Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. 31 IS Útvarp Sjónvarp i Þeir fá að tala i útvarpið i kvöld og segja skoðun sina á skattamálum. ÚTVARPFRÁ ALÞINGI - íkvöld kl. 20,00: HÆKKA SKATTAR? Útvarpað verður frá umræðum á Al- þingi i kvöld. Umræður þessar eru búnar að kosta mikið japl og jaml og fuður því flokkarnir hafa ekki getað komið sér saman um hvenær þær ættu að vera. Umræðurnar snúast um tekjuskatt- inn. Rikisstjórnin hefur lagt fram hug- mynd að skattstiga sem stjórnarand- stæðingar segja að komi til með að hækka skattana. Það segja stjórnar- menn vitleysu, þetta verði jafnvel til lækkunar skatta efnaminna fólks. Alþýðuflokksmenn fóru fram á að þessum umræðum yrði útvarpað og var ákveðið að verða við því. Þegar búið var að fastsetja daginn fékk fjármála- ráðherra hins vegar nýja útreikninga ■frá rikisskattstjóra og sýndist þá dæmið ætla að koma öðru vísi út en Ragnar hafði ætlazt til. Hann bað þá umaðumræðunum yrði frestað. Nýr dagur var valinn, síðasti vetrar- dagur. Stjórnarandstaðan var hins vegar mótfallin þeim degi vegna þess að talið var að fólk hefði öðrum hnöppum að hneppa i tilefni dagsins en að hlusta á útvarp. Fresturinn var veittur, Ragn- ari til mikillar gremju að sögn, og þessar margumtöluðu umræður fara sem sé fram i kvöld. Alþýðuflokkurinn fær að opna um- ræðurnar en á eftir kemur Alþýðu- bandalag, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur rekur lestina. Hver flokkur fær hálftíma í tvennu lagi til að koma skoðunum sinum á framfæri. Fyrri hálfleikur verður 15—20 mínútur ogsáseinni 10—15 mínútur. Þáer bara að setjast við tækin og komast að þvt hvort skattarnir hækka eða ekki. -DS SÓLGATA16—sjónvarp kL 21,15: Norskt vanda- málaleikrit Sólgata 16 nefnist norskt sjónvarps- leikrit sem sýnt verður í kvöld. Er þar á ferðinni mikið vandamálaleikrit um þrjá feðga sem búa saman í óhrjálegri leiguíbúð. Aftnn, pabbinn og sonurinn hafa allir orðið undir i lífsbaráttunni og eru álitnir vandræðamenn. En þeir eru ólíkir og vandræðin sem af þeim stafa eru ekki öll eins. Þýðandi leikritsins er Jóhanna .16- hannsdótlir. - DS Hvar eru spumingaþættimir? Það að fjalla um dagskrá útvarps og sjónvarps um alla helgina er ekki létt verk og það gerir sennilega eng- inn af viti, því svo margt annað kallar á þannig að útvarpshlustunog sjón- varpsrýni fer fyrir ofan garð og neðan. Eftir nokkurra mánaða fjarveru frá landinu er ég sennilega ánægðari með margt í útvarpi og sjónvarpi en ég hefði ella verið, en þó verð ég að segja að þegar kom áð Kastljósi á föstudagskvöldið þá fannst mér eitt- hvað vanta, form þáttarins er alltof staðnað, og vinur minn Helgi ekki nógu lipur stjórnandi. Það eru kostir góðs stjórnanda þáttar sem Kastljóss að leiða á milli spurninga, en ekki spyrja í austur þegar annar er að svara í vestur. En ósköp held ég að margir séu litið nær um „jöfnun” simgjalda eftir þennan þátt. Sjón- varpsmyndina um kvöldið horfði ég ekki á, nema rétt fyrstu mínúturnar, og lofuðu þær góðu um framhaldið, en fór í þess stað og hlýddi á hinn stórskemmtilega söngvara Rebroff. Á laugardögum er útvarpið jafnan opið fyrri part dagsins og þrátt fyrir að dagskráin hafi verið eins um langa hríð virðist einhvern veginn alltaf vera hægt að hlusta. Óskalög sjúkl- inga er fastur hyrningarsteinn í dag- skránni og svo er einnig um ,,í viku- lokin” eftir hádegið. Einnig gerir Svavar Gests efninu góð skil í þáttum sínum og eru þeir þættir hinir áheyri- legustu. Evert Ingólfsson las fyrri hluta skemmtilegrar smásögu á laugardags- eftirmiðdaginn, en svo gleymdi ég að hlusta á seinni partinn daginn eftir þannig að ég missti botninn. í sjónvarpinu á laugardag kvaddi Lassie en í hans stað mun næsta laugardag hefja göngu sína þáttur um hina síungu kempu Fred Flintstone í nýjum ævintýrum, og leiðir það hug- ann að því hve teiknimyndir eru vin- sælt efni bæði hjá börnum og full- orðnum. Væri ekki úr vegi að sjón- varpið reyndi að fjölga slikum þátt- um. Aðra þætti laugardagsins horfði ég lítið á, Löður fer einhvern veginn fyrir ofan garð og neðan hjá mér og þátturinn um nóbelsskáldið freistaði mín ekki. Söngvakeppni sjónvarps- stöðva er alltaf gaman að horfa á, þó ekki væri nema fyrir glæsileik í upp- setningu. En þar eð annað var á dag- skránni hjá mér þá horfði ég ekki á þennan þátt til enda. En þegar er verið að fjalla um helgardagskrá sjónvarpsins á annað borð, þá kemur upp sú spurning hvers vegna enginn spurningaþáttur hefur verið á dagskránni í vetur. Slíkir þættir eru ekki dýrir í upptöku né útsendingu og njóta ávallt vin- sælda. Á sunnudag stóð Stundin okkar fyllilega fyrir sínu og krakkarnir minir segja mér að þeim hafi fundizt gaman að henni í vetur. Á eftir frétt- um var sýnd þurr og stirð lýsing á kaupstaðarferð á hestvögnum. Þar. hefði lipur og lifandi þulur lagað mikið. I gærkvöldi horfði ég í fyrsta skipti á þáttinn Í Hertogastræti og hafði gaman af. Eru Bretar greinilega enn framar öðrum í framleiðslu á efni sem þessu. Á eftir þvi skyggndumst við inn i heim grafiklistamannsins Eschers og þar á eftir var sýndur bráðgóður þáttur með þrem jass- gítaristum. Alla jafna er ég ekki mikið fyrir jass, en á þennan þátt horfið ég til enda með ánægju. Á eftir jassinum skipti ég yfir á útvarpið og lenti þá í kvöldsögunni um Odd V. Gíslason, eflaust ágætri' sögu, en mikið voru sögurnar betri hér í eina tið, eins og þegar öll þjóðin sat í spenningi og hlýddi á „Hver er Gregory?” hér um árið. Einhvern veginn finnst mér að þannig ættu kvöldsögurnar að vera. MÆLT MÁL- útvarp í kvðld kl. 19,35: VIL AÐ MENN LEGGIRÆKT VIÐ MÁLIÐ — segir nýr umsjónarmaður Mælts máls „Það er bara sérvizka i mér að kalla þáttinn Mælt mál. Mér finnst Daglegt mál lágkúrulegra. Ég var með þáttinn fyrir fimm árum og fékk þá að ráða þessu,” sagði Bjarni Einarsson lektor um þáttinn Mælt mál sem hann sér um í kvöld. Bjarni tók við umsjón hans á sumardaginn fyrsta af Stefáni vinnufélaga sínum á Handritastofnun Karlssyni. ,,Ég býst við því að verða með þáttinn núna í nokkrar vikur. Í fyrsta þættinum sagði ég nokkuð frá því hvað ég hyggst gera. Ég talaði um hvað fælist í orðinu málrækt, það að viðhalda og rifja upp orðaforða tungunnar og benda á misfellur og rugling á orðum og orðatiltækjum. Þátturinn verður í hefðbundnum stíl. Ég er enginn sérvitringur sem vill leyfa fólki að tala hvernig sem er. Ég vil að fólk leggi rækt við málið, bæði það skrifaða og það talaða,” sagði Bjarni. - DS & Bjarni F.inarsson lcktor, hinn nýi um- sjónarmaður Mælts máls, cr starfsmaður Handritaslofnunarinnar í Árnagarði. DB-mynd Bj.Bj. VINUR MINN TELEJTIN - útvarp kl. 17,20: Ævintýri á kólerudögum „Höfundinum er ofarlega í huga hið mikla misrétti manna á milli en sagan er svo full af mannlegri hlýju, •nánast að segja mannást að unun er af,” sagði Guðni Kolbeinsson cand. rnag. um nýja bárnasögu sem hann byrjar að lesa í dag. Nefnist sú saga Vinur rninn Talejtin og er eftir Olle Mattson. Guðni hefur einnjg þýtt söguna. Við báðum hann að segja frá henni og höfundinum: „Mattson er sænskur, fæddur árið 1923. Hann lauk háskólaprófi árið 1948 og hefur síðan þá unnið fyrir sér sem óháður blaðamaður og rithöf- undur. Hgnn hefur skrifað fjöldann allan af barnabókum en mér er ekki kunnugt um að hann hafi skrifað neinar bækur aðrar. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungu- mála, ég sá í lista að nefnd voru lönd eins og Bandaríkin, Sovétrikin og Suður-Ameríka ásamt með löndum sem eru miklu nær okkur. Hann er mjög vinsæll höfundur í Svíþjóð og fékk til að mynda Nilla Hólmgeirs- sonar verðlaunin árið 1956. Það var fyrir bókina Briggskipið Bláliljan sem ég þýddi og las i morgunstund- inni í fyrra. Sú saga og önnur sem ég þýddi eru held ég þær einu sem þýdd- ar hafa verið af sögum Mattsons á ís- lenzku og ekkert hefur komið út eftir hann. Þessi saga gerist i Gautaborg árið 1866. Þar geisar þá kólerufaraldur. Söguhetjan Sakarias missir móður sína úr kólerunni og þar sem faðir hans hafði dáið þegar Sakarias var litið barn þykir honum vissara að flýja til þess að verða ekki settur á munaðarleysingjahæli. Hann ætlar að flýja alla leið til Ameriku. Hann kynnist undarlegum náunga, Talej- tin, sem segist vera af konungsætt- um, og jafnöldru sinni, Soffíu. Soffía ætlar einnig til Ameríku með drykkfelldum og heldur ömurlegum frænda sínum. Þau þrjú lenda saman og sitt í hverju lagi í ýmsum ævintýr- um, erfiðleikum og basli og er sagan ákaflega spennandi á köflum. Auk þess er hún verulega fyndin,” sagði Guðni Kolbeinsson. Sagan verður lesin á mánudögum og þriðjudögum í eftirmiðdaginn likt og gert hefur verið nteð aðrar barnasögur útvarps- insívetur. . DS Framsóknarvist i Reykjavík Framsóknarfélag Reykjavikur gengst fyrir spilakvöldi að Rauðarárstig 18, Hótel Heklu, mánudaginn 28. april kl. 20.00. Mjöggóð verðlaun. Kaff iveitingar í hléi. Aflir vatkomnir meðan húsrúm leyfk. ATÍH. Hótd llckla :£r vel stadsett og aóeins nokkur skref frá Hleromi, míö$töó strættevago- aana. Miðapantanir 1 síma 24480. 'V V#rAÁIEFB»PFR._________________________

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.