Vísbending


Vísbending - 21.08.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.08.1992, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. ágúst 1992 33. tbl. 10. árg. Er hið opinbera að leggja undir sig atvinnu- lífið? Tómas Hansson íslenska hagkerfið hoifir nú fram á erfiða tíma vegna minnkandi þorsk- veiða. Ljóst er að mjög verður þrýst á opinbera aðila að bregðast við atvinnuleysi og erfiðleikum í atvinnurekstri. Það er mjög skiljanlegt enda afkoma fjölda fólks í húfi. Hins vegar er þetta Itvorki fyrsta kreppa hér á landi né hin síðasta. Rétt er að draga lærdóm af fortíðinni um afleiðingar „björgunaraðgerða" og mikilvægt er að langtímasjónarmið verði höfð að leiðarljósi við mótun stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum. Nú ber svo við að forsjá opinberra aðila í atvinnurekstri er hættulega rnikil og mjög óvarlegt er að fara lengra í þeim efnum. Þetta gildirbæði um beinafskipti opinberra aðila af atvinnurekstri og óbein í gegnum lánveitingar og efnhags- aðgerðir. Ríkisfyrirtæki, framkvæmdir á vegum ríkisins, lána- og styrkveitingar til atvinnulífs, hlutafjáreign stofnanaog síðast en ekki síst bein þátttaka sveitarfélaga í atvinnurekstri eru til vitnis Framlög og ábyrgðir kaupstaða til atvinnulífs, milljónir króna á verðlagi 1991 Framlög Abyrgðir Heimild: Þórður Skúlason, Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þetta. Víst má telja að til rnjög skamms tíma litið geti björgunaraðgerðir opinberra aðila komið í veg fyrir atvinnuleysi og „fjöldagjaldþrot“ en oftar en ekki er einungis verið að slá vandanum á frest. Afskipti ríkisins af atvinnulífinu Afskiptum rfkisins af atvinnulífinu má skiptá í fernt. I fyrsta lagi skal nefna ríkisfyrirtæki, í öðru lagi framkvæmdir á vegunt rfkisins, í þriðja lagi fjármála- untsvif ríkisins eins og útlán, styrki og hlutabréfaeig og í fjórða lagi eru höft, reglur eða skattheimta sem takmarka svigrúmogsjálfstæðiatvinnufyrirtækja, eins og t.d. í landbúnaði og skyldum greinum. Um þennan þátt verður ekki rætt hér. Framkvæmdir á vegum ríkisins eru ekki einungis uppbygging á arðsömum mannvirkjum, heldur er einnig um að '^Stuðningur ríkisins við atvinnulífið gegnum fjárntagnsmarkaðinn, 1991, milljónir króna Lands- Bún- Byggða-Atvinnutr -Framkv- Hlutafj- Umsvifríkisinsáfjármálamarkaði eru banki banki stofnun sjóður sjóður sjóður Samtals mikil. Ríkisbankar, Byggðastofnun og Framlag úr ríkissjóði 0 0 1.450 350 1.633 0 3.433 sjóðir lána atvinnurekstri á vafasöntum Styrkir til atvinnulífs 0 0 335 0 9 0 344 forsendum, veita beina styrki, eiga Bcinar afskriftir útlána 1.141 130 900 500 837 0 3.508 miklar, innleystar eignir og umtalsvert Fært á afskrreikn. útlána 1.000 350 1.930 1.775 1.960 0 7.015 hlulafé. 1 því skyni að fá rnynd af þessu Hlutafjáreign 1.027 500 86 0 100 807 2.520 Afskriftir hlutafjár 0 0 96 0 0 122 218 *Hið opinbera og atvinnulífið Innlcystar eignir Vantar Vanlar 139 27 1.038 0 1.204 Hagnaður 53 70 Heimildir:Ársreikningar lyrirtækjanna N -690 -1.373 -485 -96 -2.521 • Þjóðhagslíkan Vísbendingar *Amerískt fríverslunarsvœði ræða atvinnusköpun og ,,úthlutanir“. Verkefnum er úthlutað til þess að jafna atvinnu eða dreifa tekjurn svo að sem flestir fái sinn skerf af „ríkiskökunni". Ef litið er í fjárlög fyrir árið 1992 kemur í ljós að 90 milljóna króna framlag til hafnarmannvirkja á Austurlandi fer á tólf staði, fjárhæðinni er með öðrurn orðum dreift á nánast alla firðina. Rúrnar 42 milljónir króna, sem fara til Snæfells- ness, skiptast á fimm staði, eða flestallar hafnir þar. Um vegaframkvæmdir má segja sömu sögu. Þótt ekki sé komið bundið slitlag á allan veginn frá Reykjavík til Akureyrar er Vegagerðin með framkvæmdir á litlum köflum um allt land. I nýju hefti Vegamála má sjá heildaryfirlit framkvæmda Vega- gerðarinnarárið 1992. Ekki verðurannað séð af yfirlitinu, en að mest sé hugsað um að dreifa verkefnunt af „réttlæti“, þar sem skammtimasjónarmið ráða meira en skipuleg uppbygging. Framkvæmdir skapa bæði bein atvinnutækifæri og óbein í gegnum tengdar þjónustugreinar. Fljótsdalsvirkjun, sem sumir stjórnmálamenn vilja fara út í án þess að kaupendur séu að orkunni, yrði skýrt dænti um atvinnuskapandi fram- kvæmdir ríkisins. Þar yrði markmiðið eingöngu atvinnubótavinna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.