Dagblaðið - 02.04.1979, Side 18

Dagblaðið - 02.04.1979, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Dwight Stones leysir frá skjóðunni: Hlaut 70 milljónir fyrir keppni sem áhugamaður! „Það er algengt — næstum því venja — að beztu áhugamennirnir í frjáisum íþróttum fái peninga- greiðslur fyrir þátttöku í mótum. Á sex ára ferli mínum sem cinn af beztu hástökkvurum heims vann ég mér inn 200 þúsund dollara — um 70 milljónir islenzkra króna — í keppni á frjálsiþróttamótum áhugamanna,” sagði bandariski hástökkvarinn Dwight Stones nýlega i viðtali í íþróttablaðinu bandariska — Sports Illustrated Magazine. Stokes, sem er 25 ára, var settur í keppnisbann í fyrra af frjálsíþrótta- sambandi Bandarikjanna fyrir greiðslur, sem hann hafði fengi fyrir að taka þátt í sjónvarps-mynda- flokknum „Superstars”. Stones fékk 33.400 dollara fyrir sinn þátt í sjón- varpsflokknum og setti peningana inn á reikning fyrirtækis fjölskyldu sinnar. Reglumar segja hins vegar, að Iþróttamenn verði að skila slíkum peningagreiðslum til félaga sinna. 1 viðtalinu í Sports Illustrated sagði Dwight Stones að hástökksferli sínum væri lokið. ,,Ég mun aldrei stökkva framar — ég veit það — en það er venjan að íþróttafólk fái peninga fyrir þátttöku í íþróttum áhugamanna. Það á sér mest stað í frjálsum íþróttum — þar er það auðveldast, en sundfólk og fimleika- fólk er einnig á sama báti. Fleiri íþróttagreinar má nefna. Frjáls- íþróttafólk er nú í svipaðri aðstöðu og tennisleikarar fyrir rúmum áratug — eða áður en peningarnir fóru að streyma til þeirra. Frjálsíþrótta- mennirnir fá peningagreiðslur,,undir borðið”, sagði Dwight Stones enn- fremur. Hann sagðist fljótlega á keppnis- ferli sínum hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þaö væri ekkert at- hugavert við að taka við peninga- greiðslum fyrir þátttöku á mótum. „Ef flestir aðrir unnu sér inn peninga, þá ætlaði ég mér ekki að æfa og keppa og fá fólk til þess að mæta á mót án þess að fá peninga fyrir það. Það var allt og sumt,” sagði Stones. Þá skýrði Stones frá þvi hvernig hann hefði hagnazt á því að fara frá heimili sínu i Kalifomíu og keppa í austurfylkjum Bandaríkjanna. Ef hann tók þátt í tveimur rnótum um helgi fékk hann greiðslur frá móts- stjómum beggja, greiðslur fyrir flug- ferð á 1. farrými að verðmæti um 1100 dollara. Síðan hefði hann keypt ódýran farseðil upp á um það bil 350 dollara, tekið sér ódýrt herbergi á leigu eða dvalið hjá vinum, og farið með lest eða áætlunarbil milli borg- anna, þar sem mótin áttu að vera. Árangurinn. Hagnaður á bilinu frá 750 til lOOOdollarar. „Þannig var það á fyrstu árunum — og ég hagnaðist aðeins á fargjöld- unum, en fékk lítið fyrir að koma fram á mótunumi En eftir því sem ég varð betri, urðu boðin fleiri og mér voru boðnir peningar,” sagði Stones. Hann bætti heimsmetið í hástökki ellefu sinnum á ferli sínum — bæði innan- og utanhúss — og hann keppti einnig víða á mótum í Evrópu. „Ég keppti aldrei á mótum í Evrópu án þess að fá peninga- greiðslur,” sagði Stones en mestur hagnaður hans þar var þó í sambandi við fargjöldin — þar keypti hann einn farseðil, sem hann komst á milli allra borganna, en fékk svo sér- greiðslur fyrir fargjöid frá hverjum mótshaldara. Þessar myndir voru teknar af Stones, þegar hann átti í brasi við franska Kanadamenn á Ólympiuleikunum í Montreal 1976. Laugdælir Islandsmeistarar — Strákarnir úr íþróttakennaraskólanum sigruðu Stúdenta og urðu því meistarar Laugdælir urðu íslandsmeistarar i blaki á Laugarvatni á laugardag. Sigr- uðu Stúdenta 3—0 og hrepptu meistaratign i fyrsta sinn. Laugdælir — en flestir ieikmenn liðsins eru nemend- ur úr íþróttakennaraskólanum, mættu harðri mótspyrnu Stúdenta i byrjun en enduðu í lokin sem sigurvegarar, öruggir sigurvegarar og fagnaðarlætin í litla iþróttahúsinu að Laugarvatni voru gífurleg. Það var mikil stemmning á Laugar- Svefnherbergishúsgögn — Mesta úrvalið INGVAR 06 6YLFI GRENSÁSVEGI 3108 REYKJAVÍK, SÍMI: 81144 OG 33530. Sérverzlun með rúm Minolta vasaljósmyndavébr FILMUR 0(3 VELAR S.F. Skólavörðustfg 41 — Sfml 20235 vatni og litla íþróttahúsið þéttsetið — svo, að við sjálft lá, að hangið væri í köðlum. Fyrsta hrinan var gífurlega hörð og jöfn. Hávörn Laugdæla var mjög Sterk, svo að skellir Stúdenta, sem lengst af hafa verið sterkustu vopn þeirra, komust lítið í gegn. Laugdælir sigruðu 15—13. Stúdentar fengu óska- byrjun í annarri hrinunni, komust í 6— 2 en hingað og ekki lengra sögðu íþróttakennaraefnin — nú tökum við yfir og Laugdælir sigruðu örugglega, 15—8. Sama tala varð uppi á teningn- um í þriðju hrinunni. öruggur sigur Laugdæla, 15—8. Meistaratign í höfn — Laugdælir hrifsuðu titilinn frá Stúdentum, handhöfunum. Eins og áður sagði er lið Laugdæla að stofni til úr íþróttakennaraskólan- um. Þjálfari og fyrirliði er Leifur Harðarson en ásamt honum léku leikinn við Stúdenta, Atli Eðvaldsson, Lárentsínus Ágústsson, Hreinn Þorkelsson, Haraldur Geir Hlöðvers- son og Samúel Öm Erlingsson — allt nemendurí íþróttakennaraskólanum. Þróttarar áttu að leika á Akureyri við Eyfirðinga en vegna verkfalls flug- manna komust þeir ekki norður. En sú viðureign skiptir nú engu — Laugdælir hafa þegar tryggt sér meistaratignina. Staðan í 1. deild í blaki er nú: ,Laugdælir 16 13 3 40—19 26 Þróttur 15 11 4 37—19 22 ÍS 16 11 5 38—22 22 UMSE 15 3 12 18—39 6 Mimir 16 1 15 13—47 2 Meistarar Vals sterkir á Akranesi — Sigruðu IA 3-1 í meistarakeppni KSÍ íslandsmeistarar Vals sigruðu bikar- meistara ÍA 3—1 á Skipaskaga á laugardag, i meistarakeppni KSÍ 3—1. Tveir boltar fóru út I sjó og hafa ekki sést síðan á’ Akranesi. Slikt var rokið, þokkalegt veður þó i upphafi leiks en fljótlega i fyrrí hálfleík, rétt eins og hendi væri veifað gerði spænurok. Aðstæður allar settu mjög svip sinn á leikinn, þófkenndur og lítt skemmti- legur á að horfa. Valsmenn sýndu þó það sem sýnt var og verðskulduðu sigur. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik en komust lítt áleiðis gegn vörn Vals. í síðari hálfleik var það hlutverk Valsmanna að leika undan vindinum — og öll mörkin komu i síðari hálfleik. Þeir Guðmundur Þorbjömsson, Hálf- dán örlygsson og Grímur Sæmund- sen skoruðu fyrir Val en Sigþór Ómars- son svaraði fyrir í A. K.B.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.