Vísbending


Vísbending - 25.06.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 25.06.1992, Blaðsíða 2
olli einkum áður fyrr, þegar fólki og fyrirtækjum var mismunað gróflega í skjóli skömmtunaráerlendum gjaldeyri og lánsfé. Ég lít líka svo á, að enginn hagfræðingur geti fjallað af skynsemd og sanngirni um tilskipanabúskap kommúnistaríkjanna fyrrverandi í Austur-Evrópu og hörmulegar afleiðingar hans fyrir fólkið í þessum löndum án þess að fjalla jafnframt um þá ofboðslegu mismunun, sóun og spillingu, sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þvílíkra búskaparhátta. Og ég hef með svipuðu hugarfari ekki heldur talið mér vera fært að fjalla um núverandi sjávarútvegsstefnu íslenzkra stjórnvalda án þess að greina frá því, að ég tel þessa stefnu ekki aðeins óhagkvæma, heldur einnig óréttláta, þótt ég hafi að vísu lagt höfuðáherzlu áhagkvæmnishlið málsins hingað til án þess að reyna að gera réttlætishliðinni viðhlítandi skil. Hvað um það, þessi þrjú dæmi eru hafin yfir skynsamlegan ágreining í mínum huga. Énginn hagfræðingur, sem ég þekki, er hlynntur þeirri mismunun, sem felst í skömmtun gjaldeyris, lánsfjár eða veiðiheimilda, af réttlætisástæðum. Þeir hagfræðingar, sem verja eða styðja núverandi sjávarútvegsstefnu, virðast gera það af því, að þeir telja hana hagkvæmari í einhverjum skilningi en aðrar færar leiðir að settu marki þrátt fyrir það ranglæti, sem hún hefur í för með sér. Þeir virðast líta svo á, að stefnubreyting sé óframkvæmanleg í Ijósi ríkjandi styrkleikahlutfalla á stjórnmálavettvangi. Ég er á öðru máli. Ég er þeirrar skoðunar, að sala veiðileyfa eða álagning veiðigjalds í einhverri mynd ásamt frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir á opnum og heilbrigðunt markaði væri bæði hagkvæmari og réttlátari en núverandi skipan. Ég tel, að ný sjávarútvegsstefna sé nauðsynlegur hlekkur í þeirri hagstjómarbót, sem við þurfum á að halda í þessu landi, ef við eigum ekki að halda áfram að dragast aftur úr öðrum Evrópuþjóðum á næstu árum. Ég spái því, að meiri hluti Alþingis með fólkið í landinu að bakhjarli muni komast að sömu niðurstöðu í fyllingu tímans. (framhald í næsta blaði) Höfundur er prófessor við Háskóla Islands I Einka- væðing fiski- stofnanna! Birgir Þór Runólfsson Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, hefur réttilega bent á að tilkoma kvótakerfis sé spor í rétta átt. Kerfið(með nokkrum breytingum þó) tryggir að leyfður heildarafli sé tekinn með hagkvæmasta hætti. Með afla- kvótunum deildum niður á skip, breyti veiðimennimir úr því að reyna að veiða sem flesta fiska í það að afla sem flestra króna. Úr verður skynsamlegra kapp, skipunum fækkar og arðsköpun verður í stað arðsóunar. Veiðamar verða því eins hagkvæmar og mögulegt er! Ragnar bendir hins vegar á að kvótakerfið, sem slíkt, tryggi ekki að heildaraflinn sé rétt ákvarðaður. Hagfræðileg hámörkun heildaraflans, þ.e. burtséð frá því hvemig sá afli er tekinn, er annars konar vandamál og er ekki síður mikilvægt að heppileg lausn finnist á því. Ákvörðunin um heildarafla er ekki nema að hluta líffræðileg spuming. Það er í raun ekki verið að spyrja um líffræðilega hámörkun fiskistofnanna. Ákvörðunin er um hagfærðilega hámörkun heildaraflans, en hún snýst um það að hámarka peningalegt virði auðlindarinnar! Þetta er ekki bara spuming um hámörkun tekna af veiðunum í ár, heldur hámörkun arðs af fiskistofnunum um alla framtíð. Til að ná fullri hagkvæmni, bæði hagkvæmni við veiðarnar og hagkvæmasta heildarveiðimagni á hverjum tíma, þarf að finna þann feril sem gefur mestar tekjur í framtíðinni. Aflakvótakerfi til einföldunar Við önnur fiskveiðistjómunarkerfi en aflahlutdeildir væri þessi ákvörðun miklum takmörkunum háð. Stjómandi veiðanna yrði að ráða yfir slíkri þekkingu, gagnaöflun og reiknigetu að yfirmannlegurværi. Aflahlutdeildakerfi ÍSBENDING auðveldar þetta þó til mikilla muna. Með slíku kerfi, þar sem kvótamir ganga kaupum og sölu á markaði eins og aðrar eignir, verður ákvörðunartakan mun einfaldari. Kvótarnir öðlast verð á markaði, verð sem byggir á núvirði þess arðs sem þátttakendur á markaðnum telja að kvótanýtingin gefi af sér. Því fullkomnari og virkari sem markaðurinn er, því meiri eru líkurnar á að um rétta ákvörðun geti verið að ræða um heildaraflaferilinn. Verð aflakvóta á markaðnum á því að ráða því hversu mikið er veitt á hverjum tíma, því að á kvótamarkaðnum er samankomin sú besta þekking sem fyrir hendi er á fiskveiðunum. Þátttakendur á kvótamarkaði, allar útgerðir fiskiskipa, búa yfir bestu fáanlegu þekkingu um eigin aðstæður. Auk þess hafa þær alla hvatningu til að afla sér bestu mögulegu þekkingar á veiðihorfum, fiskistofnum og mörkuðum. Þessi þekking skapar verð á aflakvótana. Frá afnotarétti til eignarréttar Veiðiheimildir þær sem úthlutað er í núverandi kvótakerfi eru ekki sannar eignir, þó kvótamir hafi reyndar marga þá þætti sem eign hefur. Éins og eign, eru kvótamir framseljanlegir, þeir eru deilanlegir og sémýttir. Til þess að geta talistfulleignþurfakvótamir, til viðbótar, að vera varanlegir, sveigjanlegir og óumdeilanlegir. Aflahlutdeildimar eru því frekarrétturtil afnotahelduren réttur til eignar. Þeir sem aðhyllast einhverskonar aflakvótakerfi telja að heppilegasta þróunin í málefnum fiskveiðanna sé að kvótarnir verði í framtíðinni fullkomin eign einstaklinga. Þeirteljaaðaflahlutdeildirframtíðarinnar verði að hafa alla þá þætti sem raunverulegar eignir hafa. Þetta eru nær allir stuðningsmenn kvótakerfis sammála unt. Menn greinir reyndar síðan á um það h vort þessi eign verði eign á réttinum til veiðanna eða eign á fiskistofnunum sjálfum og hvort skattleggja þurfi þessi eignarréttindi sérstaklega. Hitt greinir aðila ekki á um, að fullur eignarréttur verður að myndast. Ástæður þess að eignarréttur, í stað afnota- eða leiguréttar, verður að myndast eru að finna í hvatninga- og umboðsvandanum. Svo framarlega serrt aðeins er urn takmörkuð réttindi aðræðaerhælt við að skynsamir veiðimenn líti ekki á fiskistofnanna eða veiðarnar sem framtíðarhagsmuni sína. Þeim hættir þá til að taka ákvarðanir eða haga sér eins og um skammtímaávinning sé að ræða. Fiskmenn myndu t.d. halda áfram að svindlaákvótunum, þ.e. svindla á tegundum og fara fram úr kvóta, og 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.