Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 1
I 6. ÁRG. — MÁNUDAGLIR 14.APRÍL 1980.-85.TBL. ' RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGRF.IÐSLA ÞVF.RHOLTI 1 l.-ADAI SÍMI 27022. íslendingar viðurkenni norska fiskveiði- ogefnahagslögsögu við Jan Mayen: NORDMENN TIL ÍVERU- LEGAR TILSLAKANIR —efhagsmunir norskra loðnusjómanna eru tryggðir, að sögn norska blaðsins Aftenpostenímorgun Frá Sigurjóni Jóhannssyni frétta- manniDBiOsló: „Fréttamenn Aftenposten á íslandi skrifa i morgun að Norðmenn séu reiðubúnir að slaka verulega á kröfum sínum í samningaviðræðum við Islendinga ef norskum sjómönn- um verði tryggður sómasamlegur loðnukvóti í framtíðinni. Norðmenn gera ráð fyrir að Islendingar viður- kenni norska fiskveiði- og efnahags- lögsögu við Jan Mayen, en spurningin sé um hafsbotnsréttindin sem sennilega verði látin bíða gerðar- dóms. Norðmenn munu væntanlega viðurkenna 200 mílna fiskveiðilög- sögu íslendinga þannig að deilurnar um ,,gráa” beltið kynnu að verða úr sögunni. Þó eiga Norðmenn í Vandræðum með að setja þetta skýrt fram í samningum vegna þess að Danir hafa lýst yfir vilja sínum að færa út í 200 mílur frá Grænlandi og munu þá krefjast sömu réttinda og íslendingar gagnvart Jan Mayen. Aftenposten segir að norska samninganefndin muni standa fast á þeirri kröfu sinni að norskir fiski- fræðingar verði með í ráðum þegar ákveðinn er heildarfiskveiðikvóti og hvernig honum vefði skipt milli land- anna. íslendingum muni ekki leyfast að breyta þeirri niðurstöðu síðar á árinu. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra segir i viðtali við Aftenposten að það sé brýn nauðsyn að þjóðirnar nái samkomulagi í Jan Mayen mál- inu. Hann segist ekki mótfallinn því að síðar verði samið um hafsbotns- réttindin en nauðsynlegt sé að semja nú um fiskveiðiréttindin. Dagbladet segir í morgun að þessar samningaviðræður séu afar við- kvæmar og hlaðnar pólitísku sprengjuefni fyrir báðar ríkisstjórn- irnar ef eitthvað fer úr skorðum. Blaðið gerir ekki ráð fyrir heildar- lausn að þessu sinni. -SJ/JH. Við upphaf sammngaviðrœðnanna I Ráðherrahústaðnum I morgun. Hérna megin við borðið eru Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Norcgs og Jens Evensen, haf- réttarfrœðingur. íslendingarnir eru frá vinstri: Gunnar G. Schram, prófessor. Olafur Egilsson (standandi), deildarstjóri, Jón Arnalds ráðuneytisstjóri I sjávarút- vegsráðuneytinu, Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra og Hans G. Andersen, sendiherra og þjóðréttarfrœðingur. DB-mynd: Hörður. HUGMYNDIN UM SAM- STJÓRN ÓRAUNHÆF segir Steingrímur í við- tali við Arbeiderbladet norska — sjá nánar íviðtaliviðSteingrím ábaksíðu í viðtali við norska Arbeider- bladet í morgun er haft eftir Stein- grimi Hermannssyni sjávarútvegsráð- herra að krafan um samstjórn Norð- manna og íslendinga á fiskveiðum umhverfis Jan Mayen sé algjörlega óraunhæf. Steingrímur segir aftur á móti í sama viðtali, að íslendingar komi ekki til með að gefa eftir 200 milna efnahagslögsögu og að Norðménn verði að gefa eftir kröfuna um miðlínu. Þá sé það og höið krafa frá íslendingum, að Norðmenn viðurkenni að íslenzk stjórnvöld á- kveði hámarksveiðikvóta loðnu á öllu svæðinu. -JH/SJ, Osló. „Sýnist Norð- menn ekki veraísamn- ingahug” — segir Ólafur Ragnar „Mér sýnist, að Norðmenn séu ekki komnir í miklum samningahug, miöað við þau ummæli Frydenlunds utanrikisráðherra i gærkvöld að þurfa muni 1—2 fundi í viðbót,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður, sem sæti á i samninganefndinni um Jan Mayen, í viðtali við DB i morgun. „Norðmenn hafa einnig talað um, að ekki ætti að ræða hafsbotns- réttindi í þessum viðræðum,” sagði Ólafur Ragnar. „Við munum byrja að lýsa sögulegri afstööu okkar til Jan Mayen og byggja á riti Sigurðar Lindals prófessors. Við teljum hæpið, að heildarsamkomulagi verði frestað. Ef ræða á veiðarnar einar, er fleira, sem upp kemur cn loðnan, til dæmis kolmunninn. Við höfum boöið upp á tillögur um sameiginlega stjórn,” sagði Ólafur Ragnar. „Spurningin er. hvort norsk stjórnvöld hafa ekki breytt afstöðu sinni. -HH. „Norsk yf irráð séu virt” — segir Knut Frydenlund ,,Ég get ekki séö allt það óhag- ræði sem íslendingum væri að norskum eignarétti á Jan Mayen, ef samkomulag gæti orðið um þá hags- muni sem almennt fylgja slikum yfir- ráðum,” sagði Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, i viðtali við DB I morgun. „Samkvæmt norskum grundr vallarlögum er Jan Mayen ótvirætt hluti norska rikisins,” sagði Frydenlund þegar fréttamaður DB spurði hann að því hvort krafa Norðmanna, um eignarrétt á Jan Mayen væri þeim nauðsynleg, þegar litið væri til hins góða ástands, m.a. i efnahagsmáium, sem nú væri í Noregi. ,,Sem utanrikisráðherra ber mér ótviræð skylda til þess að sjá svo um að norsk grundvallarlög séu i þessu tilliti virt af öðrum þjóðum,” sagði Frydenlund. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.