Vísbending


Vísbending - 19.03.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.03.1992, Blaðsíða 3
an niðurskurð upp á X% er bókstaflega röng, því að sums staðar má ná meiri sparnaði, annars staðar getur sparnaður til lengri tíma bókstaflega falist í aukinni fjárveitingu til skemmri tíma. í þessari meðaltalsaðferð felsteinnig sú augljósa hætta að tilskipun um t.d. 6% niðurskurð gagnvart stofnun, þar sem stjórnendur og jafnvel starfsmenn allir hafa um langa hríð lagt metnað sinn í að skila sem bestri og ódýrastri þjónustu, virki í öfuga átt. Starfsmenn sjá sömu kröfur gerðar til sín og þeirra stofnana sem illa hafa verið reknar og hætta að sjá tilganginn með aðgerðum sínum. Aðgerðir stjórnvalda í þeirri hrinu, sem nú gengur yfir eru skólabókardæmi um ofstjórnun, sem þjappar starfs- mönnum saman gegn tilskipunum, fremur en að laða til samstarfs og virkja þá þekkingu sem í starfsmönnum býr. Þetta gildir því rniður einnig um þá þætti, sem í heildarpakkanum leynast og kynnu að vera boðlegir í öðru um- hverfi. Hvernig á að vinna Grundvallaratriði er eins og fyrr segir að ganga út frá þeirri staðreynd að stofnanir eru á mismunandi stigi hvað varðar framleiðni. Þess vegna verður að skoða stofnun fyrir stofnun. Víðast má spara eitthvað, jafnvel leggja stofnun niður eða flytja starfsemi á milli stofnana. Þá verður og að skoða þann valkost að taka stofnun úr ríkis- rekstri. En einkavæðingin á að vera tæki til að ná markmiði, en ekki mark- mið í sjálfu sér, frekar en ríkisrekstur. Annað grundvallaratriði er að laða starfsfólk til samstarfs. Til þess þurfa menn að byrja á því að leggja til hliðar þá almennu fordóma að opinberir starfsmenn hafi það markmið helst að aukafjöldastarfaog útgjöld íopinberum rekstri. 31. þing BSRB samþykkti þegar á árinu 1979 eftirfarandi um opinbera þjónustu: „Opinber þjónusta skal tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Þar sem þörf er á verði stofnanir endur- skipulagðar. Slík endurskipulagning verði gerð samkvæmt nákvæmlega skilgreindum markmiðum og í fullu samráði við starfsmenn viðkomandi stofnana." Það verður að leita allra leiða til að þetta nái fram að ganga, um leið og það er viðurkennt að það tekur tíma að ná raunverulegum árangri. Hvíekki aðgera tilraunir með að verðlauna sparnaðar- hugmyndir starfsmanna með einhverjum hluta þess sparnaðar, sem lagður er til? Við skulum einnig niuna að í vissum tilvikum næst sparnaður til lengri tíma með því að eyða peningum nú. Hve mikið má spara með því að auka fjármagn í fyrirbyggjandi aðgerðir í heilsuvernd? Hve mikið af fjármagni liggur í ófullgerðum framkvæmdum, sem geynra dýrt fjármagn, án þess að skila neinni þjónustu (ávöxtun)? Flatur niðurskurður er svo sannarlega ekki leiðin til þess að laga þessi vandamál. Það hefur verið viðtekin venja ríkisstjórna um langa hríð að hefja feril sinn með yfirlýsingum um flatan niðurskurð ríkisins. Síðasta ríkisstjórn komst svo langt að skilja undir lokin að þetta gengi ekki, og lét fylgja síðasta fjárlagafrumvarpi sínu að ríkisstofnanir yrðu endurskoðaðar á fimm árum, þ.e. fimmtungur þeirra á hverju ári. Þessi hugmynd fékk jákvæðar undirtektir opinberra starfsmanna. Það er hins vegar dýrt, efnahagslegt spaug að íslenskar ríkisstjórnir virðast ekki geta (eða mega?) læra af reynslu forvera sinna. Höfundur er hagfræÖingur BSRB ,,Kerfið“ er samkeppnis- tæki Vilhjálmur Egilsson Fram til þessa hefur íslenska þjóðin litið á aukna nýtingu náttúruauðlinda sem helsta möguleika sinn til hagvaxtar ogbetri lífskjara. Þetta viðhorf þarfhins vegar að breytast. Framfarir á síðasta áratug þessarar aldar munu fyrst og fremst byggjast á því hversu vel okkur tekst að virkja helstu auðlind þjóðarinnar, fslendinga. Framfarir munu snúast umbetri stjórn á fyrirtækjunum. Þær munu snúast um viðskiptalöggjöf sem er hvetjandi fyrir atvinnulífið. Alls staðar verðurað gera auknar kröfur til agaðra vinnubragða. Rekstur hins opinbera hefur geysilega þýðingu. Við sjáum að ýmsar þær þjóðir sem við berum okkur oft saman ÍSBENDING við lítaá „kerfið“ sem samkeppnistæki. Þessar þjóðir leitast við að skapa atvinnulífinu eða einstökunr greinum þess skilyrði til þess að auka samkeppnishæfi sitt. Ég tel að eitt af helstu verkefnunum í rekstri hins opinbera sé að taka upp og framkvæma þá grundvallarstefnu að gera íslenska „kerfið“ að samkeppnistæki fyrir atvinnulífið. Hingað til hefur „kerfið" miklu frekar miðast við að komaböndum á fyrirtækin. Aukin fram- leiðni í viðskiptum og lægri kostnaður við viðskipti á öllum sviðum mun ráða miklu um það hvort við náum að bæta lífskjör okkar. Aðlögun viðskipta- löggjafar okkar að evrópskri löggjöf hefur það markmið að auðvelda efnahagsstarfsemina. Þetta er þó hvergi nærri nægilegt. Stofnanir skattkerfisins eru ofarlega á blaði yfir aðila sem þurfa að vinna í þágu atvinnulífsins. Tollurinn verður t.d. að haga störfum sínum þannig að vöruflæði inn og út úr landinu verði sem hagkvæmast. Nú er kerfið byggt upp með nákvæmu, beinu eftirliti við tollafgreiðslu sem hækkar mjög kostnað við utanríkisviðskipti. I rauninni ætti tollafgreiðsla að færast yfir í að vera bókhaldslegt hugtak en beint eftirlit að minnka stórlega. Sams konar sjónarmið eiga að gilda við framkvæmd á virðisaukaskattskerfi og tekjuskatts- kerfi. Ekki á að setja ónauðsynlegar kröfur um kostnað. Þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækjanna um vinnu- brögð eiga að taka mið af framtíðar- þróun, t.d. á sviði tölvusamskipta og pappírslausra viðskipta. Markmið nreð störfum hvers kyns eftirlitsstofnana með atvinnulífinu eiga að vera fólgin í að gera kröfur til íslenskra fyrirtækja um samkeppnis- hæfni í umhverfi sem verður sífellt alþjóðlegra. Islenska skólakerfið fæst í of ríkum mæli við að mennta opinbera starfsmenn. Nokkur vilji hefur verið til breytinga á þessu en of lítið virðist gerast. ísland verður að standa sig í alþjóð- legri samkeppni. „Kerfið" verður að taka þátt í henni eins og atvinnulífið ef við ætlum að vera í hópi tekjuhæstu þjóðanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs B 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.