Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 100

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 100
100 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ur hópur, 15-16, minnir mig. í þeim hópi veit ég af einum, sem er hagmæltur. Hann heitir Kristópher Jónsson. Hann fer dult með kveðskap sinn, kveðst hafa ort nokkur kvæði á ensku. Fáeinar íslenzkar vísur heyrði ég hann hafa yfir, sem hann haíði ort, og þóttu mér þær heldur snotrar. Ekki finnst mér hann vera eins enskulundaður og Grand Forks-námsmenn, t.d., og gott skyn- bragð ber hann á íslenzk kvæði. — Yfir höfuð held ég að þessi hópur námsmanna sé nokkuð íslenzksinnaður. Um kennarann í íslenzku, síra F.J. Bergmann, vil ég sem fæst tala, og býst ég við, að þú þekkir betur „sveitunga“ þinn niður í kjölinn en svo, að þú græddir nokkuð á því, þó ég færi að skýra þér frá, hvernig hann kemur mér fyrir sjónir. Hann er lipur í framgöngu og mjúkur á manninn; og finnst mér þó bera helzt til mikið á þeim kostum, því úr öllu má of mikið gjöra. Og betur kann ég við, að menn séu hrufóttir viðkomu en að þeir séu áferðarsléttir eins og fágað gler, að minnsta kosti meðan verið er að kynnast þeim. En svo geðjast sumum þetta, öðrum hitt. „Diplomat“ er hann víst og rasar ekki fyrir ráð fram. Mér finnst ég ekki sjá neitt stórbrotið eða veigamikið í gáfnafari hans, en notadrjúgir munu hæfileikar hans vera. Hann er fremur góður kennari, það má hann eiga, og stendur ekki að baki hinum hérlendu kennurum við Wesleyskóla. - Ef satt skal segja, þá finnst mér kirkjustólparnir íslenzku vera farnir að gefa okkur Wesleyingum heldur undir fótinn nú í seinni tíð; og þá má svo sem ganga að því vísu, að öll halarófan láti ekki sitt eftir liggja að gjöra okkur til geðs. Mikil er sú dýrð! Heimboð hjá síra Jóni (sem ég varð að fara á mis við, af því ég var á ,,æfingu“); útvöldum (!) ungstúlkum boðið til þess að gjöra stúdentunum glatt í geði. Það þarf svei mér meira en meðalstein- hjarta til þess að bráðna ekki og uppveðrast ekki allur af slíkum „trakteringum“. En ég sé út um brekánið og fer minna eigin ferða. En allar skemmtanir fóru fram á íslenzku, því það má kall eiga, að hann er býsna íslenzkur í anda. Verst er, hvað hann hamrar á „vantrúarmönnum“, sem margir hverjir standa honum framar að öllu leyti. Eg held hann vilji þjóð sinni vel, en sjóndepra og flokksblindni ami að honum. Af Stúdentafélaginu er það að segja, að það er ekki íslenzkt nema að litlu leyti. Ensksinnaðir námsmenn hafa töglin og hagld- irnar í því og gefa hinum lítið ráðrúm. Það hefur á sér enskt snið að mestu leyti. Ingvar Búason er forseti þess (að nafninu). Hann er brjóstgóður, en þröngsýnn og skilningssljór og ófrumlegur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.