Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 73

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 73
SUNNANFARI 73 sagnir um bækur. Hann var vel menntaður í íslenskum fræðum og mikill bókmenntaunnandi. Hann lauk doktorsprófi við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1888. Fjallaði doktorsritgerðin, sem hann kallaði Om Digtningen paa Island i det 15. og 16 Aarhundrede, um íslenskar bókmenntir síðmiðalda. Þótti þá brotið blað, því Danir höfðu fram að því ekki gefið öðrum íslenskum bókmennt- um gaum en „gullaldarbókmenntunum" og ekki viðurkennt, að síðari tíma bókmenntir gætu talist til bókmennta. Hann vann við rannsóknir á íslenskum fræðum jafnhliða námi og eftir það. Auk þess að vera góður fræðimaður var hann skáld og birti öðru hverju eftir sig ljóð í tímaritum. Eina ljóðabókin, sem kom út eftir hann, var Vísnakver Fornólfs, og kom hún út skömmu fyrir dauða hans eða síðla árs 1923. Hann skrifaði einnig sjálfur um ýmis þjóðþrifamál í Sunnanfara. Þegar í 4. tölublaði 1. árgangs ýtarlega grein um háskóla á Islandi, en það var honum sérlega hugleikið, að Islendingar fengju sinn eigin háskóla í Reykjavík. Umræða urn íslenskan háskóla var engan veginn ný af nálinni, því að Benedikt Sveinsson kom fyrstur fram með uppástungu um stofnun háskóla á íslandi árið 1881 á Alþingi. Jón rekur forsögu þessa máls í grein sinni, ásamt sögu háskólastofnana í Norðurálfu. Hann færir mörg rök fyrir því, að háskóli skuli stofnaður hérlendis, og bendir á, að eðlilegt sé að þungamiðja alls menntalífs íslensks verði í landinu sjálfu, þó svo að einhver hluti námsmanna muni sækja sér menntun til útlanda eftir sem áður. Einar Benediktsson skrifaði talsvert í lausu máli í Sunnanfara, auk þess á hann þar mörg Ijóð. Einar Hjörleifsson (1859-1938) orti oft í tímaritið. Sama er að segja um Þorstein Erlingsson (1858—1914), og hann skrifaði einnig ýmsar greinar, mest um bókmenntir. Sem dæmi má nefna grein um Guðrúnu Osvífurs- dóttur, sem er söguljóð eftir Brynjólf Jónsson á Minnanúpi. Greinin er miklu meira en ritdómur, því að hún er einnig ýtarleg samantekt og mat á sögunni, er á bak við ljóðið stendur, og ennfremur á íslenskum rímnakveðskap. Grímur Thomsen leggur Sunnanfara oft lið með ljóðum. Milli hans og Jóns virðist hafa verið gott vinfengi, og Jón skrifar um hann langa lofgrein í Sunnanfara 1893, þar sem hann hælir Grími á hvert reipi. Grímur þakkar Jóni greinina með svofelldum orðum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.