Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnudagur fylgirit Žjóšviljans

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Žjóšviljinn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnudagur fylgirit Žjóšviljans

						Frímerki
!
Ljótasta
spendýr heims
á frímerkjum
Afríka er í hugum okkar
Norðurlandabúa, land hitans,
frumskóganna og villidýr-
anna. í hugum barnanna hér
á norðurhvelinu er hún líka
landið, þar sem Tarzan á
heima.
Afríka hefur verið álfa
hinna mörgu nýlendna Evr-
ópuþjóða, en þessar nýlend-
ur eru nú hver af annarri
að fá sjálfstæðj sitt.
Frímerkjasafnarar kannast
vel við nýlendumerkin frá
Afríku. Þau eru mörg stór-
falleg og sýna okkur norður
hér inn í framandi náttúru-
fegurð. Sum dýrin, sem sýnd
eru á frímerkjunum eru þó
ekki tiltakanlega falleg og
svo er um nashyrninginn,
sem er hér á frímerki frá
nýlendunni frönsku Equador
í Afríku. Þessir ófríðu íbúar
Afríku eru næststærstu land-
spendýrin, aðeins fílarnir eru
stærri.  Þeir  geta  oft  náð
tveggja lesta þyngd, og eru
ákaflega klunnalega vaxnir.
Húð nashyrninganna, sem er
mjög þykk, virðist vera allt-
of stór fyrir skepnuna. Aðal-
sérkenni nashyrninganna eru
hornin tvö, sem vaxa upp
úr haus þeirra. Þau geta oft
orðið mjög stór og hafa þau
lengstu mælzt 153 cm. Nú
mætti ætla, að þessi horn
væru vaxin upp úr höfuð-
kúpu skepnunnar, en svo er
þó ekki. Horn þessi eru ekki
úr beini, heldur úr saman-
þjöppuðum, grófum burst-
hárum og sitja hornin aðeins
á höfuðleðrinu. Engu að síð-
ur eru þau nánast jafnsterk
og bein og eru hin ægileg-
ustu vopn. Nashyrningurinn
er grasbítur og langtímum
saman má sjá hann á beit
með hinum öðrum- Afríku-
dýrum á sléttunum þar. En
svo, eins og hendi sé veifað,
rýkur hann upp < og ræðst á
næsta dýr með illsku og off-
orsi. Zebrahestar og gíraffar
reyna að forða sér, og takist
það ræðst nashyrningurinn
bara á næsta dýr og þannig
gengur það þangað til hon-
um rennur reiðin jafn
skyndilega og hún byrjaði.
Sérstaklega er nashyrningn-
um hætt við æðisköstum, sé
eitthvað á vegi hans að
vatnsbólinu. Dæmi eru til
um að þeir hafi þá jafnvel
ráðizt á fílahópa, vörubíla og
jafnvel einu sinni á stór-
skotaliðsdeild, velt um koll
fallbyssuvögnum og traðkað
á þeim. Margir vilja halda
því fram, að þessi dýr séu
skapverstu skepnur jarðar-
innar.
Áður fyrr voru nashyrn-
ingarnir mikið veiddir, til
þess að ná í horn þeirra.
Talið var að þau hef ðu lækn.
Jón frá Pálmholti:
Eitt er það IjóB
Eitt er það ljóð sem aldrci þrýtur fiug
enda sungið með þeim rétta hreim
er aldrei skortir dirfsku, þrótt né dug
og dregur aldrei nokkurn rangan seim.
Það f jallar um þau uppheims bláu • blik
og björtu næturmóðu er skáldið
og aldrei hylst í sora, rusl né rjk.
rennur aldrei burt í dökkvans vá.
Lifir í sælu þar sem englar þrýsta
þrotlaust og kynlaust öllu af barmi sér
og bjargmýsnar í birtu himins tísta
blómið hlær og skáldið fertugt er.
Ort til Jónasar Svafár.
ingamátt og kóngar í Evrópu
sóttust eftir þeim til þess
að nota þau sem drykkjar-
horn. Var sú trú á, að ekki
væri hægt að byrla eitur í
þeim. Nashyrningamæðrum
er mjög annt um unga sína.
Steðji hætta að, reyna þær
jafnan að komast á milli
unganna og ímyndaðrar
hættu. Ráðast þær þá áhvað
sem  er,  jafnvel  fílahópa..
Þessi dýrafrímerki frá Afr-
íku geta eflaust, auk þessað
prýða albúmin, stutt að auk-
inni kunnáttu í náttúrufræð-
inni meðal ungra safnara.
Þetta eru líka frekar ódýr
merki, 10 stk. pakkar af
þeim fást hjá frímerkjaverzl-
unum fyrir um það bil 40
krónur.
Evrópumótinu í bridge er
nýlokið og sigraði ítalía enn
einu sinni. Að þessu sinni
spiluðu fyrir ítali: Belia-
donna — Bianchi — Messina
— Mondolfo — Gandolfi —
Astolfi. Eftirfarandi spil er
frá leik ítala við Þjóðverja.
Staðan var allir á hættu og
vestur gaf.
Norður
A Á-K-6 2
V 9-8-7-3
?  10-3
*  Á-10-3
Austur
A  10-4-3
V K-10-6
?  D-5-4
*  D-G-8-6
Vestur
A G-7-5
V D-5
?  K-G-8-6-2
*  9-7-5
Suður
A D-9-8
V A-G-4-2
4 Á-9-7
* K-4-2
Lokasamningurinn var 4
hjörtu á báðum borðum. í
lokaða salnum spilaði Þjóð-
verjinn í vestur út tígli og
ítalía fékk 650, eða vann 5.
Á Bridge-Rama sátu Bian-
chi og Messina a-v og Mess-
ina hitti á laufaútspil. Þetta
er versta útspil, sem sagn-
hafi getur fengið. Hann próf-
aði tíuna og drap gosa aust-
urs með kóngnum. Hann fór
síðan inn á spaðakóng og
spilaði hjartaníu. Án þess að
hika lét Bianchi kónginn.
Sagnhafi drap á ásinn, fór
aftur inn á spaða og spilaði
meira trompi. Nú kom lágt
frá austri og eftir nokkra
umhugsun lét sagnhafi gos-
ann. Vestur drap á drottn-
inguna og spilaði laufi, og
þar með var ósigur sagnhafa
orðinn að veruleika. Hann
varð að gefa einn slag á
lauf, einn á tígul og tvo
trompslagi.
254 — SUNNUDAGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 253
Blašsķša 253
Blašsķša 254
Blašsķša 254
Blašsķša 255
Blašsķša 255
Blašsķša 256
Blašsķša 256
Blašsķša 257
Blašsķša 257
Blašsķša 258
Blašsķša 258
Blašsķša 259
Blašsķša 259
Blašsķša 260
Blašsķša 260
Blašsķša 261
Blašsķša 261
Blašsķša 262
Blašsķša 262
Blašsķša 263
Blašsķša 263
Blašsķša 264
Blašsķša 264