Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 51

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 51
UM VARÐVEIZLU BÓKAKOSTS OG ANNARRA GAGNA 51 sérstakar aðstæður. í British Library er rætt um fjórðung og hætta þar talin meiri en að jafnaði í öðrum brezkum rannsóknarbóka- söfnum. Áætlun í Bandaríkjunum um varðveizlu stökkra rita - eða brittle books, eins og þau eru kölluð, er talin munu kosta um 400 milljónir dala, og þá er ekki tekið tillit til varðveizlu hvers konar skjala og efnis, er telst ekki til bóka. Þá vék Rogers að þeim vanda, er steðjaði að í hitabeltislöndum, og væri hann víða meiri en svo, að rönd yrði við honum reist sökum hins mikla kostnaðar. I alþjóðlegri áætlun um aðgerðir yrði að kanna, hvað til ráða væri til varðveizlu rita slíkra landa. I öðrum þætti yfirlitsins, þeim um helztu úrræði, var einkum rætt um fernt: 1. Rétta meðferð og geymslu. 2. Viðgerð og eyðingu sýru úr pappír. 3. Flutning texta úr einu formi í annað, og loks 4. Viðbúnað við hvers konar háska, þ.e. eldi, vatni o.s.frv. Um fyrsta atriðið, sjálfa meðhöndlun gagnanna í söfnunum, hvort heldur ætti í hlut starfslið eða gestir, sagði, að yfir þessum þætti þyrfti og ætti að vaka miklu betur en gert er. Hann nefndi sem dæmi hin svokölluðu „Xerox-hræ“, rit, sem komin væru í tætlur vegna ómjúkr- ar meðferðar í ljósritunarvélum, en gestum er, sem kunnugt er, víða hleypt í ljósritunarvélarnar. Rogers dró út úir erindunum nokkur meginheilræði, og rifja ég hér upp nokkur þeirra: Hita- og rakastigi skal haldið hvorutveggja svo lágu sem kostur er og sem stöðugustu. Forðast skal meiri sveiflu en sem nemur 4 gráðum á dag. Rakastig stenzt, sé það á bilinu 20-50%, en helzt þarf það að vera lægra en 40% og aldrei hærra en 60%. 30—35% virðist ákjósanlegast. Við ílutninga skal varast, að rakastigsmunur fari fram úr 5%. Vandinn er að gera bæði fólki, bókum og hljómplötum til hæfis — nefndi hann 18 stiga hita og 40% rakastig sem heppilegasta málamiðlun. Nefnt var, að segulbönd væru viðkvæm fyrir áhrifum frá ýmsum rafbúnaði, svo sem hátölurum, hlustunartækjum, upptökutækjum, segulmögnuðum dyralæsingum o.íl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.