Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						14
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR28. APRÍL 1980.
Þrjátíu aldraöir Norðmenn
í heimsókn hjá íslenzkum
jafhöldrum sínum
Góðir gestir eru nú hérlendis og
munu dvelja í vikutíma. Þetta eru 30
aldraðir Norðmenn, ellilífeyrisþegar, .
sem eru félagar í Nes-klúbbnum í
Romerike. Á kvöldvöku, sem haldin
var á Hótel Sögu á sunnudagskvöld
Ekkl er annað að sjá en allir skemmtí sér vel og gefur kvóldvakan é
sunnudag góöar vonir um góða skemmtun.
DB-myndir Hagnar TH.
hittu Norðmennirnir jafnaldra sína
íslenzka og var kátt á hjalla svo sem
vænta mátti.
Áætlað er, að kvöldvökur sem
þessi verði þáttur í félagstarfi eldri
borgara í Reykjavík næsta vetur, en
forsmekkinn fengu menn á sunnu-
dag. Margt var til skemmtunar fyrir
gamla fólkið frá Noregi og íslantli. •
Sigurður Björnsson óperusöngvari
söng við undirleik Agnesar Löve,
Karlakór Reykjavíkur söng og
Jóhannes Pétursson tók nokkur Iög á
nikkuna. Liklegt má telja að
harmóníkan hafi rifjað upp gamlar
og góðar minningar fyrri ára hjá
mörgumgestinum.
FOLK
Sigurður Björnsson óperusöngvari syngur fyrir aldraða landa sina og
jafnaldra þeirra norska.
Geirþrúður Hildur Bemhöft elli-
málafulltrúi flutti ávarp á kvöldvök-
unni og kynnir var Helena Halldórs-
dóttir   fulltrúi   við'félagsstarf  eldri
borgara i Reykjavík. Ekki mágleyma
veitingunum, sem voru að góðum
íslenzkum sið, flatkökur með hangi-
keti, rjómapönnukökurogkaffi.-JH
Fatafellurí
Varmárlaug
Það er ekki aðeins í Læragjá, sem
fólk fækkar fötum á ólíklegustu tím-
um sólarhringsins. Sundlaugin við
Varmá í Mosfellssveit fer ekki var-
hluta af heimsókn slikra fatafellna.
Eru þá sumir ekkert að hafa fyrir því
að hafa nokkra spjör á sér.
Sundlaugarverðir hafa þó ráð
undir rifi hverju og hafa áugun hjá
sér jafnt á nóttu sem degi. Mun það
hafa borið við að þeim nöktu hefur
heldur brugðið í brún við að finna
alls enga spjör á sundlaugarbakka til
þess að hylja nekt sína með.
Hver tók fötin? Það fellur grunur
en . . .
„LOFTIÐ ER TÆRT OG
SÉST TIL HIMINS"
„Eitthvert skemmtilegasta ár, sem
ég hef lifað var fyrir 6 árum, þegar ég
var hér skiptinemi. Ég eignaðist hér
marga vini. íslendingar eru svo ein-
staklega traustir og taka manni svo
vel," segir Jose Luis Lopez Ayala,
sem er aftur kominn hingað til eyj-
unnar köldu frá Mexikóborg. Hann
dvelur um þessar mundir hjá ,,fóstur-
foreldrum" sinum, séra Jóni
Bjarman og Hönnu Pálsdóttur, á
Háaleitisbrautinni. (Fósturforeldrar
eða hinn pabbi minn og mamma eru
þeir oft kallaðir sem taka til sín
skiptinema).
í Mexíkóborg fer hitinn yfir 40
gráður á sumrin. „Engum dettur í
hug að vera með loftkælingu í húsum
sínum. Maður finnur ekkert fyrir hil-
anum, kannski vegna þess að þar er
mikil mengun og mistur," segir Jose,
en viðurkennir að það eina sem að
íslandi megi finna sé veðurfarið. „En
loftið er tært og maður sér til him-
ins."
Og hvað er svo Mexíkani að gera
hér? Jú, eftir dvölina ánægjulegu
ákvað hann að Ijúka námi i arki-
tektúr. Síðan byrjaði hann að vinna i
Mexíkóborg við fag sitt 1978 og
ákvað síðan að koma til íslands og
reyna fyrir sér hér. Nú er hann búinn
að vera i einn mánuð, en hefur orðið
fyrir vonbrigðum, þvi að ekki eitt
einasta atvinnutilboð hefur rekið á
fjörur hans, þrátt fyrir ákafar til-
raunir. Hanna Pálsdóttir blandar sér
nú inn í umræðurnar og segir að þau
hjónin hafi reynt allt sem þeim hefur
getað dottið i hug til þess að útvega
Hanna Pálsdóttir, „fosturmóðir" Jose Luis Lopez Ayala, var lengi i stjórn Nem-
endaskipta þjöðkirkjunnar. Hún sagði að oftast færu um 20 skiptinemar héðan á
ári en kannski 13 kæmu hingað. Fólk væri hrætt við að taka skiptinema hér. Það
væri hins vegar hinn mesti óþarfi, þvi að þegar upp væri staðið væri það hin mesta
ánægja. Það hefði hún sjálf reynt.
þessum fóstursyni sínum atvinnu
nemaaðauglýsa.
Jose hefur þó fengið svolítið að
gera hjá Módelsamtökunum við aug-
lýsingateiknun, en þegar hann var hér
fyrst sýndi hann föt fyrir samtökin.
Betur hefur honum gengið að fá-
íbúð. Fékk 2ja herbergja íbúð með
húsgögnum fyrir 85 þús. krónur á
mánuði.
Hér er engin
stéttaskipting, en í
Mexíkó...
„Jú, lífið í Mexíkó er allt öðru visi
en hér," segir hann. ,,Hér er engin
stéttaskipting, en í Mexíkó," og nú
þarf Jose að leggja mikla áherzlu á
orð sín eins og fólki frá spænsku-
mælandi löndum er svo tamt, þótt
raunar tali hann ensku við okkur. ,,í
Mexíkó eru það fyrst konur og karl-
menn, síðan er það hástétt, miðstétt
og lágstétt. Ef maður fer út með
stúlku spyr hún fyrst: Hvað gerir
pabbi þinn, hvernig bíl áttu og í
hvaða háskóla ertu?" Jose tilheyrir
miðstéttinni.
Við spyrjum hvað hann eigi við
með því að tala um konur og karl-
menn i sambandi við stéttaskiptingu.
,,Jú, hér á íslandi ganga allir í
gallabuxum. Það er ekki hægt að
merkja það á klæðaburði eða klipp-
ingu hvort maður horfir á eftir strák
eða stelpu. í Mexíkó gilda allt aðrir
siðir. Þar eiga konur að vera kven-
legar og fyrst og fremst eiginkonur,"
segir Jose okkur. „Þetta er samt að
breytast smám saman. T.d. er systir
min læknir, en það er óvenjulegt að
kona sé læknir í Mexíkó.
Eitt hafa þó mexíkanskar og yfir-
leitt spænskumælandi konur fram
yfir margar kynsystur sínar. Jose
hefur tvö eftirnöfn. Annað er Lopez,
sem er fjölskyldunafn föður hans og
hitt er fjölskyldunafn móður hans,
Ayala. Að ættarnafn móður sé notað
í sambandi við skírn barna er ekki al-
gengt úti í hinum stóra heimi. Ekki
einu sinniá Islandi.
Vitanlega á Jose heilmörg áhuga-
mál. Hann hefur einu sinni farið á
skiði hér og kom allur hruflaður i
framan úr þeirri ferð. Hann var ekki
búinn að átta sig á því að betra væri
að detta á bakhlutann, en ekki renna
sér niður brekkurnar á maganum.
— segir Jose Luis
Lopez Ayalafrá
Mexíkó, semyar
skiptinemi á íslandi
fyrir sex árum og
hyggst dveljast hér
nœstu árin
Hitti íslenzka
senjórítu af tilviljun
„Eg hef samt verið á sjóskíðum.
Alcapulco er ekki nema 6 tima ferð
frá Mexíkóborg og þar er sjórinn
fínn. Annars er það einkennilegt
hvað heimurinn er lítill. Ég sá þar
fallega „senjorítu" sem ég þóttist sjá
á klæðaburði að væri íslenzk. Ég
sagði þí-i við hana: Hvað ertu að gera
hér, er ekki gaman? Hún var islenzk
og varð í meira Iagi hissa." í Mexíkó
búa um 60 milljónir manna.
Jose sagðist ætla að vera hér i 1—2
ár, ef hann fengi þá eitthvað að gera.
í Mexíkó eru fjölskyldubönd ákaf-
lega sterk. Piltar jafnt sem stúlkur
dvelja venjulega í föðurhúsum þar til
þaugiftasig.
— Ef  hann  næði  sér  í  íslenzkt
kvonfang?
„Ja, þáer aldrei aðvita."
-EVI
Sko. Það ríkir stéttaskipting i Mexikó. Fyrst:
Kmiur og karlar. Konur eiga fyrst og fremst að
vera eiginkonur og vera kvenlegar.
Svo er það lágstéttin.
Siðan miðstéttin.
Fyrír ofan allt er það hástéttin, þeir riku.
DB-myndir Bjarnleifur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32