Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 1
MBRIHLUTIRAÐHERRA VILL FRIDA TORFUNA Vi ( — ÓlafuroglVlagnúseinirámóti ) Sex af níu ráðherrum í ríkisstjórn- inni hafa lýst því yfír i samtali við DB að þeir séu hlynntir friðun Bernhöfts- torfunnar í Reykjavík. Þeir eru Benedikt Gröndal, Hjörleifur Gutt- ormsson, Kjartan Jóhannsson, Ragnar Arnalds, Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson. Aðeins einn ráðherra hefur í samtali við DB tjáð sig andvígan friðun. Það er Magnús H. Magnússon. DB hefur ekki reynzt unnt að kanna afstöðu Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra og Tómasar Árna- sonar. Heimildir DB segja aftur á móti að Ólafur sé eindregið andvígur friðun, en Tómas hlynntur. Til stóðaðræðafriðunBernhöfts- torfu á fundi ríkisstjórnarinnar síð- degis í gær en málið komst ekki á dagskrá. Það yerður væntanlega tekið fyrir á næsta fundi. -GM/BH. gli SS! i í i n / Landshlaupi FRl lauk I morgun. Tfmasetning stóðst upp á sekúndu i hinu 2500 km boðhlaupi um tsland. Þátttakendur skiptu þúsundum. Siðasta spölinn á Laugardals- velii f morgun hljóp hinn kunni iþróttafrömuður, Jóhann Jóhannesson, létt og með reisn, þó kominn sé yfir sjötugt. Sfðan afhenti Jóhann Erni Eiðssyni, formanni FRt; boðhlaupskeflið fagra. Það verður nú geymt á Þjóðminjasafninu og Þór Magnússon, þjóðminjavörður, veitti þvf viðtöku á Laugardalsvellinum. hsfm. Sprengi- hætta af Rainbow Warrior Á þilfari Rainbow Warrior eru bensínbirgðir miklar á báta þá sem þeir hafa um borð og notaðir eru til að trufla hvalveiðarnar. Gerir þetta það að verkum, að þeir fá ekki að leggjast að bryggju, hvorki hérlendis né erlendis, að sögn Einars Thorodd en , yfirhafnsögumanns. Hafa þeir hins vegar notið eðlilegrar fyrirgreiðslu hér og fengið olíu og vatn úr landi meó bátum. í dag má ætla að úrskurður verði kveðinn upp í lögbannsmáli því sem Hvalur hf. höfðaði til að koma í veg fyrir veiðitruflanir Greenpeace manna á hvalveiðunum. -BH. ísland eina sólskins- landið? Það er ekki á hverjum degi sem íslendingar geta státað sig af meiri sól en aðrar þjóðir. Þó gerist það þessa dagana. í morgun var ísland eina landið af tíu þar sem sólskin er annars staðar er skýjað eða rigning, jafnvel á Mallorka. Var einhver að tala um að við hefðum ekki fengið sumar? -ELA. f Seölamir sópast inn! Hver verður röð bátanna? Mikill fjöldi svarseðla í Sjórallget- raun Dagblaðsins er þegar kominn á ritstjórn blaðsins og greinilegt er að lesendur blaðsins æda ekki að láta sitt eftir liggja til að gera hana sem glæsilegasta. En skilafrestur er til 2. júlí, eða mánudagsins næsta. Þeir seðlar sem póststimplaðir verða þann dag eða fyrr verða gildir. Einnig má koma seðlunum hingað á ritstjórnina Síðumúla 12. Á blaðsíðu 9 er skýrt nánar frá Sjórallsgetrauninni og þar er líka seðill þar sem fylla á út hvernig röð keppnisbátanna i Sjóralli Dag- blaðsins og Snarfara verður. -ÓG. Þarna rennur Fletcherinn þeirra Gunnars Gunnarssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar Ijúflega í sjóinn inn við Elliðavog í gær. Undir stýri situr Gunnar og ekki ber á öðru en að nýi bátvagninn reynist vel. Gunnar og Ásgeir eru meðal keppenda í Sjórall- inu og hafa eins og aðrir keppendur lagt nótt við dag að undanförnu til að allt verði klárt á sunnudaginn kemur, þegar sjórallið umhverfis landið hefst. DB-mynd: Árni Páll. takið þátt í Sjórallgetraun DB—Seðillinnábls.9 \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.