Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. VESTFJARÐA Danshljómsveit Vestfjarða hefur tekið nokkrum breytingum upp á síð- kastið. Meðal annars er söngkona gengin til liðs við hljómsveitina og Rúnar Þórisson gítarleikari er kom- inn til ísafjarðar aftur og farinn að spila upp á kraft á nýjan leik. Hann lék með hljómsveitinni Tívolí í Reykjavík um nokkurt skeið í vor. „Við erum búin að leika með þessari nýju mannaskipan í fjórar vikur,” sagði Rafn Jónsson, trommuleikari, er Dagblaðið ræddi við hann um hljómsveitamál á Vest- fjörðum. „Við ætlum þó ekki að starfa saman nema fram yfir miðjan ágúst. Þá tökum við okkur frí og hvílum okkur fram að vetrarver- tíðinni.” Danshljómsveit Vestfjarða er nú skipuðeftirtöldu fólki: örn Jónsson (bassi), Rúnar Þórisson (gítar), Vilberg Viggósson (hljómborð), Ásdís Guðmundsdóttir (söngur), Hörður Ingólfsson (hljóm- borð og bongótrommur) og Rafn Jónsson (trommur). Að sögn Rafns er allt óráðið með hvernig Danshljómsveit Vestfjarða mun starfa í vetur. í fyrra héit hún sig svo til eingöngu við Félagsheimilið í Hnífsdal og taldi Rafn líkur á að svo yrði einnig í vetur. ,,Það hefur ótal kosti að vera svona á sama stað,” sagði hann. „Við höfum þarna gott kaup og spörum okkur auk þess allan burð og aðra fyrirhöfn.” í sumar mun Danshljómsveitin væntanlega halda sig mestmegnis á heimaslóðum. Þó sagði Rafn að til greina kæmi að skreppa eitthvað út fyrir Vestfjarðakjálkann ef svo bæri undir. Tveir af liðsmönnum hljómsveit- arinnar, sem léku með henni síðast- liðinn vetur eru nú í fríi. Sven Arve Hovland slappar af einhvers staðar úti i heimi og Reynir Guðmundsson, söngvari, hvílir raddböndin fram á haustið að minnsta kosti. -ÁT- DANSHLJÓMSVEIT VESTFJARÐA — Starfar í núverandi mynd fram yfir miðjan ágúst. Þursaflokksplötur á Danmerkurmarkað Hljómleikaferöir eru íundirbúningi Eitt hundrað eintök af plötunni Þursabit hafa verið sendar til Dan- merkur þar sem plöturnar verða seld- ar i verzlunum. Að sögn Björns Valdimarssonar útgáfustjóra hjá Fálkanum, verður jafnvel fleiri plötum dreift þar ytra í næsta mánuði. Þursaflokkurinn hefur nú haldið nokkra tónleika í Danmörku. Fyrir nokkru kom hljómsveitin fram í danska útvarpinu. Sá þáttur varð kveikjan að þvi að ákveðið var að gefa Dönum kost á að eignast Þursa- bit — nýjustu plötu flokksins. Þá hefur útgáfufyrirtækið EMI í Dan- mörku í hyggju að skipuleggja tón- leikaferð Þursaflokksins um landið í ágúst. Að sögn Björns Valdimarssonar er ýmislegt að gerast -hjá Þursa- flokknum um þessar mundir. í lok ÞÚRSAFLOKKURINN — Verið getur að hijómsveitin fari f hijómieikaferð um Danmörku i ágúst og Hollandsferð i september er i undirbúningi. DB-mynd: Sigurjón Sighvatsson. listahátið í Helsinki, höfuðborg mánaðarins kemur flokkurinn fram á Finnlands. Þá er áformað að hljóm- sveitin fari í þriggja vikna hljóm- leikaferðalag um Holland í septem- ber og skemmti á æskulýðsheimilum víðs vegar um landið. -ÁT- HUOMSVEITIN HVER SÆKIR FÆREY- INGAHEIM Hljómsveitin Hver frá Akureyri hyggst dvelja næstu vikuna í Fær- eyjum við hljóðfæraslátt og söng. Aðallega skemmtir Hver í Þórshöfn, en mun j afnframt leggja leið sína eitt- hvað út á landsbyggðina. „Það er ekki endanlega frá því gengið, hvort við leikum í Þórshöfn á Ólafsvökunni,” sagði HUmar Þór Hilmarsson, einn liðsmanna hljóm- sveitarinnar er DB ræddi við hann á föstudagsmorguninn. Þá var Hver að tygja sig til fararinnar og hugðist nota Smyril til að ferja sig milli landa. Til baka kemur hljómsveitin síðan með flugvél og hyggst þá dvelja nokkra daga í Reykjavík og skemmta borgarbúum. Að sögn Hilmars Þórs er þessi Færeyjaferð hljómsveitarinnar ekki HVER frá Akureyri — Hljóm- sveitin verður í Færeyjum á Olafsvökunni, en óvíst er hvort hún ieikur í höfuðstaðnum, Þórs- höfn, þann dag. I bakaleiðinni kemur Hver við í Reykjavík. farin í ábataskyni heldur einungis fyrir ánægjuna. „Það er mjög dýrt fyrirtæki að fara í ferð sem þessa,” sagði hann. ,,Við gerum okkur ánægð með að komaslétt út.” í hljómsveitinni Hver starfa nú auk Hilmars þau Steingrímur ÓU Sigurðsson, Arnheiður Ingimundar- dóttir, Þórhallur Kristjánsson, Leifur Hallgrímsson og Baldur Pétursson. Þannig skipuð hefur hljómsveitin starfað síðan í byrjun júní. Upphaf- lega var Hver skólahljómsveit Menntaskólans á Akureyri og hefur starfað með sama kjarnanum síðast- liðið hálft þriðja ár. Að sögn Hilmars Þórs Hilmars- sonar hefur Hver aðallega haldið sig við samkomunúsin a l'IUl UUI ióliuiy þar til nú er hljómsveitin heimsækir Færeyjar og síðar Reykjavík ,,Við reiknum með aðhalda tam að spila út ágúst og jafnvel Iram í september,” sagði hann. ,,Þú mátt geta þess í leiðinni að okkur vantar ciiuivau aogera um verzlunarmanna- helgina.” Tveggja laga hljómplata Hvers kemur á markaðinn í dag eða á morgun. Frá henni hefur áður verið sagt á poppsíðu Dagblaðsins. -ÁT- NYANDUTI DANSHUÓMSVEIT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.