Vísbending


Vísbending - 23.12.1987, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.12.1987, Blaðsíða 3
VISBENDING 3 Dr. Mikael M. Karlsson Fjárhæli á íslandi? Fjárhæli víða um heim Allir vita að svissneskir bankar eru fjár- hæli: í þeinr má geyma fjármuni í næði og með leynd. En færri virðast vita hve al- geng fjárhælisþjónusta er í heiminum. í meira en þrjátíu löndum er slík þjónusta veitt, en þó ekki alltaf með sama hætti og í Sviss. Fjárhæli er til dæmis að finna í Austurríki og Luxemburg, í Flong Kong og Singapore, Liechtenstein og Andorra, í Panama, Costa Rica og Dóminikanska lýðveldinu, í Líbanon og Jórdaníu, á Mön og Ermasundseyjum, á Kýpur og Ber- múda-, Barbados-, Montserrat-, St. Vin- cent-, Antigua- Vanuatu-, og Cayman- eyjum, á Bahamaeyjum, Flollensku Antillaeyjum og á Jómfrúareyjunum bresku. Jafnvel í Sovétríkjunum gilda lög sem tryggja útlendingum bankaleynd leggi þeir beinharðan gjaldeyri í þarlenda banka. Eins og sjá má eru það einkum smá- þjóðir, flestar reyndar eyþjóðir, sem veita fjárhælisþjónustu. Margir þeirra staða sem nefndir voru hér að ofan eru fá- mennari en ísland, og sums staðar er mannfjöldi jafnvel minni en í Kópavogi. Hvers vegna ætli svo margar smáþjóðir veiti þessa þjónustu? Sögulegar og efna- hagslegar ástæður eru auðvitað ólíkar frá einum stað til annars, en eitt er þó sam- eiginlegt öllum: Fjárhælisþjónusta er ábatasöm, krefst frekar lítillar fjárfest- ingar og gerir smáþjóðum kleift að sneiða hjá erfiðleikum sem oft Itrjá þær í alþjóð- legum gjaldeyrisviðskiptum. Fyrst aðrar smáþjóðir telja það ómak- sins vert að veita fjárhælisþjónustu, er ástæða til að spyrja hvort við íslendingar ættum ekki að huga að því líka. Ekki er að sjá að þessi spurning hafi verið tekin til rækilegrar umfjöllunar, en nú, frekar en nokkru sinni fyrr, er hún sérlega tímabær. Samkeppniskostir íslands Áður en lengra er haldið er rétt að huga að því hvort við höfum ekki þegar misst af lestinni. Þégar fjárhælisþjónusta er veitt svo víða, hvað ætti þá að gera íslendinga samkeppnisfæra á þessu sviði? Nú verða talin nokkur atriði sem ættu að koma okkur til góða í keppni við margar þeirra þjóða sem að ofan voru taldar. (1) Friður. Auðvitað er mikilvægt þeim sem leggur fé í banka að fjármunir hans séu ekki í hættu vegna innrásar, upp- reisnar eða annarra sviptinga í landinu. Það er því skiljanlegt að útlendingum finnist ekki ýkja freistandi nú að senda fé sitt til vörslu í Líbanon eða Panama, og sumir hika jafnvel við að geyma fé í Hong Kong eða Singapore. Samanborið við margar þjóðir sem veita fjárhælisþjón- ustu er stjórnmálaástand á íslandi traust. (2) Kunnugleiki. Norður Ameríka er mikilvægasti upprunastaður þess fjár sem geymt er á fjárhælum, og íbúum Norður Ameríku finnst öruggara að eiga við- skipti við Evrópumenn en við Asíumenn, Suður Ameríkubúa eða aðra. Þetta eitt fækkar til muna þeim keppinautum sem íslendingar þyrftu að taka alvarlega í samkeppni á þessu sviði. Sviss, Austur- ríki, Luxemburg og Mön eru væntanlega þau lönd sem við mundum líta á sem aðalkeppinauta okkar. Það er athyglis- vert að fjárhælisþjónusta er mikilvægur þáttur í árangri Luxemburgara, sem hefur tekist að gera land sitt að mikil- vægri alþjóðlegri fjármálastöð á nokkrum áratugum. (3) Norrænt þjóðerni. Af einhverjum undarlegum ástæðum, sem Norðurlanda- búar skilja manna síst, eru þeir taldir vera flestum öðrum vandvirkari og áreiðan- legri í viðskiptum. Islendingar ættu að njóta góðs af þessu orðspori í samkeppni við aðrar þjóðir, jafnvel Evrópuþjóðir. (4) Málakunnátta. Fjárhælisþjónusta er auðvitað alþjóðleg, og krefst þess að viðskipti fari fram snurðulaust á ýmsum tungumálum, sérstaklega á ensku. í þessu tilliti hefðu Islendingar vinninginn í keppni við mörg fjárhælislönd. Sú áhersla sem hér hefur löngum verið lögð á tungu- málakennslu mundi augljóslega koma að einkar góðum notum. (5) Þaga. Víst er að þeir sem nota fjár- hæli vilja ógjarnan hafa hátt um það. Þeir vilja gjarnan skipta við fjárhæli sem hafa ekki hátt um þá starfsemi. Hvert manns- barn veit að í Sviss eru fjárhæli, en færri vita að nágrannalöndin Austurríki og Luxemburg veita slíka þjónustu. Þetta skýrir að hluta velgengni Luxemborgar í þessum efnum. Sum fjárhælislönd, til dæmis Liechtenstein, Caymaneyjar og Panama, eru ekki almennt þekkt sem slík, cn þau hafa gert þjónustu við skatt- svikara að sérgrein sinni, og eru þess vegna undir smásjá skattayfirvalda víða um heim. Fjárhælisþjónusta í Luxemburg beinist hins vegar að löglegum viðskipt- um og sleppur því við óþægilega athygli. Island væri ekki áberandi fjárhæli sem byrjandi á þessu sviði og gæti forðast umtal með því að fara að dæmi Luxem- borgara. Hér hafa verið taldir fáeinir kostir fs- lands sent fjárhælis og þeir nægja til að álykta sem svo að íslendingar gætu hugsanlega keppt við aðra á þessu sviði með góðum árangri. En auðvitað er líka ýmislegt sem grefur undan samkeppnis- hæfni íslendinga, en plássins vegna verð- ur það ekki rætt að sinni. Tímabært umræöuefni En það er tímabært einmitt núna að fjalla rækilega unt hvort fjárhælisþjónusta henti íslendingum. Ástæður þess eru einkum þessar: (1) Viðskiptalíf og bankaþjónusta hafa nýlega verið tölvu- vædd, en það er greinilega forsenda vel- heppnaðrar fjárhælisþjónustu. (2) Við höfum nú nánari tengsl við alþjóðlegt bankakerfi en nokkru sinni fyrr, meðal annars fyrir tilstuðlan VISA og Evró- kortaþjónustu. (3) Um þessar mundir eiga sér stað umfangsmiklar breytingar á verðbréfamarkaði okkar, sem greiða fyrir alþjóðlegum viðskiptum. Rætt hefur verið um að leyfa útlendingum að fjár- festa hér á landi, sem hefur alvarlega ókosti, en minna verið fjallað um hvernig laða megi erlent fjármagn til íslands með öðrum hætti. Sú fjárhælisþjónusta sem borgar sig fyrir okkur að huga að, og mundi líkjast því sem gerist í Luxemburg, byggist ekki á því að bjóða fyrst og fremst upp á dularfulla bankareikninga og geymslu- hólf að fela í fjármuni. Hún felst í víð- tækri, alþjóðlegri banka - og fjárfestinga- þjónustu, gjaldeyrisverslun, útgáfu og sölu sparibréfa, aðstöðu til alþjóðlegrar verslunar með hlutabréf, verðbréf og jafnvel aðra fjármuni. I Luxemburg er slík þjónusta skipulögð einkum með innanlandsnotkun í huga, en ágæti kerfis- ins stuðla einnig að miklum viðskiptum frá útlöndum. Fjárhæli að hætti Luxem- borgara verður augljóslega ekki sett fyrirhafnar- eða orðalaust á stofn. Og það er engan veginn Ijóst hvort það væri viturlegt fyrir fslendinga að gera það. Mörgum spurningum erósvarað um efna- hagsleg, lagaleg, stjórnmálaleg, tæknileg og síðast en ekki síst siðferðileg atriði. Slíkar spurningar er eðlilegt að fjalla um í greinum í Vísbendingu og á öðrum vett- vangi. Tilgangur þessarar grcinar er ekki endilega að mæla með fjárhælum á fs- landi, heldur að hvetja til rækilegrar og alvarlegrar umfjöllunar um málið. Við ættum að huga aö kostum þess að ráðast í verkefni sem hefur reynst þjóðum á stærð við okkur einkar hagkvæmt, krefst lág- marksfjárfestingar, og mundi til tilbreyt- ingar hafa vænleg l'rekar en skaðleg áhrif á viðskiptahalla viö útlönd.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.