Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 17
PAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1981. 17 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . Ymsir fíytjendur—Flugnr: Margar flugur í einu og sama högginu! Gillan — FutureSchock: VINNUR HÆGT OG BITANDIÁ Flestum er meinilla við flugur og skordýr af öðru tagi. Hver kannast ekki við feitar og pattaralegar húsflug- ur sem fara langt með að gera heilbrigt fólk sturlað á einni kvöldstund sveim- andi fyrir framan sjónvarpið einmitt þegar uppáhaldsframhaldsþátturinn er i kassanum. Fyrir skömmu sendu Steinar hf. frá sér Flugur og er það samsafnsplata f óvenjulegri kantinum. Bara umslagið eitt sér með risastórri maðkaflugu framan á nægir kannski til að hroll setji að hörðustu fluguhötur- unum en innihaldið er hins vegar öllu meira aðlaðandi en i venjulegum pödd- um. Á Flugum eru 11 lög með 10 flytj- endum og flest lögin falla vel inn í heildarmyndina sem platan skapar. Tvö laganna finnast mér þó varla eigá heima á þessari plötu en það er Skammastu þin svo með Ladda og Allur á iði sem Ólafur Haukur Simon- arson syngur. Ég verð að segja að ég met Ólaf miklu meira sem skáld en söngvara. Það er einmitt Laddi sem á fyrsta lag plötunnar en á eftir honum kemur hljómsveitin Celcius með nokkuð gamla upptöku á laginu Love your mother. Það er upptaka sem ekki hefur áður heyrzt á plasti. Utangarðsmenn koma næstir með nýja útgáfu á Rækju- reggae — textinn er breyttur. Fallinn með Tívoli fylgir á eftir og Mezzoforte lokar fyrri hliðinni með iaginu Stjörnu- hrap — dæmigert lag fyrir Mezzoforte. Það er svo Start sem byrjar slðari hliðina með hinu frekar misheppnaða lagi sínu Stina fina. Sönn ást (úr Óðali feðranna) fylgir á eftir og þá kemur My home town (í Reykjavíkurborg) með Þú og ég. Utangarðsmenn mæta svo aftur hressari en fyrr með The big sleep og þá kemur Ólafur Haukur með sitt lag, Allur á iði, og Jakob Magnússon og félagar hoppa með Barry (Bob along Barry) og læsa síðari hliðinni. Samsafnsplötur vilja alltaf verða misheppnaðar að einhverju leyti enda er lagavalið á þær erfltt. Að þessu sinni hefur tekizt bærilega upp þó svo laga,- valið sé jafnvel enn erflðara en venja er til. Hér er bæði um safn- og safnara- plötu að ræða því þarna eru annars vegar lag og svo útgáfa á lagi sem ekki hafa komið fram áður. Fyrir minn smekk finnast mér rokk- lögin eðlilega bezt af þessu samkrulli en framlag Jakobs, Mezzoforte og slðast en ekki sfzt söngur Björgvins Halldórs- sonar f laginu Sönn ást gera þessa plötu að eigulegum grip. Eftir sex ára baráttu, eftir að Ian Gillan sagði skilið við Deep Purple, tókst loks aö öðlast hluta af gamalli frægð er fyrsta plata hljómsveitarinnar Gillan leit dagsins ljós seint á síöasta ári. Með útgáfu annarrar breiðskífu, Future Schock, hefur Gillan náð að festa sig i sessi á bárujárnsrokksmark- aðnum. Þessi nýja plata er um margt nokkuð ólik þeirri fyrri sem getið er að framan. Ekkert laganna er verulega grípandi við fyrstu hlustun og það er ekki fyrr en plötunni hefur verið rennt undir nálina nokkrum sinnum að lögin taka að vinna á. Það er reyndar alltaf góðs viti því auðgripin lög verða fyrr leiðinleg en önnur. Yfirbragðið á Future Schock finnst mér vera „villtara” og á köflum ekki eins sannfærandi. „Purple-flling- urinn” er nú geysilega áberandi en var það ekki á fyrri plötunni. Það er e.t.v. sumum fagnaðarefni en mér finnst það ekkerttil aðfagna. Ekki svo að skilja að Purple hafi ekki staðið fyrir sínu hér „i den” heldur hitt að tími er kominn fyrir þessa drengi, sem voru i Purple, að rífa sig úr þeim viðjum og skapa sér sjálf- stæðari stefnu. Það hefur tekizt einna bezt hjá Gillan en Whitesnake, og þó einkum Rainbow, hafa verið limd í gömlu rásina. Það sem gefur Gillan það yfirbragð sem gerir hljómsveitina að skemmti- legri er m.a. stórbrotinn gftarleikur Bernie Tormé. Tilþrif hans eru iðulega slik aö aðrir meðlimir Gillan falla i skuggann. Söngur Iar. Cillan sjálfs er skemmtilegur en þó aldrei eins og í lag- inu No laughing in heaven. Þar fer hann á kostum í ýmsum raddútgáfum. Aðrir meðlimir standa vel fyrir sínu og sterkur trommuleikur Mike Under- wood kemur vel út. Framlag þeirra John McCoy á bassanum og Colin Towns á hljómborðum er ekki eins áberandi. Þó fara sögur af stórbrotn- um tilþrifum Towns á tónleikum. Future Schock er plata sem vinnur hægt og rólega á — að þvi leytinu til mjög óvenjuleg bárujámsrokkskifa. Erfitt er að gera upp á milli einstakra laga og verður það ekki gert hér. Lögin eru flest hver geysilega hröð og rokkuð og ekki ólík að styrkleika. -SSv. ÁhöfnináHalastjömunni—Ens ogskot Fiskað á gömlu miðunum Ahófnin á Halaatjömunni - EINS OG SKOT Útg«f«ndi: Geimstalnn (GS—116) Útaatnlngar. Þórir Baldureson, G. Rúnar Júlfus- eon, Gylfl Æglason. Upptökumann: Slgurður BJÓIa, Tony Cook Hljóðrituu: Hljóðriti, í marz/aprfl 1981 Áhöfnin á Halastjörnunni varð afla- hæst islenzkra poppflokka á síðasta ári. Með öðrum orðum: plata áhafnar- innar, Meira salt, varð sú söluhæsta hér á landi í fyrra. Það er því ekki að undra þó að hópurinn rói á miðin á ný. Ég heyrði reyndar aldrei metsöluplöt- una nema lag og lag í útvarpi. Eftir þeim lögum að dæma er sótt á sömu mið og fyrr. Á plötunni Eins og skot eru tólf lög. Eitt þeirra hefur komið út áður. Það er lagið Jibbý jei sem rokkhljómsveitin Svanfríður gaf út á tveggja laga plötu hérna um árið. Önnur lög eru dæmi- gerð fyrir Gylfa Ægisson; einföld, létt og gripandi. Textarnir fjalla eins og vera ber flestir um sjóinn og hetjur hafsins sem fær’ okkur fisk sem við hel- vitis landkrabbarnir étum ylvolgan á disk, svo að vitnaö sé lauslega í kunn- an formála á einni af plötum Þursa- flokksins. Eitthvað sýnist mér hafa fjölgað í Ahöfninni á Halastjörnunni siðan síðast. Páll Hjálmtýsson er mættur til leiks og sömuleiðis Hermann Gunnars- son íþrótta . . . þið vitið. Þeir voru báðir með á Söngævintýris-plötunni sem Geimsteinn gaf út fyrir síðustu jól. Söngvaralið Halastjörnunnar er mjög fjölmennt. Hermann og Páll sem áður er getið syngja hvor sitt lagið. Þá er Ari Jónsson á sínum stað, sömuleiðis Viðar Jónsson, María Helena og María Baldursdóttir og Rúnar Júllusson. Söngurinn er ósköp áþekkur og á Meira salt nema hvað mér heyrist að María Helena hafi tekið talsverðum framförum frá því I fyrra. Sjálfsagt á platan Eins og skot eftir að seljast vel I sumar. Tónlist á borð við þá sem Áhöfnin á Halastjörnunni býður upp á er það sem iandinn vill hlusta á hvort sem gagnrýnendum og öðrum sérvitringum líkar bétur eða verr. Nú, og ef einhverjum verða lög Áhafnarinnar ofraun, þá er rétt að benda þeim sama á að landflótti er í fullum gangi. Það er bara alls ekki vist að dægurtónlistin annars staðar sé hót- inu skárri en hér. Hlustiö bara á Svensktoppen i sænska útvarpinu. -ÁT- PatBenatar—Crimes ofPassion: HRESSILEG ROKK- SÖNGKONA Á FERÐ Söngkonan Pat Benatar á áreiðan- lega eftir að láta mikið að sér kveða i framtíðinni. Til þessa hefur hún sent frá sér tvær LP-plötur sem báðar hafa fengið prýðisgóðar viðtökur, aðallega i Bandarlkjunum. Engin ástæða er til annars en að ætla að velgengni hennar eigi eftir að halda áfram. Platan Crimes Of Passion, sem hér er fjallað um, er ein þeirra sem Steinar hf. gefa út hér á landi. Hún er þvi nokkru ódýrari en aðrar erlendar plöt- ur. Það ætti að örva kaupendur til að verða sér úti um eintak. önnur stað- reynd spillir ekki. Hún er sú að hljóm- urinn á Islenzku útgáfunni er betri en á þeirri bandarísku. Ekkert suð er á ís- lenzku framleiðslunni en nóg á erlendu plötunni sem ég hafði til samanburðar. Nóg um framleiðsluna. Tónlistin á Crimes Of Passion er aö mestu leyti rokk og það af hressilegri tegundinni. Pat Benatar er prýðileg söngkona og stendur sig öllu betur í hressum lögum og hröðum en þeim rólegu. Sem dæmi um vel heppnuð lög á Crimes Of Pass- ion eru Prisoner Of Love, Hit Me With Your Best Shot og Treat Me Right. Hljómsveitin sem leikur undir hjá Pat Benatar er ágæt. Söngnum er leyft að njóta sín til fullnustu enda er Crimes Of Passion sólóplata en ekki skrifuð á söngkonu og hljómsveit. Fyrri platan sem gefin var út með Pat Benatar nefndist In The Heat Of The Night. Hún var sömuleiðis mjög áheyrileg og jafnvel betri en sú nýja. Vonandi verður ekki langt í að sú þriðja komi út enda er meira en hálft ár liðið síðan Crimes Of Passion kom á markaðinn í Bandaríkjunum. -ÁT- 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.