Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vísbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vísbending

						ISBENDING

rit  um  viðskipti  og  efnahagsmál

14.

desember

1992

49. tbl. 10. árg.

Hlutfall tekju-

skatts hækkað

og afsláttur

skertur

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram nýtt

skattafrumvarp. Innheimtuhíutfall tekju-

skatts í staðgreiðslu hækkar úr 39,85% í

41,35%. Lagður verður 5% skattur á

tekjur umfram 2,4 milljónir króna á ári

hjáeinstaklingum (200.000 ámánuðiað

jafnaði), eða 4,8 milljónir hjá hjónum.

Hátekjuskatturinn verður fyrst lagður á

1994, vegna ársins 1993, og hefst

fyrirframgreiðsla hans í ágúst

næstkomandi. Hækkun tekjuskatts og

lækkun barnabóta samkvæmt frum-

varpinu eru taldar rýra ráðstöfunartekjur

heimila um 1,6% að meðaltali.

Breytingin kemur ójafnt niður, en

skerðingin er mest hjá barnafólki með

háar tekjur. Þá minnkar stuðningur

ríkisins við þá sem eru að koma sér upp

húsnæði: Vaxtabætur eru skertar um

15% frá því sem nú er. Skattaafsláttur

vegna hlutabréfakaupa breytist að

líkindum lítið á árinu sem erað líða. Því

má sennilega draga hlutabréfakaup fyrir

um 94.000 krónur frá skattskyldum

tekjum að þessu sinni. Aftur á móti er

ætlunin að skerða afsláttinn í áföngum á

næstu árum. Á næsta ári má draga

hlutabréfakaup fyrir um 80.000 krónur

frá skattskyldum tekjum og fjárhæðin

lækkar síðan um 20.000 krónur á ári.

Einnigánú aðskerða skaltaafslátt vegna

innleggsáhúsnæðissparnaðarreikninga

í áföngum á nokkrum árum. Innstæður

reikninganna verða þó áfram bundnar.

Breytingar á skatti

fyrirtækja

Tekjuskattur hlutafélaga lækkar úr

45% í 38% um áramót. Þá verða skatt-

frjálsar arðgreiðslur hlutafélaga nú að

hámarki 10% í stað 15%. Gerður er

munurá skattlagningu sameignarfélaga

og hlutafélaga, þannig að skatthlutfall

sameignarfélaga verður41 % ákomandi

ári (var 45%). I fjárlagafrumvarpi var

boðað að skattur hlutafélaga og

Jaðarskattur hjóna með 3 börn í upphafi áranna '90-'93,

miðað við verðlag í upphafi árs 1993

1 oo.ooo

200.000

300.000

400.000

500.000

mánaðarlekjur

sameignarfélaga myndi strax lækka í

33%, en nú á að lækka hann í áföngum.

Með þessu verður munur á skatt-

lagningu einstakra félagaforma minni

en ella. I greinargerð með skatta-

frumvarpinu segir að nú gefist færi á að

endurskoða gildandi lög um þetta efni.

Eflaust munu þó einhverjir skipta um

rekstrarform til þess að lækka skattana,

í stað þess að bíða eftir nýrri löggjöf.

Hærri skattur er nú heimtur af hagnaði

einstaklingsrekstrarensameignarfélaga.

Af honum þarf að greiða 41,35%

almennan tekjuskatt og 5% hátekjuskatt,

eins og öðrum tekjum einstaklinga.

Arðgreiðslurhlutafélagaeruskattfrjálsar

á meðan þær fara ekki yfir 10%. Önnur

rekstrarform njóta ekki slíkra fríðinda.

A hinn bóginn greiða bæði hlutafélög

og viðtakendur skatt af arði sem er

unrfram 10% af nafnverði hlutafjár.

Abyrgð eigenda hlutafélaga er

takmörkuð við hlutaféð. Hjá

einstaklingsfélögum og sameignar-

fyrirtækjum er þessu öðruvísi farið. Ef

þau fara á höfuðið má ganga að öðrum

eignum eigenda. Þess vegna er sérstak-

lega mikilvægt að þessi fyrirtæki séu

ekki látin sæta lakari skattakjörum en

hlutafélög.

Hækkandi tekjuskattur

Á meðan tekjuskattur var greiddur

eftiráréð verðbólgamiklu um skattbyrði.

I grein Sigurðar Snævars í 11. tölublaði

1991 kom fram að raunhlutfall

tekjuskatts var rúm 38% árið 1984, en

það lækkaði á næstu árum og varð

rúmlega 29% árið 1987. Þegar

staðgreiðslukerfiskattavarkomiðáárið

1988 var skatthlutfallið 35,2%, en síðan

hefur það farið hækkandi. Það var tæp

40% um nokkurra ára skeið, en er nú

komið gegnum þann múr.  Nú er

hlutfallið 41,35%, eins og áður segir, og

hefur hækkað um rúm 6% á þeim fimm

árum sem liðin eru síðan staðgreiðslu-

kerfi skatta var tekið upp. Einnig hefur

persónuafsláttur minnkað að raungildi

þannig að menn greiða nú tekjuskatt af

lægri rauntekjum en áður. Auk þess

bætist hátekjuskatturinn nú við.

Með því að tekjutengja ýmsar greiðslur

úr ríkissjóði hækkar jaðarskattur, með

öðrum orðum minnkar hagur fólks af

vinnu. Undanfarin árhefurtekjutengdur

hluti barnabóta til dæmis verið aukinn.

Á myndinni sést hvernig jaðarskattur

hjóna með þrjú börn hefur hækkað

undanfarin ár. Þegar samanlagðar tekjur

hjónanna eru á bilinu 115 þúsund til

ríflega 200 þúsund krónur á mánuði er

jaðarskatturinn tæp 60%. Það þýðir að

af hverri nýrri krónu sem hjónin fá í laun

renna tæplega 60 aurar til rfkisins, en

þau halda eftir 40 aurum. Annað dæmi

um tekjutengingu er 6% tekna eru dregin

frá vaxtabótum, sem eru undir hámarki.

Þá má nefna endurgreiðslur námslána,

sem nú geta verið allt að 5% tekna.

Háir jaðarskattar draga úr vinnuvilja

og hagvexti. Víðast hvar á Vesturlöndum

hafa menn áttað sig á þessu. Á

undanförnum áratug hefur skattakerfi

verið umbylt víða um lönd og hefur eitt

meginmarkmiðið verið að lækka

jaðarskatta. Islendingar hafa verið á

eftir í þessari þróun. Skaltar hafa lengst

af verið lægri hér en annars staðar og

þess vegna hafa menn ekki gefið

jaðarsköttum gaum. Nú hafa menn tekið

við sér annars staðar og reyna að lækka

jaðarskatta, en þeir fara enn hækkandi

hér._____________________________i

•  Skattamál

• Sviss hafnar EES

• Alþjóðleg samkeppni

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4