Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						10
*
?
BIADIÐ
DAGBLADID. LAUGARDAGUR26. JANUAR 1980.
Utgefandi: DagblaÖiö hf.
Framkvæmdastjóri: Svainn R. EyjóKsaon. Rititjóri: Jónas Kristiánsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Hakjason. Fréttustjóri: ómar Vaklimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Raykdal.
íþróttir: Halkir Sfmonarson. Mennlng: Aðalstelnn Ingórfsson. AAstoOarfréttastjóri: Jónus Haraklsson.-
Handrit: Asgrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Skjurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Abertsdóttir, Gissur Skjurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur
Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljosmyndlr: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur BJamleifsson, HÖrflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Slgurfls-
son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sasvar Bakfvinsson.
Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. GJaldkeri: Þráinn Þorterfsson. Sölustjöri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E.M. HaHdórsson.
Ritstjórn Sfflumúla 12. AfgreiÖsla, áskriftadeild, auglýsíngar og skrifstofur Þvarholti 11.
Aflalsfmi blaflsins ar 27022 (10 Ifnur).
Setning og umbrot: Dagblafllð hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HHmlr hf., Sfðumúla 12. Prentun
Arvakur My Sketfunni 10.
Askriftarverð 6 rnanuði kr. 4600. Verð f lausasöki kr. 230 aintakið.
Lærum af Friedman
Sjónvarpsviðtalið við Milton
Friedman, nóbelsverðlaunahafa í hag-
fræði, nú í vikunni hefur vakið mikla
athygli og umtal. Jafnvel ýmsir róttækir
vinstri menn gerðu sér ljóst, að af
þessum manni getum við ýmislegt lært í,
glimunni við efnahagsvandann.
Stjórnmálamenn í öllum flokkum hérlendis hafa
um langa hríð staðið berstripaðir í efnahagsmálum.
Hvort sem ríkisstjórnir hafa verið kenndar við vinstri
eða hægri, hefur stefna þeirra í aðalatriðum verið hin
sama. Sú stefna hefur leitt okkur í ógöngur. Friedman
benti á nokkur atriði, sem hafa farið úr böndum hér,
þegar hann ræddi um vandamál Japana.
Hann benti á mikilvægi þess að hafa hemil á
aukningu peningamagnsins. Þetta er einmitt grund-
vallaratriði í kenningum Friedmans. í baráttunni við
verðbólguna verður að halda aukningu peninga í
umferðí skefjum.
Þau ósköp gerðust hér á landi á síðasta ári, að útlán
bankakerfisins og peningamagnið jukust um langt
skeið miklu meira en verðbólgan. Þetta gerðist, þótt
það hefði verið „bannað" samkvæmt Ólafslögum og
yfirlýsingum vinstri stjórnarinnar. Að sjálfsögðu varð
þetta til að keyra verðbólguna áfram.
Alþýðubandalagið virðist ekki hafa skilið þetta og
óvíst er um skilning hinna flokkanna. í tillögum
Alþýðubandalagsins í síðustu viku fólst slökun í
peningamálum og fjármálum ríkisins. Þjóðviljinn birti
í fyrradag á forsíðu vangaveltur sérfræðinga efna-
hagsstofnunarinnar OECD, þar sem bornar voru
brigður á mikilvægi aðhalds í peningamálum. Viðhorf
geta verið nokkuð önnur í ríkjum, þar sem mikið at-
vinnuleysi er til staðar. Við ríkjandi aðstæður hér á
landi á boðskapur Friedmans mikið erindi til okkar,
eins og flestum mun hafa fundizt, sem horfðu á
sjónvarpsþáttinn.
Milton Friedman benti á annað mikilvægt atriði.
Hann lýsti, hvernig útþensla ríkisbáknsins og halli á
ríkisbúskapnum yrðu sem olía á eld verðbólgunnar.
í þeim efnum hefur stjórn íslands mistekizt
herfilega um langa hríð.
Umsvif ríkisins hafa vaxið gífurlega. Yfirleitt hefur
verið halli á ríkisbúskapnum og lántökur í Seðlabanka
með ólíkindum miklar. Þar er að finna eina af helztu
orsökum óðaverðbólgunnar hér á landi. Samt koma
frá ýmsum stjórnmálaflokkanna tillögur og hug-
myndir, sem fela í sér slökun á aðhaldi í fjármálum
ríkisins, og það á tíma óðaverðbólgu og nánast einskis
atvinnuleysis.
Einnig á þessu sviði eiga kenningar Friedmans
meira erindi til okkar en vangaveltur sérfræðinga í
ríkjum, þar sem atvinnuleysi er aðalvandinn i efna-
hagsmálum.
Milton Friedman er ötull stuðningsmaður frjáls-
hyggju. Hann bendir eins og flestir aðrir hagfræðingar
á kosti sem mests frelsis í viðskiptum. Afnám hafta
leiðir, þegar til lengdar lætur, til hagkvæmastrar nýt-
ingar framleiðsluþátta. Af því leiðir, að raunverulegar
þjóðartekjur vaxa.
Hér á landi hafa hin margvíslegu höft og ofurvald
hvers konar „kommissara" valdið miklu um, hversu
seint gengur að auka þjóðartekjurnar.
Aukning „framleiðni", framleiðslu á hvern starfs-
mann, var einn helzti þátturinn í síðustu tillögum
Alþýðubandalagsins og vakti nokkrar umræður um,
hversu langt við stæðum að baki grannríkjunum á því
sviði.
Lausnin felst ekki í því að magna enn kommissara-
kerfið, heldur í meira frjálsræði í atvinnulífinu.
Auglýsingar í bandarísku sjónvarpi:
Fæstir þola þær,
en þær virka
Sjónvarpsauglýsingar hafa verið
stór þáttur í lífi flestra Bandarikja-
manna í meira en aldarfjórðung. Fá
„menningarfyrirbæri" hafa verið
meira rædd og flestir eru á einu máli
um að auglýsingar séu óæskilegar.
Samt sem áður fer hlutur þeirra í út-
sendu sjónvarpsefni stöðugt vaxandi.
Hver er framleiðslukostnaður slíkra
auglýsinga? Hvað kostar að sýna
þær? Og hver eru áhrif þeirra? Allt
eru þetta spurningar, sem vakna,
þegar auglýsingarnar hellast yfir
mann við kassann.
Mismunandi
kostnaður
Framleiðslukostnaður sjónvarps-
auglýsinga er afar mismunandi. Smá-
kaupmaðurinn, sem hefur ekki úr
miklu að spila, getur gert slika aug-
lýsingu fyrir um 350.000 krónur með
því að vinna mestan hluta hennar
sjálfur. Þá kaupir hann aðeins nauð-
synlega tæknivinnu. Viðameiri aug-
lýsingar, sem sýndar eru út um öll
Bandaríkin og jafnvel erlendis, kosta
sjaldnast undir fjörutíu milljónum.
Stundum fer kostnaður upp í allt að
I20milljónir • króna.
Sömu sögu er að segja um verð á
útsendingartímanum. Hægt er að
kaupa mjög ódýrar auglýsingar í
bæja- og fylkjastöðvunum, undir
tuttugu þúsund krónum á mínútu.
Venjulega er þó um verulega hærri
upphæðir að ræða. Hálfrar mínútu
auglýsing í vinsælum sjónvarpsþætti
kostar í kringum fimmtán milljónir
og hálf mínúta í Super Bowl, sem er
úrslitakeppni í körfuknattleik, getur
farið upp i fimmtíu milljónir króna.
Því fleiri sem áhorfendur eru þeim
mun dýrari er hver sekúnda.
Þau fyrirtæki, sem eyða hvað
mestum peningum í þessar auglýs-
ingar, eru bílafyrirtækin, matvæla-
framleiðendur og sölukeðjur ýmiss
konar. Til dæmis má nefna það að
Sigurjón Sighvatsson er fréttaritari
Dagblaðsins í Los Angeles og fjallar
aöallega um tónlist og kvikmyndir. Á
nœstunni birtist eftir hann grein um
kvikmyndina Stony Island.
árið 1979 eyddi Ford Motor Co um
110 milljónum dala i slikar auglýs-
ingar, General Motors um 160 millj-
ónum og General Foods Inc. um 210
milljónum dala. Aðrir aðilar, sem
nota sjónvarpsauglýsingar mikið, eru
veitingastaðir, einkum þeir sem hafa
á boðstólum svonefnda „ruslfæðu",
svo sem McDonalds samsteypan og
Burger King.
Reynslusýningar
algengar
Auglýsingagerð er blanda háþró-
aðrar tækni, innblásturs og tilrauna-
starfsemi. Samt reyna þau fyrirtæki,
sem nota þennan miðil, að hafa vaðið
fyrir neðan sig áður en dýr auglýsing
er sétt í umferð. Flestar slikar auglýs-
ingar eru sýndar til reynslu fyrir mis-
munandi hóp áhorfenda til að kanna
áhrifagildi þeirra. Gott dæmi er aug-
lýsing frá hamborgarahringnum
Burger King. Auglýsingunni er ætlað
að höfða fyrst og fremst til barna.
Hún sýnir „Töfrakóng" gera ýmis
töfrabrögð um leið og hann dásamar
framleiðslu  fyrirtækisins.  Margar
mismunandi tegundir voru gerðar.
„Töfrakóngarnir" voru klæddir í
ýmis gervi, hafðir á mismunandi
stöðum og sumar auglýsingarnar
voru með mismunandi tónlist og
fleira og fleira. Endanlega útgáfan,
sem sýnd var, byggðist á viðbrögðum
fjölda barna sem höfðu séð allar út-
gáfurnar.
Hverniger hægt aðmetaáhrif aug-
lýsinganna eftir að sýningar eru
hafnar? Hvað snertir h.inar svoköll-
uðu „beinu" auglýsingar, þar sem
neytandinn er hvattur til að hringja
eða skrifa eftir upplýsingum eða
varningi, er auðvelt að meta áhrifin.
En hvað snertir aðrar auglýsingar er
erfitt að segja til um þau. Einkum þó
ef svipaðar auglýsingar eru um leið i
öðrum fjölmiðlum. Að visu er hægt
að sjá hvort salan á umræddri vöru
eykst eða ekki. Þó er ómögulegt að
segja til um hvort aukningin er vegna
sjónvarpsauglýsinganna eða annarra
auglýsinga.
Sjónvarpsauglýsingar innihalda
yfirleitt annars konar upplýsingar en
auglýsingar í öðrum fjölmiðlum, eins
og til dæmis tímaritum. Venjulega
eru settar nákvæmari upplýsingar í
timaritaauglýsingarnar. Sjónvarpið
er notað til að segja fólki: „þetta er
góð vara", en tímaritin notuð til nán-
ari útskýringa: „þetta er góð vara
vegnaþessað ..."
Endurtekning
nauðsynleg
Margan leikmann hefur oft furðað
á því hversu oft sömu auglýsingarnar
eru sýndar. Ástæðurnar fyrir því eru
margar. í fyrsta.lagi yrði of dýrt að
gera auglýsingar ef sýningartímabilið
væri styttra. 1 öðru lagi er endurtekn-
ing auglýsinganna það sem nefnt er
„fjöldasaðning"; þess oftar sem aug-
lýsing er- sýnd, þeim mun meir
stækkar hópurinn sem sér hana í það
Er Sjálfstæðis-
f lokkurinn orðinn
gustukaflokkur?
— sem byggist upp á ábyrgðarlausum
sém ekki nenna að vinna og geta ekki
I  Inrlnn (". . r ¦ i -1 .    <iil/iii-    I i . . I    ,'. i .    I . . .  ,  S        I" 1 , . I • I • , . .  '. .. .,   U i'. I ., .»   .1 A  .1 Inr.l'l   \? jHjt  I "1 _
Undanfarnar vikur hcf ég lcsiJ
greinar, eftir sjálfstæðismenn, sem
fjalla um hið óvænta tap Sjálfstæðis-
flokksins í nýafstöðnum kosningum.
Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálina í
umræðunni um, af hverju Sjálf-
stæðisflokkurinn tapaði. Ég kenni
uppeldi ungu mannanna um, sem
sjálfstæðisforustan hefur gleypt við
til að stjórna og leggja á ráðin til að
stækkaflokkinn.
í Morgunblaðinu 8.12. sl. er grein
eftir Birgi ísleif Gunnarsson. Hann
segir þar m.a. að við höfum lagt
gífurlega vinnu í að móta stefnu
flokksins, og harmar hann mjög
kosningaúrslitin, sem skiljanlegt er.
Ég vil bara segja við Birgi: Ósköp er
leitt til þess að vita hve blindur þú ert
og einnig aðrir ráðandi menn í Sjálf-
stæðisflokknum að taka þig í innsta
hring flokksins til að skipuleggja og
auka fylgi flokksins eftir þær hörm-
ungar sem þú fékkst i síðustu borgar-
stjórnarkosningum.
Eins og alþjóð veit var Sjálfstæðis-
flokkurinn búinn að stjórna Reykja-
vikurborg í nærfellt 50 ár. En eftir
stutta veru þína sem borgarstjóri
varstu ekki beisnari en það fyrir
siðustu borgarstjórnarkosningar, að
þegar þið Guðrún Helgadóttir
komuð fram i sjónvarpinu hakkaði
Guðrún þig í sig og þú gast litlu sem
engu svarað. Bara ranghvolfdir
augunum og varst vandræðalegur.
Þá vorkenndi ég þér mikið og hélt að
augu þín kæmust ekki á sinn rétta
stað aftur. En Guðrún sá hvernig
komið var fyrir þér og sagði:Birgir
minn, þú hefur stundum verið góður
borgarstjóri en það gerir ekkert til
þótt þú og þinn flokkur fái hvíld eitt
kjörtímabil. Þá brostir þú þínu
fallega brosi og augastein'ar þinir
komust á sinn rétta stað aftur. Mikið
var ég fegin þá. Ég var farin að
halda að þú misstir alveg sjónina af
þvi að Guðrún sagði þér sannleikann.
Sök menntamanna
Ég þekki Birgi ísleif Gunnarsson
ekki neitt og þar af leiðandi ekkert til
súkkulaðidrengjum,
hugsað sjálfstætt
hans uppeldis. En það mætti segja
mér að hann sé einn af þessum ekta
súkkulaðidrengjum, sem hafa aldrei
unnið við atvinnuvegi þjóðarinnar og
alltaf verið nr. 1 á sínu heimili og allt
verið látið eftir honum, og þar af
leiðandi aldreiveriðandmælt fyrr en í
áðurgreindum sjónvarpsþætti. Ég er
ekki á móti menntun, en ég vil gera
það að skyidu að menntafólk vinni
fyrir sér á sumrin, meðan nám
stendur, og sé svo 3—5 ár á
sjónum allan ársins hring og 2—3 ár í
sveit. Þá kynntist það atvinnuvegum
þjóðarinnar og þá fyrst gæti BÍG
farið að stjórna Sjálfstæðisflokknum
með sér betri mönnum, ef þeir fá þá
aðgang að stjórn og stefnu Sjálf-
stæðisflokksins fyrir súkkulaði-
drengjunum sem hafa ótakmarkað
álit á sér. Súkkulaðidrengirnir í Sjálf-
stæðisflokknum ættu að taka Ellert
B. Schram sér til fyrirmyndar. Ég
álykta að hann hafi mikla hæfileika
sem forystumaður flokksins þegar
hann hefur sjóast í talsverðan tíma í
~ viðbót.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24