Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Blaðsíða 3
□ Hann mun vera einn fyrsti, ef ekki sá langfyrsti, sem starfrækt hefur útvarp á eig- in vegum hérlendis, öðrum til dægradvalar. □ Hann var allt í senn: útvarpsstjóri, magn- aravörður, tónlistarráðunautur, fyrirlesari og þulur. □ Útvarpsstöð hans nefndist Útvarp Eilífð arinnar. MAÐURINN BAK VIÐ ÚTVAR EILÍFÐARINNAR Einhver ykkar munu þegar hafa þekkt manninn, þótt út- varp Eilífðarinnar næði aðeins til takmarkaðg hóps manna. Við vorum síðast að tala við Gísla í Eilífðinni um það sem á daga hans dreif meðan hann var strákur í Reykjaví'k og fyrir austan „Fjall“ og Ihestvagnsekill — sem svarar til bílstjóranna á okkar dög- um. Við hættum þar sem hann var kominn til Vífils- staða, sjúkur maður, og raun- ar bugaður, og átti að ganga undir ,,kjötöxina“ upp á von og óvon, en þetta dróst og á meðan hélt Gísla áfram að Ibatna, og því hefur hann öll rif heil og óskert enn í dag. Síðast sagði Gísli okkur frá því að hann keypti lömb og gerðist f járeigandi, en við höf- ium heyrt að hann hafi ekki eíður verið hestamaður og því spyrjum við hann: — Einhver hefur logið því að mér, Gísli, að þú hafir ver- ið hestamaður. —Það er satt. Ég vandist Ihestum fyrir austan, átti ihesta meðan ég var ökumaður í Reykjavík og 7 hesta í Garð- inum. Það mun svo hafa ver- ið 1947 hér á Vífilsstöðum að hestakaupahugmyndin kom yfir mig heldur betur. Og svo feeypti ég tvo hesta, annar var afbragðshestur, og kom þeim fyrir i Tungu hjá Fáki. Ég hef gengið með hesta- dellu svipað og aðrir ganga með bíladellu. Ég má helzt ekki sjá hest, kind né belju án þess að staðnæmast til að skoða það! — Hvernig var það — þú munt hafa farið í langt og mikið ferðalag einu sinni? — Já, ég fór á hestum kringum landið. — Hvernig fékkstu þá flugu í kollinn? — Ég var staddur í Tungu (við Suðurlandsbraut) ein- hverja helgi, þar sem hestarn- ir mínir voru geymdir, og Bogi Eggertsson formaður Fáks var þar einnig og barst í tal hvert maður ætti að halda í sumar, eitthvað lengra en rétt út fyrir bæinn. Þá segir Bogi. — Væri ekki rétt að þú færir kringum landið? Kannski hefur hann sagt þetta bæði í gamni og alvöru. Ég varð hljóður við, því þetta var ékkert smáræðis ferða- lag. Og ég held áfram að hugsa um þetta og loks ákveð ég að fara á hestunum kring- um landið. Og svo verður það 1949 að ég legg af stað í hringferð kringum landið í júlí 1949. Þá átti ég þrjá hesta og legg af stað austur um sveitir, alla leið að Núpsstað. Þar var alvarlegur farartálmi: Núps- vötn og Skeiðará á Skeiðar- ársandi. Þegar ég fer að tala við Hannes á Núpsstað um þetta ferðalag mitt austur yfir sand telur hann þetta ófæra leið, árnar séu alltof miklar og jökullinn ófær.. Hann hringir samt til Björns á Kvískerjum, sem einnig telur þetta ófært. Og þegar þessir tveir miklu vatnamenn kváðu upp þennan úrskurð varð ég að gjöra svo vel og snúa heim, hvort sem mér líkaði betur eða verr. — Þetta hefur samt verið skemmtileg ferð. — Já, já, já- Þetta var á- gætisferð. — Og lauk þar með hring- ferðardraumnum ? — Nei. Mér fannst vitan- lega hart að geta ekki farið kringum landið eins og ég ætlaði mér. Og þegar sól hækkaði á lofti sumarið eftir, 1950, hugsaði ég tii hreyfings á ný. Og seinast í júlí lagði ég af stað, og nú með 4 hesta. Fyrst fór ég á hestamanna- mótið á Þingvöllum og þaðan með Akureyringum norður, minnir að þeir væru 20 með 127 hesta; þetta voru ágætis- hestar og afbragðsmenn. Við fórum að Haukadal, að Hvit- árvatni, Hvei-avöllum og síðan norður í Skagafjörð, hjá Mæli- felli, og þaðan áfram til Ak- ureyrar. Á Akureyri var ég orðinn einn, rétt einu sinni í lífinu, en dóla samt áfram að Krossi, skammt frá Fosshóli, þaðan daginn eftir að hinum nafn- kunna bæ, Reykjahlíð. Næsti áfangi var Grímsstaðir ogsvo Möðrudalur. Jón í Möðrudal Hér sjáið þið Gisla við útvarpsstöðina í herbergi sínu, til vinstri sér á skápinn tneð plötusafninu, en auk þess á hann stafla al kössum, fullum af plötum, eittlivað um sex þúsund talsins. ÚTYARPSSTJÓRI - ÞULUR - MAGNARAVÖRÐUR - TONLISTARRAÐUNAUTUR tók konunglega á móti mér og allt hans fólk, raunar fékk ég hvarvetna góðar viðtökur. — Fékkstu gott veður? — Já, ágætisveður noröan- lands, en frá Möðrudal lá leið- in austur yfir Möðrudalsfjall- garð og Jökuldalsheiði og er ég kom í Jökuldalinn byrjaði rigning sem stóð í 7 sólar- hringa, stytti aldrei upp, hvorki nætur né daga. Á Jök- uldal gisti óg í Hjarðarhaga og hélt svo austur að Dag- SUNNUDAGUR — 243

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.