Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						BIAÐW
'Utgafandi: Oágbtsðlð hf'.
h*mkvssrndastj6ri: Svelnn B. Eyjottsson. Ritstj6ri. Jbnas KriaHjíinsson.
taitttjorruuf ulltrúfc Haukur Hslgason. rrettastjorifórnar Voldimarsson.
SkrifstonJstjóri ritstjomar Jóhannas Reykdal.
"próttir Manur. Simonarson. Mannrng: Aðalstsinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jönas Haraldsson.
Handrrt Asgrimur Palsson. Honnun: Hllmar Kartsson.
Bbioamann: Anna Biamason, Atli Rúnar Halldorssbn, Atri Stoinarssori, Ásgair Tómasson, Bragi
Sigurðsson, Dóra Stefénsdóttir, Elín Albórtsdóttir, Erna V." mgölfsdöttir, Gunnlaugur A. Jónsson.l'
Ölafúr Geirsson, Sigurður Svarrisaon.
Ljósmyndir: Anii Pall Jóhannsson, Bjamloifur BjamleHsspn, Hörður Vilhjalmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Svainn Þormööison. Safn: Jón Satvar Baldvtnsson.
Skrifstofustjori: Ölafur EyjöHsson. GJaMkeri: Þrálnn ÞorieHsson. Sölustjöri: Ingvar Sveinsson. Drorfing
anrqori: Mar E.M. Halldórsson.
Rrtstjóm SMumúla 12. Aígrelðsla, áskriftadelld, eugly'singar og skrifstofur Þverholtj 11.
AðalsJmiblaðstnsar 27022 (10 Jjnur).                                      .
Skattagræðgin ersprengiefni
Fyrir 30 árum voru skattar til ríkis og
sveitarfélaga 25% þjóðartekna. Fyrir 10
árum voru þeir 35%. Á þessu ári eru
þeir komnir upp í 45%. Með sama
áframhaldi verða opinberir skattar
komnir upp í 55% þjóðartekna eftir
aðeins fímm ár.
Skattheimtan er þannig nú þegar komin upp undir
það, að önnur hver króna renni til hins opinbera. Hjá
fólkinu í landinu lítur þetta enn verr út, því að hlutur
hins opinbera er enn hærri af þeim viðbótarkrónum,
sem menn vildu kannski afla.
í mörgum fjölskyldum vilja menn afla sér aukatekna
vegna tímabundinna eða langvinnra þarfa. Þetta hafa
menn til dæmis gert með yfirvinnu, bónusvinnu eða
með því að hjón vinni bæði úti. Þessi vinnuþrælkun
skilur lítiðeftir.
Samkvæmt skattstiga hinnar nýju og gráðugu ríkis-
stjórnar eiga beinir skattar, það er tekjuskattur, út-
svar, byggingasjóðsálag, sjúkratryggingargjald og
kirkjugarðsgjald að fara upp í 65% af þeim viðbótar-
krónum, sem menn afla sér.
Þessi prósentutala er að vísu ekki sama eðlis og hin-
ar, sem fyrr voru nefndar. Hún er ekki greidd fyrr en
ári eftir að peninganna er aflað og er því ekki svona há
í raun. En á móti kemur, að í hana vantar alla óbeinu
skattana, svo sem sölugjald.
Þess vegna ætti í heild að vera nálægt lagi, að tvær
krónur af hverjum þremur krónum viðbótartekna
lendi hjá hinu opinbera. Þetta eru uggvænleg tíðindi
fyrir þá, sem eru að þræla, til dæmis fyrir þaki yfir
höfuð sitt og sinna.
Hraði þessarar óheillaþróunar hefur vaxið áttunda
tug þessarar aldar undir dauðri hendi tveggja vinstri
stjórna og einnar hægri stjórnar. Hin nýja ríkisstjórn
hefur á tveggja mánaða ferli riðið mikinn á sama hel-
vegi skattagræðginnar.
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hefur ekki skilið,
fremur en aðrar stjórnir eftir viðreisn, að það er tak-
markað, sem fátækt þjóðfélag getur lagt til sameigin-
legra þarfa. Sú geta takmarkast af stöðnuðum þjóðar-
tekjum íslendinga.
A einum áratug ómögulegra ríkisstjórna hafa launa-„
greiðslur ríkisins aukizt úr 20% skatttekna í 30%. Einn
maður þjónar nú ríkinu á hverja fjóra í atvinnulífinu,
en var einn á hverja sjö fyrir tíu árum. Þessa þróun
verður að stöðva.
Allir eru sammála um, að skattagræðgin sé komin út
yfír allan þjófabálk. Meðal annars hefur Verkamanna-
sambandið lýst því yfir, að „ríkisstjórnin getur ekki
vænzt aðhalds af öðrum aðilum, þegar hún heimtar sí-
fellt meir a í sinn hlut".
í yfirlýsingu Verkamannasambandsins segir einnig:
„Á sama'tíma og kjaraskerðingar dynja yfir af völdum
verðlagshækkana, er óhæfa að skerða kjörin frekar
með skattaálögum eins og samþykktar hafa verið".
Þessa óhæfu hefur ríkisstjórnin framið.
Eini ljósi bletturinn í frumskógi hinnar opinberu
skattagræðgi eru tilraunir nokkurra sveitarfélaga til að
láta sér nægja lægri útsvör og fasteignagjöld en leyfíleg
eru. Fremst er þar Seltjarnarnes, sem heldur sér við
10% útsvár.
Önnur sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur, þar sem
sjálfstæðismenn hafa meirihluta, fjalla nú um að halda
sér við 11% útsvar, meðan Reykjavík er komin í
11,88% og önnur í 12,21%. Ef þetta viðnám kemst til
framkvæmda, mun það vekja mikla athygli.
Stjórnmálamenn á þingi sitja eins og jólasveinar með
syeittan skallann við að uppfylla sífellt nýjar, sam-
eiginlegar þarfír, sem tekjur þjóðarinnar standa ekki
undir. Þeir átta sig ekki á, að skattagræðgin er að
verða hið stórpólitíska sprengiefni.
DAGBLAÐID. MANUDAGUR28. APRIL 1980.
Kuwait var fyrsta rikið sem Giscard d'Estaing Frakklandsforsetí heimsotn i iu uaga lero sinm m fviioausturianda fyrir fáein
um vikuni. Hér er hann ásamt Jaber al Sabah þjöðhöfðingja landsins.
Gyðingar íFrakk-
landi deila um
Palestínumáliö
— í kjölfar stuðningsyf irlýsingar Frakklandsforseta við
málstað Palestínumanna

„Haldið Arafat úti i kuldanum:
Látum Frakkland ekki eyðileggja
ísraelsríki" stendur á veggspjöldum í
gyðingahverfihu í París. Annars
staðar má sjá veggspjöld með áletr-
uninni: „Friður í Miðausturlöndum.
Heimaríki gyðinga og Palestínu-
manna."
Enn einu sinni spyrja gyðingar í
Frakklandi sig þeirrar spurningar
hver sé vinur og hver óvinur.
Franskir gyðingar eru um 700.000
talsins, fjölmennasta samfélag gyð-
inga utan Sovétríkjanna. Þeir spyrja
sig nú hvort þeir geti verið bæði
gyðingar og franskir þegnar um leið.
Eða hvort þeir verði að velja á milli
þessað veragyðingureða Frakki.
Yfirlýsingar Valery Giscard
d'Estaings Frakklandsforseta um
stuðning við sjálfræði palestínsku
þjóðarinnar, sem forsetinn lét frá sér
fara á ferð um Austurlönd fyrir
skömmu, fara ákaflega í taugarnar á
frönskum gyðingum. „Spurningin er
sú hvort samfélag gyðinga og ísraels-
ríki lifi eða deyi," skrifar vikuritið
La Tribune Juive. En á sama hátt og -
pólitískur grasgarður Frakka skiptist
á milli Gaullista, Giscard-sinna,
sósíalista og kommúnista, eru
gyðingar hreint ekki á einu máli um
afstöðuna til Palestínumálsins. Rót-
gróin samtök franskra gyðinga halda
fast við gömlu harðlinustefnuna og
verja ísraelsriki í gegnum súrt og
sætt. Vinstri sinnaðir námsmenn úr
röðum gyðinga hallast margir hverjir
að því að fram hjá Palestínumönnum
og samtökum þeirra verði ekki
gengið við lausn málsins.
„Palestínumálið verður aðeins
leyst af fulltrúum ísraels og
Palestínumanna," skrifar blaða-
maðurinn Jean Liberman. „Niður-
staðan fæst með viðurkenningu á
yfirráðarétti Palestínumanna."
En hvað um það, franskir gyðingar
eru sárreiðir forsetanum fyrir að gefa,
stefnu Araba undir fótinn að „skaða
hagsmuni ísraels sem allra mest,"
eins og það er orðað. Gyðingarnir
reyna að safna stuðningi við fordæm-
ingu á yfirlýsingum forsetans. Þá
hafa samtök gyðinga ákveðið að láta
mjög til sín taka í forsetakosningun-
um í Frakklandi á næsta ári. Þau ráð-
gera að leggja sifellt spurningar fyrir
forsetaefnin á opinberum vettvangi
og knýja á um að fá við þeim skýr
svör. Þannig ætla gyðingar að fá á
hreint fyrirfram hvaða stefnu við-
komandi muni fylgja ef hann nær því
að setjast í franska forsetastólinn.
Áhrifamikil gyðingasamtök í Lyon
hafa reyndar þegar lýst yfir að þau
muni beita sér gegn stuðningi sinna
félagsmanna við alla frambjóðendur
þangað til „skýr og ákveðin svör
liggja fyrir". Áður hefur sýnt sig að
það getur skipt sköpum í kosningum
hvort frambjóðandi hefur gyðinga
með sér eða á móti. í þingkosningun-
um 1973 t.d. féllu tveir ráðherrar að
því talið er fyrst og fremst vegna yfir-
íýstrar samúðar við málstað Araba.
Fjölmiðlamenn í París eru þó yfirleitt
sammála um að franskir gyðingar
hal'i ekki tök á að skaða kosningabar-
áttu d'Estaings forseta ásama hátt og
t.d. gyðingar í New York sköðuðu
'4*
kosningabaráttu Carters í New York i
forkosningunum fyrr á þessu ári.
Almannarómur segir að fyrir for-
setanum hafi einungis vakað að halda
olíuflæðinu frá Miðausturlöndum til
Frakklands gangandi þegar hann
skrifaði undir yfirlýsingar hliðhollar
Palestinumönnum í Austurlanda-
ferðinni. í Frakklandi segja and-
stæðingar forsetans hins vegar að
hann hafi samt ekki haft annað upp
úr krafsinu en fögur loforð um að
olían myndi skila sér áfram til Frákk-
lands. Hins vegar hafi frönskum
fyrirtækjum gengið illa að fá fram-
lengda viðskiptasamninga og gera
nýja við þau lönd sem forsetinn
heimsótti.
Ofsi gyðinga í garð Giscards
d'Estaings forseta er meiri en fyrir-
rennarar hans í embætti þurftu nokk-
urn tíma að þola. Þó fékk Charles de
Gaulle væna skammadembu yfir sig
1967 þegar hann kallaði forystumenn
ísraelsríkis „hrokagikki". Var-
færnisleg stefna Pompidous í málefn-
um Miðausturlanda fór fremur í
taugarnar á gyðingunum en að hún
skapaði æsingar og reiði meðal
þeirra.
Árið 1974 hitti Jean Sauvagnar-
gues  utanrikisráðherra  Frakklands
Yasser Arafat foringja Frelsissam-
taka Palestínu, PLO. Þessi atburður
vakti slika reiði meðal ísraelsmanna
og franskra gyðinga, að d'Estaing
forseti sá sig tilneyddan að aflétta
vopnasölubanni á Ísrael til að róa
lýðinn. Síðar greiddi Frakkland at-
kvæði með viðurkenningu á Frelsis-
samtökum Palestínu í Sameinuðu
þjóðunum. Sömuleiðis var PLO leyft
að opna skrifstofu í París. Vonzka
gyðinga blossaði upp enn á ný. Þá
greip'forsetinn til þess að fara í heim-
sókn í útrýmingarbúðir nasista í Aus-
chwitz og þess að fjölmiðlar gerðu
mjög mikið úr heimsókninni. Við
það tækifæri lét d'Estaing mörg
notaleg orð falla til gyðinga. Og
gyðingar róuðust um sinn.
Svo æstist leikurinn meira en
nokkur sinni þegar franska stjórnin
lét handtaka, og sleppa aftur úr
haldi, hermdarverkamanninn Abu
Daoud. Abu Daoud var poliurinn og
pannan í skipulagningu áhryðjuverk-
um Palestínumanna á ólympíuleikun-
um í Miinchen 1972. Þetta atvik,
sögðu gyðingar, sýnir að forseti
Frakklands tekur olíuviðskiptahags-
muni landsins langt fram yfir sjónar-
mið siðfræði og mannhelgi.
D'Estaing var sakaður um að beygja
sig undir vilja Araba með því að láta
Abu Daoud lausan.
Þá horfðu gyðingar skelfdir upp á
Frakklandsforseta fara í opinbera
heimsókn til Jórdaníu. Sagt er að
hann hafi m.a. heimsótt bækistöðvar
hermanna ekki langt frá landamær-
um ísraels og skoðað ísrael í gegnum
sjónauka. Hann var þó ófáanlegur út
úr þyrlunni sinni fyrr en öllum ljós-
myndurum og blaðamönnum hafði
verið visað á braut. Hann kærði sig
ekki um að fjölmiðlar gerðu sér mat
úr málinu.
Eldri kynslóðgyðinga í Frakklandi
hefur engu gleymt frá stríðsárunum.
Hún minnist enn með biturð sam-
vinnu frönsku stjórnarinnar og lög-
reglunnar við nasistana. Og hún
minnist þess að frahskir samborgarar
þóttu sýna litla samúð þegar þeir
horfðu upp á gyðinga dregna burt af
útsendurum Hitlers-Þýzkalands.
Það er því niðurstaða Henri
Hajdenbergs.stofnanda einna af sam-
tökum gyðinga i Frakklandi, að
gyðingar verði að grípa til einhverra
ráða til að fá viðurkenningu sem
þjóðfélagshópur sem taka verður
fullttillittil.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32