Dagblaðið - 19.10.1979, Qupperneq 14

Dagblaðið - 19.10.1979, Qupperneq 14
14 DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979. 4 Iþróttir Iþróttir Íþróttir Iþróttir Iþróttir íslenzka landsliAið í körfuknattleik, sem mæta mun Irum um aðra helgi var kynnt á blaðamanna- fundi hjá KKÍ í gærdag. í liðinu eru fjórir nýliðar, en liðið er annars skipað þessum Árni Lárusson, UMFN Atli Arason, IS Birgir Guðbjörnsson, KR Björn Jónsson, Fram Gísli Gíslason, ÍS Guðsteinn Ingimarsson, UMFN Gunnar Þorvarðarson, UMFN Jón Sigurðsson, KR Július Valgeirsson, UMFN Kolbeinn Kristinsson, ÍR Kristinn Jörundsson, ÍR Kristján Ágústsson, Val Rikh. Hrafnkelsson, Val Simon Ólafsson, Fram Torfi Magnússon, Val Þorvaldur Gcirsson, Fram leikmönnum: 21—180— 0 27— 180— 3 26—172—15 20—187— 0 24— 180— 0 22—185— 4 28— 190—39 28— 185—63 22—189— 0 26—179—32 29— 183—38 25— 192— 8 22— 184—22 23— 200—24 24— 194—32 21 — 194— 4 Tölurnar hér að ofan tákna aldur, þá hæð i senti- metrum og loks fjölda landsleikja. Kristinn Jörunds- son mun verða fyrirliði liðsins í þessum leikjum, en þess ber að geta að Geir Þorsteinsson KR verður með síðar í vetur en gat ekki gefið kost á sér fyrr en eftir 30. október. Leiknir verða þrir landsleikir við írana. Sá fyrsti verður í Njarðvík á föstudagskvöld eftir viku. Síðan verður leikið i Laugardalshöllinni á laugardeginum og svo i Borgarnesi á sunnudag. Mun það i fyrsta skipti sem landsleikur af einhverju tagi fer fram í Borgarnesi. /Ltluinn er að allir leikmennirnir, 16 að tölu, fái að spreyta sig í fyrstu tveimur leikjunum og verða því gerðar 6 breytingar eftir fyrsta leikinn. Þriðja leikinn munu þá væntanlega þeir leikmenn er bezt hafa staðið sig í hinum tveimur fyrri leika. Það vekur athygli aðenginn leikmaður í islenzka liðinu er yfir tveir metrar á hæð. Meðalhæð liðsins er rétt tæpir 1,87 metrar. Pétur Guðmundsson er ekki með að þessu sinni en léki hann með myndi meðalhæð liðsins hækka um tæpa 2 cm. -SSv. Kínverjinn nægði Víkingum ekki — og Fram vann óvæntan siguráíSíblakinu Kínverski blakþjálfarinn hjá Víkingi, Ni Fenggou, lék sinn fyrsta leik með félagi sinu gegn Þrótti á Reykjavíkurmótinu i blaki.Ekki nægði það Víking- um til sigurs. Þróttur sigraði 3-0 (15-5, 15-13 og 15- 8). Ni Fenggou kom gagngert frá Kína til að þjálfa hér en hann meiddist í byrjun september og hefur ekki getað leikið fyrr. Leikur Fram og ÍS var mjög skemmtilegur og tvi- sýnn og mjög á óvart tókst Fram að sigra Stúdenta i fimm lotum, 3-2 (13-15, 10-15, 15-13, 15-8 og 16- 14). í síðustu lotunni leit út fyrir sigur Stúdenta. Þeir komust í 14-9 — en þá sögðu leikmenn Fram: Hingað og ekki lengra og náðu i öll stigin. Þá var einn leikur í meistaraflokki kvenna í gær- kvöld. Víkingur, sem fengið hefur margar stúlkur frá Húsavík í sínar raðir, vann öruggan sigur á Þrótti, 3-0(15-1, 15-11 og 15-11). Víkingsstúlkumar léku nú miklu belur en þcgar þær töpuðu fyrir ÍS í fyrsta leik sínum á mótinu. Þá má geta þess, að Hall- dór Jónsson, þjálfari ÍS, er erlendis og gat því ekki stjórnað liði sínu í leiknum gegn Fram i meistara- flokki karla. Síðustu leikirnir á mótinu verða á mánudag í Hagaskóla, kl. 18.30 leika ÍS og Þróttur i meistara- flokki kvenna. Um kl. 20.00 hefst úrslitaleikurinn í meistaraflokki karla milli ÍS og Þróttar og að lokum verður leikur Fram og Víkings í meistaraflokki Karla. Brian Clough baðst af sökunar Brian Clough, framkvæmdastjóri Evrópumeist- ara Nottingham Forest, hefur beðið stjórnarmenn félagsins afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla um þá á dögunum og skýrt var frá hér í blaðinu á sínum tíma. Sagði þá einskis nýta. Eitt af stórblöð- um Englands skýrði frá því nú i vikunni að vegna þessara ummæla Clough myndi Forest lcyfa honum að fara til annars félags — Aston Villa. í gærkvöld var hins vegar stjórnarfundur hjá Forest i tæpa þrjá tíma og eftir hann sagði Clough að hann hefði beðizt afsökunar. ,,Ég sé cftir að hafa látið þetta frá mér fara, það hæfir ekki ábyrgum framkvæmdastjóra. Það hvarflaði ekki að mér að ég nyti algjörs trausts stjórnarmanna eins og nú hefur komið á daginn. Ég er mjög ánægður hjá félaginu og vona að mér auðnist að Ijúka samningi mínum við það,” sagði Clough eftir fundinn. Rúm þrjú ár eru eftir af samningi hans við félagið. görpunum. Axel Axelsson — hæst meðaltal i landsleikjum. Geir Hallsteinsson — flest mörk i landsleikjum. Markakóngarnir ílandsleikjum íslands: Markahlutfall Axels einum tíu- þúsundasta betra en hjá Geir! Landsliðsleikurinn við Tékka á þriðjudag var 230. landsleikur íslands i handknattleik. í þessum leikjum hefur ísland skoraði 4362 mörk — fengið á sig 4275. Það orð hefur löngum farið af íslenzkum handknattleiksmönnum að þeir séu með afbrigðum skotharðir. Gegnum árin hafa margar ,,stór-skylt- ur” verið í handknattleik á íslandi. Það skrítna er að oftast er þó vitnað til hinna miklu skotmanna hér á árum áður i umræðum manna á milli, þó staðreyndir sýni og sanni hins vegar að mestu „skyttur” íslenzka landsliðsins eru leikmenn, sem enn eru í „fullu fjöri” — þeir Geir Hallsteinsson, FH, log Axel Axelsson, llankersen. Geir hefur leikið 118 landsleiki fyrir ísland og hel'ur skorað miklu fleiri mörk en nokkur annar leikmaður landsliðsins eða 534. Axél, sem leikið hefur mun færri leiki en Geir eða 78, kemur næstur í röðinni með 353 mörk. Þeir eru tvimælalaust markakóngar Íslands gegnum árin — og þegar meðal- tal er tekið á markaskorun hjá þeim í leik kemur i Ijós, að Axel hefur aðeins ‘vinninginn. Hefur skorað einum tíu þúsundasta úr marki meira en Geir í leik!!! Meðaltalið hjá Axel í hinum 78 leikj- um er 4,5255 í leik. Hjá Geir 4,5254. Hér á eftir fer skrá yfir 15 marka- hæstu leikmenn íslands frá upphafi. Fyrst mörk — siðan leikjafjöldi. Geir Hallsteinsson, FH, Göppingen, 534/ 1 18 Axel Axelsson, Fram, Dankersen, 353 /78 Ólafur H. Jónsson, Val, Dankersen, 292/ 118 Viðar Símonarson, Haukar, FH, 231 / 103 Ólafur Einarsson, FH, Donsdorf, Vik- ingur, 208 / 63 Björgvin Björgvinsson, Fram, Vik- ingur, 194 / 106 Jón H. Karlsson, Valur, 191 /67 Gunnlaugur Hjálmarsson, IR. Fram. 166/47 .lón H. Magnússon. Vikingur. I ugi, 155/54 Einar Magnússon, Víkingur, Ham- borg, 151 /69 Páll Björgvinsson, Víkingur, 124 / 46 Ingólfur Óskarsson, Fram, 118/45 Þorbjörn Guðmundsson, Valur, 110/ 54 Viggó Sigurðsson, Víkingur, 98/48 Ragnar Jónsson, FH, 96 / 28 Það er mikill fróðleikur í þessum töl- um. Axel og Geir eru með næstum mark meira í leik að meðaltali en sá lcikmaðurinn, scm kcnuir í þriðja sæli Gunnlaugur Hjálmarsson. sá mikli garpur, eflaust litrikasti leik- maður íslands gegnum árin. Meðaltal „Labba” í 47 leikjum er 3,53 mark i leik. Skammt á cftir kemur landsliðs- félagi hans Ragnar Jónsson með 3,4 mörk að meðaltali. Pálmi Pálmason, Fram, sem lék ekki nema 11 landsleiki er fimmti i röðinni hvað meðaltalið snertir. Hann skoraði 3,36 mörk í leik — og alveg á hæla hans er Ólafur Einarsson með 3,3 mörk í leik. Jón Hjaltalín Magnússon, sem var markahæsti leikmaður íslenzka lands- liðsins á ólympíuleikunum í Múnchen 1972, er með 2,87 mörk að meðaltali í leik. Jón lék mun færri landsleiki en efni stóðu til vegna náms og síðan starfs i Svíþjóð og því fáir „léttir” leikir til að hækka meðaltal hans. Jón H. Karlsson. scm ckki hcfur vcrið lal- inn í hópi íslenzkra stórskytta, er með prýðilegt meðaltal eða 2,85 mörk í leik. Enginn komizt nálægt Jóni H. í þvi að „lauma” boltanum inn — helzt Viðar Símonarson, sem þó er með mun lægra hlutfall eða rúmlega 2,2 mörk i leik. Páll Björgvinsson er með gott hlut- fall eða 2,7 mörk í leik — leikmaður, sem nú væri að nálgast 100 leikja markið ef meiðsli hefðu ekki heft feril hans. Ingólfur Óskarsson er aðeins lægri en Páll eða með 2,6mörk í leik. Af línu- og hornamönnum er Ólafur John Gidman til Everton Everton snaraði út 600 þúsund sterlingspundum í gær fyrir enska landsliðsbakvörðinn John Gidman. Það er hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir varnarmann í ensku knatt- spyrnunni. Gidman hefur um langt ára- bil verið hjá Aston Villa — einn bezti bakvörður Englands. Hann er fæddur i I. iverpool og hóf feril sinn hjá Liver- poolliðinu fræga án þess að komast þar nema í unglinga- og varalið. Hann var leystur þar frá samningi og fór til Birmingham-liðsins, sem ekkert þurfti að borga fyrir hann. Ekki er víst að hann geti leikið með Everton í Liverpool-derbíinu á laugardag, þar sem hann á við smámeiðsli að striða. Listahjónin kunnu, Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgríms- son, hafa undanfarin tvö ár verið að vinna að mikilli veggskreytingu á stúku Laugardalsvallar. í síðustu viku var byrjað á því að setja hluta hennar upp — og við birtum mynd af því hér á siðunni fyrir viku. En þau hafa einnig unnið að gerð styttu, sem bezta íþróttamanni Reykjavikur er veitt árlega. Á DB- mynd Bjarnleifs halda þau á stytt- unni. H. Jónsson með langbezt hlutfall, 2,57 mörk í leik, sem er afbragðs árangur. Ólafur hefur þó ekki verið „fasta- maður” á línunni eins og til dæmis Björgvin Björgvinsson. Enginn „dans- að á linunni” eins og Björgvin eða lent þar í eins kröppum sjó. Ólafur Vik- ingur Jónsson er mestur skorari horna- manna með 39 mörk í 24 leikjum — félagi hans Erlendur Hermannsson er með hærra meðaltal en aöeins leikið þrjá leiki. skorað 7 mörk. Gunnsteinn Skúlason, Val, skoraði 73 mörk í 58 leikjum sem hornamaður og línu- maðurinn Árni Indriðason, Gróttu, Vikingur, 54 mörk i 60 leikjum. Sigur- bergur Sigsteinsson, Fram, 66 mörk í 85 leikjum sem hornamaður og Stefán Gunnarsson Val hefur leikið 57 leiki og skorað 29 mörk. Vert er að geta Sigurðar Einarssonar, Fram, sem skoraði sem línumaður 62 mörk i 51 leik. Þá eru flestir leikmenn íslands taldir, sem leikið hafa yftr 50 landsleiki nema markverðirnir Ólafur Benedikts- son, Valur, Olympia, með 94 lands- leiki, Hjalti Einarsson, FH, með 76,og Gunnar Einarsson, Haukur, Aarhus KFUM, með 55 landsleiki. Rétt er að geta þess, að Konráð Jóns- son, Þrótti, sem nú leikur með KR, hefur leikið einn landsleik. Skoraði i honum fimm mörk — og Hermann Gunnarsson, Val, er með hátt marka- hlutfall. Skoraði 42 mörk í 15 leikjum eða 2,8 mörk i leik. Af frægum görpum fyrri ára má nefna, að Karl Jóhannsson, KR, skoraði 65 mörk í 31 leik, Örn Hall- steinsson, FH, 61 mark í 31 leik, Birgir Björnsson, FH, 52 mörk í 29 leikjum, Guðjón Jónsson, Fram, 29 mörk i 25 leikjum, Einar Sigurðsson, FH, 16 mörk í 23 leikjum, Hörður Kristinsson, Ármanni, 43 mörk í 22 leikjum. - hsim. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979. 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir D Formaður Örgryte í Gautaborg kominn til samninga: Fjórir landsliðsmenn gera samninga við sænsk félög Ragnar Margeirsson, Sigurður Björgvinsson og Örn Óskarsson til Örgryte. Þorsteinn Ólafsson til IMaimö FF „Formaður sænska knattspyrnu- félagsins Örgryte í Gautaborg kom til Keflavikur i dag ásamt öðrum stjórnar- manni félagsins og íslendingnum Ottó Laufdal, sem er búsettur i Gautaborg. Þeir höfðu strax samband við okkur Ragnar Margeirsson og við erum ákveðnir í að gera samning við félagið til eins árs,” sagði Sigurður Björgvins- son, knattspymumaðurinn kunni í ÍBK, þegar DB hafði samband við hann í gærkvöld, þar sem hann var að æfa með félögum sinum á íþróttavellin- um fyrir UEFA-leikina við Tékkana. Þeir Sigurður og Ragnar skrifuðu þó ekki undir samning við sænska félagið í gær, „en ég reikna fastlega með því að það verði gert á laugardag, þegar Sví- arnir koma aftur frá Vestmannaeyj- um,” sagði Sigurður í gær. Svíarnir ætluðu í morgun til Vest- mannaeyja til að ræða við og gera samning við örn Óskarsson, landsliðs- bakvörðinn kunna, sem er eins og þeir Sigurður og Ragnar ákveðinn í þvi að leika með sænska liðinu næsta leik- tímabil. örgryte, sem er eitt af þekkt- ustu knattspyrnufélögum Svíþjóðar þótt það leiki nú í 2. deild og er þar um miðbik deildarinnar eins og „íslend- ingaliðin” Grimsas og Jönköping, fær þvi þarna þrjá sterka íslendinga til liðs við sig. Sigurður hefur eins og örn leikið i íslenzka landsliðinu í knatt- spyrnu og Ragnar hefur leikið í ungl- ingalandsliðinu að undanfömu og vakiðgífurlegaathygli. • „Þetta verður stökkbr^tti hjá okkur fyrir framtíðina og þess vegna gerum við aðeins samning við Örgryte til eins árs,” sagði Sigurður. Hann er aðeins tvítugur að aldri og hefur áður leikið erlendis — i Danmörku. Ragnar er /2 HALLUR SÍMONARSON, V2 aðeins 17 ára og eitt mesta efni, sem hér hefur komið fram í knattspyrnunni. Þeir hjá Örgryte urðu mjög spenntir að fá hann til sín, þegar þeir sáu hann í leik ÍBK í Kalmar í UEFA-keppninni. Sem stendur er Ragnar atvinnulaus en Sigurður vinnur hjá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli. „Við förum ti! Gautaborgar í janúar ef allt gengur samkvæmt áætlun — og Örn fer þá einnig,” sagði Sigurður enn- fremur í gær. Það er mikið áfall fyrir ÍBK og ÍBV að missa þessa snjöllu leikmenn til Sví- þjóðar — og ekki nóg með hjá ÍBK að Sigurður og Ragnar fara til Örgryte, heldur hefur Þorsteinn Ólafsson, landsliðsmarkvörður ÍBK, gengið frá samningi við sænska stórfélagið Malmö FF. Fer til þess um áramótin. ÍBK missir því þrjá sína beztu menn. Eins og kunnugt er af fréttum í DB frá því í sumar kom þjálfari Örgryt hingað til lands og fylgdist þá með mörgum leikjum í 1. deild. DB fékk strax fréttir af komu þjálfarans og gat skýrt frá áhuga hans á einstökum leik- mönnum. Það varð til þess að sá sænski hafði hljótt um sig og hafði ekki samband við leikmenn. Forustu- menn ísl. félaganna, sem í hlut áttu, sögðu líka, að þeir myndu kæra hann til UEFA — Evrópusambandsins — ef hann reyndi að tæla til sín leikmenn á miðju leiktímabili. Margir snjallir íslenzkir knattspyrnu- menn leika nú í Svíþjóð við góðan orð- stír og nú bætast enn við fjórir lands- liðsmenn í þann hóp. Teitur Þórðar- son, Akranesi, leikur með öster, Árni Stefánsson, Fram, og Jón Pétursson, Fram, með Jönköping, og Eiríkur Þor- steinsson, Víkingi, með Grimsas. Allir þessir leikmenn hafa leikið i ísl. landsliðinu. Jón er sennilega væntan- legur heim eftir þetta leiktímabil. Þá leikur Stefán Halldórsson, Víkingi, með Kristianstad, eftir atvinnu- mennsku áður í Belgíu, og þeir Jóhann Torfason, Víkingi, og Karl Sveinsson, ÍBV, leika með liðum úr 3. deild. Þá má einnig geta þess, að flogið hefur fyrir, að landsliðsmaðurinn Dýri Guðmundsson úr Val hyggi á fram- haldsnám í Svíþjóð. Ef til kemur mun hann áreiðanlega leika með sænsku liði og jafnvel eru möguleikar á því, að ifleiri leikmenn úr Val gerist atvinnu- imenn í knattspyrnu á næstu mánuðum. -hsím. Sigurður Björgvinsson með verðlaun sin sem „bezti knattspyrnumaður Keflavíkur”. 50 stig Trent Smock dugðu ekki til sigurs —og Njarðvíkingar sigruðu ÍS85-80 í æsispennandi leik í gærkvöld Þrált fyrir að Trenl Smock skoraði 50 stig fyrir Stúdenta dugði það ekki til sigurs gegn UMFN í gær. Njarðvíkingar, sem voru á allan hátt jafnari og samhentari, voru sterkari á endasprettinum og uppskáru sætan sigur. Lokatölur urðu 85—80 eftir að Njarðvik hafði leitt 48—38 i hálfleik. Eftir þennan leik eru því aðeins tvö lið ósigruð i deildinni. — Valur og ÍR. Þau mætast I Hagaskólanum á sunnudag og það er þvi öruggt að eftir tvær umferðir verður aðeins eitt lið án taps i úrvals- ír • Á*9 deildinni. Spennan enn meiri en í fyrra Leikurinn í íþróttahúsi Kennarahá- skólans var oft á tíðum mjög fjörugur þótt mikið væri um mistök — einkum hjá Stúdentum, sem gáfu knöttinn hvað eftir annað til mótherja. Njarðvikingar byrjuðu betur en síðan tókst ÍS að jafna, 10—10. Njarð- víkingar náðu fljótlega forystunni á nýjan leik og bilið smábreikkaði fram að leikhléi og í hálfleik leiddu Suður- nesjamennirnir með lOstigum. Það var greinilegt að Stúdentar hugðust ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana og þeir tóku strax að saxa á forskot Njarðvíkinga. Þegar 8 mín. voru af síðari hálfleiknum munaði að- jeins þiemur stigum og rúmum þremur mín. Eftir það komust Stúdentarnir .yfir í fyrsta sinn í leiknum, 63 —62. Allt |gekk Njarðvíkingunum í óhag á þess- • um tima og þeir virtust hreinlega vera að brotna eins og svo oft i spennandi jleikjum. (jS komst í 68—64 og leiddi Isiðan þar til tæp mínúta var til leiks- jloka. Þá komust Njarðvíkingar yfir á ;nýjan leik, 80—78. Stúdentamir fengu rétt á eftir vítaskot og Gisli skoraði úr þeim báðum. Jafnt 80—80, þegar 46 jsek. lifðu af timanum og allt var á jsuðupunkti. , ÍS sneri vörn í sókn og Atli Arason reyndi skot úr vonlitlu færi. Beið greinilega eft’ir því að dómararnir dæmdu brot á Njarðvík. Það var flaut sem aldrei kom og Njarðvíkingarnir brunuðu upp og Jónas Jóhannesson skoraði. Brotið var á honum í leiðinni og hann fékk vítaskot, sem hann skor- aði úr af öryggi. Undir lokin fékk Atli knöttinn í upplögðu skotfæri en mistókst að laga stöðuna fyrir ÍS. Skipti í raun engu máli þar eð leikurinn var tapaður. Njarðvíkingarnir léku lengst af mjög yfirvegað en svæðisvörnin i síðari hluta leiksins virtist henta þeim verr en maður-á-mann vörn, sem þeir léku lengst af. Liðið er ákaflega vel á sig komið, líkamlega og í því eru margir ungir og bráðefnilegir leikmenn. Njarðvíkingar misstu þá Geir Þor- steinsson og Þorstein Bjarnason á siðasta vetri en ungu mennirnir virðast ætla að fylla skörð þeirra með prýði. Ekki má gleyma þeim reyndari og eru þar fremstur í flokki Gunnar Þor- varðarson og Guðsteinn Ingimarsson, sem báðir áttu mjög góðan leik. öryggi Gunnars mikið. Ted Bee er greinilega að koma mikið til og sýndi góð tilþrif þrátt fyrir vafða ho d . Leikur Stúdentanna byggist um of á einstaklingsframtakinu. Trent Smock sér um að skora og Gisli Gíslason heldur spilinu gangandi. Aðrir koma oft á tíðum lítt við sögu. Breiddin í liðinu er ekki mikil og það hlýtur að koma niður á liðinu síðar. Annars eru Stúdentarnir mun sterkari en fyrirfram var búizt við og þeir eiga eftir að standa fyrir sinu í vetur þótt varla vinni þeir til verðlauna. Stigin skiptust þannig: Njarðvík: Gunnar Þorvarðarson J -''anncsson F. Tcd IGuðsteinn Ingimarsson 26. Bee 16. Jónas 16, Jon V. ^Matthiasson 4, Árni Lárusson 2, Valur tlngimarsson 2 og Brynjar Sigmundsson i2- ' j Stig ÍS: Trent Smock 50, Gísli Gislason 11, Jon llcðmsson 9, lljarni Gunnar Sveinsson 5, Atli Arason 3 og ÓlafurThorarensen 2. Dómarar voru þeir Guðbrandur Sigurðson og Jón Otti Ólafsson. Þeim urðu nokkrum sinnum á mistök en samræmi var í dómum þeirra og þeir voru sjálfum sér samkvæmir. -SSv. 40 tegundir af rúmum sem ekki fást annars staðar. Líttu inn þegar þú mátt vera aö Bíldshöfða 20 - Sv81410 - 81199 Sýningahöllin - Artúnshöfða

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.