Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.11.1979, Blaðsíða 24
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. 25 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Barcelona tapaði stigi — Atletico Madrid jafnaði í 16-16 úrvítakasti 10 sek. fyrir leikslok „Þetta er mesta spenna, sem ég hef kynnzt í handknattleik og hrópin frá áhorfendasvæðunum alveg gífurleg. Þar voru tíu þúsund áhorfendur eða eins þéttskipafl og frekast er hægt. Spánar- meisturum Atletico Madrid tókst að jafna í 16—16 úr vítakasti, þegar tiu sekúndur voru eftir — víta- kasti, sem orkaði tvimælis. Það var slæmt að tapa stigi í þessum leik en það er fyrsta stigið sem Barcelona tapar í fyrstu níu umferðunum,” sagði Viggó Sigurðsson, þegar DB ræddi við hann í morgun. Stórleik Barcelona og Atletico lauk því með jafntefli — og spenna hefur sjaldan verið eins mikil í Iþróttahöllinni miklu í Barcelona. Það var mikið jafnræði framan af. Allar jafnteflistölur í S—5, en síðan komst Barcelona í 8—5. Atletico tókst að jafna í 8—8 fyrir hálfleik. Sama spennan var í s.h. og hámarkið á lokamínútunni, Barcelona marki yfir — en svo kom vítakastið, sem Atletico jafnaði úr. Mikil harka í leiknum. Viggó var tekinn ómjúkum höndum — með varnarmann á sér allan timann — og með marbletti víða. Hann skoraði tvö mörk t leiknum. Mörkin skiptust mjög á leikmenn Barcelona — hornamaðurinn hjá Viggó, Serano, var markhæstur leikmana Barcelona með 3 mörk. Jafn- teflið varð hinum fjölmörgu áhorfendum mikil vonbrigði — það er allt á suðupunkti i Barcelona, þegar Madrid-búar eru annars vegar. Næstum hatur milli ibúa þessara borga. Barcelona er efst í 1. deildinni með 17 stig af 18 mögulegum. Síðan kemur Calpisa með 16 stig og Atletico Madrid í þriðja sæti með 15 stig. Það stefnir þvi í gífurlega keppni milli þessara þriggja liða. Barcealona hefur leikið báða heimaleiki sína gegn hinum tveimur, en þau hafa enn ekki leikið innbyröis. Leikmönnum pesetum hverjum sigur í Barcelona. Atletico var heitið 40 þúsund — 260 þúsund ísl. krónum — fyrir -hsím. Laugdælir halda strikinu — Tveir Víkingssigrar á ÍSíblakinu ígær íslandsmeistarar Laugdæla halda sínu striki í 1. deildinni i blakinu. Á laugardag fengu þeir Stúdenta í heimsókn og sigruðu 3—1 (15—3, 15—9, 9—15 og 15—9). Öruggur sigur. Þróttur átti að leika fyrir norðan á laugardag bæði i karla- og kvennaflokki og leikmenn félagsins komust ekki norður. Ekki flug- veður. Tveir leikir voru í Hagaskóla i gærkvöld. Víkingur sigraöi Stúdenta þá í hörku-spennandi leikjum bæði í 1. deild karla og kvcnna. 3—2 í báðum leikjunum. Karlaleikurinn var mjög tvísýnn — Víkingur sigraði 15—12, 15—10, 11—15, 8—15 og 16—14. í loka- hrinunni komst Vikingur í 11—3 en þá hrökk allt í baklás. ÍS komst í 13—11 en það nægöi Stúdentum ekki. Víkingar náðu sér aftur á strik og sigruðu. Staðan í 1. deild karla er nú þannig. Laugdælir 4 4 0 12—2 8 Þróttur 3 2 1 6—5 4 Víkingur 4 2 2 8—8 4 Stúdentar 413 6—10 2 UMSE 3 0 3 2—9 0 í kvennaleiknum sigraði Vikingur IS 3—2 eða 10—15, 15—12, 9—15, 15—13 og 15—10 en í loka- hrinunni komst ÍS í 8—3 — en fékk aöeins tvö stig eftir það. Einn leikur var í 2. deild karla á Húsavík á föstudag. Völsungursigraði Fram 3—1. ítalir sigruðu Sviss ítalir sigruðu Sviss í landsleik í knattspyrnu í Udine á Ítalíu 2—0 á laugardag. Þeir Francesco Graziani og Marco Tardclli skoruðu mörk Italíu í' fyrri hálfleik — á 25. mín. og 39. min. ítalska liðið sýndi frábæra knattspymu framan af en var lélegt í þeim síðari. Sviss átti þó aldrei möguleika á að jafna. Áhorfendur voru 32 þúsund og voru allt annað en ánægðir með þaö hvernig leikurinn þróaðist. Paraquay-liðið sigraði Maímö Suður-amerísku meistararnir í knattspyrnu, Atletico Olimpia frá Paraquay, virðast stefna í öruggan sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu eftir sigur á Malmö FF 1—0 á laugar- dag. Leikið var í Malmö og hiti við frostmark. Það’ háði Paraquay-mönnum mjög en þeim tókst þó að sigra sænska liðið í heldur slökum leik. Malmö, sem komst í þessa keppni þar sem Nottingham Forest hafði ekki áhuga, var án margra sinna beztu leik-1 manna. Evaristo Isasi skoraði eina mark leiksins á 41. mín. — náði knettinum af Magnus Andersson um miðju vallarins. Lék upp allan völl og á marga; varnarmenn áður en hann spyrnti knettinum íj markið framhjá Jan Möller. Síðari leikur liðanna ij keppninni verður 5. marz i Paraquay. i „Þetta er tviheilagt hjá okkur,” sagöi Magnús Óskarsson, formaður Þróttar á laugardag, þegar Þróttur hélt upp á 30 ára afmæli sitt og jafnframt var nýtt félags- heimili vigt á Þróttarsvæöinu við Sæviðarsund. Glæsilegt stórhýsi — tvær hæðir, fjögur hundruð fermetrar hvor hæð. Myndin að ofan er af félagsheimilinu. Nánar verður sagt frá þvi og afmælishátið Þróttar á morgun. DB-mynd Bjarnieifur. „VK> ÞURFUM AÐ HALDA ÞESSU F0RMI í MÁNUД —sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari Víkings, eftir að lið hans hafði unnið öruggan sigur á Haukum í 1. deild karla, 25-17, í gærkvöld „Ég er ánægður með leik minna jmanna — og nú þurfum við að halda þessu formi i mánuð,” sagði Bogdan j Kowalczyk, þjálfari Vikings, eftir að llið hans sigraði Hauka örugglega i 1. deildinni i handknattleiknum í Laugar- dalshöll í gær. Lokatölur Víkingur 25 — Haukar 17 og sá sigur hefði getað orðið stærri ef Víkingar hefðu keyrt á fullu til loka. Haukar áttu ekkert svar við stórleik Víkingsliðsins — eri greiniiegt að Víkingsþjálfarinn var farinn að huga að Evrópuleikjum Víkings gegn sænska liðinu Heim í byrjun næsta mánaðar. „Varnarleikurinn var góður hjá okkur — ég er ánægður með hann, þrátt fyrir þetta mörg mörk — en það var of mikið um mistök í sókninni,” sagði Viðar Símonarson, þjálfari Hauka, eftir leikinn og bar sig vel þótt lið hans hefði verið yfirspilað af Víkingum. Það var mikið fjör i leiknum oft á tíðum og fyrir brá stórgóðum hand- knattleik á köflum, einkum af hálfu Víkings í síðari hálfleiknum en Haukar áttu einnig sinn góða þátt í því að leikurinn varð skemmtilegur fyrir um 800 áhorfendur. Góð aðsókn það ofan á alla kosningafundina í gær og Víking- ar, sem sáu um framkvæmd leiksins, fengu Jón Ásgeirsson fréttamann til að lífga upp á hlutina. Það tókst vel. Talsverð spenna var í fyrri hálf- leiknum — lítill munur á liðunum. Talsvet kom þó á óvart hvað leikmenn áttu á stundum erfitt með að grípa knöttinn — kannski kuldinn í Höllinni í fyrstu hafi átt einhvern þátt í því. f síðari hálfleiknum náðu Vikingar stór- leik — sinum bezta leik í haust — og það var meira en Haukar réðu við. Um miðjan hálfleikinn var orðinn átta marka munur og stefndi í stórsigur Vikings. Hins vegar var ekki keyrt á fullu til loka — öllum leikmönnum liðsins gefið færi á að leika og Haukar héldu í við Víking lokakafla leiksins. Hraði var oft gríðarmikill í leiknum — fallegar fléttur sáust og það hjá báðum liðum. Víkingsliðið er orðin geysilega sterk liðsheild — og það réð úrslitum i gær. Víkingsliðið byrjaði með miklum krafti og eftir aðeins rúmar þrjár mínútur var staðan orðin 3—0. Haukar gáfust þó ekki upp við þessi ósköp og Andrés Kristjánsson, bezti maður liðsins, skoraði fyrsta mark Hauka á fjórðu mín. Mikill hraði og tiu mörk skoruð fyrstu 10 mínúturnar 6—4 fyrir Víking. Þá varði Ólafur Guðjónsson, markvörður Hauka, víti frá Páli Björg- Víkingur-Haukar 25-17 (11-9) íslandsmótið i handknattleik, 1. deild karia, Vfkingur Haukar 25:17 (11— 9) i Laugardalshöll sunnudaginn 18. nóvember. Beztu leikmenn. Steinar Birgisson, Vikingi, 7, Árni Indriðason, Vikingi, 7, Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi 7, Andrés Kristjánsson, Haukum, 6, Páli Björgvinsson, Vfkingi, 6. Vikingur. Jens Einarsson, Krístján Sigmundsson, Páli Björgvinsson, Árni Indríðason, Steinar Birgisson, Ólafur Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Erlendur Hermannsson, Guðmundur Skúli Stefánsson. Haukar. Gunnar Einarsson, Ólafur Guðjónsson, Þorgeir Haraldsson, Ingi- mar Haraldsson, Guðmundur Haraldsson, Sigurgeir Marteinsson, Stefán Jónsson, Andrés Krístjánsson, Árni Sverrisson, Árni Hermannsson, Hörður Harðarson, Lárus Ingason. Dómarar Árni Tómasson og Jón Fríðsteinsson. Haukar fengu sjö vitaköst — nýttu 4. Krístján varði tvívegis frá Herði, Jens einu sinni. Vikingar fengu 7 vitaköst. Nýttu fimm. Ólafur varði frá Páli — Þorbergur átti vitaskot i stöng. Sex Vikingum var vikið af velli i tvær min. hverjum, Ólafi, Árna, Páli, Steinarí, Þorbergi og Skúla. Tveimur Haukum, Stefáni og Herði. Áhorfendur 800. vinssyni — Haukar brunuðu upp og Sigurgeir Marteinsson skoraði. Víkingar misstu mann út af en tókst samt að auka muninn í 7—5. En Hátikar.jöfnuðu í 7—7 á 23. mín. og rétt á eftir höfðu þeir tækifæri til að komast yfir. Fengu vítakast en Jens Einarsson varði frá Herði Hárðarsyni. Ólafur Jónsson kom Viking yfir en þó Haukar misstu mann út af tókst þeim íþróttir Tf— PSHl 1 hallur SÍMONARSON ^ að jafna í 8—8. Það var í síðasta skipti, sem jafnt var hjá liðunum. Vikingur skoraði næstu tvö mörk — staðan í hálfleik 11—9. Víkingur skoraði tvö fyrstu mörkin í s.h. strax í byrjun, 14—10 — en misstu svo tvo menn út af með stuttu millibili og Þorbergur Aðalsteinsson átti skot úr vítakasti i stöng Hauka-marksins. Ekki tókst Haukum að minnka muninn nema um tvö mörk á þessum kafia — og síðan voru bæði lið með fullan mannskap. Víkingar léku frábærleg vel í sókn og vörn næstu minúturnar og gerðu alveg út um leikinn. Skoruðu 7 mörk gegn einu á sex. mín. leikkafla um miðjan hálfleikinn. Staðan 21—35 eftir 15. mín. og Víkings-sigur í höfn. Lokakaflann skoraði hvort lið fjögur mörk — og þá gerði Kristján Sig- mundsson sér lítið fyrir og varði tvö vítaköst frá Herði. Haukar lögðu mikla áherzlu á að klippa hornamenn Víkings frá og það varð til þess, að Víkingar fengu aukið rúm á miðjunni. Það nýttu þeir vel Steinar Birgisson og Þorbergur Aðal- steinsson og skoruðu grimmt. Einnig losnaði um Árna Indriðason á línunni — og hann fékk góðar línusendingar frá Páli. Ekki bar mikið á Páli í marka- skoruninni að þessu sinni — það er einkennandi, þegar vel gengur hjá Víking. Hann lætur aðra um skotin. Markvarzlan var nú góð hjá Víking og sama er að segja um markvörzlu Ólafs Guðjónssonar hjá Haukum. Varnar-1 leikur beggja liða var nokkuð góður. Hjá Haukum bar langmest á Andrési — stórskemmtilegur leikmaður en nokkrir kunnir leikmenn Iiðsins léku ekki með eins og Þórir Gíslason og Júlíus Pálsson. Hauka-liðið hefur ekki byrjað eins vel í mótinu og reiknað hafði verið með. Það þarf þó ekki að kyíða — hefur miklu mannvali á að skipa. Mörk Víkings Steinar 7, Arni 6/4, Þorbergur 4/1, Páll 3, Ólafur 2, Erlendur, Sigurður og Guðmundur Guðmundsson eitt hver. Mörk Hauka. Hörður 6/4, Andrés 2, Árni Sverrisson 2, Sigurgeir 2, Stefán 2, Þorgeir, Árni Hermannsson og Ingimar eitt hver. Sigurkarfa Njarðvíkinga dæmd gild eftir tuttugu mínútur — UMFNsigraf........................................... Körfuknattleikur, Úrvatedeild, UMFN—Valur, 88-87 (41-48) „Ég hugsaði um það eitt að losa mig sem fyrst við knöttinn og senda hann í körfuna, áður en tíminn rynni út. Þarna var um sekúnduspursmál að ræða. Tækist mér að skora taldi ég mig vera að jafna metin og tryggja fram lengingu, en í ákafanum hafði mig mis- minnt. Þegar knötturinn fór rétta boðleið í gegnum körfuhringinn, stigu félagar minir stríðsdans og áhorfendur lustu flestir upp fagnaðarópi, þegar tölurnar 88—87, birtust á Ijósa- töflunni,” sagði Gunnar Þorvarðar- son, UMFN, sem skoraði einhverja sögulegustu körfu sem um getur íslenzkum körfuknattleik í viðureign UMFN og Vals í Njarðvík á laugar daginn, „en skyndilega sló þögn á hópinn. Annar dómarinn, Sigurður Valur, dæmdi körfuna ógilda, en hinn Þráinn Skúlason, var á öndverðum meiði. Hann taldi að ég hefði verið búinn að losa mig við knöttinn, áður en tíminn rann út og það er rétt. Tíma merkið gall við um leið og knötturinn small í spjaldinu og í körfuna,” sagði Gunnar ennfremur. En hvort var úrskurður Sigurðar Vals, aðaldómara, eða Þráins Skúla- sonar, þyngri á metunum? Um það körpuðu bæði Njarðvikingar og Valsmenn, en áhorfendur, fullt hús að vanda, biðu í óþreyju eftir niður- stöðunum og mændu ýmist að starfs- mannaborðinu, þar sem dómarar báru saman bækur sínar eða á ljósatöfluna, sem aftur sýndi 86—87 fyrir Val. Eftir nokkurt þref yfirgáfu dómarar salinn og lokuðu sig inni í kjallaraherbergi, á- samt tímavörðum og ritara. Stemmningin á áhorfendapöllunum var svipuð og þegar verið er að telja utan- kjörstaðaatkvæði, sem ráðið geta úrslitum um hver vinnur tvísýna kosningu. Eftir rúmar 20 minútur opnuðust dyrnar og Sigurður Valur birtist í gættinni með hlutleysissvip og mælti; „Karfan var gild.” Njarðvikingar föðmuðu hver annan, en Valsmenn voru þungbúnir á svip. Torfi Magnússon fyrirliði ætlaði í fyrstu að neita að undirrita leik- skýrsluna, en þegar honum var bent á að þar með missti hann kæruréttinn, undirritaði hann með fyrirvara og ætlaði svo sannarlega að kæra. „Ég vildi ekki taka á mig þá á- byrgð,” sagði Sigurður Valur aðal- dómari „að úrskurða körfuna ógilda og neytti því heimildar i reglunum að veðja til starfsmenn leiksins, sem voru samdóma um að karfan væri löglega skoruð, þótt mér sýndist annað.” Þráinn Skúlason dómari sagðist hafa verið í mjög góðri aðstöðu til að fylgjast með umdeildu atviki og því strax viss um að Gunnar skoraði lög- lega körfu. Sigurkarfa UMFN kom á elleftu stundu og var sannarlega heppniskarfa og segja má að lánið hafi að þessu sinni leikið við UMFN, eins og óheppnin elti þá í fyrsta leiknum í haust gegn ÍR, þegar þeir töpuðu leiknum á seinustu sekúndum. En kannski var það fijót- Jón Ásgeirsson, fréttamaðurinn vinsæli, hann við hljóðnemann f Laugardalshöll. áhorfendum — og gat helztu atvika, sem hátt að venju. er kominn heim frá Kanada og I gær var Kynnti leikmenn Vikings og Hauka fyrir skeðu i leiknum. Það gerði Jón á röggsaman DB-mynd Bjarnleifur. Þungbúnir Valsmenn kríngum annan dómarann eftir ieikinn. færni Valsmanna í æsispennandi loka- kafla sem færði heimamönnunt sigurinn. Gestirnir höfðu Ieitt svo til allan leikinn, að nokkrum mínútum Sá rúmenski vill til USA Rúmenski knattspyrnumaðurinn Alexander Satmareanu, bezti varnar- maður Rúmeniu síðustu árin, sem bað um pólitískt hæli í Vestur-Þýzkalandi eftir Evrópuleik Eintrackt Frankfurt og Dinamo Bukarest, sagði í Giessen í gær að hann gerði sér vonir um að leika sem atvinnumaður í Bandarikjunum á næsta leiktímabili. Satmareanu æfir nú með TSV Giessen-Kleinlinden í V-Þýzkalandi. Hann er 28 ára gamall og lék 30 lands- leiki fyrír Rúmeníu. Ósk hans um að fá að dvelja í Vestur-Þýzkalandi sem pólitiskur flóttamaður hefur enn ekki verið opinberlega tekin til greina. undanskildum, þegar UMFN, náði 4 stiga forustu, 16—12, sem Valsmenn sneru sér fljótlega í hag, og höfðu yfir í hálfleik 46—41. Strax í upphafi seinni hálfleiks juku Valsmenn muninn í I3 stig, 60—47, Njarðvikingum tókst með seiglunni að jafna metin, 78—78, þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka, en þá var Dwyer farinn af velli með sínar fimm villur (sumir sögðu sex). Valsmenn léku það samt ekki á sig fá og tóku fjörkipp og skoruðu fjórar körfur en UMFN gat svarað með tveimur, 86—82. Úrslitin virtust svo ráðin þegar Ted Bee, þjálfari UMFN, fór sömu leið og „kollegi” hans í Val, út af með fimm villur. En hvað skeði? í staðinn fyrir að velja vítaskot, lætur Dwyer Torfa Magnússon, sem hafði yfir 90% víta- hittni í leiknum, heldur taka innkast. Sóknarlotan bregzt og UMFN skorar, 86—87. Vonarneisti kviknaði hjá heimamönnum og Guðsteinn og Gunnar „pressa” Valsmenn út fyrir hliðarlinu. UMFN fær knöttinn, þegar Þórs stelpurnar komust ekki Tveimur Ieikjum í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik kvenna var frestað um helgina. Þór frá Akureyri átti að leika gegn KR á laugardaginn var. Ófært var frá Akureyri og Þórsstelpurnar komust þess vegna ekki. Einnig áttu stelpurnar frá Akureyri að leika í Grindavík í gær en fresta varð þeim leik líka vegna flug- erfiðleika frá Akureyri. -HJ. DB-mynd emm. um 20sek„ eru eftir. Brynjar Sigmunds „dripplar” knettinum óhæfilega lengi, að áhorfendum finnst, en sendir síðan á Jónas Jóhannesson, sem reynir körfuskot sem misheppnast en Gunnar Þorvarðarson náði frákastinu með þeim eftirköstum sem í upphafi er lýst. Njarðvíkingar geta þakkað þeim Gunnari Þorvarðarsyni, sem átti af- burðaleik í vörn og sókn, Guðsteini • Ingimarssyni fyrir góða vörn og spil, og Ted Bee þjálfara, sem stjórnaði liðinu vel, sigurinn. Ekki má heldur gleyma Jónasi Jóhannessyni, sem var sá eini sem stóð Valsmönnum framar í frá- köstunum. Kristján Ágústsson og Torfi Magnús- son voru beztu menn Vals-liðsins. Skoruðu oft snilldarlega ásamt Dwyer Mikil spenna Sjaldan eða aldrej hefur verið meiri spenna í 1. deildinni í knattspyrnunni í Júgóslavíu en nú í hausl. Eftir 16 umferðir voru fjögur lið efst og jöfn með 21 stig — Radnicki, Rauða stjarnan, Belgrad, Sarajevo og Hadjuk Split. Radnicki hefur langmesta marka- muninn. Hefur skorað 25 mörk en aðeins fengið á sig níu. í 5.-6. sæti eru Velez og Napredak með 19 stig. í 16. umferðinni i gær sigraði Hadjuk Split Sarejevo 1—0 — Rauða stjarnan sigraði Partizan 2—0, Radnicki sigraði Napredak 2—0. þjálfara. Jóhannes Magnússon og Rikharður Hrafnkelsson stóðu þeint lítt að baki. Annars var Valsvörnin mjög sterk, en í sóknaraðgerðum voru þeir slappari, það gerði gæfumuninn. Stigin. UMFN: Ted Bee 33, Gunnar Þorvarðarson 22, Guðsteinn Ingimars- son 18, Brynjar Sigmundsson 6, Jón Viðar 5, Jónas Jóhannesson 2 og Valui Ingimarsson 2. Valur: Kristján Ágústson 30, Torfi Magnússon 21, Dwyer 12, Jóhannes •Magnússon 10, Rikharður Hrafnkels- son 8 og Sigurður Hjörleifsson 6. Dómararnir, þeir Sigurður Valur og Þráinn sluppu vel frá erfiðum leik. -emm. Rúmenía vann Kýpur Rúmenía sigraði Kýpur 2—0 í Búkarest í gær í 3. riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Leikurinn hafði engin áhrif um úrslit i riðlunum — hvorugt landið á þar nokkra möguleika lengur. Þeir Multescu og Raducanu skoruðu mörk Rúmeniu. Áhorfendur voru 10 þúsund. Staðan í riðlinum er nú þannig: Júgóslavía 6 4 0 2 14—6 8 Spánn 5 3 11 10—4 7 Rúmenía 6 2 2 2 9—8 6 Kýpur 5 0 14 1 — 16 1 Spánn á eftir að leika á Kýpur og verður að sigra í þeim leik til að komast í úrslitakeppnina á ítaliu næsta sumar. Guðjón Þorsteinsson. DB-mynd. emm. Meiðslin kostuðu þriðja hluta af hnéskelinni og 8300 dollara „Ég get valið um þrjá skóla í USA,” sagði Guðjón Þorsteinsson, unglingalandsliðsmaður og íslands- meistari með 2. flokki UMFN í körfuknattleik, en er nú genginn i KR. Guðjón kom heim frá Bandaríkjunum, í fyrradag þar sem hann stundaði nám i félags- og sálarfræði við menntaskóla í Chicago, ásamt því að hann æfði og lék með liði skólans, Main South. „Hvort ég held vestur aftur get ég ekki sagt á þessu stigi málsins, því ég meiddist á hné í æfingaleik sem kostaði mig einn þriðja af hnéskelinni og 8300 dollara í — Guðjón Þorsteinsson kominn heim f rá USA og genginn í KR læknishjálp og endurhæfingu,” sagði Guðjón og sýndi okkur stórt ör á vinstra hné. Hann er samt óðum að ná sér og vonast til að geta hafið æfingar innan tíðar með KR. Tilboðin, sem Guðjón fékk hljóða upp á frí skólagjöld og uppihald. en í skólaliðin komast ekki aðrir en þeir sem hafa yfir meðal- einkunnir. Guðjón æfði fjóra klukkutíma á dag fyrir vestan. Fyrsta mánuðinn voru hlaupnir 10 km á dag. Síðan var áherzla lögð á 100 og 200 metra spretti, næsta mánuðinn. Þá var tekið til við leikkerfi og skotæfingar ásamt sál- fræðilegum atriðum.sem mikið er lagt upp úr. Miklar kröfur eru gerðar til leik- manna, bæði utan sem innan æfinga og keppni. Leikmenn mega ekki vera i öðrum peysum en skólans þegar það á við. „Við fáum 100 blaðsíðna bók um hvernig við eigum að haga okkur og verðum að geta svarað út úr því sem þar stendur, þegar við erum spurðir, en segja má að allt kapp sé lagt á að leika sem beztan körfuknattleik.” Viðurgerningur hlýtur að hafa verið allur mjög góður þar vestra, því Guðjón hefur hækkað um fimm sentimetra, er nú 2 m og því urðinn nokkru hærri en stóri bróðirinnGeir, sem nú verður því að lita upp til „litla” bróður. Vonandi fær Guðjón að njóta „viðaukans” sem fyrst í körfuknatt- leiknum, en það er allt undir því komið hvernig batinn í hnénu gengur á næstu dögum og vikum. -emm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.