Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						Steingrímur næsti f orsætisráðherra:
MIKIL OVISSA UM
STJÓRNARMYNDUN
—engin augljós stjórn í augsýn
Stjórnarmyndun nú að loknum
kosningum gæti orðið erfið. Minni-
hlutastjórn Alþýðuflokksins situr þar
til önnur stjórn hefur verið mynduð.
Til þess þarf hún enn um sinn að
njóta stuðnings Sjálfstæðisflokksins.
Gegn vilja Sjálfstæðisflokks og án
stuðnings hans getur stjórnin ekki
setiö, nema hún fengi í stað hans
stuðning bæöi Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks.
Nýkjörið Alþingi kemur væntan-
lega saman til fundar innan tíðar og
að ölluin líkindum ekki síðar en hinn
10. desemoer.
Það er fræðilegur möguleiki á því,
að stjórn Alþýðuflokksins sitji áfram
um sinn með stuðningi Sjálfstæðis-
flokksins. Án frekari stuðnings
kemur hún þó ekki fram málum á
Alþingi vegna veikrar stöðu í deildum
og naums meiríhluta þingmanna.
Steingrimur Hermannsson, for-
maður   Framsóknarflokksins   og
sigurvegari kosninganna, lýsti yfir
þeirri skoöun fyrir kosningarnar að
vinstri stjórn bæri að mynda ef þing-
styrkur yrði til þess. Slík stjórn hefur
tryggan meirihluta á þingi, eins og úr-
slit kosninganna liggja fyrir.
Annar möguleiki er myndun
stjórnar Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks. f hvorri stjórnarmynd-
un sem ofan á yrði er Steingrimur
Hermannsson næstum því sjálfkjör-
inn forsætisráðherra.
Stjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks,     viðreisnarstjórn,
kemur til tals. Talið er að forystu-
menn þessara flokka gætu vel hugsað
sér slíka stjórn. Hún stæðist ekki
nema með stuðningi Eggerts Hauk-
dal og þá naumlega.
Vel má velta upp fleiri mögu-
leikum. Hitt er' alveg ljóst að
stjórnarmyndun gæti orðið tafsöm,
hvernig sem hún yrði saman sett.
-BS.
3177 auð og
ógild atkvæði
Nokkru meira var um það í
kosnihgum nú að kjósendur skiluðu
auðum kjörseðlum, en þó ekki svo að
bylting gæti kallazt. Tala auðra og
ógildra atkvæða var sem hér segir. I
svigura tölur frá i fyrra:
Reykjavik            1262 (753)
Reykjanes            693 (345)
Vesturland            252 (168)
Vestfirðir             112(107)
Norðurl. v.            156 (105)
Norðurl.e.            286 (284)
Austurland            149 (235)
Súðurland            267 (247)
Samtals eru auð og ógild atkvæði
nú 3177 en voru i fyrra 2244.  - A.St.
3 konur landskjörnar:
Hluturkvennaá
þingiennlakari
enáður
:.< Meðal kjördæmakjörinria þing-
manna er að þessu sinni ekki að finna
eína einustu konu. Á siðasta þingi
sátu þrjár konur, allar kjördæraa-
kjörnar. Nú náðu þrjár konur lands-
kjöri inn á þing: Salóme Þorkels-
dóttir frá Sjálfstæðisflokki, Ouörún
Helgadóttir frá Alþýðubandalagi og
"Jóhanna Sigurðardóttir frá Alþýðu-
flokki:
Salóme og Guðrún eru nýliðar á
þingi, en Jóhanna var fyrst kjörin
1978. Ragnhildur Helgadóttir frá
Sjálfstæðisflokki var næst því að
vinna þingsæti af þeim fáu konum
öðrum sem skipuðu efstu sæti lista
flokkanna.
Nú sem áður eru allar þingkon-
urnarí Reykjavikurkjördæmi. Karlar
einoka öll önnur kjördæmi.
Hlutur kvenna á þingi er því enn
lakari en áður, og var hann þó lakur
fyrir. Sigurvegari kosninganna,
Framsóknarflokkurinn, teflir ekki
fram konu á þingi. Þar er karlveldið i
hávegumhaft.           -ARH.
Ekki dugirað gráta útkomuna
Það þýðir ekkert að vera að súta útkomuna. Fyrst menn eru komnir i Þórskaffiþýðir ekkert annað
en að skemmta sér. Myndin var tekin á kosningaskemmtun Alþýðuflokksins í nðtt og var léttyfir
mönnum, þráttfyrirfylgistap ogfœrriþingmenn Alþýðuflokks. 1 viðtali við Jón Baldvin Hannibals-
son, 4. mann ú listaflokksins I Reykjavik, kemurfram að hann ielurfylgi Alþýðuflokksins nú hafa
jafhaztogfylgihansnúséfastafylgi.
-JH/DB-mynd: Ragnar Th.
Voðaverk í Reykjavík:
Varð móöur sinni að
bana með kertastjaka
Ungur maður, 25 ára, varð í gær 66
ára gamalli móður sinni að bana.
Þykir víst að hann hafi barið hana í
höfuöið með kertastjaka, en með
stjakann var ungi maðurinn er að var
komið.
Atburðurinn varð skömmu eftir kl.
16.30 í fjölbýlishúsinu Æsufelli 4 t
efra Breiðholti, en þar hefur ungi
maðurinn búið hjá móður sinni.
Hin látna kom kápuklædd í húsið
rétt áður en atburðinn átti sér stað.
Mætti hún nágrannakonu á stiga-
ganginum og varð sú kona vitni að
því að ungi maðurinn opnaði íbúðar-
dyr þeirra mæðgina er konan kom að
dyrum sinum, tók í hönd hennar og
kippti henni inn í íbúðarforstofuna. í
sömu andrá og hurðin féll að stöfum
heyrðust óp. Kallaði vitnið þegar á
hjálp lögreglu og litlu síðar fór
maður úr húsinu og annar nágranni
inn í ibúöina. Lá þá konan þar á gólfi
með mikla áverka á höfði og reyndist
látin er lögreglu bar að. Maðurinn sat
á stól í forstofunni með stjakann í
hendinni.
Ungi maðurinn hefur átt við
geðrænan sjúkdóm aö striða. Hann
hefur enn ekki verið yfirheyrður.
A.St.
fsfálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 4. DES. 1979.
GuðmundurG.
Þörarínsson:
„Reyna á
nýja
vinstrí
stjórn"
„Framsóknarmenn eru ákaflega
ánægðir með útkomuna í kosningun-
um," sagði Guðmundur G. Þórarins-
son, 12. þingmaður Reykvíkinga, í
nótt. „Við fundum það að byrinn var
með okkur og það var létt að vinna.
Margt fólk auðveldaði störfin.
Ég vona að við berum gæfu til þess
að nýta þennan sigur til gagns fyrir
land og þjóð. Við sögðum það alltaf
fyrir kosningar að erfitt yrði að mynda
stjórn eftir kosningarnar, en það er mín
skoðun að hinir sömu þrír flokkar, sem
mynduðu síðustu stjórn, eigi að reyna
aftur."
-JH.
___ *
Kosningaspá
DBréttari
en Vísis
Kosningaspá DB reyndist í meira
samræmi við niðurstöður kosninganna
heldur en spá Vísis. Frávik í DB spánni
var að meðaltali 3% en hjá Vísi 4%.
DB spáöi Alþýðuflokki 14,4%
atkvæða en Visir 15%. Framsóknar-
flokki spáði DB 22,3% en Vísir 20%.
Frávik beggja spánna varð mest hvað
varðaði Sjálfstæðisflokkinn. DB spáði
honum 41,9% en Visir 44%. Alþýðu-
bandalaginu spáði DB 19% en Visir
17%.
Spá DB um gengi lista þeirra Eggerts
Haukdal og Jóns Sólnes reyndist rétt. 1
Vísi var þeirri spurningu látið ósvarað.
-ÓG.
Svaibarðsströnd:
Ungur mað-
ur varð úti
Jón Þór Egilsson, 22ára gamall, varð
úti á Svalbarðsströnd um helgina. Jón
var til heimilis að Syðri-Varðgjá. Jón
fór að heiman á bil sinum á laugardags-
morgun. Þegar hann kom ekki fram
var farið að grennslast eftir honum.
BUI Jóns fannst um hádegi á sunnudag
mannlaus og læstur á þjóðveginum hjá
Geldingsárbrú og lik Jóns skamman
spöl frá.
Slæmt veður var á þessum slóðum
um helgina. Félagar i Hjálparsveit
skáta og Flugbjörgunarsveitinni á
Akureyri tóku þátt i leitinni og einnig
menn af Svalbarösströnd og úr önguls-
staðahreppi.
-JH.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28