Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. 27 14 ð Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir x<-s • Flosi skorar hér eina fjölmargra karfa sinna á siðasta kcppnistimabili. Meöalskor hans var 16,4 stig. Fyrra árið var það 17,5 stig. Möller vill vera áf ram hjá Bristol City Jan Möller, sem Malmö FF seldi I vetur tll Bristol City, hefur verlfl sagður áfjáður I að snúa aftur heim en I gaer neltaði hann að fara til Vancouver Whltecaps I Bandarlkjunum. Whltecaps buðu 200.000 pund I kappann og var Bristol City búið að samþykkja er Möller neltaði. Sagðist vilja vera áfram hjá félaginu sem er falllð i 3. deild. Malmö seldi hann á 140.000 pund I desember. Sigurður Ág. Jensson ræðir við Flosa Sigurðsson JÆJA, SYNDU 0KKUR AD ÞÚ KUNNIR AD TROÐA” Frá Sigurði Ág. Jenssyni i Seattle i Bandarikjunum: Flosi Sigurðsson, sonur hjónanna Sigurðar M. Helgasonar og Erlu Flosa- dóttur, hefur verið heilmikið f fréttum hér um slóðir eftir að hann gekk endan- lega til liðs við University of Washing- ton-háskólann og það var þvi tilvalið að spjalla við hann um dvöl hans hjá Olympia High School og svo framtið- ina, en hann hefur gert samning til fjögurra ára við háskólann. Flosi er ekki nema tvítugur að aldri og hefur æft körfuknattleik reglubund- ið I 8 ár. „Ég byrjaði bara á því að fara með pabba á æfingar og var strax ákveðinn í að verða eins og hann. Pabbi var I KFR og ég gekk í félagið, sem síðan innlimaðist í Val. Fór svo í Fram 16 ára gamall en skipti aftur yfir í Val í fyrra til að keppa í Evrópukeppn- inni. Ég gerði það bara fyrir pabba, en er alltaf Framari í mér.” Hvenær lékstu fyrst með meistara- flokki Fram? i.Ég var 18 ára gamall og þjálfari okkar var þá Gunnar Gunnarsson, en hann var einnig þjálfari unglingalands- liðsins. Siðan tók John Johnson við af honum og ég vil sem minnst um hans þátt segja. Mjög skiptar skoðanir voru um ágæti hans en hann hefur vafalítið ætlað sér að gera vei. Ég kynntist hins vegar ýmsu nýju hjá honum í æflngum sem ég hef svo séð hér í Bandaríkjun- um. Sambönd Hvernig komstu svo i samband við körfuknattleikinn hérna? ,,Það var Tom Holton, forstjóri Hildu hf., sem hafði miliigöngu um að koma mér hingað út. Hann hefur góð sambönd hérna og kom Pétri hingað á sinum tíma. Ég lagði af stað aðeins viku eftir að ég útskrifaðist úr Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti sem tré- smiður og var samferða Pétri sem þá var enn í University of Washington. ” Marv Harsman, þjálfari hjá UOW, hefur ekkert staðið i sambandi við för þfna? ,,Nei, hann kom ekki nálægt þessu á einn eða neinn hátt. Nafn hans hafði reyndar aðeins verið nefnt, en síðan ekkert meira.” Mállaus Hvernig leið þér fyrst við komuna hingað? ,,Ég var svo til alveg mállaus og það háði mér dálitiö framan af. Ég gerði samkomulag við Capitol High-skólann í Olympia til tveggja ára og megin- ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var að þar var góður þjálfari, Chuck Gear- hort. Svo spilaði það auðvitað einnig inn í að vera í nágrenni við Pétur og hafði sín áhrif. Það hafði verið ákveðið að Chuck þessi kæmi og sækti mig á ákveðna bensínstöð og þar sagði ég skilið við Pétur og beið þess er verða vildi. Nú Chuck kom svo og sótti mig og áður en hann sagði nokkuð spurði hann: „Kanntu að troða?” Ég kvað já'við því og síðan var ekið af stað sem leið lá til Olympia, sem er um 90 mín. akstur frá Seattle. Með í ferðinni var sú kona sem síðan hefur verið mér sem hin bezta móðir, Charlotta Kormon, og á hennar heimili hef ég búið síðan. Það er til siðs hér í Bandaríkjunum að fólk sem tekur erlenda námsmenn inn á heimili sin tekur þá sem einn af fjöl- skyldunni og ég var engin undantekn- ing. Við erum „tveir” synir þeirra hér og þau gera engan greinarmun á okkur og sínum raunverulegu sonum, Jeff og Jim. Upphaflega var ákveðið að ég dveldi hjá þeim í 6 mánuði. Þau voru eigin- lega að gera vini sínum, þjálfaranum Gearhort, greiða með því að taka mig að sér. Eftir þessa sex mánuði átti ég síðan að fara til annarrar fjölskyldu. Þau fundu það hins vegar strax á sér að mér var ekkert um að fara og það var mér þvi ólýsanlegur léttir þegar þau - sagði þjálfarinn við komuna til Olympía. „Mér fannst skrýtið að vera drif inn beint í leik áður en ég var búinn að taka upp úr töskunum, ”segir Flosi komu til mín og sögðu að ég gæti ráðið því hvort ég dveldi áfram hjá þeim eða færi til hinnar fjölskyldunnar. Það var ekki erfið ákvörðun og eins og ég sagði áður hafa þau reynzt mér eins og beztu foreldrar.” „The big one" En hvað tók svo við? „Við ókum rakleiðis til íþróttahúss- ins í skólanum og er inn var komið sagði Gearhort: „Jæja, sýndu mér að þú kunnir að troða.” Að sjálfsögðu gerði ég það og síðan voru sóttir skór og galli handa mér og byrjað að spila. Það beið heill hópur, svei mér, ef bara ekki allur skólinn, eftir því að sjá „the big one” frá íslandi. En mér fannst það vægast sagt skrýtið að vera drifinn beint í leik áður en ég hafði svo mikið sem tekið upp úr töskunum. Síðan hef ég leikið eða æft daglega, a.m.k. 6 daga í viku og þrjá tima á dag.” Hvernig fer skólakeppnin fram? „Já, þetta eru allt saman skólalið, engin félagslið eins og heima, og þann- ig er þetta í gegnum aiit háskólastigið. High school deildin er að sjálfsögðu geysilega stór, en okkar skóli er í hópi þeirra stærstu, þ.e. svokallaður AAA. Síðan er flokkað niður í AA og svo A og B. Á þessu keppnistímabili, sem er nýlega lokið, komumst við í undanúr- slit í Washington-fylki, en töpuðum er þangað var komið. Það er stórgóð frammistaða því AAA-skólar í Wash- ington eru sjálfsagt vel á annað hundr- aðið.” Slagsmál Eru ekki aðrar reglur i High School en College? „Jú, þær eru aðeins öðruvisi, og miklu strangari. T.d. eru engar snert- ingar af neinu tagi leyfðar en í College er leyft mun meira og reglurnar þar meira í ætt við það sem við þekkjum að heiman. Það er þó ekkert líkt því sem viðgengst hér í NBA-atvinnumanna- deildinni því það er hreinlega eins og handboltinn heima á köflum. Tóm slagsmál og læti. I college-boltanum eru heldur engar reglur um það hve ein sókn má standa lengi yfir (hér heima eru það 30 sek.) auk þess sem þrír dóm- arar eru i leiknum. í NBA-deildinni er hver leikur hins vegar 4x12 mínútur og sóknin þar má ekki vera lengri en 24 sek. og klukkan er aldrei stöðvuð þótt brotið sé á sóknaraðila. ” Hvernig hefur þér sjálfum gengið þessi tvö ár sem þú hefur dvaliö hér? „Mér hefur gengið mjög vel og hæð- in hefur komið mér að góöum notum og ég hef haft hana umfram alla mína mótherja. Þeir hafa reynt ýmislegt til að stöðva mig, en ekki tekizt. Þó hef ég sloppið við meiriháttar meiðsli.” 200 bróf Hvað er þér efst i huga á þessum timamótum er þú hefur samið við University of Washington? „Ég er vægast sagt í sjöunda himni. Þetta hefur að vísu legið í loftinu um nokkum tíma, en þegar allt er frá geng- ið er tilhlökkunin það eina, sem kemst aðíhuga manns.” En hvi valdirðu Huskies (Unlv. of Wash.)? „Ég hef fengið aragrúa tilboða,” segir Flosi og sýnir mér yfir 200 bréf þvi til stuðnings. „Ég fór og skoðaði. mig um hjá nokkmm, m.a. North Carolina State, University of Wyoming, Arizona State University, University of Ari- zona, Oregon State University og svo University of Washington. Ég valdi þann síðasttalda vegna þess að ég hef geysimikið álit á Marv Harshman þjálf- ara. Hann hefur reynzt sérstaklega góður fyrir stóra menn og ég er 2,13 metrar, þannig að það hafði mikið að segja. Nú, bara það eitt að vera hér áfram í Washington-fylki var freistandi því hér er gott að vera. Ekki spillir fyrir að vera í nálægð við þetta stórkostlega fólk, sem tók mig aðsér.” Fríðindi Hvaða fríðindi færðu hjá skólanum? „Ég fæ bækur, húsnæði og fæði frítt í þessi fjögur ár, auk allra skóla- gjalda að sjálfsögðu.” Einhverja vasapeninga? „Nei.” Nú hefur maður heyrt það að college-leikmenn fái vasapening? „Ekki ég a.m.k.,” sagði Flosi og vildi greinilega ekki ræða þetta mál frekar. Harsman Huskies er gott og frægt lið. Hverjir eru þínir möguleikar i liðinu? „Ég held að þeir séu góðir. Harsman er að byggja upp nýtt lið fyrir úrslita- keppnina 1983—1984, en hún verður einmitt haldin í Seattle. Við erum „þrír stórir” sem gerðum samning við skól- ann nú, en ég held að ég eigi nokkuð góða möguleika á miðherjastöðunni. Ef út í það fer hins vegar, get ég vel hugsað mér að leika framvörð ef svo ber undir. Við munum leika í svoköll- uðu „pack 10”, sem er deild 10 beztu liðanna hér á vesturströndinni og á meðal liðanna þar er UCLA og undir- búningurinn hófst nú fyrir viku síðan.” Stefnir hugurinn i NBA-deildina að þessum 4 árum loknum? „Óneitanlega, en baráttan er æðis- gengin. Ég læt þetta bara ráðast, hvað verða vill verður framtíðin að skera úr um.” Flosi hefur þreknað mikið frá því hann var heima fyrir tveimur árum og að eigin sögn telur hann lyftingar eiga mestan þátt í að svo er. „Heima virtust iyftingar vera bannorð hjá körfuknatt- leiksþjálfurum, en þær eru nauðsynleg- ar til uppbyggingar. Þær verða að vera með ætlirðu þér að ná einhverjum árangri,” sagði Flosi í lokin. Af spjall- inu við hann má ráða að þar fer íþróttamaður sem setur markið hátt og keppir að þvi af heilum hug. Sig.Ág.Jenss./-SSv. Sverrir Herbertsson, KR, sem skoraði markið í gær, sækir hér að Sigurði Haraldssyni, markverði Valsmanna. DB-mynd S. L0KS SIGUR HJA KR — unnu Valsmenn 1-0 á Reykjavíkurmótinu í gær KR-ingar lögðu Valsmenn að velli, 1—0, í Reykjavfkurmótinu í knatt- spyrnu i gærkvöld eftir að Hliðarenda- liðið hafði sótt megnið af siðari hálf- leiknum. KR-ingar hins vegar sprækir i þeim fyrrl. Það var Sverrir Herbertsson sem skoraði sigurmarkið á 79. mínútu eftir háa fyrirgjöf frá hægri. Skallaði hann knöttinn i netið úr nokkuð þröngri stöðu. Matthías Hallgrímsson var vörn KR erfiður i gær og fékk tvö góð færi. Einkum og sér í lagi var hann fádæma klaufi að skora ekki í því síðara. Stefán Jóhannsson varði meistaralega frá hon- um i bæði skiptin. - 4 Góður sigur hjá írunum írar unnu góðan sigur á Tékkum i vináttulandsleik i Dyflini f gærkvöld. Lokatölur 3—1 eftir 1—0 í hálfleik. Það var Man. United lelkmaðurinn Kevin Moran sem kom manna mest á óvart og skoraði 2 markanna. Frank Stapleton hið þriðja. Marian Masny svaraði fyrir Tékka en i lið þeirra vant- aði nokkra lykilmenn. Þetta var fyrsti sigur KR í mótinu og um leiö vænkaðist hagur Fylkismanna enn frekar og líkumar á að litla Árbæj- arliðið verði Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn eru talsvert miklar að svo komnumáli. -SSv. URSLITIN MILLIHK og KA Úrslitaleikur 2. deildarinnar i hand- knattleik fer fram i Laugardalshölllnni í kvöld kl. 20 og mætast þar HK og KA sem urðu efst og jöfn i deildinni. HK hafði þó mun betri markamun en slfkt gildir vist ekki hériendis. Eftir leikinn munu sennilega allir leikmenn Uðanna og margir aðrir halda inn i Sigtún þar sem lokahóf HSÍ hefst kl. 21.30. 'Verðlaun verða afhent kl. 22.30 stundvfslega. Er ekki að efa að fjör verður i Túninu, sem endranær. Undankeppni HM ’82 á fullu Englendingar urðu fyrir öðru áfallinu I röð á Wembley á skömm- um tima er þeim tókst ekki að sigra Rúmena i gærkvöld f 4. riðli undan- keppni HM. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og þótti frammistaða leikmanna Englands vægast sagt slök. Eitt af fáum góðum marktækifærum Englend- inga kom strax á 5. minútu er Brooking skallaði framhjá i dauða- færi eftir fyrirgjöf Coppell. Rúmenar komu greinilega til leiksins með þvi hugarfari að ná öðru stiginu en komust fskyggilega nærri þvi að hirða þau bæði er Shllton missti klaufalega yfir sig langan skallaknött frá Balaci. Mun- aði ekki nema hársbreidd að hann hafnaði i netinu en á sfðasta augna- bliki náði hann að siá knöttinn framhjá. Enginn leikmaður úr Liverpool lék með enska liðinu og er það að- eins f þriðja skipti sl. 10 ár að svo er. Enska liðið var ákaflega ósann- færandi og hinir 62.500 áhorfendur hrópuðu látlaust sfðustu 10 mínút- urnar „what a load of rubbish”. Lið England var þannig skipað: Shilton, Anderson, Watson, Rob- son, Osman, Sansom, Wilkins, Brooking, Coppell, Francis og Woodcock. Staðan í 4. riðli: England 4 2 11 7-3 5 Rúmenfa 3 110 3—2 3 Noregur 3 111 3—6 3 Ungv.land 10 10 2-21 Sviss 3 0 1 2 4—6 1 Fischer skoraði Klaus Fischer átti stórgóðan leik með V-Þjóðverjum er þeir iögðu Austurrikismenn að velll, 2—0, í Hamborg i 1. riðli undankeppni HM f gærkvöld. V-Þjóðverjarnlr höfðu umtalsverða yflrburði framan af en Austurrfklsmennirnir, með Bruno Pezzey í hörkuformi, vörðust með kjafti og klóm. Loks á 30. mínútu gaf vörnin sig og þurfti sjálfsmark Krauss, sem lék sinn fyrsta landsleik, til. Hann ætlaði að stöðva sendingu tii Felix Magath en stýrði knettinum snyrtllega fram hjá Friedl Koncilia i markinu. Aðeins sex mínútum siðar skoruðu V-Þjóðverjar síðara mark sitt. Manfred Kaltz gaf þá vel fyrir markið en Kociiia varði skalla Rummenigge. Knötturinn barst tll Fischer sem þrumaði i netið. Staðan f 1. riðli: V-Þýzkaland 3 3 0 0 7-1 6 Austurrikl 4 3 0 1 8-2 6 Búlgaria 3 2 0 1 5-4 4 Albania 5 1 0 4 3-10 2 Finnland 3 0 0 3 0-6 0 Naumt í París Frakkar sigruðu Belga 3—2 í sannkölluðum þrumuléik í Paris i 2. rlðli undankeppni HM. Sigur Frakkanna hékk á bláþræði þvi undir lokin sóttu Belgar af geyslleg- um krafti en tókst ekkl að jafna þrátt fyrir góð færi. Sigur Frakk- anna gerir það að þeir standa nú bezt að vigi i riðlinum en enn getur margt gerzt. Það voru Belgar sem skoruðu fyrst. Erwin Vanderbergh skoraði failegt mark á 5. minútu en Frakkar voru ekki nema 8 mfnútur að svara fyrir sig — Soler á 13. mín. Frakkar léku án þriggja beztu sóknarmanna sinna en það virtist ekki há þeim verulcga. Dider Six skoraöl annað mark Frakkanna á 26. min. og aðeins 5 min. siðar skoraði Soler aftur, hlnum 50 þúsund áhorfend- um til mikillar gleði. Belgar hófu siðarl hálfleikinn með miklum lát- um og strax á 51. minútu skoraði Jan Ceulemans en þar við sat þrátt fyrir ákafa sókn Belganna i lokin. Hollendingar sigruðu Kýpurbúa aðeins 1—0 f leik liðanna i þessum riðli að viðstöddum 10.000 áhorf- endum í Limassol. Eina mark leiks- ins skoraði Cees van Kooten í fyrri hálfleik. Staðan i 2. riðli: Belgfa 6 4 11 10-6 9 írland 6 3 12 12-7 7 Frakkland 4 3 0 1 12-3 6 Holland 5 3 0 2 6-3 6 Kýpur 7 0 0 7 4-25 0 Burst Slava Ekki varð þjáifara Grikkja að ósk sinni er hann spáði því í fyrra- kvöld að hans menn myndu vinna 1—0 sigur á Júgóslövum i Split i gær. Heimamenn sýndu frábæran leik og spiluðu Grikkina sundur og saman frá fyrstu mfnútu til hinnar síðustu og uppskáru 5—1 sigur. Slijvo skoraði strax á 7. mínútu og síðan bættu þeir Haiilhodzic á 23. mín., Pantelic úr víti á 43. mín. og Vujovic á 50. og 57. mín. við mörkum. Eina mark Grikkjanna skoraði Kostlkos úr víti á 76. mín- útu. Staöan i 5. riðli: ítalia 4 4 0 0 8-0 8 Júgósl. 4 3 0 1 12-4 6 Grikkland 5 3 0 2 6-7 6 Danmörk 4 1 0 3 5-5 2 Luxemborg 5 0 0 5 0-15 0 Dýrkeyptur sigur Norður-írar unnu góðan en e.t.v. dýrkeyptan slgur á Portúgölum f Belfast i gærkvöld f 6. riðli undan- keppni HM. Eina mark leiksins skoraði Gerry Armstrong á 74. minútu, strax eftlr að lelkurinn hófst að nýju eftir hlé sem norski dómarinn, Sveln Thime, gerði eftir að markvörður Portúgaianna, Bento, hafði fengið sendingu frá áhorfendum í höfuðið. Er ekki að efa að þetta framferði verður kært og kunna N-írar að missa heima- leiki vegna þessa atviks. N-lrarnir voru lengst af mun betrl aðilinn og Portúgalarnir fengu aðeins eltt almennilegt færl. Pietro skaut þá framhjá í mjög góðu færi eftlr slæm varnarmistök á mlöju vallarins. Sta0gn, 6 r,0„. Skotland 5 3 2 0 6-2 8 N-frland 5 2 2 1 5-2 6 Portúgal 4 2 114-15 ísrael 6 0 3 3 2-8 3 Sviþjóö 4 0 2 2 1-5 2 NAMSKEIÐ FYRIR FATLAÐA HALDIN í HEIÐARSKÓLA ,,Sú breyting verður á starfsemi iþróttaskólans að i sumar verða nám- skeiðln eingöngu mlðuð við fatlað fólk og aðstoöarfólk þess,” sagði Sigurður R. Guðmundsson skólastjóri, sem und- anfarin sumur hefur reldð iþróttaskóla að Heiðarskóla i Borgarflrði. Íþrótta- skóli S.R.G. hóf starfsemi sina 1968. Skólinn hefur það markmið að velta fræðslu i fþróttum og félagsstarfi og er fræðslan byggð upp á námskeiðum. Í sumar verða þau eingöngu miðuð við fatiað fóik. Eins og undanfarin ár er val íþrótta- greina hagað eftir þátttakendum. Þar má nefna: bossíu, borðtennis, sund, trampolín, knattleiki, frjálsar íþróttir og ýmsa leiki innanhúss og utan. Þá verður hestamennska fastur liður en sú grein nýtur mikilla vinsælda, ekki sízt hjáfötluðum. Mikil áherzla er lögð á að félagslíf sé í góðu lagi. Haldnar verða kvöldvökur, kenndur dans og mikið sungið. Þvi er mjög æskilegt að þátttakendur taki með sér hljóðfæri, hugmyndir að skemmtiatriðum og góða skapiö þegar þeir koma. Fatlað fólk sem þarfnast séraðstoðar þarf að hafa með sér aðstoöarmann. Erfitt er að skilgreina hvað er fötlun en samkvæmt skilgreiningu íþrótta- sambands fatlaðra þá eru þeir fatlaöir sem ekki geta verið með 1 venjulegri keppni eða beitt líkama sínum af eðli- legum styrk um lengri eða skemmri tíma. Námskeiðin í sumar verða i 8 daga og standa frá 9.—16. júni, 18.—25. júní og 25. júní til 2. júlí. Allar upplýsingar eru veittar hjá S.R.G. Heiöarskóla, sfmi 93-2111 kl. 15.30—16.30 virkadaga. Sigurður R. Guðmundsson skólastjóri og iþróttakennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.