Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 87

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 87
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 87 lýð. Þetta er dagsanna. En samt ætla ég ekki að skirrast við því að drepa á þetta efni. Til þess liggja tvenn rök. Fyrst og fremst á það beinlínis við í ritgerð þessari. Og í öðru lagi heyrast raddir hvaðanæva, bæði austan hafs og vestan, sem vilja koma íslenzku þjóðerni fyrir kattarnef. Já, það er heldur en ekki völlur á þessum mönnum, sem þykjast upp úr því vaxnir að stuðla að viðgangi íslenzks þjóðernis. Bísperrtir og baðandi höndunum út í loftið hrópa þeir: „Skiljið þið ekki, hvað það er, sem stendur okkur fyrir þrifum? Þið talið um galla og ókosti. Bull! Það er þjóðernið, sem er undirrót allra okkar meina. Sjáið þið ekki, að íslenzkan er það, sem tefur fyrir okkur að læra „málið“ (enskuna)? Það situr ekki á okkur að vera að bisa við að sigla okkar eigin sjó, með þjóðernisfána blaktandi á stöng. Til þess erum við of fáir og smáir. Brjótum í spón hinn norræna dreka með gapandi gini og gínandi trjónu. Skríðum inn undir brekánið hjá stórþjóðum heimsins; þar eru nóg hlýindi, nóg værð, auður og seimur. Hvers þurfum við annars með en að pyngjan sé full og maginn í góðu lagi? Hrekjum út í hafsauga þessa úreltu þjóðernis- dýrkun, sem er uppspunnin að mestu í hinum öfgafulla heila skáldanna gömlu, sem voru fávísir menn í samanburði við okkur vitringana. Hvað vissu þau um heimspeki og vísindi? Þjóðerni gat verið gott á lágu þroskaskeiði mannkynsins. En nú, á þessum upplýstu tímum, er allt slíkt hégómi. Sú mikla menning heimsins og æðri heimspeki, sem við öndum að okkur, feykir öllu slíku burt eins og ryki.“ Þannig komast þessir menn að orði. Og um leið og þeir bregða öðrum um fimbulfamb og öfgafulla þjóðernisdýrkun, slá þeir sjálfir um sig með heimspeki og vísindum. Svo vill til, að í því safni bréfa til Stephans G. Stephanssonar, sem varðveitt eru í Landsbókasafni, eru 8 bréf Stephans Guttormssonar til Steplians G. Stephanssonar, hið elzta frá 4. október 1900 og yngsta frá 5. janúar 1904. Ljóst er, að Stephan Guttormsson hefur átt upptökin að þeim bréfaskiptum, hann skrifað nafna sínum fyrsta bréfið sumarið 1900, þráð að komast í andlegt samband við hann. Eg hef undir höndum eitt bréf Stephans G. Stephanssonar til nafna hans Guttormssonar, dagsett 15. nóvember 1901, en það sendi mér Donald E. Gíslason í Toronto, er fékk það hjá Ragnheiði, annarri tveggja fósturdætra Stephans Guttormssonar og konu hans, Ragnhild- ar Gísladóttur. En Ragnheiður (Mrs. Heather McNamee) býr í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.