Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JUNÍ1979
Varnaö-
arord
. . . til þeirra ungu kvenna sem nú
eru nýútskrifaðar úr skólum lands-
ins, leiknar og liprar í vélritun: ráðið
ykkur ekki til þess starfs.og þá allra
sízt hjá hinu opinbera (ríki og bæj-
um). í þeirri starfsgrein er ekki til
neitt sem heitir að vinna sig upp i
starfi. Þið byrjið í 7. lfl., eftir 1 ár
fáið þið 8. lfl., þar með er málið út-
kljáð, og þó, ef þið væruð ennþá við
þetta sama starf eftir 15 ár farið þið í
9. lfl. Þið getið í drottins nafni lifað
Raddir
lesenda
og starfað á neðstu þrepum launa-
stigans.
Ekki er þetta vegna þess að þið
þurfið ekki að vera mörgum góðum
kostum búnar, eins og t.d. vel að
ykkur í íslenzku, ensku og einu—
tveim Norðurlandamálum, geta
skrifaðeftirdiktafonio.fi. o.fl.
Hver skyldi svo astæðan vera fyrir
vanmati á þessu erfiða og vandasama
starfi? Jú, þeirri spurningu er ekki
vandsvarað. Það er að starfið er
kvennastarf og ekki hægt að bera það
saman við karlastarf. Við konur, sem
ílengzt höfum í þessu starfi, höfum
engin samtök og erum ekki þrýsti-
hópur.
BSRB-foringjarnir Kristján Thorlacius og Einar Olafsson. Hvenær láta þeir
málið til sin taka? spyr bréfritari.
Spurning:
Hvenær ætlið þið hjá Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja að láta
málið til ykkar taka? Kjaradómur, og
hvað þið nú heitið allir, og þú, kæri
Kristján Thorlacius og aðrir er vilja
okkur svo vel; Við höfum ekki heyrt
frá ykkur, hve lengi eigum við að
bíða?
Ein sem hef ur 30 ára
reynslu af starfinu.
Erfðafjárskattur:
Samkvæmt nýjum löguml
?
Spurning
dagsins
ÆtlarþúáHallæris-
planið17.júní?
Ólöf Jónsdóttir: Nei, alveg örugglega
ekki.

G.S.ogP.P.skrífa:
Við værum yður afar þakklát ef
þér gætuð skýrt fyrir okkur í næstu
blöðum hvort börn sem erfa foreldra
sina þurfa að greiða erfðafjárskatt
samkvæmt einhverjum nýjum
lögum?Efsvo: Hversu mikinn?
Þessa spurningu bar DB undir
Unnstein Beck hjá borgarfógeta-
embættinu í Reykjavík. Hann
svaraði því til að árið 1978 hefðu
verið sett ný lög um gjaldstiga á
skatti af erfðafé. Samkvæmt
lögunum skal greiða 5% af fyrstu
1200 þús. krónunum og síðan
hækkar skatturinn um 1% fyrir hver
1200 þús. sem bætast við þar til hlut-
fallið hefur náð 10%. Þá stendur það
í stað eftir það.
í Lögbókinni þinni eftir Björn Þ.
Guðmundsson er ítarlegur kafli um
erfðafjárskatt. Helztu atriðin, sem
þar eru tind til, eru þessi:
„Af öllum arfi skal gjalda erfða-
fjárskatt í ríkissjóð, hver sem erfingi
er. Upphæð skattsins fer eftir skyld-
leika við hinn látna. Nánustu
erfingjar greiða um 10% í skatt af
arfshluta sínum en fjarskyldir
erfingjar allt að 50%. Erfðafjárskatt
skal greiða af: 1. ÖUu því, sem
nefnist arfur í eiginlegum skilningi, 2.
gjafaarfi, 3. dánargjöfum, 4. fyrir-
framgreiddum arfi, 5. verðmætum
eignum eða réttindum, er við andlát
manns hverfa til erfingja eftir
samningi hins látna við annan mann
eða fyrir fjárgrciðslu af hendi hins
látna, 6. gjöfum, sem gefnar eru í
lifenda lífi, en gefandi hefur áskilið
sér tekjur eða not gjafarinnar til
dauðadags eða fyrir ákveðið tímabil,
sem eigi er á enda runnið á dánar-
dægri hans, 7. gjöfum sem gefnar eru
á hinu síðasta ári fyrir andlát gef
anda, ef eigur hans hafa fyrir
Igjafirnar rýrnað um 10% eða meira
8. af öllum fjármunum, sem gefnir
hafa verið eða afhentir i því skyni að
komst hjá erfðafjárskatti, 9. af fast-
eignum hér á landi, sem falla í arf við
skipti, sem fara fram í útlöndum, og
samagildirumskip, semskrásett eru
hérálandi.
Undanþegið erfðafjárskatti er
tryggingarfé og lifeyrir, sem keyptur
er fyrir annan skv. ákvæðum laga
eða skv. opinberri fyrirskipun, svo
og handrit, bókasöfn, listaverk og
minjagripir, sem verðmætir eru fyrir
sögu 'landsins, listir eða vísindi, ef
hlutir þessir eru ánafnaðir eða gefnir
opinberum söfnum landsins eða al-
þjóðlegum stofnunum."
„Erfðafjárskattur fellur í gjald-
daga við andlát arfleiðanda. Hann
skal greiddur strax og lokið er
skiptum dánarbús, þegar opinber
skipti fara fram, en þegar um einka-
skipti er að ræða, eða arfur er tekinn
án skipta, skal greiða skattinn innan
eins árs frá andlátinu."
Hjördis Unnur Jónsdóttir, 13 áru. Nei
ég ætla bara að vera heima og horfa á
sjónvarpið, annars á ég heima í Grinda-
vik, svo ég færi hvort eð er ekki á
planið.
Halla Eygló Sveinsdóttir, 11 áru. Nei,
ég verð komin upp í sveit þá og þó ég
hefði verið heima þá hefði ég ekki
farið.
\jt ipio simann
gerið sóð
kaup
Srnáauglýsingar
BUWSINS
Jóna Jónsdóttir, 18 ára.   Ég hef ekki
ákveðið svar við því núna.
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld
Guðmundur Karl Krístmundsson, 13
ára. Nei, ég verð uppi í sumarbústað.
Ég hefði heldur ekki farið þó ég hefði
verið í bænum. Ég veit heldur ekki
hvort krakkar á mínum aldri fara.
Guðmundur Ísidórsson, 12 ára. Nei, ég
nenni ekki að fara, ætla bara að vera
heima.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24