Vísbending


Vísbending - 14.08.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.08.1992, Blaðsíða 3
Gerð hálendisvegar er tímabær Dr. Snjólfur Ólafsson Hér verða færð rök fyrir því að nú sé rétti tíminn til að taka ákvörðun um gerð vegar með bundnu slitlagi milli Suðurlands og Norðurlands um Sprengisand. Strax mætti hefja framkvæmdir við syðri hluta leiðarinnar og vegi á Suðurlandi sem tengjasthenni. Hins vegar má gera ráð fyrir að 2-4 ár þurfi til að velja vegarstæði fyrir nyrðri hluta leiðarinnar og fullhanna veginn og þvígæti framkvæmdum lokið árið 1997. Ekki er lagt til að tekið verði fé frá öðrum vegaframkvæmdum, heldur að fjár- veitingar til vegamála verði auknar verulega næstu árin, jafnvel þótt það kosti auknar, erlendar lántökur. Þjóðin sér nú fram á tíma atvinnuley sis og þurfa stjórnvöld sem og aðrir að grípa til ráðstafana vegna þess. Eðlilegt er að ráðast nú í þjóðhagslega arðsamar framkvæmdir sem bera engin einkenni atvinnubótavinnu. Auk þess eræskilegt að þær minnki sveiflur í íslensku efnahagslífi en trufli það ekki. Gerð hálendisvegar virðist uppfylla allar eðlilegar kröfur um slíkar framkvæmdir og reyndar fjöldi annarra vega- framkvæmda. Kæmi vegarlagningin til með að draga úr því verkefnaleysi sem frestun virkjanaframkvæmda og byggingar álvers veldur. Að vegagerð lokinni, ogjafnvel straxeftirað ákvörðun hefur verið tekin um gerð hálendis- vegarins, myndi hann skapa grundvöll fyrir fjöldamörg framtíðarstörf, fyrst og fremst í ferðaþjónustu og iðnaði. Þessi vegur er eðlilegt undirbúningsskref hagnýtingar orkulindanna á hálendinu, bæði vatnsorku og orku háhitasvæðanna. Um veginn Tillagan er um heilsársveg yfir Sprengisand með bundnu slitlagi sem yrði hannaður fyrir 90 km hraða. Hann yrði að jafnaði aðeins lokaður fáa daga á ári vegna veðurs. Kostnaður vegna snjóruðnings yrði væntanlega lítill, því að léltur snjórinn fýkur af uppbyggðum vegi eins og reynslan af Kvíslaveituvegi, sem nær að Hofsjökli, hefur sýnl. Rætt er um að vegurinn liggi upp úr Þjórsárdal, yfir Sprengisand og annað hvort niður í Bárðardal eða til Mývatns. Gert er ráð fyrir að vegaframkvæmdir hefjist við Ásólfsstaði, farið yrði yfir Tungnaá við Hrauneyjarfoss, að Köldukvísl og austan Kvíslavatns og vestan Fjórðungsvatns. Þar fyrir norðan lægi vegurinn austan við núverandi slóða, norður fyrir Kiðagil, en norðan Kiðagils lægi vegurinn í námunda við slóðann, allt norður að Mýri í Bárðardal. Ef tengingin verður til Mývatns mundi vegarstæðið verða austan Skjálfanda- fljóts og tengjast Mývatnssveit nálægt Grænavatni. Tengivegur til Austurlands þarfnast meiri rannsókna og umræðu um vegarstæði. Vegalengdir í kflómetrum Nú Frá: Til: Ak. Húsav. Rhlíðar Egilss. Reykjavík 432 523 531 705 Selfossi 480 571 579 660 Hvolsvelli 538 629 637 599 Um Sprcngisandsleið Frá: Til: Ak. Húsav. Rhlíðar Egilss. Reykjavík 408 407 409 583 Selfossi 360 359 361 535 Hvolsvelli 342 341 343 517 Arðsemi Erfitt er að meta þjóðhagslega arðsemi vegarins en hér verður lagt fram gróft bjartsýnis- og svartsýnismat fyrir hina ýmsu þætti. Miðað verður við 10 ára tímabil, þ.e. afskrift á 10 árum, en núvirðisútreikinngum sleppt. (Svipuð niðurstaða fæst ef reiknað er með 20 árumog 7% vaxtakröfu.) Matið erbyggt á verkefnum og úttektum sem gerðar hafa verið og á áliti sérfræðinga en er alfarið á ábyrgð greinarhöfundar. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar fyrir veginn til Bárðardals hljóðar upp á 2,5 milljarða kr. Hún er reist á forathugun og miðast við 6,5 m breiðan veg með klæðningu og brúm með tveimur akreinum. Reikna má með að Lands- virkjun taki þátt í kostnaði við vegargerðina. Ef vilji er fyrir því að innheimta vegagjald má gera ráð fyrir 700 kr. gjaldi á bíl og að meðalfjöldi yfir árið verði 150-300 bílar á dag. Slíkt gjald gæfi samtals 380-770m.kr. tekjurá lOárum. Vegna framkvæmdanna munu greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði verða minni næstu 10 árin en ella yrði. Gera má ráð fyrir 300-900 m.kr. Ávinningur af aukinni ferðamennsku er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða gjaldeyrissparnað þar sem margir íslendingar munu kjósa að sleppa eða stytta utanlandsferð vegna þeirra möguleika sem vegurinn býður upp á. Ég metþaðsvoað 400-1000m.kr. sparist á 10 árum með minni eyðslu erlendis. Hins vegar gæti fjölgun erlendra ferðamanna til landsins gefið 250-600 m.kr. gjaldeyristekjur. Verðmæti fiskafla landsmanna hefur ISBENDING aukist mikið með tilkomu fiskmarkaða og sérhæfðari vinnslu. Sprengisands- vegur gæti haft veruleg áhrif í átt til enn frekari verðmætasköpunar því að auðveldara yrði að flytja afla milli landshluta. Áætluð verðmætaaukning afla er 300-900 m.kr. sem jafnframt eru auknar gjaldeyristekjur. Hluti af auknum gjaldeyristekjum og hluti af kostnaði við vegargerðinarennur í ríkissjóð í formi skatta sem gætu numið 300-700 m.kr. Landsvirkjun hefur hag af því að vegurinn verði með bundnu slitlagi en mikil óvissa er um umsvif fyrirtækisins á næstu árum. Ef framkvæmt verður fyrir 25 milljarða og 2% sparast vegna betri samgangna nemur sparnaðurinn 500 m.kr. Reiknum með 50-500 m.kr. lækkun útgjalda Landsvirkjunar. Flutningskostnaður til margra byggðarlaga myndi lækka vegna styttri vegalengda með tilkomu hálendisvegar. Markaðssvæði margra framleiðenda stækkar, sérstaklega á Suðurlandi og Norðurlandi og forsendur skapast fyrir aukinni samvinnufyrirtækja. Hagnaður neytenda og fyrirtækja af þessu gæti orðið 800-1600 m.kr. Ef ofangreint erdregið saman, flokkað í þrjáliði og tölur j afnaðar er niðurstaðan sú að fyrstu tíu árin eftir vegarlagninguna gætiríkissjóðurfengið 1000-2400 m.kr. aftur af þeim2500m.kr. sem hún kostar, gjaldeyristekjur og -sparnaður gæti nurnið 950 -2500 m.kr. og sparnaður neytenda og fyrirtækja 850 -2100 m.kr. Breytt Island Gerð hálendisvegar gerbreytir ís- lenska vegakerfinu og leggur þannig grunninn að fjölmörgum, nýjum þáttum íferðaþjónustu. Tvödæmi: Meðtilkomu vegarins opnast möguleiki fyrir ís- lendinga og aðra að elta góða veðrið því að sjaldan rignir samtímis á Norðurlandi og Suðurlandi. Fyrir ferðamenn á Akureyri verður heppileg dagsferð að aka að Gullfossi og Geysi og aftur. Þegar til langs tíma er litið mun vegurinn hafa mikla þýðingu fyrir búsetu í landinu á þann hátt að hann styrkir byggð á Norður- og Suðurlandi. Sé ég enga áhrifaríkari eða skynsamlegri leið til aðhægjaáfólksfjölgun áhöfuðborgar- svæði og styrkja Eyjafjarðarsvæði sem mótvægi við suðvesturhornið. Einnig mun vegurinn styrkja byggð á Austur- landi, sérstaklega þegar saingöngur norðan Vatnajökuls hafa verið bættar. Fljótlega mun nefnd um hálendis- veginn skila niðurstöðu og í framhaldi af því þarf að taka pólitíska ákvörðun í þessu máli. Höfundur er dósent við Háskóla Islands 1 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.