Vísbending


Vísbending - 12.03.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.03.1992, Blaðsíða 3
á meðaldegi fer aftur á móti um helmingur þrisvar í viku eða oftar. Lítil atvinnusvæði á landsbyggðinni íbúar fámennra staða virðast ekki vera reiðubúnir að fara eins langa leið til vinnu og höfuðborgarbúar, til dæmis virðast Eyrarbakki og Stokkseyri vera utan vinnusvæðis Selfyssinga, þótt skemmri tíma taki að aka þangað en meðal Reykvíkingur eyðir á leið í vinnuna. Aldrei er talað um slæmt at vinnuástand í Breiðholti eða Kópavogi, heldurer litið áhöfuðborgar- svæðið sem heild. Þetta eykur styrk þess miðað við landsbyggðina. En ef viðhorf breytast á landsbyggðinni og hrepparígur minnkar hljóta atvinnusvæðin að stækka þar. Bættar samgöngurstuðlaeinnig að því. Þannig væri kannski hægt að treysta byggð í þorpum á landsbyggðinni, sem ella ættu litla framtíð fyrir sér. Hvalfjarðargöng stækka atvinnusvæðið á Suðvesturlandi Vegalengdin milli Reykjavíkur og Akraness er um það bil tvöföld lengd Keflavíkurvegarins og vegarins yfir Hellisheiði. Mun færri sækja líka vinnu um þennan veg en um hinar leiðimar tvær. En með Hvalfjarðargöngum styttist leiðin um helming og yrði álíka löng og frá Reykjavík til Selfoss og frá Reykjavík ti! Keflavíkur. Hluti af hagræðinu við styttri veg um Hvalfjörð fer í að borga kostnað við göngin (veggjald) en engu að síður er óhætt að spá því að fjöldi þeirra sem sækir atvinnu yfir Hvalfjörð muni tvöfaldast á nokkrum árum eftir að göngin verða opnuð, en áætlað er að það verði fyrir sumarið 1996. Þá mun atvinnuástand á Akranesi væntanlega batna og húsnæðisverð þar hækka. I raun sækir sáralítill hluti íbúa Suðvesturlands atvinnu um langan veg ef miðað er við það sem gerist erlendis. Scnnilegt verður að telja að hér verði breyting á og með breyttum viðhorfum og bættum samgöngum fari menn smám saman að líta á svæðið frá Keflavík og Grindavík, upp á Akranes og allt að Selfossi og Stokkseyri sem eitt atvinnusvæði. i ISBENDING Áhrif Maastricht- samkomu- lagsins á vinnu- markaðinn Ari Skúlason Evrópsk verkalýðshreyfing, Evrópuþingið og ýmsar ríkisstjómir í Evrópu hafa litið á félagsmálin sem veikasta hlekkinn í sambandi við innri markaðinn. Félagslega hliðin á innri markaðnum verður langt frá því að vera fullnægjandi þann 1. janúar 1993 og því hafa margir verið hræddir um að það skapi mikil vandamál. Félagsmála- sáttmála leiðtoga 11 EB-ríkja frá 1989 var m.a. ætlað að koma í veg fyrir vandamál á vinnumarkaði, en um hann var ekki eining þar sem Bretar voru á móti honum. Sáttmálinn hafði ekki lagalegt gildi sem slíkur. Hann var einungis pólitísk viljayfirlýsing, en ákvæðum hans átti síðan að koma á með framkvæmdaáætlunum í félagsmálum. Nýr áfangi í félagsmálum Á leiðtogafundi EB í Maastricht í desember náðu forystumenn bandalagsins samkomulagi um víðtækar breytingar á Evrópubandalaginu og þróun þess í framtíðinni. Margirkveða svo sterkt að orði að þessar breytingar séu þær mikilvægustu fyrir þróun bandalagsins síðan Rómarsáttmálinn var samþykktur árið 1958. í Maastricht var ákveðið að koma á stórauknu efnahagslegu og pólitísku samstarfi milli EB-ríkjanna ánæstu árum og þar var einnig gert mikilvægt samkomulag í sambandi við félagslega þróun Evrópu. Þar er um að ræða samkomulag ámilli EB-ríkjanna 12 sem varðar 1 I af aðildarríkjunum. Bretland valdi að haida sig utan við þetta samkomulag, hvað sem síðar verður. Það er ljóst að ríkin 11 sem standa að Maastricht-samkomulaginu hafa nú möguleika til að koma á miklum breytingum í félagsmálum ef þau hafa pólitískan vilja lil þess. Möguleikar til þess að breyta reglum á vinnumarkaði varðandi ýmsa málaflokka innan EB með meirihlutaákvörðunum innan framkvæmdastjórnarinnar hafa aukist mikið og nýir möguleikar opnast fyrir aðila vinnumarkaðarins til þess að semja sín á milli um innihald þeirra reglna sem gilda eiga innan EB. Ný pólitísk staða Maastricht-samkomulagið hefur þannig opnað nýtt samningssvæði, þ.e. Evrópusamninga, til viðbótar við hefðbundin samningssvæði innan fyrirtækja, atvinnugreinaog þjóða. Þetta hefurorðiðtil þessaðhinirsvokölluðu aðilar vinnu-markaðarins í allri Evrópu eru farnir að íhuga á hvern hátt á að notfæra sér þá lagalegu möguleika sem komnir eru upp og eru í raun andsvar við innri markaði EB. Spurningin er h vort vinna eigi að því að koma á þessu samþjóðlega samningssvæði og hvemig best sé að fara að því. Margar spumingar koma upp í þessu sambandi sem svara verður áður en ákvarðanir eru teknar. Þá er jafnframt Ijóst að þessi þróun innan EB mun hafa áhrif hér á landi á næstu árum og því skiptir hún okkur miklu máli. Hvert er eðli samningssvæðisins? Það er grundvallarspuming hvert sé eðli þessa nýja samningssvæðis og hvernig eigi að vinna á því. Að hve miklu leyti munu aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu vilja einbeita sér að þessu svæði og nota þá möguleika sem það býður? Það er ljóst að stóraukin samvinna þjóða er nauðsynleg þegar fjallað er um mörg þeirra málefna sem hæst ber í pólitískri og efnahagslegri umræðu í Evrópu núna. Þarna má t.d. nefna samstarf EB-ríkjanna í efnahags- og peningamálum, atvinnustefnu og félagsmálaþróun. Ákvarðanirum þessi mál eru að miklu leyti orðnar samþjóðlegs eðlis og því verða aðilar vinnumarkaðarins í mörgum löndum að vinna saman ef þeir ætla sér að hafa áhrif á þróun þessara málaflokka. Hverjir munu sjá um samninga? Það er ekki sjálfgefið hverjir eru aðilarvinnumarkaðarinsíEvrópu.Eins og staðan er nú, eru Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) og Evrópu- samtök atvinnurekenda (UNICE) líklegir aðilar, enda hafa bæði þessi samtök tekið virkan þátt í þeirri þróun sem hefur átt sér stað í Evrópu síðustu 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.