Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						„Dáumst að hve hratt og fumlaust var unnið að björgunarstörfum"
„HLAKKA TIL AÐ BYRJ^
AÐ FUÚGA AFTUIT
— segir Fernandez, flugstjóri þyrlunnar sem fórst á Mosfellsheiði
„Við dáumst að hve hratt og fum-
laust unnið var að björguninni. Þeir
sem fyrst komu að þyrlunni eftir
hrapið sýndu hetjuskap. Það var
nánast yfirnáttúrulegt að ekki
kviknaði í flakinu. Hættan minnkaði
verulega eftir að tókst að slá út
höfuðrofanum."
Þrír af fimm úr áhöfn bandarísku
björgunarþyrlunnar, sem fórst á
Mosfellsheiði 18. desember, sátu
fyrir svörum fréttamanna i herstöð-
inni í gær. Það voru þeir Manuel
Fernandez, flugstjóri þyrlunnar,
Charles K. Singleton aðstoðarflug-
stjóri og Thomas Berry flugvélstjóri.
Fernandez og Berry gengu við
hækjur. Þeir fóru til Bandaríkjanna í
mórgun þar sem meiðsl þeirra verða'
rannsökuð frekar á sjúkrahúsi í
Texas. Singleton var hress að sjá.
Búizt er við að hann verði orðinn
vinnufærí sumar.
Romie Brown liðþjálfi var fluttur
frá Landspitalanum    til Keflavíkur-
flugvallar í gær. Hann liggur nú á
sjúkrahúsi hersins. Michael Davies,
fimmti í áhöfninni, hefur hafið störf
á ný.
Þremenningarnir vildu ekkert spá í
hugsanlega ástæðu fyrir hrapi þyrl-
unnar á Mosfellsheiði. Fram kom að
rannsóknarmenn eru enn að vinna úr
gögnum og ekki er vitað hvenær sér
fyrir enda rannsóknarinnar.
Bandaríkjamennirnir hældu björg-
unar- og hjúkrunarfólki á hvert reipi
fyrir  framlag  þess.  Þeir sögðu að
erfitt hefði verið að gera séf grein
fyrir hvað var að gerast þegar þyrlan
byrjaði að hrapa. „Við vorum of
uppteknir til að hugsa eitt eða neitt á
því augnabliki."
Allir kváðust þeir ætla að halda
áfram að fljúga þegar heilsan kemst í
samt lag.
„Jú, ég fer örugglega í flugið aftur
og hlakka mikið til," sagði Fern-
andez flugstjóri.
-ARH
Thomas Berry t.v., Charles K. Singleton og Manuel Fernandez á blaðamannafundinumigær.
DB-mynd Höröur.
Landsbankamál og mál
Haf skips enn í gangi
— nýmæli af hendi
dómsmálaráðuneytis
að gefa út tilkynn-
ingu um þau að
fyrra bragði
Landsbankamálið svokallaða gegn
Hauki Heiðari fyrrverandi deildar-
stjóra í bankanum verður flutt á næst-
unni fyrir Sakadómi Reykjavíkur.
Akæra i því máli var gefin út hinn 12.
marzsíðastliðinn.
Vænta má ákvörðunar um meðferð
Hafskipsmálsins hf. innan tiðar. Það
mál er sprottið af kæru stjórrar Haf-
skips hf. á hendur fyrrum stjórnarfor-
manni og forstjóra fyrirtækisins.
Kærur voru dregnar til baka.
DB barst fréttatilkynning þessa efnis
í gærkvöldi frá dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu. Mun slik tilkynning um
gang einstakra mála í dómskerfinu vera
algjört nýmæli eða í það minnsta fá-
heyrð fram til þessa.
Segir svo í fyrstu málsgrein tilkynn-
ingarinnar: „Dómsmálaráðuneytið
hefur  kyrmt sér stöðu tveggja rann-
sóknarmálefna, sem fyrir alllöngu
siðan voru mjög umfjölluð, en nú
hefur um hríð ekkert spurzt til. Telur
ráðuneytið óæskilegt að almenningur
geti fengið þá tilfinningu, að doði hafi
færzt yfir meðferð mála, sem álitin
hafa verið meiriháttar sakarefni." -ÓG.
„Kerfíð" gerir ekki ráb
fyrir giftingum fanga
Presturinn stóö í stappi við að fá feröaleyfi fyrír brvöguma tíl klrkju
„Kerfið" virðist ekki gera ráð fyrir
þvi að fangar á Litla-Hrauni gangi í
hjónaband. Að minnsta kosti
reyndist það viðkomandi presti
nokkuð erfitt og snúningasamt að fá
því framgengt að Tryggvi Rúnar
Leifsson fengi leyfi til brottfarar frá
Lítla-Hrauni lil Eyrarbakkakirkju
þar sem hjónavígslan fór fram en á
dögunum kom það fram í Hæstarétti
að hjónavlgslan hefði farið fram á
annandagjóla.
Presturinn sneri sér til dómsmáta-
ráðuneytis um ferðaleyfi fyrir
brúðgumann til hjónavigslunnar.
Ráðuneytið kvað slíkt ekki sitt mál,
dómari heföi fellt fangelsisdóm yfir
honum og þvi gæti ráðuneytið i engu
breytt.
Presturinn ræddi við dómarann og
kvaðst hann hafa kveðið upp dóminn
eftir framlögðum gögnum frá Rann-
sóknarlðgreglu rikisins og ferðaleyfi
fanga heyrðu ekki undir hann.
Presturinn hélt til rannsóknar-
lögreglunnar og bað um ferðaleyfi
fyrir brúðgumann. Þar var málið
talið fullafgreitt og skjöl og
fyrrum gæzlufangi talinn afhentur
dómara.
Þegar málið hafði þannig farið í
hríng var dómara skrifað og í svar-
bréfi kvaðst hann ekki hafa á móti
því að fanginn fengi leyfi til kirkju-
ferðar.
Þá gat hjónavigslan farið fram.
Viðstaddir voru óeinkennisklæddir
fangaverðir af Litla-Hrauni.
-A.St.
frjálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 26. JAN. 1980.
Framtölin bíða á meðan
leiðbeiningarnar eru í
vinnsiu:
Fresturinn
lengdur til
25. febr.
„Það hefur nú verið ákveðið að
lengja framtalsfrest einstaklinga til 25.
febrúar eða um 15 daga umfram þá 10
daga sem áður var búið að framlengja
hann um," sagði Sigurbjörn Þor-
björnsson ríkisskattstjóri i viðtali við
DBí gær.
Ástæðan fyrir frestinum er einkum
að verið er að vinna leiðbeiningar með
framtölunum og telur skattstjóri ekki
ráðlegt að dreifa framtals-
eyðublöðunum fyrr en svo er. Fengju
menn þau á undan leiðbeiningum
kynni það að skapa einstaklingum og
skattayfirvöldum óþarfa óþægindi.
Ennfremur eru leiðbeiningarnar
byggðar á frumvörpum, sem ekki eru
orðinaðlögum.
-GS.
Patreksfjörður:
Tvær stúlkur
misstu
allt sitt
í húsbruna
Tvær ungar vertíðarstúlkur misstu
allt sitt í húsbruna á Patreksfirði á
fimmtudagskvöld. Eldur kviknaði kl.
5.30 í svokölluðu Amfríðarhúsi við
Strandgötu 1 b. Húsið sem er lítið
timburhús eyðilagðist í eldinum en féll
ekki.
Fiskverkunarstöðin Oddur átti
húsið en í því bjuggu tvær Reykja-
víkurstúlkur sem vinna hjá fisk-
verkunarstöðinni. Stúlkurnar voru við
vinnu er eldurinn kom upp og húsið því
mannlaust. Eldsupptök eru ókunn.
Slökkvilið Patreksfjarðar kom strax á
staðinn oggekk slökkvistarf vel.
Ambjargarhús stendur niðri á svo-
kölluðum Kambi þar sem er þyrping
gamalla húsa á Patreksfirði.
-EO, Patreksfirði.
Tvífari geimfarans
í Dagblaðsbíói
Tvífari geimfarans verður sýndur í
Dagblaðsþíói á sunnudag. Hér er um
bandariska gamanmynd að ræða og er
hún í litum. Myndin er sýnd í Hafnar-
tííói kl. í:
26. JANÍIAR 6905
Kodak Ektra myndavél 12.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24