Dagblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 1
 A 6. ÁRG. — I.AUGARDAGHR 12. JANÚAR 1980 — 10. TBI.. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022. Breiðþota Rugleiða leigð AirFlorida til tveggja ára - vélin leigð án áhafna og flugið milli Bandaríkjanna og Luxemborgar tekið til endurskoðunar Stjórn Flugleiða samþykkti á fundi sínum í gær heimild til þess að leigja DC-10 þotu félagsins til tveggja ára. Samningar standa yfir við flug- félagið Air Florida í Fiorida í Banda- ríkjunum. Vclin er leigð án áhafna en hér er ekki um kaupleigusamning að ræða þannig að vélin kemur til Flugleiða aftur að þessum tveimur árum liðnum. DC—10 breiðþotan hefur verið í beinu flugi milli Bandaríkjanna og Luxemborgar og sagði Sveinn Sæmundsson blaðfulltrúi Flugleiða í gær að það fiug yrði að sjálfsögðu skoðað í Ijósi nýrra staðreynda. „Eins og ástandið er nú þykir þessi ráðstöfun skynsamleg,” sagði Sveinn. Ef af leigu vélarinnar verður, þá verður vélin leigð frá og með 1. marznk. Air Florida er með minni félögum í Bandaríkjunum. Það hefur haldið uppi flugi í Florida og grennd og notað til þess Elektra skrúfuþotur. Félagið hefur nýlega tekið í notkun DC—9 þotur og með tilkomu DC-10 vélarinnar á að víkka út leiðakerfi félagsins. Níu áhafnir Flugleiðaflugmanna hafa flogið DC-10 vélinni eða alls 27 flugliðar. Sveinn Sæmundsson sagði i gær að ekki væri búzt við frekari uppsögnum flugliða félagsins vegna leígu breiðþotunnar. Til þess að anna flugi Flugleiða yfir N-Atlantshaf eru tvær vélar af gerðinni DC—8. Boeingvél félagsins er nú í skoðun og verður fram í febrúar og á meðan er DC—8 vél notuð í Norðurlanda- og Bretlands- flug félagsins. -JH. Tveir hæstaréttar- lögmenn kærðir fyrir meint misferii: Kæran kom lögmönnunum mjög á óvart „Ég tel mig hafa afhent hluthöfum greiðslur fyrir sín hlutabréf i Brautar- holti 6 hf. og gjaldkera félagsins full- komið uppgjör á sinum tínia, enda virðist mér hér um að ræða innbyrðis togstreitu hluthafa um hvernig skuh gera upp vinnuframlag hluthafa fyrir mörgum árum þegar Rúgbrauðsgerðin var byggð. Því undrast ég að ég skuli vera kærður fyrir afskipti min af mál- inu,” sa^ði Páll S. Pálsson hæsta- réttarlögmaður í viðtali við DB í gær. Svo sem DB skýrði frá í gær sam- þykkti fundur fyrrverandi hluthafa i Rúgbrauðsgerðinni að kæra Pál og Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmann fyrir að hafa ekki gert hluthöfum fulln- aðaruppgjör vegna sölu Rúgbrauðs- gerðarinnar fyrir 4 árum. Benedikt var stjórnarmaður og gjaldkeri i hlutafélaginu og sá sem Páll afhenti gögnin. Er DB náði sambandi við hann síðdegis i gær, í miðju af- mælisboði hans, baðst hann undan að ræða málið við þær aðstæður og auk þess hefði hann rétt í því verið að frétta af kærunni, hún kæmi sér á óvart. -GS Vík í Mýrdal: Lögreglurannsókn á bókhaldinu Ríkissaksóknari hefur fengið til meðferðar rannsókn á bókhaldi Hvammshrepps (Vík í Mýrdal) fram til þess tíma er fv. oddviti, sr. Ingimar Ingimarsson, lét af störfum. Rannsóknarlögregla rikisins mun annast rannsókn málsins. Bókhald hreppsins er skoðað aftur til ársins 1975 og er endurskoðun langt komin fram á árið 1978. Hreppsnefnd Hvammshrepps óskaði eftir opinberri rannsókn og voru sýslumanni send gögn málsins sem síðan fól ríkis- saksóknara málið. Sr. Ingimar er sóknarprestur í Vík. Að sögn sr. Valgeirs Helgasonar prófasts á Ásum hefur sr. lngimar nú fengið ársleyfi frá störfum og er á för- um til útlanda. Sr. Valdimar sagði að málið hefði ekki komið til sinna kasta sem prófasts og sagðist hann vona að það gerðist ekki. Engin kæra hefði bor- izt til hans vegna málsins. Nágrannaprestar sr. Ingimars gegna Víkursókn og sagði sr. Valdimar að svo yrði að öllum líkindum næsta árið meðan sr. Ingimar er i leyfi. -JH. - , É Hringrás veöurfarsins hefur sinn gang. Það snjóar, frýs, rignir og var á sinni eilifu ferð um Bankastrætið i gœr, eins og þessi herra■ snjóar aftur. Stundum frýs og rignir inn á milli líka. Þessi hringrás maður. DB-mynd Ragnar Th. Margs konar erfiðleikar blasa við Sölustofnun lagmetis: FRAMKVÆMDASTJÓRINN SEGIR UPP - STJÓRN- iDFABU æ m m i ■ ruri ARFORMAÐURILEYFI — sölufyrirtækinu í New York lokað — sjá bls. 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.