Vísbending


Vísbending - 27.11.1992, Blaðsíða 4

Vísbending - 27.11.1992, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður s v a r t lækkun r a u t t hækkun fráfyrratbl. Peningamagn (M3)-ár 7% 30.07. Verðtryggð bankalán 9,1% 11.11. Óverðtr. bankalán 12,3% 11.11. Lausafjárhlutfall b&s 15,4% 09.92 Verðbrsj (VÍB) 346 11.92 Raunáv.3 mán. 6% ár Hlutabréf (VÍB) 7% 659 18.11. Fyrir viku 659 Raunáv. 3 mán. 13% ár -13% Lánskjaravísitala 3239 12.92 spá m.v. fast gengi 3268 01.93 og ekkert launaskrið 3305 02.93 3309 03.93 Verðlag og vinnumarkaður Framfærsluvísitala 161,4 11.92 Verðbólga- 3 mán 0% 11.92 ár 1% 11.92 Framfvís.-spá 163,3 12.92 (m.v. fast gengi, 164,3 01.93 ekkert launaskrið) 164,7 02.93 Launavísitala 130,4 10.92 Arshækkun- 3 mán 1% 10.92 ár 2% 10.92 Launaskr-ár 1% 03.92 Kaupmáttur 3 mán 0% 10.92 -ár 2% 10.92 Dagvinnulaun-ASÍ 84.000 92 2.ársfj Heildarlaun-ASl 1 1 1.000 92 2.ársfj Vinnutími-ASI (viku) 46,9 92 2.ársfj fyrir ári 46,5 Skortur á vinnuafli -1,4% 09.92 fyrir ári 0,8% Atvinnuleysi 2,9% 10.92 fyrir ári 1,2% Gengi (sala síðastl. mánudag) Bandaríkjadalur 63,6 23.11. fyrir viku 59,3 Sterlingspund 96,1 23.11. fyrir viku 90.0 Þýskt mark 39,5 23.11. fyrir viku 37,1 Japanskt jen 0,512 23.11. fyrir viku 0,475 Erlendar hagtölur Bandaríkin Verðbólga-ár 3% 10.92 Atvinnuleysi 7,4% 10.92 fyrir ári 6,9% Hlutabréf (DJ) 3.232 23.11. fyrir viku 3.209 breyling á ári 10% Liborvext. 3 mán 3,9% 17.11. Bretland Verðbólga-ár 4% 10.92 Atvinnuleysi 10,1% 10.92 fyrir ári 8.8% Hlutabréf (FT) 2723 23.1 1. fyrir viku 2679 breyting á ári 11% Liborvext. 3 mán 7,3% 24.1 1. V-Þýskaland Verðbólga-ár 4% 10.92 Atvinnuleysi 7,0% 10.92 fyrir ári 6,3% Hlutabréf (Com) 1718 24.1 1. fyrir viku 1724 breyting á ári -7% Evróvextir 3 mán 8,6% 24.11. Japan Verðbólga-ár 2% 09.92 Atvinnuleysi 2,2% 09.92 fyrir ári 2,2% Hlutabréf-ár -31% 17.11. Norðursjávarolía 19,1 24.11. fyrir viku 19,2 GATT: Bandaríkjamenn og Evrópubandalagið komast að samkomulagi um landbúnaðarmál Samningamenn Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna hafa nú náð samkomulagi um landbúnaðarmál í Urúgvæ-viðræðunum svonefndu, og má búast við að hægt verði að ganga frá nýjum GATT-samningi á næstu mánuðum. Með þessu er komist hjá verslunarstríði sem vofði yfir, en Bandaríkjamenn höfðu ákveðið að leggja háan toll á nokkrar vörur frá Evrópubandalaginu, ef það breytti ekki afstöðu sinni. A endanum streittust Frakkar einir við og raunar var ekki enn ljóst, þegar blaðið fór í prentun, hvort þeir myndu beita neitunarvaldi gegn samkomulaginu. Landbúnaðar- samkomulagið er flókið. I því felst meðal annars að sá útflutningur Evrópu- bandalagsins á landbúnaðarvörum, sem nýtur aðstoðar úr sjóðum þess, verði dreginn saman urn rúman fimmtung í tonnum talið á sex árum. Fyrirári kröfð- ust Bandaríkjamenn þess að útflutnings- bætur yrðu aflagðar með öllu. Tíundi hluti þess lands sem Evrópubandalags- bændur nota undir landbúnað verður tekinn úr ræktun. Þá ætlar Evrópu- bandalagið að hætta að styrkja nautakjötsútflutning til Asíu. I maí síðastliðnum komu forystumenn Evrópubandalagsins sér reyndar samán um að draga úr stuðningi við landbúnað í bandalaginu, en nú á að ganga lengra. Þótt samkomulagi hafi nú verið náð um landbúnaðarmál í GATT-viðræðunum eru mörg ágreiningsefni óleyst á sviði viðskipta með iðnaðarvörur, þjónustu og vemdun einkaleyfa. En talið var að ágreiningur um stuðning við landbúnað væri helsta hindrunin í vegi nýs GATT- samkomulags. Þegar þessum áfanga er náð er ólíklegt að önnur deiluefni komi íveg fyrir samkomúlag. Mikið er í húfi, því að spáð hefur verið að samkomulagið geti aukið heimsviðskipti um 5% á tíu árum. = Svíþjóð: Hjálpin var of lítil og kom of seint Sænska krónan var tengd Evrópu- myntinni ecu með einhliða yfirlýsingu í maí 1991. Arsverðbólga var þá 10%, en tengingin við ecu átti þátt í að draga úr henni á næstu mánuðum. Margir töldu að krónan hefði tengst ecu á of háu gengi og efuðust um að það stæðist. Vandamál sænsks efnahags eru mikil og djúpstæð. Markaðshlutdeild sænskra iðnaðarvara á útflutningsmörkuðum hefur farið minnkandi. Hagvöxturhefur verið minni en í flestum löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD undanfarin ár. OECD nefnir nokkrar skýringar á þessu í nýjasta riti sínu urn sænskan efnahag. Þeirra helstar eru mikil og vaxandi starfsemi hins opinbera, háir skattar, veitult félagslegt kerfi og skortur á samkeppni. I ritinu eru bundnar nokkrar vonir við breytta stjómarstefnu, þar á meðal skattabreytingu í fyrra, en þá voru jaðarskattar mjög lækkaðir. Halli á ríkisrekstri var þó meiri en nokkru sinni fyrr og þegar gjaldeyrir tók að streyma úr landi í haust hafði því verið spáð að hann yrði yfir 10% þjóðarframleiðslu á árinu. Stjómvöldum tókst að verja krónuna með afar háum vöxtum og samkomulagi við stjórnarandstöðu um að draga úr hallanum og létta álögum af atvinnulífi. Atvinnuleysi hafði aukist í ríflega 5%, sem er mun meira en Svíar hafa átt að venjast. Efnahagsaðgerðirnar áttu að draga úrhalla ríkissjóðs á löngum tíma en hann var áfram afar mikill. Sænski seðlabankinn átti í erfiðleikum með að fjármagna hallann með lántökum á innlendum markaði (eins og honurn bar skylda til). Um miðjan mánuðinn tók gjaldeyrir aftur að streyma úr landi. Að morgni 19. nóvembcr setti stjómin enn fram áætlun um niðurskurð félagslegrar þjónustu og lækkun skatta atvinnufyrirtækja, en jafnaðarmenn neituðu að styðja tillögurnar. Seðla- bankinn ákvað skömmu síðar að láta gengið fljóta, en þá var gjaldeyris- varaforðinn á þrotum. Gengi krónunnar féll um 12% gagnvartþýsku rnarki næstu daga. Listaverk-leiðrétting 1 grein Þórs Sigfússonar í 45. tölublaði misritaðist setning í fyrsta dálki á blað- síðu 3, neðarlega, þannig að erfitt er að skiljahana. Þamaáttiaðstanda (frá 15. línu ofan við kaflaskil): „Miklar sveiflur eru á báðum þessum mörkuðum en hámarkinu er náð nokkru fyrr hérlendis en erlendis. Ein skýring á því er sú að hérlendis fór samdráttar í efnahagslífi fyrst að gæta árið 1988.“ Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson. Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Myndsendir: 812824. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Ljósritun er óheimil en mikill afsláttur veittur af viðbótareintökum. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.