Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 23
■» DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. <§ Útvarp 27 Sjónvarp » Fólk hefur hringt hér á ritstjórnina og spurt hvort hægt verði að endursýna Út í óvissuna á öðrum dögum. Ekki verður það gert, að sögn Hinriks Bjarnasonar. Þeir sem missa af þáttunum verða því að bíta í það súra epli. Myndina tók Hörður Ijósmyndari DB i Austurstræti þar sem verið var að taka upp atriði í Út í óvissuna. ÚT í ÓVISSUNA EKKIENDURSÝND — ekkert nýtt framundan hjá sjónvarpinu „Út í óvissuna verður ekki endur- sýnd á öðrum dögum. Það væri sama á hvaða dögum þættirnir yrðusýndir, það væru alltaf einhverjir sem mundu missa af þeim,” sagði Hinrik Bjarnason, forstöðumaður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, í sam- tali við DB. Hinrik var að þvi spurður hvort hægt væri að endursýna þættina Út i óvissuna á öðrum tíma en DB hefur fengið fyrirspurn um það mál. í leiðinni spurði DB Hinrik hvort eitthvað nýtt yrði á skjánum á næst- unni. Hann kvað þaðekki vera, sjón- varpsdagskráin væri í föstu formi þessa dagana. Sjónvarpið biður nú eftir að fá senda sýningakópíur af Greifafrúnni i Greifastræti sem sýna á á sunnu- dagskvöldum. Að sögn Hinriks verða innlendir skemmtiþættir öðru hvoru á laugar- dagskvöldum á næstunni. Sagði hann að ekkert væri enn farið að ákveða með þá, né umsjónarmenn þeirra. Þó er víst að Hildur Einarsdóttir mun annast einn þátt í viðbót með blönd- uðu efni. Af erlendu efni er það að segja að engir nýir þættir fyrir utan greifa- frúna verða fyrr en í marz. Aðspurður um spurningakeppni í sjónvarpssal sagði Hinrik að þar sem annasamur tími hafi verið hjá sjón- varpinu undanfarið hefði ekki verið nægilegur undirbúningstími. Yrði spurningakeppni því að sitja á hakanum. -ELA. ÞRÁHYGGJA - sjónvarp kl. 22,10: Ijögf ræðingur í morðhugieiðingum — í mynd kvöldsins „Þetta er grín- og sakamálamynd. Hún fjallar um lögfræðing sem er orðinn leiður á eiginkonu sinni og ákveður að drepa hana,” sagði Ragna Ragnars þýðandi frönsku sjónvarpsmyndarinnar Þráhyggja sem sjónvarpið sýnir i kvöld kl. 22,10. „Lögfræðingurinn er verjandi glæpamanns sem situr í fangelsi og hann leitar til hans um ráðleggingar við að drepa konuna,” sagði Ragna ennfremur. „Lögmaðurinn reynir að fara eftir þessum ráðleggingum en allt mis- lekst hjá honum. Að lokum kemur tengdamamma hans í spilið. Að mínu áliti er þetta bæði fyndin og skemmti- leg mynd,” sagði Ragna. Með aðalhlutverk í Þráhyggju fara Francoise Brion og Jacques Francois. -ELA. Útvarp í Föstudagur 25. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Dans- og dægurlög og iétt- klassisk tóniist. 14.30 MÍddegLssagan: „Gatan” eftir Ivar Lo- Johansson. Gunnar Benediktsson þýddi. Hall dór Gunnarsson les <21). 15.00 Popp. Vignir Sveinsson kynnir. •15.30 Lesin dagskrá næstu viku. 15.50 Tilkynn ingar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfrcgnir. 16.20 Litli barnatiminn: feg vil ekki mat. Sigrún Sigurðardóttir sér um timann. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Hreinnino fót- frái” eftir Per Wcsterlund. Margrét Guð- mundsdóttir les (6). 17.00 Slðdegistónlcikar. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur „Mistur” eftir Þorkel Sigurbjörns son; Sverre Bruland stj. / Fllharmoníusveit New York-borgar lcikur dans úr „Music for the Theatre" eftir Aaron Copland; Leonard Bernstein stj- / Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur „Þriðju sinfóniuna" eftir Aaron Cop- land;höfundurstj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfrcgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Viðsjá. 19.45 Tilkynningar. 20.00 Tónleikar frá útvarpinu I Stuttgart. a. Sónata í c-moll fyrir fiðlu og planóop. 30 nr. 2 eftir Beethoven, Henryk Szeryng og James Tocco leika. b. Sönglög eftir Debussy og Strauss. Reri Grist syngur; Kenneth Broad- way leikurá pianó. 20.45 Kvöldvaka á bóndadaginn. a Finsöngun Ólafur Þorsteinn Jónsson syngur lög eftir Karl O. Runólfsson. Ólafur Vignir Albertsson ieikur á pianó. b. Sjómaður, bóndi og skáld. Jón R. Hjálmarsson talar við Ragnar Þor- steinsson frá Höfðabrekku; — síðara samtal. c. Kvaði eftir Stephan G. Stephansson. Valdi mar Lárusson les. d. Þar flugu ekki steiktar gssir. Frásöguþáttur um selveiðar á húðkeip og með gamla laginu í Jökulsá á Dal. Halldór Pjetursson rithöfundur skráði frásöguna að mestu eftir Ragnan B. Magnússyni. óskar Ingimarsson les. e. Á sumardögum viö Önundarfjörð. Alda Snæhólm lcs úr minning- um Elinar Guðmundsdóttur Snæhólm. f. Kór- söngun Liljukórinn syngur isienzk lög. Söng- stjóri: Jón Ásgeirsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. 22.30 Kvöldsagaiu „Hægt andlát” eftir Simone de Beauvoir. Bryndís Schram les þýðingu sína «S). . • ,23.00 Áfangar. Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson sjá um þáttinn. .23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 1 Sjónvarp n Föstudagur 25. janúar 20.00 Fréttir og vcður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. ■ 20.40 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir ný dægurlög. 21.10 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ingvi Hrafn Jónsson. 22.10 Þráhyggja. Ný, frönsk sjónvarpskvik- mynd. Aðalhlutverk Francoise Brion og Jacques Francois. Lögfræðingur nokkur hefur fengið sig fullsaddan af ráðrlki eiginkonu- sinnar og hann einsetur sér að koma henni fyrir kattarnef. Þýðandi Ragna Ragnars 23.50 Dagskráriok. Er réttara að selja þann gula f stautum úr landi en að selja hann nýjan upp úr sjónum? KASTUÓS — sjónvarp kl. 21,10: FISKUR 0G MENN- INGARVERDMÆTI Kastljós kvöldsins er í umsjón ■ Ingva Hrafns Jónssonar frétta- 'manns. Tekin verða fyrir tvö mál. Þeirri spurningu verður fyrst varpað fram hvort rétt sé að fiskiskip okkar selji tugi þúsunda lesta af óverkuðum, ísuðum bolfiski úr landi á sama tíma og atvinnuleysisdagar á landinu nálgast hundrað þúsund. Jafnframt verður rætt um hvort ekki væri réttara að fullvinna fiskinn hér heima. Frystihús Sigurðar Ágústs- sonar í Stykkishólmi er þegar komið með vélar til framleiðslu á fiskstaut- um fyrir erlendan markað og á vinnslan að hefjast strax í vor. Um málið verður rætt við sjávarútvegs- ráðherra, Kjattan Jóhannsson, Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, og talsmann sölusamtaka frysti- iðnaðarins. Aðstoðarmaður Ingva Hrafns í Kastljósi i kvöld er Ingólfur Margeirsson, blaðamaður á Þjóðviljanum. Hann tekur fyrir varðveizlu menningarverðmæta á íslandi. Meðal annarra ræðir hann við Bjarna Vilhjálmsson þjóðskjala- vörð og Finnboga Guðmundsson landsbókavörð. Litið er inn á við- gerðarstofur safnanna og staldrað við á ýmsum stöðum þar sem skjölum og bókum er staflað og iiggja undir skemmdum. Er svo víða á kirkjuloftum til dæmis. Stjórnandi upptöku Kastljóssins er Örn Harðarson. Það hefst að loknu Skonroki klukkan 21.10. -DS. KVOLDVAKA — útvarp M. 20,45: Bóndadagsins minnzt á kvöldvöku ” SgaijSasogur I Kvöldvöku i kvöld, sem kennd er við bóndadaginn í dag, kennir ýmissa gra.su. Ólafur Þorsteinn Jónsson syngur Iög eftir Karl Ó. Runólfsson við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. Jón RT' Hjálmarsson ræðir við Ragnar Þorsteinsson frá Höfða- brckku. Ragnar hefur starfað sem sjómaður, bóndi og skáld. Er það síðari hluti víðtalsins sem fluttur er í kvöld. Að þeini þætti loknum les Valdi- mar Lárusson kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Þá les Óskar Ingimars- son frásöguþátt um selveiðar. Halldór Pjetursson rithöfundur skráði söguna að mestu eftir Ragnari B. Magnússyni. Á sumardögum við Önundarfjörð nefnist endurminningasaga Elínar Guðmundsdóttur Snæhólnt. Alda Snæhólm les. Að lokunt i h ■ndadagskvoldvök- unni er kórsöngur. Liljukórinn syngur íslenzk lög undir stjórn Jóns Ásgeirssonar. Kvöldvakan er cinnar og hálfrar stundar löng. -ELA. VEITINGAHÚS Lokað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.