Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1980. — 94. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. f 15 tonna báts með þremur mönnum saknad viö Eyjar —á bátpum eru feðgar og félagi þeirra, allir úr Reykjavík Saknað er í Eyjum 15 tonna báts með þremur mönnum. Fór báturinn til netaveiða á miðvikudagsmorgun og sást á miðunum skammt norður af Eyjum siðari hluta miðvikudags, en hvarf þaðan mjög skyndilega frá netum sínum í sjó og síðan hefur eík- ert til bátsins spurzt. Á bátnum eru feðgar úr Reykjavík og félagi þeirra, einnig úr Reykjavík. Báturinn heitir Jökultindur S! 200 og var nýlega keyptur frá Siglufirði. Báturinn er frambyggður stálbátur. Báturinn lagði net sín norður af Eiðinu á svonefndum Flúðum. Lítil trilla sigldi skammt frá bátnum um sexleytið á miðvikudaginn og litlu síðar reyndist Jökultindur horfinn og furðaði maðurinn í tnillunni sig á hinu skjóta hvarfi. Net Jökultinds voru að hluta til í sjónum þar sem trillan hafði siglt fram hjá honum. Eftirgrennslan hófst snemma i gærmorgun og leitað var i öllum höfnum og bátar sem á sjó höfðu verið inntir eftir ferðum Jökultinds. Enginn hafði orðið var við hann eftir að trillan sigldi hjá(honum. Flugvél Gæzlunnar leitaði síðan í gær alla strandlengjuna austur að Alviðru og krussaði lengi lítið svæði umhverfis Eyjar, svæði sem afmarkast af línu 15 mílur vestur af Eyjum til 15 mílna austur af Eyjum. Flogið var einnig með ströndum allra eyja, en ekkert hefur fundizt, sem bent gæti til hver orðið hefðu afdrif bátsins. Lóðsinn i Eyjum hefur leitað og menn frá SVFl deildum i Land- eyjum og Austur-Eyjafjöllum hafa leitað og leita enn á fjörum. Hjálpar- sveit skáta í Eyjum leitar fjörur þar og farið verður á.smábátum út í allar eyjar. Bátar úr Eyjum voru í morgun á þeim slóðum, þar sem Jökultindur sást síðast og net hans voru að hluta til i sjó. Að sögn fréttamanns DB í Eyjum hafði verið lóðað með dýptar- mælum á þessum slóðum og töldu menn sig hafa orðið vara við einhverja þúst á hafsbotni. Hugsanlegt var taliðað um gæti verið að ræða hinn týnda bát. Dýpi þarna er mikið, allt að 50metrum. -FV/ASt. Sumardagshátíðahöldin með hefðbundnu sniði: VEÐRIÐ BRÁST EKKI -varheldurleiðinlegt ogdróúrþátttSku Hátíðahöldin í Reykjavík í tilefni sumardagsins fyrsta fóru fram með hefðbundnu sniði í gær. Heldur leiðinlegt veður dró nokkuð úr þátttöku. Engu að síður var talsvertfjölmennur hópur barna og fullorðinna samankominn á Lœkjartorgi er hátíðahöldin hófust „Vinnubrögð formanns HSÍ „Lína lang- sokkur fyrirneöan allar hellur” hættuleg — formaðurHauka börnum” — sjá íþróttir — sjá erl. fréttir bls. 12ogl7 bls.G-7 þar kl. 14.30. Á skemmtuninni komu fram sönghópar, kórar og trúðar, svo eitthvað sé nefnt. Myndin er af einu dagskráratriðinu á Lækjartorgi. - GAJ/DB-mynd: Ragnar Th. — Sjá fréttir af hátíðahöldunum I máli og myndum á bls. 8—9. Þaö leysirengm Norskurkjarn- vandamál orkubúnaður aðsetjafanga seldur íeinangrun Pakistönum -sjábls.2 — sjá bls. 10 Teheran: 8 féllu í mis- heppnaðri tilraun tilað bjarga gíslunum Bandaríkjamenn gerðu í morgun misheppnaða tilraun til að bjarga gislunum í bandaríska sendiráðinu í Teheran í íran. Átta Bandaríkjamenn féllu við aðförina að. sendiráðs- byggingunum en þegar DB fór i prentun var ekki fullkunnugt um aðdraganda atburðanna. Þó var komið fram að björgunar- tilraunin var gerð að fyrirlagi Jimmy Carters Bandarikjafor- seta. 1 ávarpi, sem forsetinn flutti til bandarísku þjóðarinnar um hádegið í dag, sagðist hann hafa fyrirskipað aðgerðirnar af mannúðarástæðum, vegna hags- muna þjóðarinnar og til að létta á þeirri alþjóðlegu spennu sem málið hefur valdið undanfarna mánuði. Að sögn Thomas Martin hjá Menningarstofnun Banda- ríkjanna i morgun, virðist tilraunin til að bjarga gislunum hafa mistekizt vegna- tæknilegra orsaka. Auk hinna átta sem féllu. munu fieiri Bandaríkja- menn hafa særzt. Tvær þyrlur fórust á flugvellinum við Teheran og voru hinir föllnu i þeim. Upp úr þvi var tilrauninni hætt. Allir Bandarikjamennirnir eru komnir frá íran, en ekki vitað hvar þeir eru. Engin viðbrögð hafa borizt frá stjórnendum eða öðrum t íran. Þar hefur því hitis vegar verið margoft hótað að ekki yrði hikað við að drepa gíslana ef tilraun yrði gerð til að bjarga þeim. -ÓG.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.