Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 1
frjálst, nhað dagblað t I í 6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 — 81. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. aoST1" 14,5 MILUARÐA OLÍU- SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Olíuviðskiptasamningur milli ís- lands og British National Oil Corpor- ation, BNOC, um kaup á hundrað- þúsund tonnum af gasolíu fyrir um 14,5 milljarða króna verður undirrit- aður í London á morgun eða föstu- dag. í þessu skyni fór viðskipta- og olíumálaráðherra, Tómas Árnason, með fríðu föruneyti til Bretlands í gær. Samningur þessi er árangur lang- varandi umleitana olíuviðskipta- nefndar, í samráði við ríkisstjórn og íslenzku olíufélögin um önnur olíu- viðskipti en þau sem við höfum haft við Sovétrikin. Verð á þessari gasoliu frá BNOC er svokallað main-stream verð að viðbættu heimsmarkaðsverði á frakt. Eins og stendur mun það nokkru hærra en Rotterdam-verðið, en Rotterdamverðið gildir i Sovét- samningunum. I þessari ferð mun viðskiptaráð- herra semja við traust upplýsinga- fyrirtæki um olíuverð, OPAL. Er það sjálfstætt og óháð olíusölufyrir- tækjum en í tengslum við Petroleum Economics, sem olíuviðskiptanefnd hefur mjög góða reynslu af sam- skiptum við. Þessi hundrað þúsund tonn sem nú er samið um verða afhent á tveimur síðari ársfjórðungum þessa árs. Þá er gert ráð fyrir því, að við eigum þess kost að fá sama magn af gasolíu keypt frá BNOC á næsta ári. -BS. — sjánánarábls.5 i Laugardalnum i morgun. Hann er þarna til afl byrja mefl, siðan kemur stór bor úr Blesugróf og lýkur verkinu. DB-mynd: Sv.Þorm. ■ r SKRiFSTORJFOLKK) A MÚSO- OG ROTW/EIÐUM — vinnudagurinn hefst á þvf að hreinsa músaskítafhókum og skjölum —Húsnæðið dæmtheilsuspillandi afheilbrigðisnefndKópavogs —sjábls.5 Breiðadalsheiði: Arekstur þriggja vörubfla — íhríð og skaf renningi ognærenguskyggni Þrir vörubílar lentu í árekstri á Breiðadalsheiði í gær og slasaðist einn bílstjórinn á fæti, en þó ekki alvarlega. Bílarnir skemmdust allir og var einn óökufær eftir. Samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar á ísafirði i morgun var skafrenn- ingur og hríð á heiðinni og skyggni lítið sem ekki neitt. Tveir vörubílar komu úr gagnstæðum áttum og lentu þeir hvor framan á öðrum, þar sem hvorugur bíl- stjórinn sá til ferða hins. Lögreglunni á ísafirði var tilkynnt um áreksturinn og hélt hún á staðinn, en áreksturinn varð rétt ofan við afleggjarann til Súganda- fjarðar. Þegar lögreglan var á leiðinni bar hins vegar að þriðja vörubílinn og skipti það engum togum að hann lenti á pallhorni annars vörubílsins, sem áður hafði lent í árekstrinum. Bilstjóri síð- asta bílsins slasaðist á fæti og bíll hans skemmdist langmest. Framendinn, sem lenti á pallhorninu, gekk inn á vél og var bíllinn óökufær eftir áreksturinn. Varð í fyrstu að yfirgefa hann á heið- inni, en ráðstafanir voru gerðar til þess að ná honum af heiðinni þar sem hann skapaði hættu fyrir aðra vegfarendur. - ÞT, Flateyri/JH Já, þeir eru að fiska. Það er nú gott út af fyrir sig. En verr lizt manm á það ef þeir ætla svo að stoppa vertfðina á næstu dögum — einmitt þegaráflinn er hvað mestur. Þ6 verður ekki við öllu séð — það væri jafnvel enn verra ef enginn fiskur yrði eftir á næsta árí. Já, það er vandlifað i henni veröld. DB-mynd: Hörður. Tilraunaboranir í Laugardal: ,,Eigum ekki heitt vatn í nýhús” „Við eigum ekki orðið vatn í ný hús og komum ekki til með að eiga það næsta vetur,” sagði Jóhannes Zoega hitaveitustjóri i Reykjavík í viðtali við DB i morgun. Tilraunaboranir eru nú að hefjast í Laugardalnum t borginni í leit að frekara heitu vatni en þvi sem þar er þegar búið að virkja. ,,Ef við getum stækkað svæðið eða komizt i æðar eða hærra hitastig en það sem við höfum núna erum við ánægðir. En þetta er nokkuð kostnaðarsamt. Eftir því sem dýpra er farið er kostnaðurinn meiri og ráða- menn virðast telja að betra sé að ný hús séu kynt með olíu en að leyfa Reyk- víkingum að borga kostnaðarverð fyrir heita vatnið. Við höfum því ekkert borað að gagni í ein 3—4 ár og erum búnir með það vatn sem við höfum fengið upp,” sagði Jóhannes. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.