Vísbending


Vísbending - 28.08.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.08.1992, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 28. ágúst 1992 34. tbl. 10. árg. Einkavæðing hefur sparað milljarða króna Þór Sigfússon Einkavæðing og atkvæðaöflun hafa átt litla samleið. Það eru helst aukin, opinber afskipti af atvinnulífinu sem hafa hjalpað stjómmálamönnum við atkvæðaöflun. Það virðist því miður sem allt fram á síðuslu ár hafi stjórnmálamenn talið æskilegra að setja á stofn opinber fyrirtæki, eða að hið opinbera taki þátt í fyrirtækjarekstri, frekar en að selja þau opinberu fyrirtæki sem fyrir eru. Með ríkisvæðingu (þátt- töku hins opinbera í atvinnurekstri, sem áður var alveg á herðum einkaaðila) geta stjórnmálamenn keypt atkvæði sérhagsmunahópa og slíkt hafa þeir stundað af miklu kappi á undanfömum árum (sjá grein Tómasar Hanssonar í 33. tbl.). Keppni einkavæðingar og ríkisvæðingar rná þó snúa einkavæðingunni í vil til langframa með því að benda á þann sparnað og hagræðingu sem náðst hefur með einkavæðingu og látaþá stjórnmálamenn njóta sem hafa komið henni á. Hér á landi hafa stjórnmálamenn úr næstum öllum stjórnmálaflokkunum einkavætt, en hér eins og erlendis er einkavæðing komin á stefnuskrá ýmissa flokka sem áður voru alveg á nróti henni. Almannavalsfræðin hefur bent á að stjórnmálamenn vilji ná endurkjöri og starf þeirra markist því af þeirri viðleitni að afla sem flestra atkvæða. Ef einkavæðing skilar þjóðhagslegum árangri er brýnt að stjórnmálamenn sjái sér hag í því að einkavæða og það munu þeir helst gera ef sá árangur sem náðst hefur og mun nást með einkavæðingu hérlendis er kynntur fyrir kjósendum. Þeir stjórnmálamenn sem ýtt hafa á eftir einkavæðingu hafa lítið fengið annað en skainmir fyrir. Þeim er oft brigslað um spillingu og jafnvel er haft í hótunum við þá. Mörg þeirra fyrirtækja ( Rekstrarframlög til nokkurraj opinberra fyrirtækja síðustu 6 árin fyrir einkavæðingu í milljónum króna ( verðlag 1992) Álafoss 2.000* Bæjarútgerðin 500§ Ferðaskrifstofa Islands 0 Landssmiðjan 100 Menningarsjóður 66 Ríkisskip 1.800 Útvegsbankinn 3.000 Þormóður rammi 300 Alls framlög 7.800 *Ekki hefur verið tekið tillit til eigna sem ríkið fékk upp í þessa greiðslu, enda óvíst hvað fæst fyrir þær. §Ekki er tekið tillit til 700 milljóna króna framlags Reykjavíkurborgar til Granda, enda seldi borgin hlutabréf sín nokkru síðar og fékk þannig framlag sitt aflur. sem hafa verið einkavædd hafa sýnt ágætan árangur, en loksins þegar það liggur ljóst fyrir þá erum við kjósendur búnirað gleyma hvaða stjómmálamenn eða flokkar stóðu að einkavæðingunni. Þannig situr því stjórnmálamaðurinn eftir með óánægju ýmissa hópa sem misstu spón úr aski sínum með einkavæðingunni og munu því ekki kjósa hanneðahanaínæstukosningum. Ekki nóg með það, stjórnmálamaðurinn sér engin ný atkvæði loksins þegar árangur einkavæðingarinnar kemur í ljós. Við kjósendur erurn þá búnir að gleyma hver gerði hvað og hversu mikið sparaðist. Nefnum nokkur dænti. Einkavæðing á níunda áratugnum Þegar Bæjarútgerð Reykjavíkur var breytl í hlutafélag var talað utu að áhrifaættir í Reykjavík hefðu fengið fyrirtækið á silfurfati og jafnframt væri atvinnuöryggi starfsmanna í hættu. Starfsmenn álykiuðu gegn einka- væðingunni, sem og stjómmálasamtök og launþegafélög. Árin 1982-1984 var styrkur Reyk javíkurborgar við Bæjarútgerðina sem samsvarar um hálfum milljarði króna á verðlagi 1992. Árið 1985 var Grandi hf. settur á laggirnar og þá var framlag Reykjavíkur- borgar á verðlagi ársins 1992 rúmlega 700 milljónir króna. Eftir það komu ekki til nein framlög frá Reykjavíkurborg til Granda hf. og seldi borgin síðan sinn hlut í fyrirtækinu nokkru síðar. Ef miðað er við landstölur um hreinan hagnað (tap) sein hlutfall af heildar- tekjum í fiskveiðum og fiskvinnslu á árunutn eftir einkavæðingu Bæjar- útgerðarinnar þá virðist ljóst að taprekstur útgerðarinnar frá árinu 1985 fram á þennan dag hefði verið minni en á árunum 1982-1984 og þá sérstaklega í fiskveiðum. Miðað við tölur fyrir- tækisins um hagnað sem hlutfall af rekstrartekjum á árunum fyrir einka- væðingu, sem var töluvert yfir landsmeðaltali, er þó mjög líklegt að fyrirtækið hefði haldið áfram taprekstri. Ekki verður gerð tilraun til að meta það tap sem orðið hefði og framlög Reykja- víkurborgar vegna þess, hefði útgerðin ekki verið seld. Þó er ljóst að lapið gæti skipt hundruðum milljóna króna. Grandi er núna eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki á landinu. Það hefur náð að auka verulega hagkvæmni í rekstri, nt.a. með sameiningu og sérhæfingu. Þar hefur því verið sýnt fram á hvað fagleg stjóm í stað pólitískrar getur haft góð áhrif á rekstur fyrirtækja. Nokkrir stjómmálamenn brydduðu upp á hugmyndum um sölu Lands- smiðj unnar á áttunda áratugnum og fengu misjafnarviðtökur. Starfsmennálykluðu og dregið var í efa að þjóðin græddi á einkavæðingu hennar. Fyrirtækið var síðan selt starfsmönnum árið 1985. Landssmiðjan ereitt besta dæmið um óhagkvæm afskipti ríkisvaldsins af atvinnurekstri. Fynum forsvarsmenn Landssmiðjunnar, með stjórnmálamenn íbroddifylkingar, höfðuuppihugmyndir um að reisa ný húsakynni fyrir Landssntiðjuna og víkka út starfsemi hennar, konia þarna upp einhverskonar risaskipasmíðaslöð. Engar ítarlegar hagkvæmnisathuganirvoru unnarvegna þessara l'yrirhuguðu framkvæmda. Grunnur að þessum húsakynnum var rifinn fyrir skönnnu og höfðu þá verið seltar um 100 milljónir króna í framkvæmdirnar á verði 1992. Rekstur Landssmiðjunnar hefur gengið misvel frá því að fyrirtækið var einkavætt. Eftir erfiða byrjun og taprekstur virðist fyrirtækið vera búið að ná stöðugleika. Helslu breytingar setn forráðamenn fyrirtækisins sáu á • Einkavæðing hefur skilað milljörðum í sparnað • Velgengni ífyrirtœkjarekstri

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.