Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 14

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 14
14 DAGBÆKUR MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR sögunnar. Sem heimildarit hafa daghækurnar langmest gildi fyrir sögu Ólafsvíkur. Þar mun vikið að flestu því markverðasta, er gerzt hefur í þorpinu í rösk 60 ár. En auk þess geyma dagbækur Magnúsar fjölmargar frásagnir af fólki og atburðum í ná- lægum sveitum og þorpum. Vitanlega hlaut margt af þessu skemmri skírn, þar sem dag- bókarformið leyfði ekki annað. — Ekki þarf lengi að fletta dagbókum Magnúsar til þess að komast að raun um, að hann var mikið snyrtimenni. Hann var hvorki dóm- hvatur né dómharður, um það bera dagbækur hans einnig ótvíræðan vott. Allir, sem þekktu Magnús Kristjánsson, vissu, að hann var ekki líklegur til þess að trúa dagbók- um sínum fyrir öðru en því, er hann hugði rétt og satt. Þess vegna hygg ég, að þær muni reynast traust heimildarit svo langt sem þær ná. Magnús hafði alllengi þann hátt á að gera örstutt yfirlit um helztu athurði ársins í gamlársdagspistli sínum. Seinasta gamlaárskvöldið, sem hann lifði, lauk hann bókun sinni með þessum orðum: — „Ég býst eins við nú, að ég sé að enda þessa dagbók mína, sem ég er búinn að skrifa í kvöld í 69 ár, þó mig langi til að skrifa hana eitt ár enn. En nú get ég lítið átt við ritstörf úr þessu, því að nú er ég að tapa öllu, hendin að stirðna, sjónin að daprast og allt að hverfa . . .“ Dagbækur Magnúsar eru í 17 bindum, en í átjánda bindinu er stutt æviágrip hans, formáli að dagbókunum ásamt lykli að helztu viðhurðuin. — Þar segir hann: „Ég hef loks komizt að þeirri niðurstöðu, að bezt mundu þær geymdar í Landsbókasafni, og geri ég því þá ráðstöfun, að þær fari þangað, þegar ég er dáinn.“ Börn Magnúsar létu ekki dragast lengi að fara að fyrirsögn hans, því að synirnir, Magnús og Eyjólfur, afhentu Landsbókasafninu dagbækurnar til eignar rösklega mán- uði eftir lát föður þeirra. Það er trúa mín, að þegar þyki nokkur fengur að daghókum Magnúsar. Eftir því sem lengra líður frá skrásetningartíma þeirra munu menn þó átta sig enn betur á því, og þá ekki sízt Snæfellingar, að margt er þar geymt, sem annars miindi gleymast, og talið mun til ávinnings að hafa spurnir af. Magnús Kristjánsson ritaði margt annað en dagbækurnar, þar á meðal endurminn- ingar sínar, allmikið rit. Ekki vakti fyrir honum, að þær væru gefnar út, allra sízt eins og hann hafði gert þær úr garði. Þótt ég hafi aðeins lesið lauslega sumt af því, sem Magnús færði í letur auk dagbókanna, dylst mér ekki, að þar er margs konar fróð- leikur tíndur saman, er varðar snæfellska sögu. Sem Snæfellingur vil ég þvi færa Magn- úsi Kristj ánssyni heztu þakkir fyrir starf hans, mikið og óeigingj arnt. Sýslungar hans mega ekki sízt vera honum þakklátir fyrir að liafa gefið Landshókasafni dagbækurnar sínar, og þær eru þeim þegar tiltækar. L. K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.