Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979.
13
Ný viðhorf og náttúran
Framíag Noröurlanda til Feneyjabiennals
Flestar alþjóðlegar listsýningar eru
haldnar svo langt í burtu að þær fara
alveg fram hjá okkur sem búum i
námunda við freðmýrabeltið marg-
umrædda. Og menningaryfirvöldum
vorum finnst þær svo fjarlægar að
ekki taki því að gera út íslendinga á
þær, en það er önnur saga. Það var
því vel til fundið hjá Sonja Henie &
Niels Onstad safninu í Noregi hér í
fyrra, að grípa norrænu þátttak-
endurna á Ung-biennalinum í París
og senda þá víða um Norðurlönd
með verksín, svonatil aðgefaheima-
mönnum smjörþefinn af list yngri
manna og lofa þeim að sjá hvaða
fulltrúa þeir ættu á þessari alþjóðlegu
listsýningu. Þessi sýning kom við að
Kjarvalsstöðum í júlí 1978 og var að
mörgu leyti ferskt innlegg í sýningar-
mál hér, þótt sumum yrði um og ó er
þeir rákust á malarhrúgu Danans
Nörgaard á parkettinu að Kjarvals-
stöðum.
Hringferð
þátttakenda
Þar var og íslenskur fulltrúi,
Ólafur Lárusson, og var hann yalinn
eftir meðmæli Sigurðar Guðmunds-
sonar, þar sem menntamálaráðuneyt-
ið íslenska vildi ekkert koma nálægt
þessari sýningu. Þessi ráðstöfun
Henies & Onstads safnsins mæltist
vel fyrir og skapaði gott fordæmi og
því hefur Norræni menningarsjóður-
Hef ur ekkert gerst?
Þetta er einkennileg sýning og eng-
an veginn eins frískleg og djörf og
það sem Ungdómurinn sýndi í fyrra.
Feneyjabiennalinn er öðru fremur
vettvangur nýrra viðhorfa í myndlist-
um, en ekki virðast allir skilja það
enn. Það kemur manni t.d. spánskt
fyrir.sjónir að sjá Noreg tefla fram
málara af Munch-skólanum eins og
ekkert hafi átt sér stað í norskri
myndlist síðastliðin 50 ár eða svo. Nú
er Frans Widerberg sjálfsagt góðra
gjalda verður og kröftugur málari, en
uppspennt litróf hans og yfirþyrm-
andi náttúrumýstík heyrir til annarri
tið.
Svíar tefla hins vegar fram lista-
manninum Lars Englund, sem er einn
af mörgum sem nálgast hugtakið
sköpun nánast eins og vísindamaður.
Þótt ekki sé nokkur leið að komast til
botns í því sem Englund er að gera af
þeim upplýsingum sem fyrir hendi
eru, þá virðist ljóst að hann ígrundar
frumbyggingu lífrænna forma og
hvernig þau form ganga saman í
kerfi.
Viðmiðun
myndverka
Virðast hin þrívíðu form hans vera
nánast útlistanir á gefnum reglum,
svona eins og þegar módel eru byggð*
í
mm
€
Sigurður Guðmundsson — ,,A picture", 1977.
í.........
Lars Englund — nokkur hengiverk.
inn ákveðið að styrkja hringferð þátt-
takenda frá Norðurlöndum á Fen-
eyjabiennalinum 1978. Vonandi
leggst þessi góðir siður ekki af. Nú er
slík sýning hingað komin og hefur
verið sett upp á göngum Kjarvals-
staða og hafa þátttakendurnir sjö
sent úrtak af því sem í Feneyjum var,
— en það skal tekið fram að hverju
landi er nú heimilt að senda fimm
listamenn sem fulltrúa. Ekki fer nú
það úrtak vel innan um gráa steypuna
og er á því hornrekusvipur, — en það
er annaðmál.
til að skýra stærðfræðileg dæmi, en
ekki tilfærsla eða úrvinnsla forma,
eins og myndsmiðir (skúltörar) iðka.
Englund er því einn af mörgum sem
vinna á mörkum lista og
vísinda. Annars konar sambræðingur
á sér stað hjá dönsku fulltrúunum,
Stig Brögger, Hein Heinsen og
Mogens Möller. Þeir eiga að baki
fjölbreyttan náms- og starfsferil,
m.a. í guðfræði, stjórnmálafræði,
arkitektúr, mannkynssögu og
myndlist og hafa komið á fót stofnun
sem helguð er „Skalakunst" eða við-
miðunarlist. Að því mér skilst á sýn-
ingarskrá hafa þeir sérstakan áhugaá
umhverfi og byggðarmyndun og vilja
sjá öll myndverk í nánum tengslúm
við umhverfi sitt, en ekki eitt og stakt
einhvers staðar inni í safni. Sýnist
mér allur málflutningur þeirra skyn-
samlegur og aðlaðandi, þótt ég eigi
erfitt með að tengja hann því litla
sem eftir þá er á þessari sýningu.
Samt fannst mér málmborð þeirra
fagur strúktúr, en veit ekki hvort þeir
hafa áhuga á slíkum viðbrögðum.
Afturgöngur
Ég á hins vegar erfitt með að sætta
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
mig við verk Finnans Olavi Lanu og
get ekki á neinn hátt tengt þau fram-
sækinni list. Lanu mótar búka i fullri
stærð og hylur þá laufi, trjáberki,
snjó, grasi og öðrum náttúrulegum
efnum, kemur þeim síðan þannig
fyrir að þeir virðast partur af náttúr-
unni og Ijósmyndar svo árangurinn.
Einnig þekur hann búka svipuðum
náttúruefum og stillir þeim upp i húsi
og eru tvö slík verk á austurgangi
Kjarvalsstaða. En nýjabrumið er
fljótt að fara af þessum verkum, þvi
um leið og áhorfandinn sviptir i huga
sér þessu ytra byrða af búkunum,
koma í Ijós ósköp sentímentalar og
jgfnvel blautlegar uppstillingar í 19.
aldar stíl sem þarna hafa blandast
héraðsbundinni náttúrurómantík.
Spakvit og f yndni
Ég vona að það verði ekki talið til
þjóðrembu þótt ég lýsi því yfir að
Sigurður Guðmundsson veitti mér
einna mesta ánægju á þessari sýn-
ingu. Það hefur veriðgaman að fylgj-
ast með þróun myndlistar hans, frá
litlum svarthvítum ljósmyndum upp i
Tlennistórar myndir í „living
icolour". Samt sem áður held ég að
ekki hafi orðið mikil breyting á
hugarfari Sigurðar. Ljósmyndin er
honum einfaldlega miðill til að koma
á Framfæri hugmyndum sem eru eng-
an veginn útskýranlegar, en þó
'sneisafullar af ljóðrænu likingamáli,
spakviti, fyndni og vægu háði og
Sjálfur tekur Sigurður að sér „human
'interest" hlutverkið i verkunum.
Hinar nýju litmyndir hans gefa hin-
um eldri ekkert eftir og ef eitthvað er
eru fleiri þættir komnir inn i spilið en
áður og gefa meira af sér.
Að Kjarvalsstöðum fer einnig fram
ísýning leikmyndateiknara og verður
um hana skrifað sérstaklega.
Olavi Lanu — Verk.
Skíða-
vörur
í úrvali
ÍJES3T
Glæsibæ-Simi 30350
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32