Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 19
/V Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. MILLISTRtÐSÁRIN Á EFHRSIRÍDSÁRUNUM Svo mikið er víst að farið hefur .meira fyrir öðrum listamönnum hér- lendum en Einari G. Baldvinssyni. Mig minnir að ein tiu ár séu liðin frá því að hann hélt einkasýningu síðast og nú þegar hann stendur fyrir mikilli yfirlitssýningu á verkum sínum að Kjarvalsstöðum er eins og hann fyrir- verði sig hálft í hvoru fyrir umstangið því allt fyrirtækið einkennist af hóg- værð og lítillæti: sýningarskrá, aug- lýsingaspjöld og fréttatilkynningar. Nú hefur Einar ekki minna fram að færa en margir hávaðasamari starfsbræður hans sem sést m.a. á því að næstum hvert einasta málverk á sýningu hans er löngu selt. Eftir eru olíupastelmyndirnar einar. Forkólfar og spor- göngumenn Þegar rætt er um ákveðnar stefnur eða timabil í listum er gjarnan vísað til þeirra listamanna sem bera greini- legust einkenni þeirra eða komast næst þeim hugmyndum sem fræði- menn gera sér um gang mála. En þeir listamenn eru sjaldnast þeir sömu og ryðja veginn heldur eftirkomendurnir sem vinna úr þeim hugsmíðum sem forystusauðirnir láta frá sér. Til dæmis gagnar það litt að Ieita hreins kúbisma I verkum þeirra Picasso og Braque, sem þó eiga að heita upp- hafsmenn stefnunnar, heldur fremur í verkum sporgöngumanna eins og Gris, Le Fauconnier, Metzinger, Gleizes o.fl., sem unnu úr forsendum þeirra fyrrnefndu og fínpússuðu frumdrögin. Þegar við Iítum til kreppuáranna og þeirrar myndlistar sem þau gátu af sér koma upp i hugann nöfn eins og Jón Engilberts, Snorri Arinbjarnar, Þorvaldur Skúlason og fleiri sem tóku til við að mála íslenskan veru- leika í þá tíð. EinarG. Baldvinsson — Frá Djúpavogi, 1976. F.inarG. Baldvinsson — Frá Slykkishólmi, 1978. Grindavík, Njarðvik, Norðftrði, Pat- reksfirði og Hellissandi, svo nokkur pláss séu nefnd, leitar hann uppi gamlar minningar um lágreistar húsa- þyrpingar þar sem hrörlegur hestvagn stendur upp við vegg og einstaka maður stigur báruna eftir gljúpri göt- unni, kannski klæddur sjóstakk eða úlsterfrakka. Líking fyrir dyggðir Það væri eflaust auðvelt að af- greiða myndlist Einars sem botnlausa rómantík, lofgjörð um horfna tíð sem var kannski allt annað en lofs- verð — ef maður hefði ekki grun um að annað og meira lægi á bak við þessar sterkbyggðu myndir. Er þessi gamli tími sem Einar virðist fjalla um ekki líking fyrir dyggðir eins og þrautseigju, nægjusemi og vinnusemi sem listamaðurinn vill ítreka og leggja traust sitt á, á síðustu og verstu tímum? Séð i því Ijósi gegna málverk Einars G. Baldvinssonar svipuðu hlutverki og skáldsögur Indriða G. Þorsteinssonar sem fjalla um nútið i gervi fortíðar. Svo mætti að sjálf- sögðu velta þvi fyrir sér hvort nær- tækari líkingar mundu ekki rata beinni Ieið að vitund lesanda/skoð- anda. En sem málverk þurfa myndir Einars engra útskýringa eða réttlæt- inga við, slík er innbyggð tilfinning hans fyrir kröftugri uppbyggingu. Hver mynd hans er reist eins og vold- ugur veggur forma sem mynda takt- fasta hrynjandi þvert yfir flötinn. Einlægni Sérstaklega slær Einar sér upp með kubbslegum húsum tvist og bast á striganum. Hann er einnig gæddur töluverðu Iitaskyni sem kemur kann- ski best fram i mynd eins og Frá Stokkseyri, 1970, þar sem skærrautt grindverk í vinstra horni breytir allt í einu skynjun skoðandans. Það má finna að myndlist Einars, mikil ósköp. Stórar mannamyndir hans, t.a.m. af dauða Grettis, hrífa mig ekki sökum stirðlegra hreyfinga og einum of oft endurtekur Einar sama tilbrigðið um ákveðið stef, t.d. i hafnarmyndunum, án þess að bæta nokkru við fyrri útsetningar. Ekki hefur verið valið eins vel úr olíu- pastelmyndunum og málverkunum og detta þær um sjálfar sig margar hverjar. Að öðru leyti sverja þær sig í ætt við Kaupmannahafnarskólann svonefnda, Jóhannes Geir, Sigurð Sigurðsson, Hrólf Sigurðsson, en þar I borg var Einar við nám á timabili. Upphenging sýningarinnar er heldur ekki aðlaðandi. En það er í allri um- fjöllun Einars heiðarleiki og einlægni sem er mikils virði. - Al Síðbúinn merkisberi Við sjáum höfnina og hafnar- verkamenn, fiskvinnslu, báta á sjó, í höfn eða á malarkambinum i ein- hverju þorpinu og svo lífsbaráttu manna og dýra upp til sveita. En ef við ættum að nefna listamenn sem kalla mætti merkisbera þessarar kreppumyndlistar þá hygg ég að margir mundu benda á Einar G. Baldvinsson. Þar skýtur þó skökku við því Einar byrjar feril sinn ekki fyrr en um 1950, nokkru eftir að þjóðfélagsmynd kreppuáranna er úr sögunni, sem betur fer, og velrneg- unarþjóðfélagið gengið í garð með öllum sínum annmörkum. Og á því herrans ári 1975 er Einar enn að iriála uppskipun þar sem gamli kolákran- inn og forneskjulegir Ford-vörubílar leika stærstu hlutverkin. í bæjar- myndum sínum, úr Reykjavík, Leiklistarþing 1980 er nýafstaðið MIKILL NIDURSKURDUR HINS OPIN- BERA A FRAMLOGUM TIL LHKUSTAR Alþýðuleikhúsið er í fjársvelti og húsnæðishraki AlUr starfandl lclkllstarmenn á landinu eiga rétt til að sitja leiklistarþingin. Hér sjáum við nokkra þeirra. i rá vinstri eru Gunnar BenedikUson rithöfundur, SigurAur Sigurjönsson leikari hja ÞjóAlcikhúsinu, Randver Þorlúksson hjá ÞjöAleikhúsinu, Baldvin Halldörsson leikari sömu stofnunar og Hallveig Thorlacius frá LeikbrúAu- landi. I baksýnmá meAal annars greina Jön Júlfusson.framkvsmdastjóra AlþýAuíeikhússins. DB-mynd: HArAur Vilhjálmsson. „Aðalmálið á Leiklistarþingi 1980 var sá mikli niðurskurður sem hefur orðið á framlögum hins opinbera til leiklistar í landinu. Á fjárlögum eru framlög til frjálsrar listsköpunar nú 0,46 prósent. Það þýðir að um mikla lækkun er að ræða, — lækkun sem ekki skiptir þjóðfélagið miklu máli en kemur sér ákaflega illa fyrir okkur,” sagði Þórunn Sigurðardóttir leikari í samtali við DB. Þórunn er ein þriggja leikara sem kosin var á þinginu til að fylgja eftir ályktunum og kröfum þess og sömu- leiðis leiklistarþings 1977. Hin eru Sigmundur Örn Arngrímsson og Sigrún Valbergsdóttir. — En meira um leiklistina og peningamálin. ,,Ef við lítum til Noregs og Sví- þjóðar,” hélt Þórunn áfram, ,,þá renna þrjú prósent af heildarupphæð norsku fjárlaganna til frjálsrar list- sköpunar. Sviar eru enn rausnarlegri, því að þar er prósentutalan fimm. Okkur þykir að vonum að starf okkar sé lítils metið þegar á það er litið að aðsókn að leikhúsunum okk- ar er margfalt meiri en í Noregi og Svíþjóð. Við eigum reyndar heims- met í leikhúsaðsókn, ef við miðum við höfðatöluna vinsælu.” Þórunn brosir lítillega. Hún er gamall blaða- maður og þeim þykir höfðatalan heldur leiðinleg tala. Lágt verð á aðgöngumiðum ,,Ef við berum okkur áfram sam- am við nágrannalöndin, þá er verð aðgöngumiða að leikhúsunum hér lægra en víðast hvar annars staðar. Það er því ekkert sérhagsmunamál okkar leiklistarfólksins að styrkir hins opinbera hækki. Það myndi gera okkur kleift að halda miðaverðinu áfram niðri. Leiklistarþingið var haldið í Þjóð- leikhúskjallaranum á sunnudag og mánudag. Þetta var annað þingið sinnar tegundar. Hið fyrra var haldið árið 1977. Meðal þeirra24ra ályktana sem þingið nýafstaðna sendi frá sér var sú að leiklistarþing skuli haldin annað hvert ár í framtíðinni. Þau skulu vera opin meðlimum leiklistar- sambands íslands og öllum þeim sem hafa atvinnu við leiklist. Þórunn Sigurðardóttir var innt eftir öðrum miklvægum málum sem komu fram á þinginu um síðustu helgi. ,,í framhaldi af því sem ég sagði áðan er rétt að vekja athygli á því að Alþýðuleikhúsið hiaut á siðasta ári tuttugu prósent af aðsókn atvinnu- leikhúsanna,” sagði Þórunn. „Hins vegar fékk það ekki nema 0,75 pró- sent af allri þeirri fjárveitingu sem rann til atvinnuleikhúsanna á sama tíma. Og Alþýðuleikhúsið er ekki einu sinni á fjárlögunum núna! Sýningar þess fara fram í Lindar- bæ, sem leigður er dýrum dómum. Það er því mjög brýnt að Alþýðuleik- húsið fái húsnæði sem fyrst. Við skoruðum á samgönguráðherra að hann beitti sér fyrir þvi að gamla Sig- tún við Austurvöll fengist aftur nýtt til leiklistarstarfsemi. Einnig skoruð- um við á menntamálaráðherra að hann veiti Alþýðuleikhúsinu aðstöðu til æfinga og sýninga í Sigtúni þann tíma sem mötuneyti simamanna starfar ekki. Þessi ágæti salur er ekk- ert nýttur nema sem mötuneyti og símamenn eru alls ekki á því að hleypa leikurum inn í hann. Meðal ástæðna sem þeir bera fyrir sig er sú að leikarar reyki svo mikið!” „önnur mál" Önnur mikilvæg hagsmunamál leikara nefndi Þórunn Sigurðardóttir í viðtalinu við Dagblaðið. „Við skorum á borgaryfirvöld í einni ályktun þingsins að þau taki þegar í stað til við framhald bygg- ingar Borgarleikhúss og hraði henni sem mest. Einnig var rætt um Ieiklist- ina og rikisfjölmiðlana útvarp og sjónvarp. Þingið krefst þess að ríkis fjölmiðlunum verði gert kleift að ráða sérstakan hóp leiklistarfólks til starfa. Einnig að hlutfall islenzkra leikrita í hljóðvarpi verði ekki undir fimmtíu prósentum á ári. Síðast en ekki sízt er komið inn á þá stefnumörkun útvarpsráðs að ekki verði teknar upp minna en átta klukkustundir af islenzkum leikritum á ári. í fyrra vantaði mikið upp á að staðið væri við þetta. Aðeins eitt ís- lenzkt leikrit var tekið upp í fyrra.” Þórunn sagði að þingfulltrúar hefðu fagnað því mjög að söluskattur skyldi hafa verið felldur niður af sýn ingum áhugaleikfélaga. Ein af álykt- unum þingsins er á þá leið að sölu skattur af allri leiklist verði felldur niður. Hann nemur í mörgum tilfell- um hærri upphæðum en þeim sem renna listinni til styrktar. Söluskatturinn var ein af þeim kröfum sem Leiklistarþing 1977 bar upp. Að sögn Þórunnar Sigurðar- dóttur vantar enn talsvert upp á að gengið hafi verið að öllum þeim kröfum. Hlutverk hennar, Sig- mundar Arnar og Sigrúnar Valbergs- dóttur verður því meðal annars það að fylgjast með framgangi þeirra, ekki síður en þeirra sem bornar voru uppáþinginunýafstaðna. -ÁT -/ /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.