Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						7. ARG. — FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981 — 216. TBL.
RITSTJÓRN SIÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.
Video-byltingin íalgleymingi:
VIDEO-KERFIN TENGD
UM GERVALLT LANDIÐ
ogstyttíst
mjbgíað
„video-hring-
f$
vegunnn
lokist
sjábaksíðu
Kötlufellsmálið:
16ára
fangelsi
fyrirað
bana
manni
sínum
Björg Benjamínsdóttir, Kötlufelli
11 í Reykjavik, var í gær dæmd í
sextán ára fangelsi fyrir að bana
eiginmanni sínum með eldi á heimili
þeirra 25. janúar sl. Ákæra á hendur
Björgu var gefin út 4. ágúst sl.
Björg var ennfremur dæmd fyrir
að hafa með eldinum valdið öðrum
íbúum fjölbýlishússins í Kötlufelli 11
bersýnilegum lífsháska og augljósri
hættu á yfirgripsmikiili eyðingu eigna
manna. Björg hef ur og með verknaði
sínum fyrirgert sjálfri sér til handa
rétti til arfs eftir hinn látna eigin-
mann sinn.
Eins og fram kom í fjölmiðlum á
sinum tíma hafði Bjðrg orðið sér úti
um bensin sem hún síðan hellti yfir
mann sinn þar sem hann s vaf afengis-
svefni i hjónarúmi þeirra, og bar loks
eld að. Lézt hann fljótlega af bruna-
sárunum.
Þykir sannað að verknaðurinn hafi
verið framinn að yfírlögðu ráði og
hlýtur Björg því hámarksrefsingu. 16
ái-a fangelsi. Hún er einnig dæmd til
að greiða allan sakarkostnað, samtals
19.000 krónur.
Jónatan Sveinsson saksóknari
flutti málið af hálfu ákæruvaldsins.
Verjandi Bjargar var Örn Clausen,
hæstaréttarlögmaður. Sverrir Einars-
son sakadómari kvað upp dóminn.
Gæzluvarðhald Bjargar frá 29.
janúar i ár dregst frá fangelsisvist-
inni. Svo sem venja er um morðmál
hefur því verið áfrýjáð til
Hæstaréttar.              -ÓV.
Allir á fætut
ístúkunni
Það var mark! Mönnum þótti gaman að vera Islendingar á Laugar-
dalsvellinum ígœrþegar íslenzka landsliðið veitti ólympíumeisturum
Tékka góða keppni í leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins.
Myndin var tekin upp i stúkuna þar sem áhorfendur risu á fœtur
þegar Pétur Ormslev hafði skorað mark íslenzka liðsins og langt
fram í slðari hálfleik héldu Islendingar forystunni. Pétur hélt til
Þýzkalands í morgun til að æfa með Diisseldorf, liði Atla Eðvalds-
sonar, en nú eru allar líkur á að Pétur bætist í vaxandi hóp íslenzkra
atvinnuknattspyrnumanna.
DB-mynd: Bj. Bj.
Bruggtæki gerð upptæk á Húsavík:
Dýrmætur vökvinn lak niður
á stereó-græjur nágrannans
— sem ekki undi þvíog lét lögregluna vita
Lögreglan á Húsavík gerði
upptæk bruggtæki í heimahúsi í gær-
dag og játaði eigandi þeirra að hafa
stundað brugg síðan um síðustu ára-
mót. Lögreglan komst að þessari á-
fengisgerð er maður einn kom inn á
lögreglustöðina um hálfsjöleytið í
gærkvöldi. Sagði hann farir sínar
ekki sléttar þar sem einhver vökvi,
sem líktist helzt bruggi, læki niður
úr loftinu hjá honum og niður á
stereógræjurhans.
Lögreglan fór með manninum
heim og stóðst það sem maðurinn
sagði, bruggi rigndi niður úr loftinu.
Húsbrot var gert á efri hæð, þar sem
eigandinn var ekki heima, og komu
lögrcglumenn þá að fimm 40—50
lítra plastbrúsum. Voru allir tómir
nema einn sem oltið hafði á hliðina.
Þá var þarna gamall þvottapottur
sem breytt hafði verið í  eimingar-
tæki. Lögreglan lagði hald á þessa
hluti og eigandinn náðist skömmu
síðar. Hann sagðist einungis brugga
fyrir sjálfan sig og hafa fengið um
100 lítra í hvert skipti sem hann hefur
lagt í. Manninum var sleppt eftir
skýrslutöku og verður málið nú sent
sýslumanni. Þá var sýni tekið af
vökvanum, sem fara mun til Reykja-
víkur í efnagreiningu.
-ELA.
Raufarhöfn:
HJ0LIN TAKA AÐ
SNÚAST AÐ NÝJU
„Veiti Landsbankinn og\ Fram-
kvæmdastofnun okkur fyrirgreiðslu
þá dettur þetta í gang um leið," sagði
Ólafur H. Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Jokuls á Raufarhöfn,
siðdegis í gær. Landsbankanum og
Framkvæmdastofnun hefur verið
falið að leysa vanda fyrirtækisins svo
rekstur getl hafizt á ný og um leið
verður gerð úttekt á rekstri fyrir-
tækisins.
C5ert er ráð fyrir þvi að fulltrúar
Landsbankans  og  Framkvæmda-
} stofnunar haldi til Raufarhafnar í
dag. Forráðamenn Jökuis hafa talið
sig þurfa um 4 milljónir króna og
verður reynt að leysa vandann fremur
með innlendu fjármagni en erlendú.
„Við höfum verið að dunda við
lagfæringar á togaranum og það ætti
ekki að taka nema hálfan annan dag
að gera hann kláran," sagði Ólafur.
Síðan yrði settur uukinn kraftur í
skreiðarvinnsluna og gæti hún skaff-
að um 10 daga vinnu tii þess að brúa
biöð þar.til togarinn kemur íhn aftur.
Þá hafa bátarnir verið aðgerðarlitlir
og kæmufyrr inn en togarinn."
-JH.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28