum. Liðin reyna með sér á ný á miðvikudag á Highbury, leik- velli Arsenal. Southampton, sem tapaði gegn Nottingham For- est 1 úrslitum deildabikarsins á Wembley á laugar- dag, lék enn betur en á laugardag og sóknarloturnar buldu á vörn Arsenal — Dýrlingamir voru drifnir á- fram af stórleik hins unga Austin Hayes. Það var hann, sem skoraði fyrra mark leiksins á 63. mín. eftir að Pat Jennings hafði variö stórkostlega frá Phil Boyer. Báðir höfðu að auki verið nærri að skora fyrr I leiknum. En þremur mín. síðar fékk Arsenal hornspymu. Graham Rix gaf fyrir og Gennoe, markverði Dýrlinganna, urðu á mikil mís- tök. Hljóp úr markinu og ætlaöi að slá knöttinn frá — en hitti ekki. Boltinn barst til David Price, sem var frir, og hann renndi boltanum í autt markið. Mikil spenna var lokakaflann — Boyer fékk enn tækifæri, svo og Willie Young hjá Arsenal. Dýrling- amir urðu fyrir áfalli — David Peach borinn af velli og óliklegt að hann geti leikið á miðvikudag. Þá var einn leikur I '4. deild. Wigan sigraði Rochdale 2—0 á útivclli og nálgast nú efsta sætið í deildinni. Anna-María efst í heimsbikarnum . Anna-María Moser, austurríska skíðadrottningin, sigraði I heimsbikarkeppninni í sjötta sinn í gær- morgun, þegar hún varð i öðru sæti í stórsvigi í Fur- ano I Japan. Fyrir það hlaut hún 23 stig en Hanni Wenzel, Lichtenstein, sem var 20 stigum á undan Önnu-Maríu fyrir keppnina í stórsviginu, hlaut ekki stig. Anna-Maria hlaut þvi samtals 243 stig en Wenz- el 240 stig. Minni gat munurinn varla verið. Maria- Theresa Nadig, Sviss, sigraði i stórsviginu i gær- morgun. Varð fimmta i stigakekppninni. Ingemar Stenmark sigraði örugglega i stórsviginu i Furano — tíundi sigur hans I stórsvigi heimsbikars- ins i vetur eða í öllum stórsvigsmótum keppninnar. Siíkt hefur aldrei skeð áður i keppni heimsbikarsins — og Stenmark setti einnig annað met. Þetta var 13. sigur hans i heimsbikarnum í vetur — og þar með bætti hann fyrra met Frakkans fræga, Jean-Claude Killy. Hann vann eitl sinn 12 sigra í keppni heims- bikarsins. Stenmark hlaut því samanlagt þá hámarksstiga- tölu, sem hann gat hlotið í keppni heimsbikarsíns, eða 150 stig, en aðeins þrír sigrar í grein hjá honum töldu. Peter Lutscher, Sviss, var hins vegar sgiurveg- arí samanlagt i keppni heimsbikarsins vegna hinna furðulegu reglna, sem settar voru í keppnisbyrjun — reglna, sem bcinlinis stefndu að því að koma í veg fyrir sigur Stcnmarks í fjórða sinn i röð. Stenmark keppti ekki i bruninu — og meiðsli svigmanna i brunkcppni vetraríns, sýndu fram á að hann gerði þar rétt. Stenniark var auðvitað sigurvegari í svigkeppni heimsbikarsins. Hlaut 150stig. Lútscher varö annar með 102 stig og Bojan Krizaj, Júgóslavíu, þriðji með 96 stig. Heini Hemmi, Sviss, fjórði með 86 stig. 870 þúsund kr. fyrir 11 rétta Það á ekki af Bretum að ganga. Eftir að vorið hafði boöað komu sina, skall yfir á föstudag mikil fannkoma, sem kom í veg fyrir, að 28 knatt- spyrnuleikir í Mið- og Norður-Englandi færu fram. Fresta varð 5 af leikjum getraunaseðilsins og Axel varð að grípa til teningsins cnn einu sinni á þessum velri. Röðin varð þá þessi: 2XX — 2X1 — 22X — ÍXX. Aðeinseinn seðill kom fram með 11 réttum og var vinningur fyrir hann kr. 868.000.- Eigandinn er verzlunarmaður úr Breiðhollinu í Reykjavik. Með 10 rétla voru 8 raðir og vinningur fyrír hverja röð kr. 46.500.- IAAF beygði sig Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, „beygði hné sin i duftið i pólitfskum tilgangi fyrir alþýðulýðveldinu Kina, þegar Taiwan var vísað úr IAAF eftir 22 ár,” sagði Robert Alexander, lög- maður, fyrir brezkum hæstarétti í gær. Hann hafð) þar fariö fram á að ákvörðun þings IAAF á Puerto Rico í haust, þar sem samþykkt var með 200 at- kvæðum gegn 153 að útiloka Taiwan, yrði hrundið. Málinu verður fram haldið i dag f Lundúnum. Badminton á Selfossi Opið B-flokks-mót í badminton verður háð i iþróttahúsinu á Sclfossi 25. marz næstkomandi og hefst kl. 13.30. Keppt verður i einliðaleik og tvíliöa- leik karla og kvenna. Einnig tvenndarleik. Þátttöku- tilkynningar þurfa að hafa borizt fyrir 21. marz til Hjalta Sigurðssonar í sima 99—1604 eða Báru Gunnarsdóttur í síma 99—1219. 13 Ofbeldið í íslenzkum körfuknattleik komst á nýtt stig í Höllinni í gærkvöld er Valur sigraði Njarðvík. Öll Höllin logaði — það var slegizt á áhorfenda- pöllum, dómari var sleginn af áhorf- anda, Bandarikjamaðurinn í liði Vals, Tim Dwyer gaf Árna Lárussyni vænt olnbogaskot í andlitið og gul spjöld dómaranna voru óspart notuð á ýmsa af forustumönnum Njarðvíkinga. Þeir lngi Þorsteinsson og Hilmar Hafsteins- son slepptu sér alveg í æsingnum og Kristbjörn Albertsson, einn af starfs- mönnum leiksins hljóp völlinn þveran eftir að Dwyer sló Árna og var rekinn út. Þeir slepptu sér alveg er Valsmenn sigruðu Njarðvikinga 92—79 í úrvals- deildinni. Valsmenn leika því til úrslita — það er næsta víst, eiga aðeins eftir einn ieik við Þór og síðan við núver- andi íslandsmeistara KR. Þegar flautan gall til merkis um leikslok streymdu æstir áhorfendur að dómurum og hugðust kenna þeim lexíu. í látunum var einum unglingnum hent í gólfið svo harkalega að hann lá lengi vankaður á eftir. Skömmu síðar fékk Þráinn Skúlason dómari högg í andlitið — frá fullorðnum manni, ekki ungling. Slík voru lætin! Áhorfendur ætluðu beinlínis að ærast. Og er það nokk- ur furða þegar leikmenn á vellinum og forráðamenn liðs sleppa alveg fram af sér beizlinu. Stjórnendur liðs UMFN hafa þráfaldlega orðið sér til skammar, þegar þeir hafa ekki getað hamið skap sitt. Svo var einnig í gærkvöld með þá Hilmar Hafsteinsson og Inga Þor- steinsson. Mikil var heiftin í Hilmari eftir leikinn og einn leikmanna Njarð- víkur varð að ganga á milli hans og dómara — hrinti Hilmari frá. Þessi æs- ingur þeirra félaga smitar út frá sér í liðið því þegar illa fór að ganga hjá Njarðvíkingum í lok fyrri hálfleiks þá tóku þeir að grípa til óyndisúrræða. Hugsuðu meir um andstæðinginn en eigin leik. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra — og þarna liggur áreiðanlega meginskýringin á því hvers vegna Njarðvíkingar virðast ávallt missa af titli áúrslitastund. En Valsmenn voru ekki saklausir heldur. Það virðist orðið í tízku meðal bandarísku leikmannanna að láta hnef- ana tala. Slíkt gerðist síðast þegar KR tapaði fyrir Val. Þá réðst Bandaríkja- maðurinn í liði KR á annan dómarann. Tim Dwyer lét sig ekki muna um að gefa Árna Lárussyni vænt olnboga- högg i andlitið, þegar Árni dekkaði hann upp en áður hafði verið dæmd villa á Árna. Tim Dwyer slapp alveg við tiltal. Allt þetta ofbeldi, allur þessi æsingur leikmanna og forráðamann Iiða æsir upp áhorfendur. í gærkvöld voru 1100 manns i Höllinni, þegar Valur og Njarðvik kepptu. Þeir slepptu alveg fram af sér beizlinu, jafnvel svo að Pétur ekki með Val — þegar Valur og KR leika til úrslita I gær kom skeyti frá Banda- ríkjunum, þar sem Valsmönnum var tilkynnt að léki íslenzki risinn, Pétur Guðmundsson með Val þá gæti hann ekki leikið með háskóla sínum meir á keppnistímabilinu. „Þetta hefur aðal- lega verið blásið upp í blöðum og kom mér í raun á óvart,” sagði Pétur Guðmundsson, hinn geðugi risi í gær- kvöld í Höllinni þar sem hann fylgdist með leik Vals og Njarðvíkur. Fyrir leikinn þá hitaði hann upp — og þeir hlutir, sem hann gerði beinlinis skóku Höllina. „Hins vegar mun ég væntanlega leika með íslenzku úrvalsliði gegn liði Bandaríkjamanna,” sagði Pétur enn- fremur. Pétur mun því ekki leika væntanlegan úrslitaleik Vals og KR. slegizt var á áhorfendapöllum, og eftir leikinn komu áhorfendur hlaupandi og vildu koma sinni skoðun að — og gripu til sömu úrræða og leikmenn og for- ráðamenn áður. Hnefarnir voru látnir tala og formælingar slíkar að vart er eftir hafandi. Höllin logaði af heift, æsingi. En hvað um sjálfan leikinn — sigur Vals. Tim Dwyer, Bandaríkjamaðurinn í liði Vals, vann enn einn sigur sinn. Bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Var allt í öllu í leik Vals, en þó voru aðrir leikmenn mun virkari en oft áður og þeir komu mjög á óvart, Ríkharður Hrafnkelsson, sem lék sennilega sinn bezta leik í vetur, og Gústaf Gústafsson er lék sinn bezta leik fram til þessa. En Dwyer var yftrburða- maðurinn, jafnvel svo að Njarðvíking- ar gripu til þess ráðs, að setja tvo menn til höfuðs honum en þá losnaði líka um aðra leikmenn Vals. Á meðan Njarðvíkingar héldu höfði þá höfðu þeir í fullu tré við Valsmenn. Höfðu frumkvæðið framan af fyrri hálfleik. Á 12. mínútu höfðu Njarðvik- ingar fjögurra stiga forustu, 24—20 og þá þegar var Kristján Ágústsson í liði Vals kominn með fjórar villur. En hittni beggja liða var slök framan af. Sérstaklega var Ted Bee, Njarðvíking- ur, óvenju daufur og skoraði aðeins sex stig i fyrri hálfleik. Á 16. mínútu var staðan jöfn, 30—30 og á 18. minútu 36—34 en leikur Njarðvíkinga hrundi fram að leikhléi. Þeir skoruðu ekki stig — og Valsmenn með yfirveguðum leik náðu afgerandi forustu, 43—34 i leik- hléi. Pirringur Njarðvíkinga kom síðan betur í ljós í síðari hálfleik og á köflum leystist leikur þeirra upp. Forráðamenn liðsins voru ávailt að leita að villum, einkum hjá Dwyer — og þóttust finna nokkrar. Og það má til sanns vegar færa að á köflum er engu líkara en þessi skapmikli Bandaríkjamaður sé ginnheilagur í augum dómara og nokkrum sinnum slapp hann með nokkuð Ijósar villur. En hvað um það — í stað þess að ein- beita sér að þvi að leika körfu, þá misstu Njarðvíkingar alveg tökin á teiknum og Valsmenn sigu örugglega framúr og sigruðu 92—79 — verð- skuldaður sigur. Þeir héldu sig ávallt við efnið, það er að leika körfuknatt- leik. Tim Dwyer var stigahæstur leik- manna Vals — með 37 stig. Ríkharður Harfnkelsson skoraði 18 stig, Torfi Magnússon og Gústaf Gústafsson 10 stig hvor. Hjá UMFN skoraði Stefán Sagði af sér Formaður Bayern Munchen, Wilhelm Neudecker, sagði af sér for- mennsku í félaginu í gær vegna þeirra deilna, sem átt hafa sér stað innan félagsins, þegar áætlað var að ráða Max Merkel, Austurriki, sem fram- kvæmdastjóra. Staðan f úrvais- deildinni Staðan í úrvalsdeildinni er nú eftir sigur Vals á Njarðvík. KR 20 14 6 1735—1582 28 Njarðvík 20 13 7 2033—1848 26 Valur 19 13 6 1652—1620 26 ÍR 20 10 10 1788—1751 20 ÍS 20 6 14 1708—1833 12 Þór 19 3 16 1557—1873 6 Aðeins einum leik er ólokið í úrvals- dcildinni — viðureign Vals og Þórs. Engum blandast hugur um hvernig það fer. Ekkert nema öruggur sigur Vals gegn slöku liði Þórs kemur til greina og að Valur og KR leiki siðan til úrslita um íslandsmeisaratign í ár. Bjarkason mest, 22 stig, sumar körfur hans gullfallegar. Ted Bee er alveg féll í skugga landa síns, skoraði 18 stig, Gunnar Þorvarðarson 16, Jónas Jóhannsson lOstig. Þeir Þráinn Skúlason og Guðbrand- ur Sigurðsson dæmdu. Þeir voru i erf- iðu hlutverki — nánast í Ijónagryfju milli tveggja æstra Ijóna er aldrei gátu sætt sig við úrskúrði þeirra. Þeir — eins og leikmenn, gerðtt mistök en í heildina sluppu þeir alveg þolanlega l'rá mjög erfiðu hlutverki. Það cr ekki öfunds- vert að vera dómari i islen/kum körfu- knattleik í dag. H.llalls. Út, út, út, gæti Guðbrandur Sigurðsson, dómari verið að segja þar scm liann visar Kristbirni Albertssyni út af vellinum. Og Krístbjörn bendir á sig—„ég". Kríst- björn hljóp inná völlinn, þegar Dwyer sló Árna Lárusson, en hann ásamt forráöa- mönnum Njarðvíkinga gat ekki hamið skap sitt. DB-mynd Ragnar Th. fþróttir iþróttir fþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Allt logaði í slagsmálum, heift og æsingi er Valur vann UMFN — Dómari sleginn í andlitið — slegizt á áhorf endapöllum og Tim Dwyer gaf Árna Lárussyni vænt olnbogaskot, þegar Valur sigraði UMFN 92-79 í úrvalsdeildinni ígær Hart barizt undir körfu Njarðvíkinga — og það var hart barízt í leiknum — á áhorfendasvæðunum og leikvellinum eftir leikinn. Heift og æsingur er farinn að setja mörk sin á körfuknattleikinn hér. Tim Dwyer ber hæst á DB-mynd Ragnars Th. — og knötturinn stefnir í körfu Njarðvíkinga. Gripurþúítómt? Ekki með rauðu MAX VINYLglófunum. Þeir eru með grófri krumpáferð sem eykur griphæfni þeirra. Um endinguna vitna þeir sem nota þá. MAXf Rauðu MAX VINYLglófarnir. Heildsölubirgðir og dre'ifing Davíó S. Jónsson og Co. hf. S 24333. Bandarísku körfurisarnir gegn stúlkum KR í Laugardalshöll —f jölbreytt handboltahátíð í Höllinni á f immtudag í tilefni 80 ára af mælis KR handknattleikssviðinu á árunum 1955—1960, garpar þeir, sem komu ís- landi á blað í alþjóðlegum handknatt- leik. Þar má nefna menn eins og Ragn- ar Jónsson, Birgi Björnsson, Örn Hall- steinsson og Hjalta Einarsson hjá FH — og KR-ingana Karl Jóhannsson, Guðjón Ólafsson, Reyni Ólafsson, svo nokkrir séu nefndir. Meistaraflokkur kvenna í KR í hand- boltanum mun leika við stjörnulið er- lendu körfurisanna, sem hér leika — og stúlka verður i marki þeirra. Þar verða og leyniskyttur — og í gær var byrjað á því að kenna risunum reglurnar í hand- boltanum. Þeir verða saman í iiði Hud- son og Dwyer svo varla kemur til átaka milli þeirra — en hver veit? Þá leika „tröll” á móti „tittum”. Hilmar Björnsson velur tröllin, leik- menn mega ekki vera léttari en 85 kg. og þar verða Valsmenn i meirihluta, leikmern eins og Þorbjörn Guðmunds- „Ég bursta Egil,” sagði Pétur rakari og sketlihló á blaðamannafundi KR í gær — og Egill rakari svaraði sam- stundis: „Ég tek niðrum'ann” og var hvergi banginn. Þessir tveir kappar — Egill rakarí, KR-ingurinn mikli, og Pétur rakari, Valsmaðurinn mikli, verða meðal þátttakenda á mikilli handboltahátíð KR í Laugardaishöll- inni á fimmtudag í tilefni 80 ára af- mælis KR nú ■ vikunni. Þar verður margt til gamans gert — og allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. Hún hefst kl. 19.30 með leik Skóla- hljómsveitar Kópavogs — og hljóm- sveitin mun leika öðru hvoru meðan hátíðin stendur. KR-ingar hafa reynt að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta — gaman og „viss” alvara til að mis- muna ekki kynjum og aldursflokkum. „Þetta getur orðið hörkugott," sagði Guðlaugur Bergmann, sá dugnaðar- forkur, sem er við stjórnvölinn á þess- arí KR-hátíð. „Það stefnir greinilega í góða uppskeru,” sagði formaður KR, Sveinn Jónsson, á blaðamannafundi KRígær. Drengir úr 5. flokki KR og Fram munu leika meðan áhorfendur eru að koma sér fyrir í Höllinni — og að leik þeirra loknum leika garpar þeir, sem gerði* garðinn frægan hjá KR og FH á KR-stúlkur i Melaveili fyrír 50 árum. son, Þorbjörn Jensson, Stefán Gunn- arsson, Jón Pétur, ÓIi Ben., Jón Karls- son, allir Val, Einar Magnússon, Sig- urður Svavarsson og fleiri. Jóhann Ingi velur litlu leikmennina, menn eins og Óla Jóh., Gústav Björnsson, Bjarna Guðmundsson, Steindór Gunnarsson og Jens Einarsson og fleiri. í leikhléum verða nýstárleg atriði — þá munu rakararnir Egill og Pétur reyna með sér — vítakeppni, og fróð- legt að sjá hvort boxarinn og dansarinn Egill hefur betur gegn sundknattleiks- garpinum ogdansaranum Pétri. Frægir garpar, KR-ingar með meiru, Svavar Gests og Guðmundur Jónsson sjá um allar kynningar — og kannski bregða þeir líka á leik. í hvaða þyngdarflokki þeir keppa er ekki gott að vita — stærðarmunur er nú ekki svo voðalega mikill á þeim! En hvað sem öllu líður þá ætti KR- hátíðin á fimmtudag að geta orðið hörkuskemmtileg. KR-ingar eru líka allra manna skemmtilegastir og beztir, þegar þeim tekst upp. Hvað er langt síðan fjölskyldan ætlaði sér að kaupa uppþvottavél, nýtt sófasett, litasjónvarp, jafnvel ferð til útlanda eða . . . ? Sparilánakerfi Landsbankans er svar við þörfum heimilisins, óskum fjölskyldunnar eða óvæntum út- gjöldum. Með reglubundnum greiðslum inn á sparilánareikning í Lands- bankanum geturfjölskyldan safnað álitlegri upphæð í um- saminn tíma. Að þeim tíma loknum ftireittár æflumvið ••• getur hún fengið sparilán strax eða síðar. Sparilán, sem getur verið allt að 100% hærra en sparnaðar- phæóin og endurgreiðist á allt ó 4 árum. Þegar sparnaðarupphæðin og parilánið eru lögð saman eru upin eða útgjöldin auðveldari ■iðfangs. Biðjfð Landsbankann um kllngínn um sparilánakerfið. Sþarifláisöfiiiinteiigd rétti tfl lán Sparnaður þinn eftir Mánaöarleg innborgun hámarksupphæö Sparnaöur í lok tímabils Landsbankinn lánar þór Ráöstöfunarfé þitt 1) Mánaðarleg endurgreiösta Þú endurgreiöir Landsbankanum 12 mánuði 25000 300.000 300 000 627.876 28368 á 12 mánuöum 18 mánuði 25.000 450.000 675.000 1.188.871 32.598 24 mánuði 25.000 600 000 1200.000 1.912.618 39.122 á 48 mánuðum 1) tölum þessurifer reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKINN Sparilán-tiyggmg í fiwntíð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.