Vísbending


Vísbending - 22.10.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.10.1992, Blaðsíða 3
þótt margt hafi að vísu brey tzt til batnaðar á síðustu árurn og aðild að Evrópska efnahagssvæðinu sé nú í sjónmáli. Það þarf að rétta reglurnar og skapa fyrirtækjunum tækifæri til að rífa sig upp úrerfiðleikunum með því móti. Það þarf að létta þungum byrðum af fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, viðskiptavinum fyrirtækjanna, með því að auka samkeppni og færa verðlag og kostnað niður á við með því móti. Þetta á ekki sízt við um landbúnað og sjávarútveg. Það er óhyggilegt að halda áfram handahófskenndum niðurskurði á flestum sviðum ríkisfjármála í stað þess að skera upp, raða viðfangsefnunt ríkisins í skynsamlega forgangsröð og beita sér fyrir löngu tímabærum skipulagsbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Það erekki vinnandi vegur að koma lagi á fjármál ríkisins, og efnahagslíf landsins yfirhöfuð, án þess að laða fram nauðsynlega hagræðingu í landbúnaði í skjóli eðlilegra viðskipta- hátta og erlendrar samkeppni á búvörumarkaði. Það erekki nóg aðdraga úr útgjöldum ríkisins til landbúnaðar- mála, eins og gert hefur verið, og afnema útflutningsbætur, eins og stefnt er að, þótt hvort tveggja sé lofsvert. Það verður líka að lækka matarkostnað heimilanna nteð hjálp erlendrar samkeppni. Ég tel jafnframt, að veiðigjald sé nauðsynlegt til að tryggja fulla hagkvæmni og viðunandi réttlæti í sjávarútvegi, hvort sem mönnum líkar það vel eða illa. Þarf ég að minna lesandann á það, að einungis olían, sem brennt er um borð í fiskiskipum, sem er ofaukið í flotanum, kostar meira á hverju ári en rekstur Háskóla íslands, sem er eitt stærsta fyrirtæki landsins? Þessa vitfirringu verður að stöðva. Það hefur sýnt sig, að núverandi kvótakerfi dugir ekki til þess. Veiðigjald myndi duga. Land, sjór og gengi Nauðsynlegar skipulagsumbætur í landbúnaði og sjávarútvegi eru nátengdar gengisstefnunni. Verði niðurstaða stjómvalda sú, þegar allt kemur til alls, að gengisfelling sé nauðsynleg til að verjast áhlaupi á gjaldeyrisforðann eða til að örva útflutning og halda aftur af innflutningi, þá verður að fylgja henni eftir með aðgerðum, sem halda verðlagi og kauplagi í skefjum. Það er þegar komið fram, að það er ekkert svigrúm til frekari aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum og peningamálum, eins og nú háttar á þeim vettvangi. Þáhljótaböndin aðberast að skipulagsbreytingum ílandbúnaði og sjávarútvegi. Með því að knýja matarverð niður á við með aukinni samkeppni erlendis frá og með því að nota tekjur af sölu veiðileyfaeða veiðigjaldi til aðlækka til dæmis virðisaukaskatt væri hægt að búa þannig um hnútana, að hófleg gengisfelling hefði lítil sem engin áhrif á framfærslukostnað heimilanna og þá ekki heldur á verðlag og kaupgjald. Þannig væri hægt að lyfta iðnaði, verzlun ogþjónustu uppúröldudalnumog styrkja innviði landbúnaðar og sjávarútvegs um leið án þess að leggjabyrðar á almenning. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands g Er gengið ,,rétt“ skráð? Dr. Guðmundur Magnússon I vissurn skilningi, burtséð frá vandamálum liðandi stundar, hefur gengi íslensku krónunnar verið of hátt skráð í áratugi þar sem viðvarandi halli hefur verið á viðskiptum við útlönd. Sú erfiða ákvörðun sem ríkisstjómin verður að taka er hvort leiðrétta á fyrir þessu í gengisskráningunni eða draga saman seglin í útgjöldum hins opinbera og einkaaðilja. Gengisskráning, hlunnindagjald og kvótaverð Þegar talað er um hlunnindagjald í sjávarútvegi er það iðulega gert með mismunandi sjónarmið í huga sem ber að rugla ekki saman. Tilgangurinn er aðallega sá að: * Auka hagkvæmni fiskveiða og vernda fiskistofna. * Jafna tekjur í þjóðfélaginu. * Jafna aðstöðumun gagnvart öðrum atvinnugreinum. * Taka gjald fyrir veitta þjónustu við útveginn. * Afla tekna til ríkisins með skatti sem sé ákjósanlegri en aðrir skattar. Leiðarmarkinu um hagkvæmni í fiskveiðum má ná hvort sem er með úthlutun framtíðarkvóta, sem séu seljanlegir, eða með hlunnindagjaldi, að því tilskildu að fjármagnsmarkaðir séu virkir. Aðalatriðið er að komið verði á séreignarrétti í stað frjáls aðgangs að fiskimiðunum. Áður en markaðsverð myndaðist á kvótum þoldi útvegurinn hærra raungengi en aðrar útflutningsgreinar. Þennan aðstöðumun hefði mátt jafna með hlunnindagjaldi. Nú er hins vegar búið að verðleggja veiðiheimildir og ISBENDING lækkun raungengis kemur fram í hærra verði á kvóta. Á virkurn fjármagns- markaði geta menn keypt kvóta eða hlut í útvegsfyrirtækjum að því marki að eftirstendureðlilegurágóðiíútgerðinni. Kvóti á völd stjómmálamanna íslenskt hagkerfi gengur orðið fyrir kvótum. Þetta er aðferð sem stjómmála- rnenn skilja. Það eru görnul sannindi að þeir sem reglurnar setja þurfa að finna fyrir þeim sjálfir. Væri því ekki ráð að setja kvóta á stjómmálamenn? Þá er ég ekki að hugsa um fjölda þeirra heldur hvað þeir mega gera. Það er óþolandi að þeir geti skuldsett arftaka sína og komandi kynslóðir til þess að komast hjá óþægilegum ákvörðunum á líðandi stund. Ódysseifur lét binda sig við mastrið til þess að forðast freistingar umhverfisins og til þess að vera viss um að ná á leiðarenda. Á sama hátt þarf að binda hendur stjórnmálamanna. Banna á ríkissjóði að taka rekstrarlán annars staðar en á innlendum markaði utan Seðlabankans. Það yrði með öðrum orðum óheimilt að taka lán í Seðla- bankanum eða í útlöndum til halla- rekstrar. Eftir sem áður y rði að vera unnt að taka erlend lán til arðbærra fram- kvæmda. Til þess að þetta næði tilgangi sínum yrði að koma í veg fyrir að ríkissjóður færi á svig við reglumar með því að fá erlenda aðila til þess að kaupa innlend verðbréf til hallarekstrar. Einnig mætti færa A-hluta stofnanir yfir í B- hluta og stofna til skulda hjá rikis- fyrirtækjum og sjóðum til þess að standa straum af hallarekstri. Við slíkar lántökuhömlur myndu vextir hækka og „útrýmingar-hætta“ einkafjárfestinga koma í ljós. Pólitiskur kostnaður gengisfellingar og hallareksturs þarf að verða svo hár að þessar leiðir borgi sig ekki fyrir stjómmálamenn. Það gerist einkum með því að: * Binda krónuna þannig að erfitt verði að fella gengið án þess að bíða verulegan álitshnekki. * Takastjómpeningamálaúrhöndum stjórnmálamanna og færa hana til Seðlabanka. * Banna rikissjóði að taka rekstrarlán í Seðlabanka eða í útlöndum. Nái þetta fram að ganga getum við séð fram á „betri tíð með blóm í haga“, og það sem meira er, niðjar okkar „sæta, langa sumardaga“. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands_________________g 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.