Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐID. MIDVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980.
23
Utvarp
Sjónvarp
ÚT í ÓVISSUNA - sjónvarp kl. 21.15:
Óvissan tekur enda
(h    L
BBC-menn fluttu með sér til landsins bil brezka sjónvarpsins. Það kom þó fljótlega i Ijós að slfkur bill er ekki hannaður fyrir
okkar heimsfrægu vegi. Var hann þvi ónothæfur' nema hér i borginni. Hér hefur bilnum verið lagt f Austurstræti á meðan á
kvikmyndun stóð þar sumarið 1978.
DB-mynd Hörður.
í kvöld lýkur njósnamyndaflokkn-
um Út í óvissuna. ,,í þættinum
verður Alan tekinn fastur af
Kennikin og fluttur í sumarbústað.
Þaðan sleppur hann og ákveð.ur að
gera upp sakirnar við Slade," sagði
Dóra Hafsteinsdóttir, þýðandi þátt-
arins, i samtaii við DB.
„Hann telur að Slade sé í vinfengi
við Rússana. Alan kemst síðar að þvi
að Kennikin og félagar hafa náð unn-
ustu hans. Hann reynir því að bjarga
henni og leikurinn æsist. Ég vil nú
ekki segja of mikið þvi það eru svo
margir sem fylgjast með og eru
spenntir," sagi Dóraennfremur.
Þessi þáttur gerist sunnanlands og
þá helzt í Reykjavik og á Laugar-
vatni. Einnig berst leikurinn til Þing-
valla og Keflavikurflugvallar. Eflaust
eru þeir margir sem biða eftir að sjá
endinn á þessum íslenzk-brezka
þætti. Er sagt aðgötur hafi tæmzt í
höfuðborginni og víðar er fyrstu tveir
þættirnir voru sendir út.
f siðasta þætti komust þau Elin og
Alan að því að pakkinn hafði að
geyma ókennilegan rafeindabúnað.
Rússneskir njósnarar elta þau og
tveir Bandaríkjamenn ráðast á þau á
leiðinni til Laugarvatns. Einnig barst
leikurinn um borð í Akraborgina þar
sem Alan lenti i slagsmálum við
Rússa og Breta.
Þættirnir eru byggðir á sögu eftir
Desmond Bagley sem komið hefur út
í islenzkri þýðingu. Með aðalhlutverk
fara Ragnheiður Steindórsdóttir og
Stewart Wilson.             - El.A
Chaiies Darwin í
stað Óvissunnar
Næstkomandi miðvikudag hefst i
sjónvarpi nýr myndaflokkur er kemur i
stað Út i óvissuna. Fjallar hann um vís-
indamanninn Charles Darwin.
Þeir semséð hafa þætti þessa, sem eru
sjö að tölu, segja þá skemmtilega og
fróðlega.
Fyrsti þáttur hefst þegar Darwin er
enn ungur að árum. Síðan fylgjumst
við með honum í fimm ára siglingu um
Suður-Ameríkuhöf og til Ástralíu. Sú
ferð var farin fyrir 150árum.
Charles Darwin er þekktastur fyrir
kenningu sína um þróun tegundanna,
þar á meðal að maðurinn sé kominn af
sama stofni og apar. Olli þessi kenning
miklu fjaðrafoki á nítjándu öld. Kirkj-
unnar menn fylltust ótta og ugg um að
sköpunarsögunni væri þar með hafn-
að.
Myndaflokkurinn er brezkur í sjö
þáttum. Að sögn Björns Baldurssonar
hjá sjónvarpinu eru þættirnir ekki enn
komnir til landsins en vonazt er eftir
þeim fljótlega.
Verði þeir hins vegar ekki komnir í
tæka tið Hefur sjónvarpið til vara
spánskan myndaflokk sem gerist í fiski-
þorpi.                      -ELA
Malcolm Stoddard i hlutverki Darvvins I
hinum iiýja myndaflokki.
JÓNAS
HARALDSSON
RUSSNESKUR ÓLIJÓ.
Nikita S. Krúsjoff, hinn fallni leið-
togi Sovétrikjanna, stendur mér fyrir
hugskotssjónum sem sá leiötogi er
stjórnaðt öðru risaveldanna þá er
undifritaöur var að vaxa úr grasi. Þá
þótti tilhlýðilegt af mér og félögum
tnínum að setja íþróttastimpil á
menn. Við héldum með Kennedy.
Hann var ungur og giæsilegur og við
tðldum hann hafa betri málstað. Við
lásum lika Moggann.
Þegar blindu Moggans tinnti kom i
Ijós að Krúsjoff kailinn var mann-
legur og um margt merkur leiðtogi.
Ég stóð mig að því í gærkvöldi að
bera saman Krúsjoff og islenzkan
stjórnmátamann. Ég gat ekki að því
gert, en mér fannst Ólafur Jðhannes-
son líkjast mannincm. Aðaliega f út-
liti, en þónokkuö i háttum. Menn
gátu aldrei vitaö á hverju var von hjá
Sovétleiðtoganum og sama má segja.
um framsóknarleiðtogann. Að visu
er samanburður óraunhæfur þegar
Htið er tö vatdastöðu leiðtoganna
tveggja.
Allt um það. Óhætt er að mæta
með þáttunum um þjóðskörunga
tuttugustu aldarinnar. Þeir eru hver
öðrum betri. Þá má og minna á nýút-
komna bók um sama ef ni eins og DB
greindi frá í gær.
Dýrlingurinn var á dagskrá í gær.
Sá er orðinn þreyttur og mætti fá
hvtldina. Þeir sem muna Roger
Moore í hlutverkimi'ættasigckki við
núverandi smjörgæja.
Dagskránni lauk með kvenna-
þætti. Allt er gott um jafnréttið að
segja, en þessi þáttur sagði mér ekki
mikið. Ég vona að það verði ekki
talið til pungrottuskapar að mér þðtti
Árni Björnsson beztur.
-JH
1 sjóiivarpiiiu f kvöld verður sýnd heimildarmynd um meðferð á pólitfskum föngum f
Sovétrfkjunum, Argentfnu, Suður-Afrfku og Mexfkó. Myndin er af fórnarlambi leyni-
skyttu f Soweto f S-Afrfku.
BÖÐULSHENDUR - sjónvarp kl. 22.05:
Hrottaleg meðhöndlun
á pólitískum föngum
— heimildarmynd sem alls ekki er
við hæfi barna
„Þetta er hrollvekjandi heimildar-
mynd um stjórnarfar í þeim löndum
þar sem stjórnmálamenn hafa gefizl
upp við að sannfæra pólitís.ka and-
stæðinga með rökuni. Þess í stað hefur
verið brugðið á það ráð að loka þá
inni i daunillum dýflissum og fá þá til
að gleyma sannfæringu sinni, jafnvel
sjálfum manndómi sínum, með þvi að .
draga af þeim neglur, stinga, úr þeim
augu, brenna á þeim kroppinn og yfir-
leitt veita þeim sem hræðilegasta
útreið," sagði Bogi Arnar Finnbogason
um myndina Böðulshendur sem sjón-
varpið sýnir í kvöld kl. 22,05.
„Þetta er gert svo menn láti af
óþægilegri frjálshyggju — eins og þeini
stjórnvöldum einum ér lagið seni
komizt hafa í algjör rökþrot gagnvarii
þegnum sínum," sagði Bogi enn-
f rem ur.
„Tekin ert'i dæmi frá Uruguay, Mexí-
kó, Suður-Afríku og Sovétríkjunum.
Er m .a. rætt við fyrrverandi sérfræðing
i því að meiða fólk og limlesta."
Það skal tekið fram að myndin er
ekki við hæfl barna. Þýðandi og þulur
er Bogi Arnar Finnbogason.    -EI.A.
VAKA - sjónvarp kl. 20.30:
Ballett, tónlist
og kvikmyndaf erð
— umfjöllunarefni Vöku í kvöld
1 þættirium er komið inn á nýjan
ballett sem frumsýna á í Þjóðleik-
húsinu á næstunni. Rætt verður við
Sveinbjörgu Alexanders, sem samið
hefur ballettinn, og Nönnu Olafs-
Úr kvikmyndinni Land og synir.
Aðalleikarar myndarinnar, Sigurður
Sigurjónsson og Guðný Ragnars-
ilóilir úsumt fleirum dansa.
DB-mynd ARH.
dóttur dansara sem stjórnar
honum," sagði Aðalsteinn Ingólfs-
son menningarritstjóri DB um þált
sinn Vöku í sjónvarpi í kvöld.
,,Þá verður sýnt broi úr íslenzku
kvikmyndinni Land og synir og rætt
'við þau Sigurð Sigurjónsson og
Guðnýju Ragnarsdóttur um reynslu
þeirraog fleira.
Að lokum verður sagt frá Mykum
músikdögum og rætt við þau Atla
Heimi Sveinsson og Helgu Ingólfs-
dóttur. Ennfremur munu þær Helga
og Manuela Wiesler leika saman,"
sagði Aðalsteinn ennfremur.
Vaka er á dagskrá sjónvarpsins kl.
20,30ogerþátturinn þriggja stundar-
fjórðunga langur. Umsjónarmaður
er Aðalsteinn Ingólfsson og stjórn-
andi upptöku Andrés Indriðason.
-ELA.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24