Vísbending


Vísbending - 28.01.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.01.1993, Blaðsíða 3
Er dollarinn að missa flugið? Gengi dollars gagnvart þýsku marki hefur verið á niðurleið undanfarnar tvær vikur eftir nær samfellda uppsveiflu frá þvííloksumars. Aþessum tímahækkaði gengið úr 1,40 mörkum/dollar í 1,64 eða alls um 17%. Þegar þetta cr skrifað er gengið í kringum 1,5750. Það sem mestu hefur ráðið um lægð dollarans að undanfömu eru breyttar væntingar um hvenær skammtímavextir verði lækkaðir í Þýskalandi ásamt því að komið hefur til tals að vextir verði lækkaðir enn frekar í Bandaríkjunum. Þetta gæti þýtt að mismunurinn á vöxtum í Þýskalandi og Bandaríkjunum, sem nú er um 5 %, ykist í stað þess að minnka eins og búist var við. Væntingar um hækkun dollarans höfðu að miklu leyti byggst á líkum á lækkun vaxta í Þýskalandi í byrjun ársins samfara einhverri vaxtahækkun vestanhafs. Skammtímafjármagn, sem fyrir áramót var beint yfir í dollara í von um gengishagnað, hefur því í auknum mæli horfið aftur yfir í mörk, vegna þess að fórnarkostnaðurinn við að hafa peningana á dollaravöxtum er of stór miðað við þá vexti sem fást á þýskum peningamarkaði. Hluti skýringarinnar er einnig að þegar um samfellda hækkun á gengi er að ræða þá kemur alltaf að því að margir ákveða að tryggja sér gengis- hagnað með því að selja viðkomandi gjaldmiðil. Engin ástæða er til að ætla annað en að dollarinn styrkist á ný gagnvart þýska markinu. Efnahagslægðin íÞýskalandi, sem virðist fara versnandi, gerir það að verkum að ekki verður hjá þvíkomist að lækka vexti - spurningin er frekar hvenær það verður gert. Seðlabankinn ætti að vara sig á að bíða allt of lengi.því þá neyðist hann til að lækka vextina í stórum stökkum. Það hefði mun meiri áhrif á þýska markið en ef vextir yrðu lækkaðir á löngunt tíma og minna í einu. Mér þætti ekki ólíklegt að dollarinn ætti eftir að lækka eitthvað áður en hann tekur að styrkjast á ný. Miðað við núverandi aðstæður gæti hann náð botni íkringum l,56mörk/dollaroguppsveifla gæti ef til vill hafist um miðjan febrúar. Sverrir Sverrisson l ISBENDING Kostir í gengis- málum Oróleiki á gjaldeyrismörkuðum í haust varð til þess að Finnar, Svíar og Norðmenn urðu að hverfa frá því að halda gengi gjaldmiðla sinna föstu miðað við Evrópugjaldmiðilinn, eku. Um leið rýrnaði gildi einhliða yfirlýsinga um fast gengi. Lönd í Evrópska gengis- samslarfinu heita hvert öðru aðstoð ef gengi gjaldmiðla þeirra er í hættu. Sá bakhjarl dugði ekki lírunni, sterlings- pundi, peseta eða eskúdó í haust. Gengisfelling íslensku krónunnar var af öðruin toga, þar áttu íslensk stjómvöld frumkvæðið, en ekki spákaupmenn. Stöðugt gengi eykur öryggi í utanríkisviðskiptuin og genginu erhaldið föstu miðað við sterkan gjaldmiðil minnkarhætta á verðbólgu. Þessirkostir vega afar þungt hjá litlum ríkjum eins og Islandi, þar sem utanríkisviðskipti eru mikil. A næstu inisserum tekur gengi krónunnar að ráðast af markaði, eins og algengast er uin gjaldmiðla. Frelsi í gjaldeyrisviðskiptum er að aukast og eftir tvö ár verður skilaskylda á gjaldeyri úr sögunni. Markaðsgengi krónunnar er fylgifiskur þessara breytinga. Ætlunin var að tengja krónuna við eku um svipað leyti og gjaldeyrismarkaði yrði komið á fót hér á landi. Þetta átti að gera með einhliða yfirlýsingu, eins og Norðmenn, Svíar og Finnar höfðu gert, en sú leið virðist nú ekki vænleg til eftirbreytni. Hvaða leið er þá fær til þess að tryggja stöðugleika ígengismálum? Hér verður að skoða alla kosti. Róttækasta breytingin væri að taka hreinlega upp gjaldmiðil annars lands. Þcttagæti verið þýskt mark, eka, eða önnur mynt sem þætti líkleg til þess að halda verðgildi sínu sæmilega. Mætli ef til vill hugsa sérað fara svipað að og Færeyingar, sem nota sérstaka seðla og rnynt, þótt gjaldmiðillinn sé íraun danskur. Helstu gallarnir við að taka upp gjaldmiðil annars lands eru að sjálfstæði í peningamálum hverfur og myntsláttu- hagnaðurtapast. A móti myndu yfirvöld spara sérkostnað við sljórn peningamála. Ef ætlunin er að halda genginu föstu hvað sem á dynur má segja að lítið tapist þótt sjálfstæði í peningamálum hverfi. Aðhald í ríkisfjármálum ykist og jöfnuður yrði að vera á rekstri rfkissjóðs að jafnaði. Mismikil gengisfesta Samkvæmt yfirliti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins notuðu fjögur aðildarríki sjóðsins erlendan gjaldmiðil í árslok 1991. Þetta eru Líbería og Panama, sem nota bandaríkjadal (ásamt eigin mynt), Namibía, sem notar suður- afrískt rand og Kíríbalí, sent notar ástralíudal. Nokkur ríki hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, sem hefur sama gengi og erlendur gjaldmiðill. Þarna er gengisfelling möguleg. Dæmi um þetta fyrirkontulag er samstarf Belga og Lúxemborgara, en belgískur franki er jafngildur lúxemborgskum franka. Þá er gjaldmiðill Bahamaeyja jafngildur bandaríkjadal og hið sarna gilti um gjaldmiðla Dóminíska lýðveldisins og Gvatemala fram á miðjan 9. áratuginn. Evrópubandalagið stefnir að því að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil fyrir aldamót, en hann verður reyndar ekki notaður í öllum löndum bandalagsins. Nú halda flest ríki bandalagsins gengi gjaldmiðla sinna föstu innan ákveðinna marka, eins og kunnugt er. 1 Vestur- Afríku nota 7 ríki sameiginlegan gjaldmiðil (sem er tengdur frönskum franka) og sömu sögu er að segja um 8 ríki í Karabíska hafinu (gengi gjaldmiðils þeirra er tengt gengi bandaríkjadals). Algengast er að ríki rniði gengi gjaldmiðils síns við einstaka mynt, til dærnis bandaríkjadal eða körfu gjaldntiðla (eins og Islendingar gera). Undanfarin ár hafa ntörg lönd horfið frá því að halda gengi gjaldmiðla sinna föstu rniðað við einn gjaldmiðil. Þau hafa flest tekið upp frjálslegri gengis- skráningu. Flest eru þetta þróunarlönd. sem hafa verið að taka upp markaðs- búskap á flestum sviðurn og hefur markaðsgengi veriðþátturíþví. I Evrópu hafa inenn aftur á mótu stefnt að auknum stöðugleika, þótt sú stefna hafi reyndar beðið ákveðið skipbrot í haust. Þær gengisbreytingar sem þá urðu drógu ntjög úr gildi einhliða yfirlýsinga um stöðugt gengi og enn fremur drógu þær úr trausli á Evrópska gengissamstarfinu. Atburðir haustsins benda til þess að sameiginleg mynt sé eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika í gengismálum. a 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.