Vísbending


Vísbending - 20.02.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.02.1992, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 20. febrúar 1992 8. tbl. 10. árg. Atvinnu- leysi Fréttirum mikiðatvinnuleysi íjanúar koma þeim vel sem vilja að gerðir verði kjarasamningar um litlar eða engar kjarabætur. Um 3,2% vinnuafls reyndust atvinnulaus og það er hærra hlutfall en áðurhefurmælsthérá landi. Ef samið verður um meiri kaup- hækkanir en innstæða er fyrir, er hætta á, að hér skelli á fjöldaatvinnuleysi, svipað því sem er í mörgum nágranna- landanna. Fréttirnar minna á að sú ógn er kannski ekki eins fjarlæg og margir hafa haldið. Hér má líka hafa í liuga að ýmislegt bendir til þess að atvinnu- leysistölur hér á landi séu lægri en ef notaðar væru sömu mæliaðferðir og annars staðar (sjá grein Lilju Mósesdótturí3.tölublaði 1992). Núna eru óvenjumargir atvinnulausir í byggingarstarfsemi og í þeim hópi eru verkamenn, iðnaðarmenn og verk- fræðingar. Frestun álversframkvæmda ámikinn þátt íþessu. En ef að ergáð er vandinn ekki eins mikill og ætla mætti. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan eru miklarárstíðasveifluríatvinnuleysi. Það hefur jafnan verið langmest í janúar. Atvinnuleysi í janúar var 2,4- 3,1 % 1989-1991, en meðalatvinnuleysi allt árið var þá 1,5-1,7%. Að miklu Atvinnuleysi, hlutfall af vinnuafli leyti er hið mikla atvinnuleysi í nýliðnum janúarmánuði fremur árstíðabundið vanda- mál en varanlegt. Það stafar meðal annars af því að frystihús nota Atvinnuleysis- tryggingasjóð til þess að draga úr launakostnaði þegar lítið er um verkefni. Þau geta sagt fastráðnu fiskverkafólki upp með fjögurra vikna fyrirvara og það fær síðan atvinnuleysisbætur. Efþeirra væri ekki kostur má slá því föstu að verkafólkið færi fram á lengri uppsagnarfrest, því að uppsagnir í byrjun árs mega víða heita árviss viðburður. Auk þessa fá fiskvinnslufyrirtæki greidd 75-80% launakostnaðar úr Atvinnuleysistryggingasjóði.efhráefni skortir, þótt fólki sé ekki sagt upp. Hversu margir missa atvinnuna og hve lengi? í lífskjarakönnun sem Hagstofan og Félagsvísindastofnun gerðu árið 1988 kom fram að um 8% þeirra sem verið höfðu á vinnumarkaði eftir 1982 (113 af 1391) höfðu einhvern tíma verið atvinnulaus síðastliðin fimm ár. Á þessum tíma var atvinnuleysi innan við 1% að meðaltali. Ef atvinnuleysi verður áfram 1,5-2% kæmi því ekki á óvart að nálægt 15% fólks á vinnumarkaði yrðu einhvern tíma atvinnulaus á fimm árum. Samkvæmt lauslegri ------^ könnun Hagstofu á atvinnuleysi í nóvember síðastliðnum hafði þá um þriðjungur atvinnulausra verið án atvinnu í mánuð eða skemur, 40% höfðu verið atvinnulausir í 1-3 mánuði, en tæp 30% höfðu verið án atvinnu lengur en þrjá mánuði. Unt8%höfðuverið atvinnulaus lengur en ár og þar var roskið fólk lang- fjölmennast (einkum sextugir og eldri). Launahækkanir (vinstri kvarði) og Heimildir: Kjararannsóknamefnd, Þjóðhagsslofnun Atvinnuleysi er jafnan mest í janúar Heimild: Hagstofan, Félagsmálaráðuneyti Á að reyna að draga úr atvinnuleysi? Á árunum 1986-1988 var aðeins um hálft prósent vinnufærra manna án atvinnu að meðaltali, en árið 1989 hækkaði þessi tala í 1,5-2% og hefur verið á því bili síðan. Ber að snúa þessu í fyrra horf? Á myndinni hér fyrir ol’an eru sýndar niðurstöður kannana Þjóðhagsstofnunar og Félagsmála- ráðuneytis á spurn eftir vinnuafli. Þar kemur fram að 0,5% atvinnuleysi jafn- gildir í raun vinnuaflsskorti. Árið 1987 og fram á árið 1988 vildu atvinnu- rekendur, sem rætt var við, tjölga starfs- fólki umyfir3%. Þarsem þetta vinnuafl var ekki allt fyrir hendi þurflu fyrirtæki að yfirbjóðalaunatilboð hvert hjá öðru til þcssaðfáhæft starfsfólk. Launaskrið (kauphækkanir umfram kjarasamninga) varmikið og verðbólga einnig. Á seinni hluta árs 1988 breyttist þetta. Síðan hafa vinnuveitendur ýmist viljað fækka starfsfólki um hálft prósent eða minna eða þá fjölga því um innan við eitl prósent. Vinnumarkaður hefur nánast verið í jafnvægi og launaskrið hefur verið lítið eða ekkert. Verðbólga hefur minnkað. Ef reynt yrði að færa atvinnu- leysi niður á það stig sem var á árunum 1986-1988 myndi verðbólga án efa aukast aftur. Áukist atvinnuleysi ekki mikið frá því sem verið hefur undanfarin ár virðist því ekki vera ástæða til þess að gera sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr því. g Atvinnuleysi • Greiðslukort • Viðskiptavakar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.