Vísbending


Vísbending - 12.03.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.03.1992, Blaðsíða 1
HISBENDING MMrit um viðskipti og efnahagsmál 12. mars 1992 11. tbl. 10. árg. Gjöld ríkissjóðs jukust um 6,5% að raungildi frá 1990-1991 Rekstrarhalli ríkissjóðs varð 12,5 milljarðar 1991, þremur sinnum meiri en stefnt var að í fjárlögum. Hallinn er 3,3% af vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í Skýrslu um ríkisfjármál 1991, sem fjármálaráðuneytið hefur nýlega gefið út. Tekjur ríkissjóðs urðu nokkru minni en stefnt var að eða tæpir 100 milljarðar króna. Þetta er tæpum tveimur milljörðum minna en í fjárlögum. Stafar frávikið meðal annars af því að minni virðisaukaskattur innheimtist en ætlað var og auk þess var fallið frá áformum um nýja skatta. Meiri athygli vekur að gjöld ríkissjóðs fóru langt fram úr áætlun árið 1991, urðu 112 milljarðar en ekki tæpir 106, eins og sagði í fjárlögum. Ríkisútgjöld voru tæplega 25% af vergri landsframleiðslu á árunum 1981-1987 en í fyrra voru þau orðin um 30% (hér verður að athuga að nefnarinn, landsframleiðslan, hefur minnkað undanfarin ár). Aukningin frá 1990 er 6,5%áföstu verðlagi. Ástæðurnarfyrir aukningu útgjalda í fyrra eru mjög margar, en nefna má fasteignakaup ríkisins, auknar útflutningsbætur og vanáællun á fjárþörf Lánasjóðs íslenskra námsmanna og almannatryggingakerfis. Eflaust má að stórum hluta kenna útgjaldaaukninguna því að kosningar voru á árinu og því erfitt að snúast gegn tillögum um ný útgjöld, hvað þá að standa fyrir niðurskurði. Þess skal getið að vegna breytinga á uppgjöri staðgreiðslu lækkuðu reiknuð skattskil á liðnu ári um 600 milljónir króna. Þáerufasteignakaupsamkvæmt sérstakri heimild fjárlaga að fullu gjaldfærð, en fjárveitingin var miðuð við þær greiðslur sem inntar yrðu af hendi. Af þessum tveimur ástæðum r ” 'n Lánsfjárþörf og þensluáhrif ríkisins 1990-1992 milljarðarkróna Útkoma Lánsfjárlög Útkoma Lánsfjárlög 1990 1991 1991 1992 Ríkissjóður A-hluti 14,1 15,5 22,3 20,0 innlend lán 10,1 14,7 8,8 6,4 erlend lán 4,0 0,8 13,5 13,6 Ríkisjyrirtœki innlend 4,1 4,7 3,8 1,4 erlend 4,1 4,7 3,8 1,4 Opinberar lánast. 23,4 24 26,6 27,9 innlend 18,4 20,5 23,0 21,5 erlend 4,9 3,5 3,6 8,4 Heildarlánsfjárþöif Dregið frá: 41,6 44,2 52,7 49,3 Erl .afb. og vextir, Seðlabanki 21,7 17,6 17,9 28,4 Vergur þensluhalli 19,9 26,6 34,8 20,9 Innlausn spariskírteina o.fl. 4,2 7,2 6,0 5,0 Hrein þensluáhrif 15,7 19,4 28,8 15,9 Hlutfall af vergri landsfrainleiðslu 5% 5% 8% 4% Heimildir: Fjármálaráðuneytið: Skýrslur um ríkisfjármál árin 1991 og 1992, Fjárlaga- frumvarp 1992, Fréttatilk. Fjármálaráðuneytis o.fl. Ath.: Afföll húsbréfa eru dregin frá í tölum um lántökur sjóða. verður fjárlagahallinn rúmum milljarði meiri en ef notaðar hefðu verið sömu uppgjörsaðferðir og áður að þessu leyti. 1992: Stefnt að því að lækka ríkisútgjöld niður í það sem þau voru 1990 Útgjöld ríkissjóðs verða 110 milljarðar samkvæmt ljárlögum fyrir árið 1992. Nú er ætlunin að skera útgjöld ríkissjóðs niður í sama raungildi og var árið 1990. Reyndar er vafamál hvort kal la má allt niðurskurð, til dæmis er ábyrgð á launutn vegna gjaldþrota færð til sérstaks sjóðs, utan fjárlaga, og kveðið á um gjöid til hans, en greiðslur úr honum teljast ekki til ríkisútgjalda. Tekjur ríkissjóðs eiga að aukast um 2- 3% að raungildi frá því sem var í fyrra, enþarámeðal ertalinnrúmurmilljarður sem ætlunin er að afla með sölu eigna, en vafasamt er að telja slíkt sem venjulegar tekjur. Samkvæmt fjárlögunum verður fjögurra milljarða halli á rekstri ríkissjóðs, svipaður og að var stefnt í fyrra. Má búast við að hallinn eigi eftir að aukast jafnmikið og þá? Hérskiptirmestumáli hverjarlíkur eru á að niðurskurðaráform heppnist. 1 Hagtölum janúarmánaðar, frá Seðla- bankanum, segir um ríflega 2 milljarða niðurskurð í heilbrigðismálum: „Tiltölulega einfalt ætti að vera í framkvæmd að ná fram þessum niðurskurði að svo miklu leyti sem hann felst í aukinni kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Framkvæmdinerflóknari að því er varðar niðurskurð á sjúkra- stofnunum, þar sein ríkið er eini greið- andi þjónustunnar..." í ljósifyrrireynslu virðist fremur líklegt að fjárlagahallinn verði að minnsta kosti 6-7 milljarðar, en að líkindum verður hann minni en í fyrra.Árið 1991 varkosningaár,enþáer sérstaklega hætt við að ríkisfjármál fari úr böndum, eins og l'yrr segir. Nú er langt í kosningar og stjórnvöldum ætti því að reynast auðveldara en endranær að grípa til sársaukafullra aðgerða ef þeirra gerist þörf. • Ríkisfjármál • Atvinnusvœði • Maastricht-samkomulag • Virðisaukaskattur • Hampiðjan

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.