Vísbending


Vísbending - 22.10.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 22.10.1992, Blaðsíða 2
fjármálum að líklega myndi hlutfall opinberra útgjalda af vergri lands- framleiðslu vaxa úr 37% í 41 % árið 1988 ef notaðar væru sömu uppgjörsaðferðir og tíðkuðust víðast erlendis. I greinargerð með nýju fjárlagafrumvarpi kemur fram að stefnt er að þ ví að samræma uppgjörið því sem gerist í öðrum löndum. Ýmsar aðrar aðgerðir ríkisins en bein fjárútgjöld hafa sömu áhrif og útgjöld, þótt þær séu ekki færðar til gjalda í uppgjöri hér á landi eða annars staðar. Til dæmis hefur bann við innflutningi landbúnaðarafurða svipuð áhrif og beinn fjárstuðningur við innlenda framleiðslu. Arið 1988 taldi landbúnaðarráðuneytið markaðsstuðning við landbúnað ríflega 4 milljarða króna. Ef þessum stuðningi er bætt við opinber útgjöld það ár aukast þau um tæp 5%. Þegar bætt er við vantalningu, vegna annarra uppgjörsaðferða en tíðkast annars staðar, hækka opinber útgjöld úr 37% landsframleiðslu 1988 (samkvæmt opinberumtölum) ítæp43%. Sennilega verða GATT-viðræður til þess að mjög dregur úr höftum á innflutningi landbúnaðarvara á næstunni. Fjármála- ráðherra, sem vildi sýna fram á samdrátt í útgjöldum hins opinbera á komandi árum, ætti því að nota síðastnefndu tölurnar því að mestar lfkur eru á að þær lækki. Helst skorið niður í neyð Nýlega samþykktu stærstu stjórnmála- flokkar í Svíþjóð áætlun um að draga úr halla á ríkisrekstri á næsta ári um 2% þjóðarframleiðslu. Á næstu fjórum árum á hallinn svo að minnka um hálft prósent af þjóðarframleiðslu til viðbótar. Þetta samkomulag var gert í hálfgerðri neyð þegar gengi sænsku krónunnar varógnað. Geysiháum vöxtum var beitt til þess að verja það en seðlabankastjóri sagði að þvi yrði ekki haldið uppi til langframa nema mjög rættist úr fjárhag ríkisins á næstunni. Opinber útgjöld hafa verið þau mestu á Vesturlöndum, tæplega 60% landsframleiðslu og halli á ríkisrekstri stefndi í 7% landsframleiðslu á árinu. Nú er ætlunin að draga úr opinberum útgjöldum, þótt því fari fjarri að sænska velferðarkerfið hafi verið gefið upp á bátinn. Ellilífeyrir lækkar um 2% og lífeyrisaldur hækkar úr 65 árum í 66. Þá er dregið úr barnabótum, veikinda- greiðslum, húsnæðisbótum, útgjöldum til varnarmála og þróunarhjálp. Skattar á bensíni og tóbaki hækka og skatta- lækkunum af eignum og eignatekjum er frestað. Hinsvegar lækkarlaunaskattur, sem atvinnurekendur greiða, um 5%. Þetta á að auka samkeppnishæfni sænsks atvinnulífs. Þá eru stærstu flokkamir sammála um að stefnt skuli að því að sjúkra- og örorkutryggingar færist á næstu árum úr höndum ríkisins til vinnumarkaðsins. Þetta var ekki hluti af hinu eiginlega samkomulagi en talið er að þetta myndi spara ríkinu annað eins. í fyrri viku var svo skýrt frá miklum sparnaðaráformum í ríkisrekstri Finna. Finnar vilja tengja gengi marksins við Evrópumyntina, ecu, en halli á rfkisrekstri á stóran þátt í að það hefur ekki tekist til þessa. Ætlunin er að skera ríkisútgjöld niður um 4% þjóðár- framleiðslu á þremur árum. Þó er búist við að hrein lánsfjárþörf finnskaríkisins nemi 10% þjóðarframleiðslu á næsta ári. Dæmin frá Svíþjóð og Finnlandi benda til þess að samdráttar í ríkisrektri sé helst að vænta þegar mjög brýn nauðsyn krefur, til dæmis þegar styrkja þarf gengi gjaldmiðils. Halli á búskap ríkisins hér á landi er reyndar minni en íþessum löndum, hann verðursennilega l,5%-2,5% þjóðarframleiðslu á næsta ári. Stefnt erað þvíað gengi krónunnar fari að ráðast af markaði árið 1993. Hugsanlegt er að halli á ríkisrekstri og viðskiptum við útlönd verði til þess að rýra trú markaðsins á gengið. Þá kann að vera að stjórnvöld sjái sig tilneydd að fara aftur yfir ríkisútgjöldin í leit að einhverju sem mætti skera niður. a A að fella gengið? Dr. Þorvaldur Gylfason Næsta ár verður sjötta samdráttarárið í röð í efnahagslífi landsins. Þjóðartekjur á mann hafa dregizt saman á hverju ári síðan 1988. Það hefurekki gerzt áðurá öldinni. Atvinnuleysi eykst hröðum skrefum. Skuldabaggi jtjóðarinnar þyngist í sífellu. Þessir erfiðleikar eru heimatilbúnir að langmestu leyti. Þeir stafa fyrst og fremst af óskynsamlegri hagstjórn mörg ár aftur í tímann. Hefðu stjórnvöld landsins haldið verðbólgunni í skefjum á liðnum árum, hefðum við ekki þurft að búa við þá erfiðleika, sem fylgja nauðsynlegri aðlögun efnahagslífsins að lægri verðbólgu. Lægðin í heimsbúskapnum að undanförnu bætir að vísu ekki úr skák, en hún skýrir samt ekki nema lítinn hluta af núverandi efnahagserfiðleikum hér heima. Minnkandi þorskveiði er ekki utanaðkomandi áfall, heldur óumflýjanleg afleiðing þeirrar ofveiði, sem stjórnvöld hafa leyft vitandi vits árum saman í blóra við ítrekaðar aðvaranirfiskifræðingaoghagfræðinga. ISBENDING Við súpum nú seyðið af óhagkvæmri fjárfestingu, sem skapaði tekjur og atvinnu í fyrstu, en skilar litlum eða engurn arði á endanum. Gengið í deiglunni Eins og jafnan áður, þegar gefur á þjóðarskútuna, heyrast nú háværarkröfur um gengisfellingu krónunnar úr hópi hagsmunasamtaka í sjávarútvegi. Samtökin biðja um, að gengið verði fellt til að styrkja stöðu sjávarútvegs- fyrirtækja á kostnað almennings. Þetta er skiljanleg ósk. Undir eðlilegum kringumstæðum kæmi það vel til greina að fella gengið til að lyfta sjávar- útveginum og þjóðarbúskapnum upp úr lægð, enda hefur gengisfelling stundum komið að góðu haldi við hagstjórn hér heima, einkum á sjöunda áratugnum, og víða erlendis. Gengisfellingar hér heima og annars staðar hafa þó iðulega verið þvf marki brenndar, að þeim hefur ekki verið fylgt eftir ineð nauðsynlegum stuðnings- aðgerðum. Það hefur vantað á, að þeim fylgdi öflugt aðhald í peningamálum og ríkisfjármálum til að eyða eða halda aftur af þensluáhrifum gengis- fellingarinnar á verðlag og kauplag. Þess vegna hafa gengisfellingar hneigzttil að kynda óþarflega undir verðbólgu. í ljósi þessarar reynslu hefur stöðugt gengi verið kjölfestan í aðhaldsstefnu stjórnvalda undanfarin ár. Þessi stefna hefur verið skynsamleg. Við núverandi aðstæður er á hinn bóginn ekkert svigrúm til hefðbundinna aðhaldsaðgerða til að vega á móti verð- bólguáhrifum gengisfellingar. Þettasegir sig sjálft: stjómvöld segjast þegar vera komin á yztu nöf í niðurskurði ríkisútgjalda þrátt fyrir áframhaldandi hallarekstur, og raunvextir eru með hæsta móti og verða því varla hækkaðir frekar með samdrætti útlána í aðhaldsskyni. Án aðhaldsaðgerða til mótvægis myndi gengisfelling fara rakleitt út í verðlag og kauplag, enda gera núgildandi kjarasamningar ráð fyrir föstu gengi. Gengisfelling með gamla laginu kemur því ekki til greina nú. Hvað er til ráða? Hvað þarf til að rífa atvinnulífið upp úr öldudalnum? Sumir telja, að stjómvöld eigi að halda að sér höndum og bíða þess, að einkafyrirtækin taki við sér af eigin rammleik. Það er mikið til í þessu að mínum dómi, enda er nú mikil hagræðing að eiga sér stað víða í atvinnulífinu að frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra. En þessi skoðun hefur þó þann annmarka, að leikreglur atvinnulífsins eru fyrirtækjunum andsnúnar að ýmsu leyti, 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.