Vísbending


Vísbending - 05.03.1993, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.03.1993, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur ;*r;,, hækkun Fjármagnsmarkaður frá fyrra tbl. Peningamagn (M3)-ár 3% 31.01. Verðtryggð bankalán 9,4% 01.03. Overðtr. bankalán 13,9% 01.03. Lausafjárhlutfall h&s 12,5% 01.92 Húsbréf,kaup VÞI 7,21-7,44% 02.03. Sparisk., kaup VÞÍ 7,35-7,40% 02.03. Hlutabréf (VIB) 654 02.03. Fyrir viku 665 Raunáv. 3 mán. -11% ár -13% Lánskjaravísitala 3.273 03.93 spá m.v. fast gengi 3.278 04.93 og ekkert launaskrið 3.282 05.93 2% kauphækkun 3.299 06.93 í maí 3.336 07.93 3.340 08.93 3.342 09.93 Verðlag og vinnumarkaður Framfærsluvísitala 165,3 02.93 Verðbólga- 3 mán 10% 02.93 ár 3% 01.93 Framfvís.-spá 165,6 03.93 (m.v. fast gengi, 166,1 04.93 ekkert launaskrið) 167 05.93 2% kauphækkun 167,3 06.93 í maí 167,8 07.93 168,1 08.93 168,3 09.93 Launavísitala 130,7 12.92 Arshækkun- 3 mán 1% 12.92 ár 2% 12.92 Launaskr-ár 1% 03.92 Kaupmáttur 3 mán -1% 01.93 -ár 0% 01.93 Skortur á vinnuafli -1,1% 01.93 fyrir ári -0,7% Atvinnuleysi 5,0% 01.93 fyrir ári 3,2% Gengi (sala ) Bandaríkjadalur 65,2 02.03. fyrir viku 64,7 Sterlingspund 93,9 02.03. fyrir viku 94,3 Þýskt mark 39,5 02.03. fyrir viku 39,6 Japanskt jen 0,550 02.03. fyrir viku Erlendar hagtölur Bandaríkin 0,556 Verðbólga-ár 3% 01.93 Atvinnuleysi 7,1% 01.93 fyrir ári 7,1% Hlutabréf (DJ) 3.382 01.03. fyrir viku 3.326 breyting á ári 5% Liborvext. 3 mán Bretland 3,2% 23.02. Verðbólga-ár 2% 01.93 Atvinnuleysi 10,6% 01.93 fyrir ári 9,2% Hlutabréf (FT) 2883 01.03. fyrir viku 2838 breyting á ári 14% Liborvext. 3 mán V-Þýskaland 6,1% 01.03. Verðbólga-ár 4% 01.93 Atvinnuleysi 7,5% 01.93 fyrir ári 6,2% Hlutabréf (Com) 1885 02.03. fyrir viku 1864 breyting á ári -6% Evróvextir 3 mán Japan 8,1% 01.03. Verðbólga-ár 1% 12.92 Atvinnuleysi 2,4% 12.92 fyrir ári 2,1% Hlutabréf-ár -20% 23.02. Norðursjávarolía 19,0 01.03. fyrir viku 18,6 5 V Erlendir gj aldeyrismarkaðir Eins og svo oft á undanförnum mánuðum er þróun á helstu gjaldeyris- mörkuðum erlendis bundin við duttlunga ráðamanna þýska seðlabankans. Þegar þessar línur eru skrifaðar, bítast menn um hvort bankinn lækki vexti á reglubundnum fundi bankastjóranna 3. mars eða hvort því verði frestað þar til á næsta fundi eftir hálfan mánuð. Yfirlýsing Helmut Schlesinger, aðalbankastjóra bankans, frá því á laugardag um að skammtímavextir í Þýskalandi myndu lækka á næstu vikum hafði strax áhrif við opnun gjaldeyris- markaða í byrjun vikunnar (1. mars). Bæði franski frankinn og danska krónan, sem voru veikustu gjaldmiðlarEvrópska gengiskerfisins fyrir helgi, styrktust gagnvart þýska markinu. Þá veiktist markið gagnvart pundinu úr 2,3432 mörk/pund á föstudeginum 26. febrúar í 2,3800 mörk/pund við lokun gjaldeyris- markaða á mánudagskvöldiðl. mars og dollarinn hækkaði á sama tíma úr 1,6455 mörkum upp í 1,6545. Er líða tók á vikuna urðu væntingarnar nokkru blendnari þegar ljóst var að Schlesinger var aðallega að vísa í lækkun á lausafjárskyldu bankanna 1. mars. Sú lækkun ætti aðleiðatil lægri skammtíma- vaxta vegna aukins framboðs peninga á millibankamarkaði. Markið styrktist nokkuð gagnvart dollamum við þetta en pundið hefur þó styrkst enn frekar og er þegar þetta er skrifað (3.mars) 2,39 mörk. Líklegt er að pundið haldi áfram að styrkjast á næstunni gagnvarl helstu gjaldmiðlum. Eins og stendur tel ég líkur á að þýski seðlabankinn bíði með vaxtalækkun þar til á næsta fundi eða jafnvel fram til byrjunar apríl. Þessa ályktun dreg ég af því að síðustu tölur um verðbólgu sýndu 4,2% hækkun verðlags á ársgrundvelli, en það er hærra en bankinn kærir sig um. Þá hafa ríki og sveitarfélög ekki enn komið sér saman um hvemig verður staðið að lækkun á rekstrarhalla hins opinbera, en það er grundvallarskilyrði fyrir áframhaldandi lækkun vaxta í Þýskalandi. Ef spá mín rætist þá er líklegt að gengið sveiflist á milli 1,6250 dollar/mark og 1,6570 fram undir lok mánaðarins. Hins vegar má reikna með að japanska jenið styrkist nokkuð á næstunni gagnvart helstu evrópu- gjaldmiðlum, þ.e. ef Japanir ákveða að ráðast gegn efnahagslægð með auknum opinberum útgjöldum í stað þessa að stefna að meiri lækkun vaxta á næstunn i. Sverrir Sverrisson H ✓ Ibúðabyggingar: Mikill samdráttur I Hagvísum Þjóðhagsstofnunar í febrúar kemur fram að bráðabirgðatölur fyrir 1992 benda til þess að hafist hafi verið handa við smíði 20% færri íbúða í fyrra en árið á undan, en 1991 var samdrátturinn 30%. Þjóðhagsstofnun spáirþví að fjárfestingar í íbúðarhúsnæði dragist saman um 9% árið 1993. Danmörk: Stórtap Unibank Danskir bankar standa mun betur en bankar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en afkoman hefur þó sjaldan eða aldrei verið verri en nú. Nú hefur verið skýrt frá stórtapi næststærsta banka Danmerkur, Unibank, á liðnu ári. Bankinn tapaði tæplega 50 milljörðum íslenskra króna og hefur danskur banki aldrei tapað jafnmiklu fé á einu ári. í framhaldi af þessu hefur stjórnar- formaður hans sagt af sér. Bankinn stendurþó sæmilegaað sögnformælenda hans og ekki er útlit fyrir að hann þurfi nýtt hlutafé á árinu, þrátt fyrir að áfram sé gert ráð fyrir halla á rekstrinum. Aðalástæða tapsins eru framlög í afskriftasjóði, en árið 1992 námu þau meira en 60 milljörðum íslenskra króna. Mikla afskriftaþörf má rekja til slæms efnahagsástands og verðfalls á húsnæði og hlutabréfum. Stærsti banki Dan- merkur, Danske bank, tapaði 17-18 milljörðum íslenskra króna árið 1992, en heildartap fjögurra stærstu bankanna var um 85 milljarðar. Frakkland: Efnahagslægð Þjóðarframleiðsla Frakka skrapp saman um hálft prósent frá 3. ársfjórðungi 1992 til fjórða ársfjórðungs. Einkum hefur þetta verið kennt háu gengi frankans og háum vöxtum. Hagvöxtur frá 1991- 1992 var 1,6%, 1 % meiri en árið á undan. Óvissa er mikil um framhaldið, en margir telja að framleiðsla taki ekki að vaxa aftur í landinu fyrr en líður fram á vor. 1 Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson. Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Myndsendir: 812824. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.